Forvitin rauð - 01.05.1973, Qupperneq 7

Forvitin rauð - 01.05.1973, Qupperneq 7
Nú þegar liðin eru sex ár síðan lögin um launa- jafnrétti karla og kvenna fyrir sömu störf skyldu fyllilega komin til framkvæmda, er fróðlegt að skyggnast um, og sjá hvernig þessi ágætu lög eru í reynd. Ætli það ríki nokkurt misrétti í launamálum framar? Já, því er nú verr o_g miður, það ríkir mikill launamismimurenn. Konur hópast i lægstu launa- flokkana innan hins almenna launakerfis, og ástandið er svo slæmt, að i mörgum láglauna- flokkum eru nær eingöngu konur. Svo virðist, að þau störf, sem konur stunda, séu ákaflega lágt metin til launa.svo lágt, að enginn karl litur við þeim; þeir telja, sem rétt er, að þeir geti ekki lifað af þeim launum, sem fyrir þau eru boðin. En nú er alveg eins dýrt að lifa fyrir konur, eins og karla. Þvi sætta konur sig þá við þessi lágu laun? Það er engu likara en að konur iiti ekki á sig sem fullgilt vinnuafl þegar út á hinn almenna vinnumarkað er komið, og það þrátt fyrir að margar atvinnugreinar byggja afkomu sina nær eingöngu á vinnu kvenna; eða hvað ætli mörg frystihús yrðu að loka, eða iðnfyxirtæki og verzlanir að hætta ef engin kona fengist lengur til að stunda þau störf, sem þar þarf að vinna? Konur verða að gera sér 1jóst, að þeirra vinna er i engu verðminni en sú vinna, sem karlmenn stunda. Þær vinna lika að sköpun verðmæta, og eiga að krefjast þess að svo sé litið á með tilliti til launa. í>að er verðmæti vinnunnar, sfarfsins, sem ber að meta, ekki hvort það er unnið af karli eða konu. Séu launin of lág til þess að karl geti lifað af þeim, getur kona það ekki heldur. Konur hafa verið, og eru enn ákaflega sinnulausar um eiginn hag þegar kemur út i atvinnulifið. Þær hafa látið karla nær eina um öll mál innan stéttarfélaganna, og sýnt kjarabaráttunni litinn áhuga. Margar konur spyrja ekki einu sinni hvaða laun þær eigi að fá, þegar þær ráða sig i vinnu, taka bara við þvi, sem að þeim er rétt án þess að athuga hvort um réttan launaflokk er að ræða eða ekki. Meðan ástandið er svona meðal kvenna sjálfra, er ekki von á góðu. Til þess að launajöfnuður náist i reynd, verða konur að taka fullan þátt i launabaráttunni. Þær verða að taka þátt i starfi stéttar- félaganna, kynna sér samninga, og önnur þau mál, sem að kjaramálum lúta. Þegar verið er að semja um kaup og kjör, er verið að semja bæði fyrir karla og konur. Þvi er ekkert sjálfsagðara, en að konur láti þar verulega til sin taka. Þær eru launþegar, og fyrir- vinnur rétt eins og karlar, og geta ekki lifað af lægri launum eh þeir. Konur verða þvi að standa vörð um hagsmuni launþega ekki siður en karlar, og láta ekki hlunnfara sig i laun- um af þvi að þær eru konur. Sigrún Jóhannsdóttir. Or bókinni Sexual Politics eftir Kate Millett: Mynd konunnar eins og hún er í dag er imynd, sem karlmennirnir hafa skapað og aðlagað síntun eigin þörfum. Við fáum sennilega ekki að vita hver "raunverulegur" mismunur kynjanna er fyrr en bæði kynin fá aðra meðferð, þ.e.a.s. sömu meðferð. Það er athyglisvert, að margar konur finna ekki að þær eru beittar misrétti. Enga betrí sönnun er unnt að fá fyrir því hversu skilyrðislaust þær hafa sætt sig við ríkjandi ástand. þA© ER EIN^ OýRT ' J AÐ LIFA pyj?ip KONUj? 06 KAj?LA 7

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.