Alþýðublaðið - 29.03.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.03.1958, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. marz 1958 AlþýSnblaSl* ( ÍÞréttir ) !KF og ÍR Islandsmeisfarar í körfuknattleik 1958 ing MEISTARAMÓTI íslands í körfuknattleik lauk á Háloga- landi s.l. fimmtudagskvöld og var keppt til úrslita í 3 flokk- um, þ.e. 2. flokki karla og meistaraflokki karla og kvenna. ÁRMANN SIGRAÐI í 2. FL. Armann lék til úrslita við Körfuknattleiksfélag Rey-kja- víkur í 2. flokki karla. Evrri hálfleikur var jafn og allvel leikinn. í hléi var staðan 1:10 fvrir KFR. Eftir hlé tóku Ár- menningar leikinn alveg í sín- ■ar hendur og er liðið mjög jafnt og ,vel leikandi, sigraði Ármann örugglega og verðskuldað með 28:20 st. Ármann mun með tím anum eignast mjög goft lið í körfuknattleik, ef þessir piltar halda áfram æfingum. Félagið vann bikarinn, sem um var keppt til eignar. ÍR—iKR 23:13 í MFL. KVENNA. Körfuknattleikur kvenna hef ur mjög lítið verið æfður hér á landi enn sem komið er, en þegar kvenfólkið kynnist þess- um leik nánar, er enginn vafi á því, að hann mun verða vin- sæll meðal þeirra. Leikurinn stúlknanna bar þess ljóslega vott, að þær hafa ekki náð fullu valdi á tækninni, sérstaklega voru kröfuskotin yfirleitt lé- leg, en þar sem margar af stúlk unum. keppa í handknattleik, var samspilið stundum gott. ÍR sigraði með töluverðum vfir- burðum og sýndi allgóðan leik, en í báðum liðum eru stúlkur, sem geta náð langt með meiri æfingu og örvggi í körfuskot- um. ÍR sigraði einnig í kvenna flokki í fyrra. ÍS—ÍR 54:53 i MFL. KARLA. Áður en þessi leikur hófst var vitað að stúdentar þurfa að sigra IR með töluverðum yfirburðum til að sigra í mót- inu, þar sem ÍKF hafði hlotið 8 stig og mjög hagstæða stiga- tölu. ÍS og ÍR höfðu hlotið 6 stig bæði félögin, stigatala ÍR inga var það óhagstæð, að ekki vgr möguleiki fyrir þá að sigra, þótt þeir sigruðu í leiknum, en þegar vifað var að báðir Helg- arnir í ÍR vpru forfallaðir, en þeir hafa löngum verið örugg- ustu menn liðsins, bjuggust margir við töluvert sfórum sigri ÍS, jafnvel það miklum, að d.ygði til sigurs. En allt getur skeð í körfuknattleik eins og í knattspyrnu, IR-ingarnir léku mjög vel og skemmtilega og Fjöibreyit afmælisrit Víkings komið út stúdentar máttu hrósa happi að tapa ekki leiknum. í hálfleik' stóð 29:27 fyrir ÍR, en leiknum lauk með sigri ÍS 54:53. Úrslit hafa því orðið sem hér segir í meistaraflokki karla: 1. ÍKF ........ 8 stig 2. ÍS ......... 8 — 3. ÍR.......... 6 — Framhald á 2. síðu. 43. Víððvangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsía, 24. apríl. HIÐ árlega Yíðavangshlaup ÍR verður háð ó sunnudaginn fyrsta eins og venjulega, að þessu sinni 24. apríl n.k. Þetta er 43 hlaupið í röðinni og verð ur keppt í 3 og 5 manna sveit- um. í fyrra sigraði sveit UMSE í 3 manna sveitakeppni, en ekk ert félag sendi fimm menn í hlaupið og er það óvenjuléleg þáttaka. Sigurvegari í fyrra var Kristján Jóhannsson IR. Þar sem meiri áhugi virðist fyrir langhlaupum nú en oft áður, má búast við mikilli þátt- töku í hlaupinu, en þátttökutil- kynningar á að senda til ÍR í pósthólf 13, Reykjavík, í síð- asta lagi viku fyrir hlaupið. í TILEFNI 50 ára afmælis Knattspyrnufélagsins Víkings, sem er stofnað 21. dag apríl- mánaðar 1908, hefur félagið gef ið út mjög vandað, fjölbreytt og fróðlegt afmælisrit. Ritstjóri er Axei Einarsson. I ritinu eru fjölmargar grein- ar um starfsemi Víkings að fornu og nýju, auk þess er fjöldi mynda í þessu smekk- lega afmælisriti. Víkingur hefur oít áti í erf- iðleikum, eins og títt er um íþróttafélög, en ánægjulegt er að vita til þess, að