Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 2

Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 2
2 FORVITIN RAUÐ OTGEFANDI: rauðsokkahreyfingin AÐSETUR: SKÖLA VÖRÐUSTÍGUR 12, 28798 I MIÐSTÖÐ 1 SUMAR: BLAÐHÓHUR: Berglind Gunnarsdóttir s: 28079 Erna Indriðadóttir Ingibjörg Hafstað S: 27838 Guðlaug Teitsdóttir María Guðmundsdóttir S : 16891 Rán Tryggvadóttir Valgerður Eiríksdóttir S: 28607 Elín V. ólafsdóttir Dagný Kristjánsdóttir S: 83542 Valgerður Eirxksdóttir Kristín Ástgeirsdóttir s : 19287 Ingibjörg Ingadóttir Guðlaug Teitsdóttir s: 29647 Kristín Jónssdóttir Oddný Gunnarsdóttir s: 15604 Dagný Kristjánsdóttir Fréttír af starfínu Ytra starf hreyfingarinnar hefur verið með minna móti síðustu mánuði - þegar frá er talin starfsemi verkalýðe- málahóps. Aðalverkefni hans var að fylgja eftir kröfum barnaársnefndar ASÍ. Mikil \imræða fór fram innan hóps- ins og þær enduðu með opmom fundi í Lindarbæ, en þangað voru helstu forkólfar verka- lýðsfélaganna boðaðir. Undir- búningur fundarins var mjög vel skipulagður. Farið var með dreifirit á vinnustaði og fundurinn rækilega aug- lýstur í blöðum og útvarpi. Þrátt fyrir allt þetta - og ágætar mótttökur víða á vinnustöðum - var fundurinn illa sóttur. Þarna mátti sjá andlit þeirra sem virkastir eru á vinstri kantinum en verkafólkið - sem fundurinn átti að höfða til - lét ekki sjá sig. Segir það sína sögu um þá deyfð og það áhugaleysi sem almennt hrjáir fólk um þess ar mundir. Það skyldi þó ekki vera merki um almenna hægri þróun? Þegar líður að l.maí lifnar ævinlega yfir Hreyf- ingunni og Rauðsokkar létu ekki á sér standa þetta árif frekar en þau fyrri. Nokkrir undirbúningsfundir voru haldnir þar sem rifjuð voru upp slagorð hreyfing- arinnar og þau fest á borða fána, blöðrur og spjöld. Ákveðið hafði verið á ársfjórðungsfundi í apríl að Hreyfingin skyldi ekki ganga ein og sér. Rauðsokk- ar fóru því óbeislaðir í allar göngur dagsins, báru áróðursspjöld og seldu efni Hreyfingarinnar. Sala mál- gagnsins „.Forvitinnar Rauðrar" gekk eins og í lygasögu og sýnir það okkur að enn eiga Rauðsokkar stóran hóp stuðningsfólks. l.maí ávarp Hreyfingar- innar var lesið upp á tvein ur útifundum, fundi „Rauðr- ar verkalýðseiningar" og fundi „Baráttueiningar" - auk þess sem því var dreift prentuðu í öllum göngum. Um kvöldið stóðu Rauð- sokkar fyrir fjölmennum dansleik í Lindarbæ. Með sölu efnis og ágóða dans- leiksins: greiddist úr fjárhagserfiðleikunum í bili; en betur má ef duga skal. Innra starf hreyfingar- innar tók mikinn f j'örkipp við stofnun svonefndra grunnhópa (basisgrúppa). HÓparnir eru nú alls sjö og er það álit flestra að þarna hafi verið sameinað tvennt; annars vegar að opna nýliðum leið inn í Hreyfinguna og hins vegar að gefa konum kost á að tjá sig í litlum einingum, læra af reynslu hverrar annarrar og ekki síst að átta sig betur á eðli kvennabaráttunnar. Gagnrýni á þetta fyrir- komulag hefur heyrst og þá sérstaklega frá þeim sem ekki hafa verið í slíkum hópi. Helstu rökin gegn þeim eru að þessir hópar taki til sín allan kraft Hreyfingarinnar og stuðli að enn meiri einangrun henn- ar. Einnig að yfir þessum fundum svífi andi gömlu góðu saumaklúbbanna og hætta sé á að sjálf jafnréttisbarátt- an verði aukaatriði. HÓparnir hafa þróast á margvíslegan hátt. Flestii eru þó komnir yfir byrjun- arþáttinn þ.e. að kynnast og ræða persónuleg mál og hafa snúið sér að ákveðnum mál- efnum. Starf grunnhópanna mun að mestu leyti leggjast niður í sumar en byrja af krafti aftur næsta haust. Af öðrum hópum sem starf- að hafa að undanförnu má nefna „fóstureyðingahóp" sem settur var á laggirnar þegar Þorvaldur Garðar Kristjánsson endurflutti tillögur sínar á Alþingi um breytingar á fóstur- eyðingarlöggjöfinni. Hópur- inn hefur verið í viðbragðs- stöðu og tilbúinn í slaginn ef með þarf. Þeim sið hefur verið haldið að bjóða gestum upp í Sokkholt á laugardags- morgnum, hlusta á málflutn- ing þeirra, drekka kaffi og ræða málin. NÍna Björk Árna- dóttir heimsótti Rauðsokka og las frábærar þýðingar sxnar á ljóðum Vitu Anderson Auður Haralds kom í heim- sókn og upphófust hinar fjörugustu umræður og ekki má gleyma eftirminnilegri heimsókn Þorvaldar Garðars Kristjánssonar sem drakk nokkra bolla af kaffinu okkar og ræddi um bann við fóstureyðingum. Blaðhópur sér um útgáfu Forvitinnar Rauðrar og hef\x því verið á þönum út um allan bæ að undanförnu við að safna efni í blaðið. HÓpurinn er einnig með í gangi herferð til að safna fleiri áskrifendum að mál- gagninu. Blaðið kemur út fjóriun sinnum á ári og væntum við þess að fólk verði duglegt við að senda okkur línu ef eitthvað sér- stakt gerist - skemmtileg (eða leiðinleg) atvik. MEÐAL EFNIS f BLAÐINU: FQSTUREYÐINGAR - VIÐTÖL VIÐ LÆKNA OG félagsrAðgjafa. TVÆR KONUR SEGJA FRÁ REYNSLU SINNI FEGURÐARSA MKEPPNI VIÐTAL VIÐ STEIN LARUSSON FORSTJ0RA FERÐASKRIFSTOFUNN- AR ORVALS. sm^saga og ljOð GREIN UM FRYSTT- húsbOnus barAttustarf A AKUREYRI U M GRUNNHOPA HRE YFINGARINNAR VIÐTAL VIÐ TVO FÉLAGA rHÖPUNUM FRÉTTIR AF STARF- INU Y' á &

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.