Forvitin rauð - 01.05.1973, Qupperneq 6

Forvitin rauð - 01.05.1973, Qupperneq 6
RQ ns Þegar leggja slcal orð í belg, um málefni, er varða þá mannréttinda- hrevfinqu. sem kennir sia við rauða sokka, er af nógu að taka, en eftir nær fjögra ára kynni mín af kjaramálum iðnverkafólks, og þó kvenfólksins sérstaklega, finnst mér þar vera ýmislegt sem mætti íhuga nánar. Staðreynd er það, að konur veljast mjög í lágt launuð störf, og þar eru saumastálkur, og aðrar, er vinna hjá iðnfyrirtækjum , einna verst settar, því þar er aðeins um 8 stunda dagvinnu í lægsta launataxta að ræða. Nú vita það allir, að ógjörningur er að framfleyta fjölskyldu, þó fámenn sé, á þeim launum, enda sýnir það sig., að ef ráða þarf karlmann til þessara fyrirtækja, gefa þeir aðeins kost á sér fyrir hærra kaup eða lengri vinnudag^ Nú vil ég ekki gera líti$ úr fjárhagslegum erfiðleikum fyrirtækja, sem eru að koma sér á laggirnar með iðnaðarframleiðslu ýmiskonar, en er það ekki hæpin þróun ef iðnaður á Islandi á að byggjast upp á svo lágt launuðu vinnuafli, að ómögulegt er við að búa og getur hann staðið eins vel að vigi með sína framleiðslu meðan starfsfólkið býr ekki við svipuð kjör og aðrar stéttir? Það sem framleitt er, er í flestum tilfellum i útflutningsvara sem kostar drjúgan skilding á erlendum markaði, og saumastúlkurnar, sem vinna úr ull og fl. eru því að skapa útflutningsverðmæti úr heimafengnu efni. J3n ekki kemur til greina svo mikið sem einn einasti eftirvinnutími hjá þesstun stúlkum - engin efni á því, að sagt er. Með slíkri eftirvinnu getur fólk í sumum öðrum starfsgreinum náð upp talsverðri tekjuhækktm. þó er ég síður en svo að mæla því bót að fólk þurfi að vinna yfirvinnu, 8 stundir á dag eru sannarlega nóg, og auðvitað þyrfti kaupið að vera svo hátt að það nægði til sæmilegrar afkomu. Hvernig eru svo kjör þeirra sem þrauka við verksmiðjustörfin, jafnvel árum saman, og öðlast að sjálfsögðu þá leikni og starfsreynsu sem fæst við langa æfingu? Þær fá eftir 9 mánaðar starf, launahækkun, sem nemur um 1000.- kr á mánuði og nokkra veikindadaga, en síðan situr við það sama, engin kjarabót meir, eða réttindi af neinu tagi, fyrr en eftir 20 ára starf, ögn lengra sumarfrí en hinar fá, virðist gert ráð fyrir að flusrftN þá muni þær kannski vera farnar að þreytast eitthvað. Starfsmat gerir ekki ráð fyrir, að saumaskapur útheimti líkamlegá eða andlega áreynslu — samt er það nú svo að saumakonur virðast býsna slitnar og þreyttar eftir langt starf. En hversvegna er nú þessum málum svona komið? Ég held að þetta sé okkur konunum sjálfum að kenna, og þá sérstaklega húsmæðrum, sem gefa sig mikið í þessa vinnu. Þeim hættir svo til að meta sina vinnu til lægra verðs en aðra, það er kannske von, þær eru svo vanar að vinna ólaunuð og oft lítils- metin störf, ættu þó ekki að þurfa að hafa minni- máttarkennd gagnvart öðrum stúlkum. Von mín er sú, að með aukinni iðnvæðingu á Islandi, vakni skilningur allra hlutaðeiganda á, að þetta verður að laga, og þó sérstaklega, að konurnar skilji að þær eru reyndar "menn með mönnum" og er óhætt að koma fram samkvæmt því. Kúgun kvenna útgefin 1869 John Stuart Mills. Fólk gerir sér litla grein fyrir, hve snemma drengir finna til meðfæddra yfirburða gagnvart stúlkum; og hve þessi tilfinning vex og styrkist eftir því sem þeir eldast; hvernig skóladrengir ala á henni hver hjá öðrum; hve snemma unglingurinn finnur til yfirburða gagnvart móður sinni, sýnir henni ef til vill umburðarlyndi, en enga reunverulega virðingu; en framar öllu finnur hann til yfirburða gagnvart þeirri konu, sem hann heiðrar með því að gera að lífsförunauti sínum. Við höfum haft siðgæði undirgefninnar og Siðgæði riddaramennsku og gjafmildi; nú er kominn timi til, að samskipti kynjanna byggist á jafnræði og jafnrétti.

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.