Alþýðublaðið - 28.03.1958, Blaðsíða 4
%
AlþýSnblaBlB
Föstudagur 28, marz 1958.
¥£TT¥^M6ttS MGS/#S
FUGLAVINUR sendir mér |
Jiessar línur: „Veiðitími virðist
vera byrjaður bjá drengjunum. i
Og nú reyna þeir að veiða dúf-
ur. Dúfnafíkn grípur þá á hverju
vori, en síðan leika þeir sér að
þeim á sumrum og fram á vetur,
en þá fer áhuginn að minnka og
svo veltast fuglarnir í öllum
veðrum umkomulausir, kofa-
lausir og allslausir.
í VETUR hafa dúfurnar kúrt
undir þakskeggjum víðs vegar
um bæinn. Margar þeirra haía
verið að basla við það undan-
fariö að búa sér til hreiður. Á
kvöldin taka þær svo á sig náð-
:ír, reyna að kúra sig niður und-
ír þakskeggjunum og eiga ekki
á neinu illu von. En strákarnir
eru í veiðihug.
ÞEIR KUIFRA upp á húsþök
og henda grjóti að fuglunum.
TNTúna eitt kvöldið sá ég drengi
hegða sér á þennan hátt hérna í
nágrenninu. Ég tók þann frakk-
asta tali og spurði hann hvað
.táann væri að gera. ,,Ég er að
reyna að veiða dúfur.Það erbezt
á kvöldin þegar þær eru farnar
að kúra sig, því að þá ugga þær
■ekki að sér, vakna með andfæl-
111 meðferð á dúfum
Drengir eru í veiðihug.
Bezt að veiða þær á
kvöldin, þegar þær hafa
tekið á sig náðir.
Fuglarnir á tjörninni.
um, og svo er hægt að taka þair
með höndunum,“ sagði hann.
ÉG FÓR AÐ TALA við dreng-
inn um þetta og sagði h'onum
hve illt verk hann væri að vinr.a
með þessu framferði. En hann
svaraði mér fullum hálsi og
sagði að þetta kæmi mér hreint
ekkert við og hann veiddi dúfur
hvar sem honum sýndisl og
hvað sem ég segði. Ég sagði hon-
um að ef hann gerði það svo að
ég sæi til hans, þá myndi ég til-
kynna lögreglunni það.
Bréf fil Laugvetninga
Framhald af 5. síðu.
aðeins endast gifturíkir dagar á
.Laugarvatni, ef hann og stofn-
un hans verður ekki til lengd-
'og Alþingis fyrir víxlspor Gísla
Halldórssonar, því að enn vant
’ar íþróttaskólanum á Laugar-
vatni húsnæði fyrir nemendur.
Piltar voru í vetur í timbur-
skemmu skammt frá húsinu,
sem ekki er ætláð til íbúð'ar í
framtíðinni. Þraut hita þar í
írostunum í vetur. Tóku skóla-
stjórahjónin piltana þá sem von
var inn í hús sitt, og hafa að
ííkindum látið þá hvíla í svefn
pokum hér og þar í húsi þeirra
■meðaii ólíft var í skálanum.
Ekki virðist Gísli Halldórsson
enn hafa sleppt áhuga fyrír í-
þróttaskóla á Laugarvatni held
ur lagt fram frumdrætti að
Ihúsi, einni hæð, með ir.iklu
góífmáli. Ekki átti að hafa kjall
ara midir húsinu og er þó Ijóst
öllum sem athuga jarðlagið á
ctaðnum, að mannhæðar stein-
ikjallara verður að gera undir
húsið, þó að það verði aðeins
ar í banni fjárveitinganefndar
ein hæð. Má þetta heita furðu-
legt ráðleysi, þar sem þúsund
ir húsa eru byggð í Reykjavík
með kjöllurum og það hús-
rúm íullnotað til íbúðar. En
þó að heimavistarhús kæmi á
Laugarvatni vegna íþróttaskól-
ans, þá vantar þar eldhús, borð-
sal og geymslur, líka fyrir í-
þróttatæki. Mundi Bjarni
Bjarnason áreiðanlega hafa rið-
ið betur fyrir í málinu, ef hon-
um hefði verið falið að standa
fyrir slíkri byggingu. Senni-
lega tekur stjórn íþróttaskól-
ans nú til athugunar eftir
reynsludagana í vetur, hvort
ekki hentar að setja sæmilega
glugga á kjallara skólastjóra-
hússins, svo að það geti verið
viðunandi íbúð fyrir nemendur
eða starlfsfólk eigi lakarí en í
hinum glæstu sölum, sem Gísli
Halldórsson og stéttarbræður
hans byggja á furðuströndum
Reykjavíkur.