á þessu merkisári í sögu félagsins er Víkingur í uppgangi íþrótta- lega, sérstaklega yngri flokkarn ir. Auk þess er félagið að reisa glæsilegt félagsheimili i smá- íbúðarhverfi. Afmælisins mun verða minnst nánar hér á í- þróttasíðunni síðar. Afmælisrit ið er til sölu í Bókabúð Lárusar Blöndal í Vesturveri. Ha ii d knatlleiksmótið : Skemmtilegir leikir um helgina MEISTARAMÓTIÐ í hand- knattleik heldur áfram um helg ina, verða háðir fjórir leikir í meistaraflokki karla. í kvöld. keppa Víkingur—Þróttur og Afturelding—Ármann, geta báð ir leikirnir orðið jafnir. Einnig leika FH og Fram í I. flokki karla, en þau félög eru bæði taplaus og getur leikur þessi því orðið harður og tvísýnn. FRAM—ÍR ANNAÐ KVÖLD. Annað kvöld er aðalleikur- ínn milli Fram og ÍR í meist- araflokki karla, getur það orðið skemmtilegur leikur, því liðin eru jöfn og eiga bæði góðum leikmönnum á að skipa. Einnig leika KR og Valur í meistara- flokki karla og úrslitaleikurinn í 3. flokki karla B verður milli Víkings og Ármanns. I meistaraflokki kvenna er •aðeins^ einn leikur eftir, þ.e. KR—Ármann, en KR-stúlkun- um nægir jafntefij tii sigurs. Úrslit eru kunn í eftirtöldum flokkum mótsins. 2. flokkur karla B: Sigurveg- ari Fram. 3. flokkur karla C: Sigurveg- ari Víkingur. Til úrslita í hinum ýmsu lokkum leika eftirtalin félög: 2. flokkur karla A: Fram—Þróttur 3, - flokkur karla A: Ármann—FH 3. flokkur karla B: Ármann—Víkingur 1. flokkur kvenna: KR—Þróttur 2. flokkur kvenna A: Ármann—Víkingur 2. flokkur kvenna B: Valur B og Ármann C. Staðan í meistaraflokki lcarla: L U J T M F St. 1. FH 4 4 0 0 100 54 8 2. KR 4 4 0 0 77 64 8 3. ÍR 3 3 0 0 86 49 6 4. Fram 4 2 1 1 89 77 5 5. Ármann 4 2 1 1 72 69 5 6. Valur 5 2 0 3 114 124 4 7. Aftureld. 5 1 1 3 114 124 3 8. Víkingur 5 0 1 4 83 118 1 9. Þróttur 5 0 0 5 77 111 0 Staðan í meistaraflokki kvenna: LU J T M FSt. KR 2 2 0 0 28 21 4 Ármann 2 1 1 0 20 12 3 Fram 3 0 2 1 23 28 2 Þróttur 3 0 1 2 26 36 1 Kristján Jóhannsson hefur oft sigrað í Víðavangshlaupinu. Rátffaka íslendinga í Holmenkollen. iEINB og skýrt hefur verið frá hér ó síðunni, fóru fjórir ís- lendingar til Noregs í byrjun þessa mánaðar til þáttiöku í Holmenkollenmótinu. Þrír ís- lendinganna tóku þátt, en sá fjórði hætti við á síðustu stundu. í brunkeppninni varð Magn- ús Guðmundsson frá Akureyri 33. í röðinni af 60 keppendum. en Svanberg Þórðarson nr. 37. Jóhann Vilbergsson var dæmd ur úr leik. Keppninni var þannig hagað í svigkeppninni, að aðeins þeir sem voru meðal 25 beztu í fyrri umferð, fengu að halda áfram keppni. Enginn af íslendingun- um var svo framarlega, svo að i þar með voru þeir úr leik.. Sýning á málverkum eftir Magnús Jónsson fyrrv. prófessor verður onnuð í Boyasal Þjóðminjasafns ins í dag, laugardaginn 29. b. m. kl. 2 e .h. Sýningin verður onin daglega næstu viku frá kl. 1—10 e. h. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur aðalfund sinn, þriðjud. 1. apríl, 1958 kl. 8,30 e. h. í Félagsheimili prentara, Hverfisg. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvikmyndasýning. Félagskonur mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Sport Opnum í dag nýja verzlun Höfum gott úrval af hverskonar sportvörum í Páskaferðalagið. Skemmtilegan amerískan barnafatnað. Ennfremur flest til lax og silungsveiði. Veiðistöng eða hjól cr einhver bezta fermingargjöfin handa hinum upprennandi veiðimanni. Verzlunin Sporf Austurstræti 7. Ufsalan, Laugavegi 66 Sófaborð, Bókahillur, Stofuskápar, Skrifborð og m. fl. Mjög mikiil afsláttur. Húsgagnaverzlun Gunriars Mekkinóssonar Laugav. 66. — Sími 16975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.