Alþýðublaðið - 29.03.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.03.1958, Blaðsíða 3
Laugardagnr 29. marz 1958 AlþýSnblaSl* 3 Alþýðublaöiö Ótgeiaudi; Ritstjóri: Fréttastjóri; Auglýsingast j óri: Ritstjórnarsimar: Auglýsingasimi: Aigreiðslusími: Aðsetur: AlþýðuíioJtiturinn. Helgi Ssemundsson. Sigvaldi Hjáimarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902 14906 I 14900. Alþý ðuhúalð Prentsmiöjs ALþýðublaðsins, Hverlisgötu 8—10. Breytt tiðhorf í efna hagsmálum SÍÐAN Alþýðúblaðið birti þá fregn nú í vikunni, að sennilega yrðri rayndar einhverjar nýjar leiðir til lausnar efnahagsvandamélunuim, hafa að vonum margir um það spurt, hverjar þær leiðir væru. Þjóðviljinn hefur haldið bví statt og stöðugt fram að undanförnu, að Framsóknarmenn vilji nú algerlega breyta um stefnu í þessurn efnum og fara gengislækkunarleiðina. Hins vegar hafa kommúnistar sjálf-' ir haldið því fram, að ekki væri ástæða til neinnar bxeyt- ingar, efnahagsmálin væru í fullkomnu lagi, uppbótarkerfið mundi leysa ailan vanda hér ©ftir sem ihingað til, án þess að leitað væri nýrra ráða. Þótt Þjóðviljmn og kommúmistar líti svo óraunhæft á vandamáíin sem raun ber vitni, dylst engum, sem með fullri dómgreind svipast um á þjóðarbúinu, að hið mesta öngþveiti yíkir í efnahagsmálunum. Er ekki gott að segja, hvers jVegna þcir kommúnistar neita staðreyndum nú þótt niiverandi stjórn sé í rauninni mynduð vegna al- gers úrræðaleysis .ílialdsins í þjóðarbúskapnum. Ólafur Thors síýrði beint upp í brimgarðinn, og því var vinstri stjórnin rnynduð og samráð höfð við verkalýðssamtökin. Þetta eru blákaldar jstaðreyndir, eins og Þjóðviljinn ætti að vita, ef hann vill nokkuð vita. Það eru líka blákaldar staðreyndir, að ráðherrar Alþýðuhandalagsins fara með staðlausa stafi í útreikningum sínum á fjárþörf ríkisins til uppbóía í sömu mynd og áður. Það þarf ekki aðeins 90 milljónir, ,eims og Lúðvík Jósefsson heldur fram, held- Ur a. m. k. 200 milljónir. Það'hljóta því að liggja ein- hverjar annarlegar ástæður til þessara óraunhæfu full- yrðinga Þjóðviljans og (k<mimúnista. Bjargráð þeirra hljóta að eiga að vera einhvers konar hókus pókus, sem þeir einir kunna skil á. Það er að vonum, að alþýða manna hafi áhuga á efna- hagsvandamé'.unum og spyrji, hvort lausn þeirra sé ekki skammt undan. Enda spara SjálifstæðÍEmenn ekki að ala á alls konar getsökum og ófögnuði um þessi mál. Öðrum fórst þó, en þeim ekki. Aldriei þekktu þeir ráð, og þekkja ekki enn. Erfiðleikarnir eru arfua- frá þeim, óreiðuarfur af lé- legri stjórn og stefnuleysi En það liggur í augum uppi, að þungt e;r í vöfum að finna leiðir út úr ógöngunum1, ef með stuðningsflokkum ríkisstjórnarinnar eru skiptar skoðanir um lausnina. Alþýðuflokknum er Ijóst, að gengislækkunarleiðin verður ekki farin. Staiifsgrimdvöllur stjórnarinnar hvílir á samráði við verkalýðshreyfinguna, samkvæmt mál- efnasamningi flokkanna, En alþýðusamtökin eru andvíg gengislækkun. Hins vægar er það Ijóst, að við núverandi fjárhagskprfi verður efcki búið óbreytt. Því telur Al- þýðuflokkurinn rétt, að .breytt verði því kerfi, sem nú er búið við, nýjar leiðir reyndar eða a. .m. k. nýtt forrn, en hins vegar verði gengið ekki fellt. Enginn skyldj ætla, að hér sé urn nein töfrabrögð að ræða. Hið fræga penna- strik Ólafs Thors var aldrei fyrir hendi, og það er enn ekki fyrir hendi. Og.stefna kommúnista um „allt í lagi“ og „bara láta reka“ er á sandi byg-gð. Leiðir verður að finna, og það raunhæfar leiðir. Þriðja