Forvitin rauð - 01.05.1973, Side 23
Undanfarið hafa „rauðsokkar heimsótt félög, hagsmuna-
hópa og skóla með það að markmiði m.a. að kynna viðhorf
sín og efna til umræðna um þau. Þáttaka kvenna á vinnu-
markaðinum verður oft að umtalsefni og því þá gjarnan
slegið fram að þær séu lakari starfskraftur en karlar.
HeXztu rökin fyrir því eru að þær hafi fleiri veikinda-
daga, mæti seint til vinnu eða séu fjarverandi af öðrum
orsökum. Erfitt er að hrekja þessar staðhæfingar vegna
þess að lítið fer fyrir könnunum á þessu sviði. Þó rak
' eina slíka á fjörur blaðsins og birtist hún hér í von
um að fleiri komi í kjölfarið. Svona könnun er auðvelt
að gera ef aðstaða eða innhlaup fæst hjá fyrirtækjum.
i Þetta er tilvalið verkefni fyrir starfshópa að snúa sér
að.
Könnunin, sem hér liggur fyrir nær til veikindadaga
starfsfólks, þar sem að jafnaði voru um 105 manns á
launaskrá. yenjulega var fjöldi karla 92 eða 84% en
■fjöldi kvenna 18 eða 16%. Tímabilið, sem hér um ræðir,
er síðastliðin þrjú ár. Heildarfjöldi veikindadaga alls
starfsfólksins, á umræddu tímabili, reyndist vera 2005
dagar og skiptust þannig milli kynja: karlar höfðu sam-
tals 1715 veikindadaga.en konur 290. Til jafnaðar koma
þá 18,6 veikindadagar á karl á þriggja ára timabili og
16,1 veikindadagur á konu á sama tima.
1 töfluformi lita niðurstöðurnar þannig út:
Karlar: Konur
Fjöldi 92 18
" i hundraðshluta 84% 16%
Veikindadagar 1715 290
" til jafnaðar í 3 ár 18,6 16,1
Upplýsingar frá þessum vinnustað báru ekki með
sér fjarvistir starfsmanna af öðrum orsökum en veikind-
um og vanræktar vinnustundir komu ekki. fram. Til þess
að gera könnun ýtarlegri væri æskilegt að þau atriði
kæmu einnig inn i myndina. Ennfremur hvort konur,
sem eru með börn á sinum vegum hafi meiri fjarvistir
en aðrir. Timabilið, sem upplýsingar næðu yfir, þyrfti
ekki að vera eins langt og i ofangreindri könnun en
fjöldi starfsfólks (frá fleiri fyrirtækjum) að sjálf-
sögðu mun meiri.
April-starfshópurinn.
ITIL LESENDAI
A baráttudegi verkalýðsins, l.mai 1973,
kemur út annað blaðið af Forvitin Rauð. (Fyrsta
blaðið kom út i nóvember s.l.)
Það var einmitt l.mai 197o, sem rauðsokkar
létu fyrst að sér kveða hér á landi, er þeir tóku
Þátt i kröfugöngu verkalýðsfélaganna undir ein-
kunnarorðunum „Manneskja ekki markaðsvara".
I þessu blaði er m.a. rætt um kjaramál og
lífsbaráttu fjölmennustu hópa útivinnandi kvenna
á lslandi, þ.e.a.s. ófaglærðra kvenna.
Rauðsokkar hafa áður vakið athygli á hinum
mikla launamismun karla og kvenna við skrifstofu-
°g verzlunarstörf og hafa stuðzt við kannanir sin-
ar á þeim málum.
Samvinnan birti margar greinar eftir rauðsokka
r °9 tileinkaði 5•tölubl.1971 hinni nýju mannréttinda-
hreyfingu.
1 byrjun árs 1972 voru fluttir i Rikisútvarpinu
‘ 10 Þ*ttir undir nafninu „Ég er forvitin - rauð". 1
þáttum þessum voru rædd ýmis mál, sem rauðsokkar
lata sig miklu varða, en þættirnir voru unnir af mis4
munandi starfshópum. Segja má að blaðið Forvitin
Rauð sé eins konar framhald útvarpsþáttanna.
Rauðsokkar hafa nokkrum sinnum tekið þátt i
umræðum i sjónvarpi og útvarpi og túlkað þar skoðanir
sínar.Þeir sem skrifa i þetta blað, eru ýmist virkir
félagar i Rauðsokkahreyfingunni eða fólk, sem hefur
verið á fundum með rauðsokkum eða kynnzt hreyfingunni
a annan hátt. Greinarnar frá Akranesi og Egilsstöðum
eru til dæmis skrifaðar af konum, sem kynntust rauð-
sokkum á fundum þeirra úti á landi. A Isafirði er
starfandi rauðsokkahópur og á Akureyri hafa rauðsokkar
emnig íátið að sér kveða, en viðar úti á landi er
ahugi fyrir hreyfingunni, þótt bein starfsemi
hafin-
Rauðsokkar hafa viða farið til funda; ýmist verið
boðið tii félaga eða haldið sjálfstæða fundi. 1 marz
s.l. bauð Eiðaskóli rauðsokkum austur á land til þess
að kynna nemendum skólans hreyfinguna og baráttumál
hennar.
Sannarlega þyrftu langtum fleiri að vera virkir.
Starfandi rauðsokkar hafa komið úr hinum ólikustu starfs-
greinum og þeir eru á öllum aldri — frá fermingu til
sjötugs.
Það er von okkar, að rauðsokkastarfshópar verði
stofnaðir sem viðast á landinu. Næg eru verkefnin, sem
alls staðar blasa við óleyst. Fyrstu verkefni starfs-
Viópa eru venjulega öflun upplýsinga, sem siðan er unnið
úr, þvi að rauðsokkar vilja hafa sem traustastan grund—
völl til þess að byggja baráttu sina á. Með könnunum
þessum erum við að smíða okkar sterkustu vopn i barátt-
unni fyrir réttlátara þjóðfélagi.
Ef þið hafið áhuga fyrir að stofna starfshópa
eða kynnast starfsemi Rauðsokkahreyfingarinnar nánar,
þá skrifið eða hringið i Miðstöð og ykkur verða veittar
allar þær upplýsingar og aðstoð, sem unnt er.
Skrifið blaðinu Forvitin Rauð. Hvað finnst ykkur
um efni blaðsins? Segið frá ykkar reynslu i sambandi
við jafnréttismálin. Það gæti ef til vill orðið öðrum
hvatning.
Hvað hafið þið til málanna að leggja?
Munum að enginn sigur vinnst án baráttu. R.J.
Uteefandi:
Rauðsokkáhreyfingin
Ásvallagötu 8
Reykjavik. -y.
&
if9
aí6'
•&**#*.«*- «
A°
CX&.
Z<sp* "a
Otlit og uppsetning:
Edda Óskarsdóttir
—tI. Prent un: Of f se tmynd ir sf.