Alþýðublaðið - 11.04.1958, Síða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1958, Síða 3
Föstudagur 11. apríl 1958 Alþýðublaðið 3 Atþýúubtaöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsíngastjóri: Ri tst j órnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Si.gvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 iog 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Lista mannalaunin NÝLEGA hefur verið úthlutað listamannalaunum þessa árs. Þau vekja jafnan athygli og umræður, þar eð skoðanir reynast skiptar um ýmis atriði í þessu sarrjbandi. Slíkt er eðlilegt. Listsmekkur er misjafn, enda hafa nýjar og um- deildar stefnur komið til sögunnar á síðustu áratugum. Úthlutunarn'efnd listamannalauna getur auðvitað ekki gert öllum til hæfis. Hins vegar ber að leggja áherzlu á, að listamannalaunin þjóni raunhæfum tilgangi. Ágreiningur hefur orðið í úthlutunarnefndinni um fyrirkomulag listamannalaunanna. Virðist óneitanlega tímabært að breyta því, fækka úthlutunarflokkunum og hækka fjárupphæðirnar, þó að færri njóti listamanna- launa ár hvert með því móti en nú ler. Megintilgangur- inn á að vera sá að veita beztu listamönnum eldri og yngri ikynslóðarinnar viðunandj starfisskilyrði. ,Fram- tíðin mun naumast spyrja að því, hvað margir hafi kons- izt á blað úthlutunarnefndarinnar hverju sinni, heldur um árangur listamannalaunanna. Núverandi fyrirkomu- lag einkennist af því sjónarmiði að gera sem flestum cinhverja úrlausn og þá auðvitað á kostnað þeirra, sem fram úr skara. Þannig er til komin sú flokkaskipting, sem drepur launum og viðurkenningu allt of mikið á dreif. Alþingi verður að gera isér þessar staðreyndir Ijós- ar og setja iög um fyrirkomulag listamannalaunanna og vinnubrögð úthlutunarnefndarinnar. Og því fyrr þ\ í beira. Stöðnun er hættuleg í þessum efnum, og rneðaí- mennskusjónarmiðið má ekki ráða úrslitum, svo að ©kki sé minnzt á þá ímynduðu góðsemi, sem sannarlega segir til sín varðandi ákvörðunina um úthlutunarflokkana og val listamannanna. íslendingar hljóta að styrkja skáld sín og aðra lista- menn. Sá vandi er hér á höndum alþingis og ríkisvaldsins af því að einstaklingar muna varla eftir bókmenntum og listum, þegar þeir gtsfa fyrir sálu sinni. En fulltingið við listamennina þanf umtfram allt að vera jákvætt og reynast andlegu láfi þjóðarinnar eíling og lyftistöng. Deilurnar um, hvort listamannalaunin séu lífeyrir eða viðurkenning, skipta satt að segja ekki miklu máli. Aðalatriðið er að þau veiti heztu listamönnunum starfsskilyrði á því skeiði æv- innar, sem ræður úrslitum um árangurinn af verki þeirra. Og unjræður um málið þurfa að rniðast við þetta aðaiatrið: tfremur en hitt, hvort A eða B hafi átt að fá einhverja úr- lausn þetta árið. Alþingi gerir vel í því að ráðstafa fjár- munivm til etflingar íslienzkri list. En því b-er einnig skylda til að sjá svo um, að þeir komi að notum, þjóni raunhæfum tilgangi og segi til sín í startfi listanaannanna á hverjuin tíma. Það getur ekki öllu lengur skotið sér undan þeim vanda að setia lög um fyrirkomuiag listamannalaunanna. Einstakar ákvarðanir úthlutunarnefndarinnar skulu ekki ræddar hér að þessu sinni. Val manna í efri úthlut- unarflokkana sætir naUmast stórdeilum lengur, þó að sjálfsagt séu skiptar skoðanir um þau efni. Þar kennir nokkurra ifestu, sem leiðir til öryggis fyrir Iistaniennina, þó að fjárupphæðirnar séu ekki háar á mælikvarða dýr- tíðarinnar og verðhólgunnar. Svo jþarf ,að verða um út- hlutunina í heild. Og það tekst hezt meðí því að hækka upphæðirnar og fækka úth 1 utun arflokkunum, þó að færri verði með ár hvert eftir þá hreytingu. Jafnframt er nauðsynlegt, að ú'thlutunarnefndin sé kosin til lengri tíma en nú er og að þar fcomi fram öddaatkvæði. Lista- mannalaunin eiga að koma ,að þeim notum fyrir þá að- ila, sem hljóta |þau hverju sinni, áð þeir geti unnið lengri eða skemmri tíma að list sinni og sýnt tog sannað, hvað 'í þcim býr. Og þá fyrst ,geta listamannalaunin orðið við- urkenning, sem rnark ,sé takandi á og vonir tegndar við, hvort heldur er af hálfu listamannanna, sem launin hljóta, eða þjóðarinnar, er lætur þau í té í góðum hug og þeim tilgangi, að bau reynist einhvers jvirði. Skipulag þessara mála er vierkefni alþingis, en samtök listamavm- anna hljóta cinnlg að iáta bau til isín taka af framsýni, ábyrgðartilfinningu og áhuga á vexti og viðgangi ís- lenzkra lista. EYVIND JOHNSON, einn á- hrifamesti og merkasti nútíma- höfundur Svía, er væntanlegur hingað til lands á sænsku bóka sýninguna, sem verður opnuð 19. þ.m. Því miður hafa verk þessa stórskálds, sem sæti á í Sænsku akademíunni, ekki ver ið þýdd á íslenzku. Hann er því ekki þekktur og metinn að verð leikum hér á landi, en búast má við, að heimsókn hans verði til að kynna íslendingum mann inn. Eyvind Johnson er hinn prýðilegasti ræðumaður, og munu á næstunni gefast góð tækifæri til að njóta málsnilld •ar hans og skarpskyggni. Eyvind Johnson er fæddur aldamótaárið 1900 í Överluleá, en sá staður er í norðurhluta Norrlands. Æskuár hans voru viðburðarík. Fjórtán ára gam- all fór hann að heiman frá fóst- urforeldrum sínum og starfaði um skeið við timburfleytingar. Síðar lagði hann stund á ýmis störf: vann í múrsteinaverk- smiðju, sögunarmyllu, starfaði sem rafvirkjanemi og sýndi kvikmyndir. Á þessum tíma voru verkföll tíð í Svíþjóð, at- vinnuleysi mikið og ókyrrð í mönnum. Þessum minningum frá næmasta skeiði ævi sinnar hefur Eyvind Johnson lýst í bókaflokki, er nefnist Roman- en om Olof (Skáldsagan um Ólaf). Bækur þessar, sem eru vinsælustu rit Eyvinds John- son, eru að verulegu leyti ævi- saga hans og meðal merkustu þróunarskáldsagna Svía á þess ari öld. Menntunarþorsti Ey- vinds Johnson var óslökkvandi, og þótt hann nyti aðeins barna skólafræðslu þá tókst honum með sjálfsnámi að verða einn hinna lærðustu og víðlesnustu rithöfunda úr alþýðustétt. Fróð ieiksfýsn hans knúði hann til langra utanlandsferða, og hann hefur dvalið árum saman í Ber lín og París. Þetta voru erfið ár, og oft bjó hann við skort. A þessum árum þroskuðust hæfileikar Eyvinds Johnsons Eyvind Johnson, til ritstarfa, og voru þá gefnar út' fyrstu merku skáldsögur hans, t.d. Stad i ljus (Borg í ljósi) og Stad i mörker (Borg í myrkri). Fyrrnefnda bókin, sem upphaflega var gefin út á frönsku, segir frá ungum manni í París, sem býr við sult ag seyru, en bíður eftir ábyrgðar- bréfi með þóknun fyrir fyrstu bók sína. Síðari bókin lýsir kulda og andlegri stöðnun í smábæ norður undir heim- skautsbaug'. Umhverfið minnir á Boden. Þessar tvær andstæð- ur, þorpið Boden og heimsborg in París, eru í rauninni tákn- rænar fyrir tvo meginþætti í skáldskaparferli Eyvinds John- son. Annars vegar ríkja þar norrlenzkt þunglyndi og alvara, er hann lýsir hljóðlátum og innibyrgðum sálum í myrkri og kulda. Hins vegar kemur hin. bjartari hlið Eyvinds Johnson, fram við náin kynni hans af menningarlífi meginlandsins, fornum stílbrögðum og nýjum menningarstraumum. Nýtur sín þar glettni og skýrleiki. Meðan Eyvind Johnson dvald ist erlendis, kynntist hann nýj um stefnum í bókmenntum og sálarfræði. Meðal rithöfunda, er hann kynnti sér, má nefna Gide, Joyce og D.H. Lawrence. Hugsjónir þeirra og frásöguhátt tók hann upp, en gaf þeim um leið sinn persónulega blæ. Ey- vind Johnson er einnig með fyrstu sænsku rithöfundunum, er tóku sálgerinmgarstefnu, Freuds í þjónustu skáldskapar- ins. Með nýjum og skýrum hug myndum og frumlegum frásagn. arstíl hefur Eyvind Johnson haft feikileg áhrif á nútíma- menningu Svía. Ekki sízt sem fyrirmynd margra yngri