Forvitin rauð - 01.05.1973, Qupperneq 12

Forvitin rauð - 01.05.1973, Qupperneq 12
GUNNAR GUTTORMSSON: ÁKVÆÐI5VINNA KVENNANNA ER OORUVÍSI MÆLD EN KARLA KlOKKRiR PUM KTA.1? UM L Al) N AKERFl 1 marz mánuði s.l. kom ég á fund hjá náms- hópi norræna sumarháskólans í þeim tilgangi- að spjalla við þátttakendurna um hin ýmsu launkerfi, sem notuð eru í atvinnulífi okkar. Mér vannstekki tími til að setja neina punkta á blað fyrir fundinn og kannski var það ein- mitt þess vegna sem hann varð liflegri, en oft vill verða þegar fluttar eru langar skrif- borðsræður. Þetta varð sem sagt skemmtilegur umræðufundur og helzta niðurstaða hans var sú, að mjög, skorti á fræðslu meðal launafolks, ekki sizt kvenna, um þau launakerfi sem unnið er eftir, og á þetta ekki sizt við um ákvæðis- launakerfin. Ritnefnd þessa blaðs bað mig að rifja upp nokkur helztu atriðin sem ég vék að i spjalli minu. Samningsatriði Launaupphæðir eru samningsatriði milli verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda. Launagreiðslu- formið, t.d. það hvort laun skuli á einhvern hátt miðuð við afköst, er lika samningsatriði. Þannig eru ákvæðislaunakerfin, hverju nafni sem nefnast orðin til mað samkomulagi milli aðilja. Verkalýðsfélögin bera þannig til jafns við atvinnurekendur ábyrgð á framkvæmd launakerfa, sem hér eru i notkun. Flest hin stærri verka- lýðsfélög munu hafa i samningum sinum ákvæði um helztu leikreglur varðandi notkun ákvæðis- vinnu. Einnig hefur Alþýðusamband Islands gert rammasamning við atvinnurekendasamtökin um vinnurannsóknir og þar er kveðið á um þau atriði, sem gengið skal frá áður en ákvæðis-S vinna, sem byggð er á vinnurannsóknum, getur hafizt. Með hliðsjón af þessu er ljóst, að annar samn- ingsaðilinn getur ekki einhliða knúið neitt fram i þessum efnum: Það verður að koma til samþykki hins. Vanþekking Ein meginforsenda þess að notkun ákvæðis- launakerfa sé verjandi er sú, að fólkið, sem eftir þeim vinnur, kunni skil á uppbyggingu þeirra og sé fært um að sannprófa útreikning launa sinna. -Á þessu er þvi miður mikill misbrestur. Þannig eru hér til dæmi um vinnustaði sem nota ákvæðislaunakerfi þar sem enginn úr hópi starfsmanna er fær um að útskýra hvernig reikna beri út launin. - -Launakerfin eru oft æði flókin og til þess 1Z

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.