MÉR ER ÞAÐ LJÓST, að
hótanir duga ekki við svona
drengi, en mér finnst þetta
slæmt framferði og nauðsynlegt
fyrir alla, sem veita slíku athygli
að tala við drengina um það og
leiða þeim fyrir sjónir hvað þeir
eru að gera.“
ÞETTA SEGIR fuglavinur.
Við og við hefur verið minnzt á
dúfurnar í blöðunum. í hvert
sinn, sem talað hefur verið um
það, að líðarí þeirra sé slæm og
að þeir, sem þykjast vilja hafa
dúfur, bæði börn og fullorðnir,
vanræki þær, og réttara væri að
útrýma þeim, að minnsta kosti
þeim sem eru á flækingi um-
hirðulausar, hafa menn risið upp
til andmæla.
VIÐ HÖFUM FUGLA á Tjörn
inni og þeim fer sífellt fjölgandi.
Þessir fuglar eiga að lifa á góð-
semi okkar mannanna, við eig-
um til dæmis að labba til þeirra
með brauð og gefa þeim. Gerurn
við það í nógu ríkum mæli? Er
það ekki nóg verkefni fyrir okk-
ur? Er það ekki sport af verstu
tegund að leyfa dúfnahald í borg
inni með þeim hætti, sem það
er? Er það ekki hámark mann-
úðarleysisins?
Hammarskjöld leiur
fund æSslu manna
nyfsamiegan/
MOSKVA, miðvikudag, (NT
B-AFP). Hammarskjöld, fram
kvæmdastjóri SÞ, sagðj á blaða
mannafundj |í dag, að hann
teldi, að fundur æðstumanna
austurs og vesturs gæti verið
nytsamlegur á sama hátt og
allir fundir leiðtoga einstakra
landa væru nytsamlegir, svo
framarlega sem þejr væru und
irbúnir fyrir fram.
Tilgang sinn með förinni til
Moskva kvað hann vera að
auka samskiptin við ríkisstjórn
ir í aðildarríkium SÞ. Hann
kvað heimsóknina ekki stafa af
alvarlegu ástandi í heimsmál-
um. Hann kvaðst hafa rætt
fjölda mála við sovétleiðtog-
ana. Fyrr í dag átti Hammar-
skjöld tal við Voroshilov, for
seta USSR. Hann fer frá
Moskva á föstudag eftir fjög-
urra daga dvöl í boði sovét-
stjórnarinnar.
hefnr opnað á
Býður yður alls konar herravörur, svo sem:
SKYRTUR
í mörgum gerðum og litum.
BINDI
SLAUFUR
SOKKA
MANCHETTHNAPPA
BINDISNÆLUE
SPORTFATNAÐ
alls konar.
RYKFRAKKA
Alls konar SNYRTIVÖRUR
fyrir KARLA.
Seljnm efni í drengjaföt ásamt tilleggi. Sníðum fötin, ef þess er óskað.
Aðeins fyrsta flokks vara.
Gjörið svo vel og lítið inn.
Laugavegi 99 - Sími 24-9-75
(Gengið inn frá Snorrabr., þar sem Valbjörk var áður)
par og búskapur
Framhald af 7. síðu.
Trúanbrögð Lappa voru mjög
frumstæð. Þeir trúðu á fjölda
anda og vætta, sem áhrif höfðu
á líffi þeirra,margirþeirrahöfðu
'næstum guðlegt vald, — aðrir
gegndu ýmsum' aukahlutverk-
um og aðstoðuðu í hversdags-
leikans amstri -og puði. Hlut-
verk hinna lappnesku guða var
í flestum hlutum hið sama og
hinna norrænu, og Lappar
nefndu guði sína brátt norræn-
um nöfnum.
iSlíka guði og varndaranda
varð að sjálfsögðu að blíðka
með fórnargjöfum. Neytti fórn-
færandinn jafnan fórnarinnar,
en gaf guðunum leifarnar ein-
ar. Utan mannheima voru tröll,
heimsk og auðtrúa. Stóð slæg-
um körlum lítill stuggur af
þeirn. Eru til mörg iappnesk
ævintýri um viðskipti manna
og trölla. Líkjast þau mikið
norskum ævintýrum, eru alger-
lega ómórölsk, svik og lygi sigra
alltaf að lokum.
