Alþýðublaðið - 09.04.1958, Page 4
«
AltýSublaðið
Miðvlkudagur 9. apríl 1958
VSTT VAN6Ú&ÞMSMS
! : ÉG ER FEGINN að lengsta
fríi ársins er lokið. Ert þú það
ekki líka? Einu sinni var mikið
talað um þá manngerð, sem köll
^uð var „sunnudagssadistar“, það
er þá, sem allt hafa á hornum
-sér á hvildardögum. Kannske
eru það menn, sem vilja helzi
vera að dútla í sínu starfi alla
daga, en geta það ekki á heígi-
dögum. Svona frídagar eru held
ur leiðinlegir, enda hjáipar ailt
til þess að gera þá þannig.
AF TILEFNI PISTILS MÍNS
rfyrir nokkru um kjördæmamál-
ið hef ég fengið nokkur bréf og
þau eru aðallega utan af iandi.
í>au ummæli, sem ég hafði um
skuldugt lítið kjördæmi, hafa
farið í taugarnar á, mörgum,
,sem vonlegt var. Sumir eru af-
arreiðir og segja að Réykviking
ar séu afætur á þjóðinni, að þar
sé lifað og leikið sér, en fólkið í
hinum dreifðu byggðum striti |
myrkranna á milli og hafi þó
varla í sig og á. Ég birti hérna
bezta bréfið, sem mér hefur bor-
izt um þetta deilumál og þykir
það gott. Vil ég þakka bréfritar-
anum fyrir það. Hann hefur
nokkrum sinnum áður skrifað
mér á liðnum árum — og hiitir
alltaf í mark.
H. H. SKRIFAR MÉR á þessa
teið: „Ég var að lesa pistiiinn
þinn í Alþýðublaðinu frá 1G. f.
m. Þú ræðir þar um kjördæma-
málið, eins og fleiri, og þá lang-
ar mig líka til að leggja orð í
belg. Þú víkur þar líka að nýj-
nm þætti, auk hins venjulega,
•en það eru efnahagsmálin. Mér
finnst því rétt að víkja að hon-
-um fyrst.
ÞAÐ ER EFLAUST alltaf
•freistandi fyrir dugandi þing-
snann að afla fjár fyrir kjör-
idæmi sitt, en fleira er matur en
feitt kjöt, og fleiri eru þau fjár-
hagslegu víxlspor, sem þjóðin
þarf að greiða á einn eða annan
’hátt en þau, sem snerta beint
ajálfan ríkissjóðinn. Það er
nlæmt ef litla kjördæmið skuld-
ar 30 milljónir, og enginn er
foorgunarmaðurinn.
EN ÞÚ KANNAST VIÐ fyr-
Lengsta fríi ársins lokið.
Tillögur um flutning
stofnana frá Reykjavík
Kjördæmamálið —
Reykjavík og landið
irtæki, sem kallast Faxaverk-
smiðja. Mér skilst að skuldir
þess nálgist skuldir litla kjör-
dæmisins, og jafnframt að það
sé að hálfu leyti á vegum einnar
fjölskyldu. Hún kvað að vísu
vera stór, og sjálfsagt stendur
þar hver fjölskyldumeðlimur
betur fyrir sínu en þeir í litla
| kjördæminu, en þó er það þjóð-
in í heild, sem hvorttveggja
verður að greiða með fram-
leiðslu sinni —■ eða erlendu fá-
tækrafé. Það mun líka rétt hjá
þér, að til munu í sveitum all-
góðar byggingar, sem standa auð
ar vegna fólksflótta. Þar var
unnið af bjartsýni, sem ekki
fékk staðizt veruleikann.
