Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 3

Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 3
LEIi)AKI Þessi vetur hefur verið býsna sögulegur fyrir Rauðsokkahreyfingunaj Hreyfingin á tíu ára af- mæli á þessu ári og hún stendur um ákaflega margt á tímamótum. í tíu ár hafa rauösokkar háð baráttu fyrir því að íslenskar konur vöknuðu til vitundar um þá sálfræðilegu og félagslegu kúgun sem þær sæta í þessu þjóðfélagi. Hreyfingin hefur tvímælalaust haft mikil áhrif á hugsunarhátt fólks x þessum efnum og þó að svart- sýnin hellist stundum yfir félagana og fái þá til að tuldra í barm sér: "Það hefur ekkert breyst" - þá er það ekki satt.Rauðsokkahreyfingin og starf hennar öll þessi ár HAFA breytt hugmyndum meiri- hluta þjóðarinnar um stöðu og möguleika kvenna. Á hinn bóginn hefur Rauðsokkahreyfingin líka orðið að glíma við margs konar vandamál á ferli sínum og þar hefur vafalaust verið hvað erfiðast að eiga við innri vandamál Hreyfingarinnar; Of mikið vinnuálag hefur verið á of fáum baráttu- konum, Hreyfingin hefur orðið að berjast um á hæl og hnakka til að einangrast ekki í þjóð- félaginu og síðast en ekki síst - það hefur gengið erfiðlega að fá nýtt fólk til starfa og vekja hjá því þá ábyrgðartilfinningu og persónu- legu samsömun við kvennabaráttxina sem leiðir af sér starf og virkni í hennar þágu. Rauðsokkar hafa setið löngum stundum, mæddir og daprir, yfir þessu öllu saman. Höfð hefur verið uppi bæði gagnrýni og sjálfsgagnrýni til að reyna að átta sig á því hvers vegna okkur hefur bæði gengið illa að fá nýtt fólk til starfa í Hreyfingunni og hvers vegna okkur hefur hald- ist illa á því fólki sem við höfum fengið. Allir rauðsokkar hafa getað sagt frá því hve erfitt þeim fannst að koma inn í Hreyfinguna, hve lokuð og fráhrindandi hún virtist, hvernig þeir voru: reknir til að búa til kaffi og svara í símann þegar sál þeirra brann af spurningum um kvennabaráttu og kapítalisma. í vetur var þess vegna brotið blað og grunn- hóparnir tóku til starfa. Það er í rauninni alveg furðulegt að Rauðsokkahreyfingin hérlendis skuli hafa verið til í öll þessi ár án þess að taka upp grunnhópa - en þeir eru kvennapólitísk- ur hornsteinn allra annarra slíkra hreyfinga í heiminúm. Grunnhóparnir eru óhemjulega mikilvægir.Við- fangsefni þeirra er einkalífið og hinn persónu- legi vettvangur. Hvort tveggja skiptir höfuð- máli í lífi kvenna (og raunar karla líka) og hvort tveggja er notað vel og vandlega til að halda konum kúguðum og valdalausum. Athugum það að afturhaldsöflin í þjóðfélaginu láta hið "heilaga einkalíf" alls ekki í friði þegar harðnar á dalnum sbr. frumvarp Þorvaldar Garðars um þrengingu fóstureyðingalöggjafarinnar frá '75 Hið persónulega er pólitiskt segja rauðsokkar og þetta er ekki bara slagorð heldur er í þess- ari setningu fólginn mikill sannleikup. Markmið grunnhópanna er kvennapólitísþt upp- eldisstarf. í grunnhópunum eiga konur að geta opnað sig, brotið þá margföldu þagnarmúra sem kúgun og sjálfskúgun hafa byggt upp í kringum okkur og þar eiga konur að geta sagt frá áhyggj- um sínum og erfiðleikum. Þegar konur leggja saman reynslu sína á þennan hátt kemst grunn- hópurinn furðu fljótt að raun um að öll þessi "persónulegu" mál eru EKKI "einkamál" hverrar og einnar heldur erum við allar að burðast með sömu vanmáttarkenndina og kúgunarmynstrin. Og hver á hagsmuna að gæta í því að það ástönd haldist óbreytt? Með þolinmæði, umburðarlyndi og síðar per- sónulegri nánd og vináttu getur grunnhópurinn styrkt og hjálpað félögunum. Grunnhópurinn getur verið þeim sá stuðningur og það móteitur gegn niðurrifi umhverfisins sem dugir til að breyta uppburðarlitliom og kúguðum konum I hressa og klára baráttumenn. Allavega höfum við tröllatrú á gildi grxinn- hópanna. Þeir þurfa að fá tíma, ýmislegt er ennþá á byrjunarstigi og í mótun - en að mörgu leyti finnst okkur eins og Rauðsokkahreyfingin sé nú að bæta úr sinni stærstu vanrækslusynd. Næsta haust ætla margir grunnhópar síðasta vetrar að halda áfram starfi og við vonum að nýjir grunnhópar verði stofnaðir. Ef þið sem þetta lesið - konur eða karlar - hafið áhuga fyrir að stofna grunnhóp með vinum ykkar og kunningjum en vera í tengslum við Rauðsokka- hreyfingiuia - þá viljum við biðja ykkur að hafa samband við okkur. Við getum gefið ykkur góð ráð og sent fulltrúa frá Hreyfing- unni á fund hjá ykkur. Hringið í Rauðsokka- hreyfinguna s. 2Ö798 Flestir hafa á einhvern hátt orðið varir við þann andbyr sem kvenfrelsisbaráttan er byrjuð að mæta nú í kjölfar vaxandi offram- leiðslukreppu og samdráttar á öllum sviðxun þjóðfélagsins. Þessi andbyr á eftir að Vaxa og verða að roki. Eflum því kvennabaráttunal Tökum saman höndum oq vinnum í grunnhópum og starfshópxim því að aðeins sterk kvenna- hreyfing getur látið hart mæta hörðu þegar rikjandi öfl fara að sækja í sig veðrið við að svipta okkur þeim mannréttindum sem okkur hefur þó tekist að ná. Blaðhópur Komdu og vertu með Ert þú ein eða einn við að ládeyða verði í þeirra sem hefur áhuga á starfseminni yfir sumarið. jafnréttismálum, en hefur Það er venjulega þannig. ekki haft þig upp í að Þið sem hafið áhuga á að Æ 1 koma í Rauðsokkahreyfing- stofna grunnhóp upp á una? eigin spýtur skulið athuga ■MRMim hjá Hreyfingianni Ef þú hefur áhuga þá það að heppilegur fjöldi er 28798 og vaktirnar eru skaltu hringja í Hreyfing- í hóp er 5-6, reynslan alla virka daga milli una. Þá verður þú skráð hefur sýnt að stærri hópai kl. 17:00 og 18:30. niður og síðan komið í verða of þungir í vöfum. samband við fólk sama sinnis sem hefur áhuga á að stofna grunnhóp með haustinu - því búast má

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.