lsiðin, sem svo hefur verið nefnd, eftir að Allþýðu blaðið birti fréttina um viðleitni ATþýðuílokksins til lausn- ar efnahagsmálunum, er vafalaust ekki einlhlít um alla framtíð. En það mun sarnt sannast, er hún verður gerð íheyrinkunn, að þar er á ferðinni alvarleg og virðingarverð tilraun til að höggva raurihæft á hnútinn. Og þjóðinni mun skiljast það, þegar á reynir, að henni er jafnan fyrir beztu að horfzt sé í augu við staðreyndir, en höifðinu ekki stungið á sandinn. Aliþýðuflokkurinn hefur áivallt viljað stuðla að því, að þjóðin vissi, hvar hún stæði, en jafnframt er sú stefna hans óbreytt, að allar ráðstafanir í efnáhagsmálum verði sem’ miest miðaðar við hag' almennings. ( Ufan úr heimi ) VESTUR-ÞÝZKALAND hef- ur nú ákveðið að búa herafla , sinn kjarnorkuvopnum eða öllu heldur að taka á móti kjarn- orkuvopnum ef A-bandalags- ráðdð telur slíkt skref nauðsyn- legt sameiginlegum vörnum að- ildarríkjanna. Sú spurning verð ur nú athuguð á fundi varnar- málaráðherra bandalagsins í apríl. Jafnvel þótt slík ákvörð- un verði tekin á fundinum er gert ráð fyrir að kjarnorkuvíg- búnaður þýzka hersins komi ekki til greina fyrr en haustið 1959. Endanleg ákvörðun fer að sjálfsögðu mikið eftir því hvernig samningar takast við Sovétveldin. Jafnvel þótt ekkert sé því ,í rauninni ákveðið enn var auð- hieyrt á ræðum þeirra, er þátt tóku í' umræðunum á þingi vesturþýzka sambandslýðveldis ins, að þeir gerðu sér ljóst að málsúrslit hlytu að reynast ör- 'lagarík. Þar í liggur skýring þess að deilan varð svo hörð og iharkaleg sem raun bar vitni. Kjarnorkuvopnum má beita tii gereyðingar, og umræður varð andi þau vekja því skap manna og tilfinningar til afstöðu. Það er örðugt að yfirivega og ræða þá spurningu af kaldri skyn- semi, hvort kjarnorkuvígbún- aður muni hindra eða hrmda af stað nýrri styrjöld. Og um leið liggur sú spurning' nærri hvort slíkur vígbúnaður muni auka líkurnar fyrir sameiningu i Þýzkalands eða koma í veg fyr ir hana. Séu þessar spurningar .rt.hug aðar, mtun engan undra þótt um ræðurnar hafi orðið nokkuð á víð og dreif. Hvernig er í raun- inni unnt að svara þeim með nokkrum rökum? En flokksleiðtogarnir urðu 1 að svara og andstæðunum laust hart saman. Ríkisstjórnin vík- ur ekki frá styrkleikakenningu sinni, — kjarnorkuvopn'in Konrad Adenauer muni ihræða frá árásum og koma þar með í veg fyrir styrj- öld. Verði Þýzkaland ekki.þann ig vígbúið geti Sovétveldin ráð ist á það án þess að þurfa að óttast heimsstyrjöld. Adenauer lét svo um mælt að A-bandalag ið kynni að hrynja í rúst ef þýzka samibandslýðveidið neit- aði að vígbúast kjarnorkuvopn um. Hann kvað sig reiðubúinn að ræða sameiningu Þýzka- lands við Rússa, en það væri fyrst og fremst skylda sín að tryggja öryggi V-Þýzkalands. Lemmer ráð'herra lýsti yíir því að þá köstuðu Þjóðverjar bezta Itrompi í sameiningarspilinu af 'hendi sér, ef þeir neituðu að taka upp kjarnorkuvígbúnað. Með styrkleika yrði að þvinga Þjóðverja til að halda þvinga þá til að gangast inn á friði, og með styrkleika yrði að sameiningu Þýzkalands, — þetta voru helztu rök stjórnar- innar. Auk þess leggur Aden- auer jafnan mikla áherziu á að styrkja samstarf A-bandaiags- ríkjanna og Norsted hershöfð- ingi hefur hvað eftir annað á það bent að hernaðarlega nauð- syn beri til að húa Vescur- Þýzkal and kj arnorkuvopnum. A.lþýðufIokksm<enn og frjáLs- lyndir lýðræðissinnar eru hins vegar mjög á öðru máli. Þeir telja að kjarnorkuvopnun Vestur-Þýzkalands munj hafa