Forvitin rauð - 01.05.1973, Síða 17

Forvitin rauð - 01.05.1973, Síða 17
Bezt gæti ég trúað að fóstrurnar haldi að konan mih sé eitthvað ónáttúruleg, en ég veit að henni þykir ekki síður vænt um börn sin en öðrum mæðrum og nýtur þess að vera með þeim þegar hún er heima. Það verður víst ekki mikil von um þetta leikskólarými i bráð - mitt tilfelli er ekki forgangs- tilfelli. Það hefur líka alltaf farið dálitið i mig þó að ég láti ekki á neinu bera þegar félagar minir eru að striða mér á því að ég láti konuna mina vinna fyrir mér. Þeir athuga ekki að hún fær helmingsfrádrátt á launum til tekjuskatts, sem ég mundi ekki fá ef ég væri útivinnandi. Segið mér - hvaða stefnu á ég að taka? Svarið mér fljótt ef þið getið. Ykkar einlægur Sveinn Garibaldason. P.S. Ritari konunnar minnar vélritaði bréfið fyrir mig. Sami. BLAÐIÐ sendir hér með vandamál hins aðþrengda heimáhúsföður áleiðis til leeenda sinna og biður þá að ráðleggj hvað til bragðs skuli taka. HVEpNIS EISA ( ^ÞAGHElMlLlN | VERA Nú þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um dagheimili hefur verið afgreitt sem lög frá Alþingi kemur vonandi að því, að umræður fari að snúast um hverskonar dagheimili við viljum, um reksturinn og uppeldisstörfin þar. Furðulegt er hve áhugalitlir foreldrar, virðast vera um hvað fer fram á dagheimil- unum og leikskólunum, sem börn þeirra dveljast á. Eitt af því sem margir velta fyrir sér í þessum efnum er, hvort byggja eigi dag- vistunarheimili í grennd við vinnustaði foreldranna eða í íbúðarhverfunum. öhætt er að fulljtrða, að sú skoðun að dagheimili beri að reisa í íbúðarhverfum hefur orðið ofan á, t.d. í Skandinavíu. Ef dagheimili eru starfrækt í sambandi við vinnustaði er hætt við að börn frá sömu þjóðfélagsstétt safnist á eitt dagheimili og er það miður heppilegt fyrir félagslegt uppeldi barnanna. Við höfum sameiginlega barnaskóla fyrir öll börn í sama hverfi, hið sama verður að gilda um dagheimili. Það væri vel hugsanlegt að tengja þessar tvær stofnanir, skóla og dagheimili saman, slikt hefur verið reynt annarsstaðar. 1 Noregi eru t.d. gerðar ýmsar tilraunir í þessum efnum, sem spennandi verður að heyra um þegar reynsla hefur fengizt. Vöggustofur hafa kannski dálitla sérstöðu. Það hefur marga kosti fyrir barn og móður að vöggustofan sé rekin í sambandi við vinnu- stað. Þá getur móðirin t.d. komið í matar- hléi og gefið barninu brjóst, eða verið hjá því ofurlitla stund. Fyrir nokkrun árum vissi ég um vöggustofu í verksmiðjuhverfi í Kaupmannahöfn, sem var rekin með þessu sniði og gekk mjög vel og þótti til mikillar fyrirnyndar. 1 Svíþjóð hafa nýlega verið gerðar miklar rannsóknir á dagvistunarheimilum og gerðar tillögur um framtíðarskipulag þeirra af ríkisskipaðri nefnd sérfræðinga (uppeldis- fræðinga, sálfræðinga, félagsfræðinga, fóstra o.fl.). Tillögur þeirra eru þess efnis að dag- vistunarheimili verði byggð í hverju íbúðarhverfi. Heimilin eiga að rúma 42-48 börn á aldrinum frá 6 mánaða til 7 1/2 árs. 'a Si'ou 4?

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.