EN ÞEKKIRÐU EKKERT
slíkt nær þér? Hvernig var með
fyrirtæki, sem kallaðist víst
Glerverksmiðjan? Hvað held-
urðu að þurfi marga auða sveita
bæi á móti því? Bjartsýni skort-
ir okkur ekki, íslendinga, þó
slikt geti bæði verið gaili og
kostur. Og fólkið í litlu kjör-
dæmunum leggur fram sinn
skerf til þess, sem er undirstaða
þj.óðarbúsins. Hérna í þorpinu
voru framleidd útflutningsverð-
mæti árið 1956, sem námu 30
þús. á hvern íbúa. Spónn er það
líka í askinn, og mun ekki af
veita. „Margs þarf búið við.“
ÞAÐ ER OFT TALAÐ UM að
dýrt sé að halda uppi byggð í
strjálbýlu landi. Það er líka
dýrt að búa í ,,strjálbýlli“ borg'.
Það sanna rekstrartekjur Stræt-
isvagna Reykjavíkur, og er þá
óskráður rekstur einkabíla, og
verulegur hluti þess kostnaðar
er erlendur gjaldeyrir.
EN SEGJUM NÚ að Reykja-
vík fengi sæmilega rétta þing-
mannatölu. Minna en 20 þýðir
naumast að nefna, hún hefur
þegar raunverulega ellefu, en
ekki átta. Sex flokkar hafa boð
ið fram í Reykjavík, þótt ekki
hafi nema fimm náð þar þing-
sæti, en sá 6. hefði þó hafc mögu
leika méð aukinni þingmanna-
tölu, og hægt væri að hugsa sér
að enn bættist við. Litlir flokk-
ar eru dýrir, ekki síður en iitil
kjördæmi. Það sjáurn við í
Frakklandi.
EN MÉR SKILST að Reykvik
ingar telji sinn hlut rýran í þjóð
málunum. Um það mætti margt
ræða, og hef ég reyndar fyrir
löngu vikið að því í bréfi tíl þín
og tókstu því vel, svo sem af þér
er að vænta'. Ég ætla því ekki að
fara að rifja það upp hér, enda
er það öllum ljóst, sem gera sér
þá fyrirhöfn að hugsa málið.
EN EF VIÐ ÆTLUM að fara
að jafna metin, þá skulum við
vera róttæknir. Við byrjurn á
því að flytja alþingi til Þing-
valla. Það ætti að geta fengið
byggingarlóð í þjóðargrafreitn-
um. Svo flytjum við blað og höf
uðstöðvar okkar flokks til ísa-
fjarðar, þar hefur hann löngum
átt sína góðu samvizku. Tímann
og Framsókn setjum við niður í
Þingeyjarsýslu. Það er þeirra
sveit. Alþýðubandalagið flytur
sína miðstöð á Norðfjörð. Lúð-
vík getur þá stjórnað því ásamt
togurunum. Sjálfstæðisflokkur-
inn verður í Reykjavík. Mogg-
inn á bæði flokkinn og húsið,
því ekki á flokkurinn Moggann.
Og svo er það Þjóðvörn. Hún
gæti verið í Sléttuhreppi, þar er
hvort sem er enginn kjósandi, en
erlend herstöð.
LlZT ÞÉR EKKI VEL Á
þetta? Því miður má ég víst ekki
eyða meira rúmi fyrir þér til
þess að ræða frekari skipulags-
breytingar, en vel mætti hugsa
sér að Vilhjálmur Þ. væri með
sína stofnun í Grimsey og sendi
okkur þaðan kveðju sina.“
í landinu eru nú taldar 30—40 kjörbúðir. — Af þeim kjörbúðar-
innréttingum sem smíðaðar eru hér á Iandi höfum vér smíðað meiri-
hlutann, þar á meðal í margar stærstu kjörbúðirnar, t. d. í Egilskjör,
— Hvolsvöll — Akranes — Þorlákshöfn. *" * $gj
vér höfum því reynsluna og þauiæfða fagmenn.
Leitið því til vor, ef þér þurfið kjörbúðarinnréttingu,
Smíðum fyrir fast verð.
iupféiag árnesinga
(Trésmiðjan).
Himingeimurinn
Framhald af 7. siðn.
nokkrar nætur, getur það tek-
ið stjarnfræðingana og sér-
fróða aðstoðarmenn þeirra
mánuði að vinna úr þeim
„heimildum11 sem þeir hafa
aflað.