'Stórt atriði í trúarbrögðum
Lappa er ekstasen. Ekstase þýð
ir að vera utan við sig í hrifni
leiðslu. Er þetta fyrirbrigði
þekkt úr flestum trúarbrögð-
um. En Lapparnir héldu því
fram, að í hrifningaræðinu færi
sáíin víða vegu og aflaði sér tor
fenginnar þekkingar og reynsiu
á flakkinu. Eru sagnir um slíkt
til alít frá víkingaöld.
Mjög gekk erfiölega að
kristna Lappa. Það er ekki fyrr
en á 18. öld, sem þeir verða
raunverulega kristnir, þegar
Læstadianisminn breiðist út
meðal þeirra.
Andlegt líf Lappanna var
furðu auðugt, en verkfeg menn
ing og listir eru fátæklegar og
sneyddar varanlegu gildi..
Söngur þeirra og tónlist er aft-
ur á .móti gætt töfrum, sem ert'-
itt er að útskýra.
Utanaðkomandi áhrif hafa
gjörbreytt lífi og háttum Lapp-
anna. Norskir, finnskir og
sænskir bændur ruddu land i
Lappahéruðum, settu veiðistaði
við ár þeirra og vötn og hröktw
þá æ lengra upp í óbyggðirnarí
Lapparnir voru settií utan-
garðs í andlegum og verklegum
efnum, og urðu brátt vandarná]i
fyrir ríkisstjórnir Norðurlanda.
Formaður norsku sendinefnd
arinnar á þjóðabandalagsþing-
inu í Genf hélt fyrirlestur í Os
ló árið 1920 um vandamál þjóð-
ernisminnihluta. I upphafi máls
síns tók hann svo til orða, að
Norðmenn ættu vafalaust erf-
itt með að gera sér grein fyrir
slíkum málum þar eð þair
hefðu enga þjóðernisminnihluta
innan landamæra sinna. Að fyr
irlestrinum loknum' spurði ég
ræðumann hvort hann hefði
kynnt sér lúfskjör Lappanna.
Hann kvað nei við. Ári síðar för
hann um Norður-Noreg og
kynnti sér málið. Hann sneri til
baka æ’fur ýfir þeirri kúgun,
sem Norðimenn beittu Lappana-
'Kúgunin á Löppum hófst upp
úr 1890. Var þeim gert að
skyldu að læra norsku og aöiag;
ast algjörlega norskum lífshátt
um. Áður fékk enginn kennara
embætti í Finnmörk nema haniA
talaði lappnesku, sú skylda var
nú afnumin og lappnesliumi
börnum gert að nema á norsku.
Var unnð skipulega áð því að
útrýma tungu Lappa.
Sem betur fer er nú upptek-
in viturlegri stefna í máluin
Lappa. Styrjöldin hafði áegiteg
áhrif á Mfsafkomu Lappa. Þjóö
verjar lögðu Finnmörk í eyðL
og finna varð leiðir til að búa
Löppunum lífsskilyrði. Aðalat-
riðið var að mennta þá og koma
atvinnuvegum þeirra á traust-»
an grundvöll. Norðmönnum er
að verða ljóst, að Lapparnir
eru skjólstæðingar þeirra, og
því ber að standa vörð um sög«
þeirra, tungu og forna og merki
lega atvinnulhætti.
PÁSKÁEGG
'!'SrA“
Fjölbreytt
úrval
Verð við allra hæfi
SÍMAR: Í3Q4J - Í1258
Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð við fráfall
mannsins míns
LÁRUSAR HANSSONAR.
Sérstakar þakkir til Karlakórs Reykjavíkur og félaganna
í stangaveiðifélaginu „Pápa“.
Guðbjörg Brynjólfsdóttir,
börn, tcngdabörn og barnabörn.