ögrandi áhrif og auka styrjald- arhættuna um allan helming, og um leið útiloka frekari um- ræður varðandi sameiningu Þýzkalands. Þeir segja að ekki komi til sameiningar nema dragi úr snennu í albióðamál- um, og til þess að draga úr henni telja þeir vænlegast að samþykkja kjarnorkuvoona- laust svæði eða draga úr vopn- un á annan hátt. Andstæðurnar voru allt of miklar til þess að unnt yrði að upplýsa málsatriði og bar mfeir á fullyrðingumi og reiði- lestri. Bersýnilegt var að Ad- enauer reyndi vísvitandi a(ð ge<-P líVnrnar sem skarpastar á milli flokkanna, enda eru þær nú augljósari en nokkru sinni. Það má vel vera að hann hafi styrkt aðstöðu sína í Þýzka- landi, en það hefur þá orðið a þann hátt að auka að mun við- sjér innanlands og utan. iSTJÓRNMÁLAMENN í Washington ræða nú um, hvort ekki megi ræða bann við tilraunum með kjarnorkuvopn sérstaklega, en ekkj láta þær vera lið í almennum umræð- um um afvopnun. Hingað til hafa Bandaríkjamenn álitið, að bann við kjarnorkuvopnatil- raunum væri bví aðeins fram- kvæmanlegt að um leið væri bönnuð framleiðsla allra kleyfra efna. En slíkt mundi krefjast náins eftirlits, og því hafa Sovétrí'kin verið andvíg siíkri lausn mála. Almenningsálitið víða um heim er mjög andvígt til- raunum með kjarnorku- og vetnisvopna. Vísindamenn hafa mjög skiptar skoðanir á hætt- unni á slfkum tilraunum, en að slíkt vandamál skuli rætt í alvöru, bendir til hversu mik- ið er í húfi, Samkomulag um bann gæti gert auðveldara að semja um ahsherjarafvopnun. Þetta eru höfuðröksemdirnar fyrir banni við vetnisvopnatil- raunum. En bandaríska stiórnin lítur auðvitað á málið frá hernaðar- legu sjónarmiði. Hvaða hætta vofir yfir Bandaríkjunum, ef þau hætta tilraununum? Vetnisvopn eru heiztu varn- artæki Vesturveldanna, og þau verða ekki framleidd nema hægt sé að gera með þau tilraunir. Sprengjurnar eru af mörgum gerðum og því nauð- synlegt að gera með þau marg- víslegar og ólíkar tilraunir. ÍÞetta hafa verið helztu rök Bandaríkjamanna, en svo virðist sem tilraunum sé svo langt komið, að þessi rök- semdafærsla sé úr sögunni. Heitar umræður eru nú um hvernig bezt verði haft eftir- lit með vopnatilraunum. Hér er nefnilega um að ræða rök- semd fyrir banni: mögulegt er að fylgjast nákvæmlega með öllurn samningsrofum. Vanda- málið um eftirlit stendur því á engan hátt í vegi fvrir samn- ingum um afvolpnun. í þessum umræðum í bandaríska þinginu hefur hinn þekkti vísindamaður E. Teller haldið því fram, að hægt væri að gera tilraunir með kjarn- orkuvopn án þess að þær mæl- ist utan þröngs svæðis. Ef þessi fullyrðing reynist rétt, minnka líkurnar fyrir sam- komulagi, þar eð Bandaríkin treysta aldrei orðum Rússa, og þeir óttast að verða undir í vígbúnaðarkapphlaupinu. Bandaríkjamenn hafa sjálf- ir 'sprengt kjarnorku- sprengju neðanjarðar. Geisla- ryk myndaðist ekki, en 'ærengmgarinnar varð vart í 3000 km. fjarlægð. En Teller oct skoðanabræSur hans full- yrða samt, að hægt sé að halda sprengingunum leyndum. Þessar neðanjarðarspreng- ingarnar hafa þrátt fyrir allt mikla þýðingu. Þykir nú sýnt að mcgulegt verði að nota kjarnorku |týl vinnu í nám- um, við olíuhorun og hafnar- gerðir. Slíkar kjarnorkusipreng -ingar neðanjarðar eru með öllu hættulausar heilsu manna þar sem geislavirk efni safnast þar saman á einn stað, en dreifist ekkert. því auðvelt er að einangra það. Formaður amerísku kjarn- orkunefndarinnar, Williard F. Framhald á 4. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.