Fyrir lögmál sem ráða eðli
ljóssins ná langdrægustu stjarn
sjárnar yfir minnst sjónar-
svæði úti í geiminum. Fyrir
bragðið mundi það taka upp
undir fimm þúsundir ára að
ljósmynda allan himingeiminn
með Halestjarnsjánni. Þess
vegna er önnur stjarnsjá,
skammdrægari en um leið
mun víðtækari, notuð sem eins
konar könnuður fvrir hana.
Þessi stjarnsjá, sem kennd er
við Schmidt nokkurn, er tveim
þriðju hlutum skammsýnni en
Hale-sjáin, en sér yfir 800 sinn
um víðara svæði. Sakir iþess
er hún líka svo stórvirk, að
með henni hafa þegar verið
teknar myndir af himin-
geimnum, sem taka mundi
stjarnfræðinga stofnunarinnar
meira en heila öld að rann-
saka, — meðal annars „himn-
eskt landabréf“ í 1785 ljós-
myndum. Áður en þetta landa-
bréf fyrirfannst, þekktu
stjörnufræðingar aðeins 40
vetrarbrautir, en eftir að hafa
athugað það lauslega, höfðu
þeir fundið yfir þúsund, auk
fjölda annarra stórmerkilegra
atriða, — nýjar stjörnur, hala-
stjörnur og minni plánetur.
Enn furðulegri eru þó þær
upplýsingar, sem fengist hafa
um himingeiminn fyrir at-
beina hinnar langdrægu Hale-
stjarnsjár, sem getur séð
meira en milljarð Ijósára frá
jörðu. Hvílík órafirrð það er„
skilur maður ekki, en benda
má á til samanburðar, að þacS
tekur ljósið ekki nema einn
fjórða hluta úr sekúndu að
berast frá tunglinu til jarðar.
Stjarnfræðingarnir skipta
geiminum í þrjú meginsvæði.
Okkar eigið sólkerfi, vetrar-
brautina, sem það er örlítill
hluti af, og loks geiminn að
öðru leyti. Fyrir atbeina Hale-
stjarnsjári’nnar hafa þeir ekki
aðeins komizt að raun um að
okkar eigið sólkerfi er ekki
nema eitt af milliónum slíkra
er mynda vetrarbrautina,
heldur er og sú vetrarbraut
aðeins ein af milljónum
slíkra er mynda vetrarbraut-
ina, — þessar vetrarbrautir
fjarlægjast okkar vetrarbraut
og því hraðara sem þær eru
lengra undan, eða 60 þúsund
kílómetra á sekúndu. En þar
sem liósið frá þeim er una
milljarð ára að ná risaaugana
á Palomar, sýnir ljósmyndira
þær eins og þær voru á vegi
staddar- fyrir milljarð ára, —
en ekki eins og afstaða þeirra
er í dag.
En hvert hraða þessar vetr-
arbrautir þá för sinni? Þvl
getur enginn svarað. Enra
sjáum við ekki nema lítinm
hluta af himingeimnum. Við
getum ekki gert okkur í hug-
arlund að himingeimurinn sé
óendanlegur, — en mundi auð-
veldara að skilja, ef harni
reyndist takmarkalaus? HvaS
tæki við handan þeirra tak-
marka? Það yrði svipað og ef
takast mætti að finna aldur
stjörnugeimsins, —• hvað hefði
þá verið áður en hann varð
til. y
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
í Reykjavík
heldur fund annað kvöld, miðvikud. 9. apríl kl. 8,30
í Sjálfstæðishúsinu.
Til skemmtunar: Gamanþáttur: Karl Guðmunds-
son leikari.
Einsöngur: Helena Eyjólfsdóttir. Baldur Krist-
jánsson annast undirleik.
Dans Fjölmennið!
Stjórnin.
Félag íslenzkra einsöngvara
Vegna gífurlegrar aðsóknar verða
—rimtiatriði.
í Ausfurbæjarhíéi.
í ujfurbæjarbíói.
S. sinn
Aðgöngumiðar í Austurbæjabíói frá kl. 2 í dag.
Allra