rithöf unda, enda eru það áhrif beztu. erlendra bókmennta, sem gætir í ritum hans. Enda þótt Eyvind Johnson sé einn þeirra manna, sem alltaf stendur styr um, og þó að hann reyni aldrei að þókn ast lesendum sínum, hafa vin- sældir hans farið sívaxandi. Þjóðskáld varð Eyvind John- son þó fyrst við útgáfu bóka- flokksins Romanen om Olof. Það ritverk skipaði honum í bekk með fremstu skáldsagna- höfundum 'Svía á þessari öld. I þessum bókum er frásögnin hraðari og jafnari en í fvrri bók um hans þar sem rökræður bera stundum söguþráðinn of- urliði. Bókaflokkurinn um Ólaf er ritaður í einföldum og gagn- Framhald á 4. síðu. ( Utan úr Heimi ) NASSER forseti Arabiska Sambandslýðveldisins hefur nýlega unnið tvöfaldan sigur, sem á kannski eftir að láta þann draum hans rætast að vera kallaður Bismark Arab- anna. Á einum sólarhring tókst honum að fjarlægja tvo skæð- ustu óvini sína í Miðausturlönd um. 23. marz féllst hann á lausn- arbeiðni Bizris, yfirhershöfð- ingja Sýrlenzka hersins. Bizri var hinn eini, sem eftir var af hinum þrem foringjum sýr- lenzkra kommúnista, en þeir voru mjög öflugir fyrir samein iirgu Sýrlands og Egyptalands, Hinir tveir, Baqdash varafor sætisráðherra og ai Azm voru ifjarlægðir þegar eftir samein- ingu ríkjanna. Afsögn Bizris styrkir mjög yfirráð Nassers yfir sýrlenzka hernum. Fyrr- verandi hershöfðingjarhans eru nú allir komnir í stjórnarstöð- ur og áhrifalausir með öllu. Það var Bizri, sem skipulagði varnaraðgerðir Sýrlendinga í fyrrahaust, þegar óróinn var hvað mestur á landamærum Tyrklands og Sýrlands, en margir óttuðust. þá, að hann hefði í hyggju að hleypa af stokkunum kommúnistiskri byltingu í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. En nú ræð | ur Nasser öllu í Sýrlandi, og . virðist hafa gert að veruleika þá hugmynd sína að mvnda Samband Arabaríkja gegn kom múnismanum. 24. marz gaf Saud Arabíukon ungur út tilskipun og skipaði Feisal bróður sinn yfirmann efnahagsmála ríkisins, en hann var forsætis- og utanríkisráð- herra fyr.ir. Skýringin á þessari ákvörð- un Sauds virðist sú, að honum hafi ekki reynzt. fært að hreisna sig af þeim orðrómi að hann hafi átt frumkvæðið að tilraun til að ráða Nasser af dögum. Almennt er skipun Feisal í hin háu embætti álitinn mikill sig ur fyrir Egypta. Um langt ára- bil hefur verið megn óánægja með lifnaðar- og stjórnarhætti Sauds. Þrátt fyrir hinar gífur legu tekjur Arabíu hefur lífs- afkoma þjóðarinnar á engan hátt breytzt til hins betra, og framfarir allar og félagslegt ör- yggi hafa látið Arabíu í friði, og því er svo komið að völd Saud eru í mikilli hættu og líklegt að raunverulegri valda- tíð hans sé lokið. Þessir sigrar Nasser hafa aukið mjög áhrif hans í Araba- ríkjunum, og Vesturveldin gerðu réttast í því að viður- kenna það og koma á eðlilegu stjórnmálasambandi við Egypta land, en því var slitið uppúr Súezævintýri Breta og Frakka. Virðist nú svo, sem ekki komi til mála, að Saudi-Arabía gangi í bandalag með Jórdan og Irak, og má nú búast við snarsnún- ingi Dullesar í afstöðu sinni til Nassers. En Bretar eru í slæmri klípu; þeim ber siðferðileg skylda til þess að styðja sam- bandsríkið Jórdan-Irak. Auk þess eiga þeir í erjum við Saudi-Arabíu og Jemen Upp- reisnarmennirnir gegn yfirráð um Breta á Oman, hafa jafnan birgt sig að vopnum frá Saudi- Arabíu. Þá hafa um langa tíð verið skærur á landamærum Jemen og brezka verndarsvæð- isins Aden. Síðustu atburðirnir í hinum nálægari Austurlönd- um hafa sannfært Breta og Bandaríkjamenn um það, að iforðast verður árekstra við Arabálöndin, og ef Frakk- ar neyða bandam'enn sína til að taka afstöðu í Norð- ur-Afríku er enginn vafi á því, að Bretar og Bandaríkjamenn munu skipa sér við hlið Arab- anna. H.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.