Forvitin rauð - 01.05.1973, Page 11

Forvitin rauð - 01.05.1973, Page 11
Þar er mælt meðaltal frá húsinu öllu, en óvant fólk og fólk undir 16 ára aldri er þar undanskilið. Flökunarfólk handvinnur einnig i bónus, en vélamenn (hausavél, vélflökun, roðflettinga- vél, þ.e. þeir sem eru á svokölluðu flökunar- bandi) fá kaupuppbót, 20%, þar sem þeir eiga ekki kost á bónus. Auðvelt er að koma auga á kosti og galla bónuskerfisins. Þeir röskustu geta allt að tvöfaldað vikukaupið, kerfið nýtir vinnu- aflið til hins ýtrasta og bónushúsin bera sig allvel. Hins vegar eru ýmis ljón á hinum krókótta vegi bónusfjárins í vasa launþegans. Sé t.d. illa flakað, uggar o.þ.h. fylgi flakinu, verður mikill úrgangur og verri nýting á borðunum, þar sem fiskur- inn verður að fara hreinn í pakkana. Flak- ararnir fá þá'hins vegar.góða nýtingu þar sem slíkur fiskur gefur þyngri vigt. Þá segir sig sjálft, að þegar borðið er reikn- að sem eining verða stúlkurnar, sem við það eru, helzt að vera jafnar að afköstum og vinnulagi öllu. Það bitnar á þeim báðum ef önnur er seinvirkari eða slær slöku við. Þarf ekki að segja þeim sem unnið hafa í frystihúsi frá afleiðingum þessa fyrirkomu- lags. A sumrin þegar mikið er af nýliðum (skóla- fólk) er útkoman hvað verst. Þáð kemur þó sjaldan niður á vönu fólki þar sem því er venjulega raðað saman við borð. Bónuskerfinu fylgir óhjákvæmilega streita, þar sem hver ber sig saman við annan, og andrúmsloftið á vinnustaðnum vill stundum verða nokkuð lævi blandið. A fundi i verkalýðsfélaginu Baldri á Isafirði var nýlega samþykkt að leggja niður bónuskerfið hér á svæðinu. Var það- vegna nýtingarákvæðisins, sem þótti órétt- látt. Nú hafa komið upp raddir um að fundur þessi hafi ekki verið nægilega fjöl- mennur til að taka svo veigamikla ákvörðun og stendur nýr funddr fyrir dyrum þegar þetta er ritað. Verður fróðlegt að sjá hvort unnendur bónusins eða mótmælendur . ganga með sigur af hólmi. HUSLEIí>IN6AK HÚSMÓeUR Tímarnir breytast og mennirnir með,, Svo segir gamalt spakmæli. Stundum fylgist þetta þó ekki að, mennirnir breytast hægar en tímarnir. Þá secjum við að maðurinn eða málefnið sé áðeftir tímaniim. Sú hefur t.d. orðið raunin á um ýmis rétt- indamál kvenna og afstöðu fólks til þeirra. Hin alþjóðlega hreyfing sem fengið hefur samheitið Rauðsokkar hefur um árabil leit- ast við að breyta þessu. Alltof margar konur virðast þó eiga erfitt með að hrista af sér doðann. Það er eins og þær haldi að einhver ósýnileg Grýla taki þær ef þær stigi út fyrir beðið sem þeim hefur verið plantað í. "Og hvað á ég svo sem að vera að blanda mér í þetta," segir kannski einhver, "Ekki vinn ég úti." Að vinna "úti", sem svo er nefnt er sjálfsagt og eðlilegt ef kona óskar þess. En eins og til háttar í dag um' barnagæzlu, nálgast það óraun- sæi- að gera ekki ráð fyrir nokkrum árum heima ef um börn er að ræða. Það er engin ástæða til að falla í andlegan dvala eða taka upp hugsunarhátt langafa um stöðu konunnar þess vegna. 0g fáið endilega ekki minnimáttar- kennd þó að húsbóndinn þurfi þá einn að annast aðdrætti. Unnuð þið kannski ekki fyrir honum þegár hann var veikur eða við nám? Vinna utan heimilis leysir ein sér engan vanda, fremur en vinna á heimilinu. Konan hefur unnið og það ósleitilega frá því að sögur hófust. Það hefur ekki gert hana frjálsa. Ekkert getur gert hana frjálsa nema hennar eigin sjálfstæða hugs- un. *"* • /fir. Tc. 11 R.E. Isafirði.

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.