Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 8
8
Forvitin rauð: Eru ófrjó-
semisaðgerðir algengar og
hvert er ykkar álit á
þeim?
Sigurður: Það hefur orðið
mikil aukning á ófrjó-
semisaðgerðum hér á landi
síðan 1975 þegar lögunum
var breytt og þá sérstak-
lega fyrstu árin. Það er
trúlega vegna þess að lög-
in voru of ströng fyrir.
Síðari árin hefur aukning-i
in hins vegar verið mun
hægari. Það er eitthvað
um það að konur fari í
ófrjósemisaðgerðir í sam-
bandi við fóstureyðingu,
sérstaklega konur sem eru
orðnar fullorðnar. í sam-
bandi við þetta vil ég
taka fram að ófrjósemis-
aðgerð er mun auðveldari
í framkvæmd á karlmönnum.
Konur þarf að svæfa og
þær dvelja yfirleitt á
spítala í 2-5 daga a.m.k.
hér á landi. Hjá karlmönn-
um er aðgerðin minni og
unnt er að gera hana í
staðdeyfingu utan spítala
og þeir geta hafið vinnu
mun fyrr en konur. í Dan-
mörku eru gerðar tvisvar
sinnum fleiri ófrjósemis-
aðgerðir á körlum en
konum. Hér á landi er
þessu öfugt farið og það
er slæmt áð þróunin skuli
vera svo hægfara hér. Það
skal tekið fram að þessi
aðgerð hefur engin áhrif
á kyngetu og heldur ekki
nein hormóna- né geðræn
áhrif.
Auðólfur: Ég sé ekkert þvi
til fyrirstöðu að konur
láti gera á sér ófrjósemis
aðgerð þegar þær eru komn-
ar yfir vissan aldur og
búnar að gera fullkomlega
upp við sig að þær ætli
ekki að eiga fleiri börn.
Það er ýmislegt sem mælir
með því. Til dæmis hefur
verið sýnt fram á að pill-
er óheppileg fyrir konur
sem eru komnar yfir vissan
aldur þ.e. 35 ára, sérstak-
lega ef þær reykja. Það er
stór hópur sem þolir illa
lykkjuna og vill ekki
nota aðrar getnaðarvarnir.
Hins vegar verð ég að
vara við illa grunduðum
ákvörðunum á þessu sviði.
Égvarðt.d. var við það
í Bandaríkjunum þegar ég
var þar við nám á dögum
Viet-Nam stríðsins, að
ungt fólk fékk andúð á
því að fæða einstaklinga
í þennan vonda heim. Marg-
ir létu því gera á sér
ófrjósemisaðgerðir og því
miður hefur það sýnt sig
að sumt af þessu fólki
hefur séð eftir því.
Forvitin rauð: Hver er
tíðni fósturláta og hverj-
ar eru helstu orsakir
þeirra?
Sigurður: Um tíðnina er
það að segja að staðfestri
þungun lýkur í 10-15% til-
fella með fósturláti. En
það er álitið að hin raun-
verulega tíðni sé miklu
meiri eða25-30%, ef með
eru talin þau tilfelli
þungunar sem lýkur áður
en þungunareinkenni koma
fram. Tíðni' fósturláta
eykst með hækkandi aldri
konunnar. Það er vitað að
orsakirnar geta verið
bæði hjá fóstrinu sjálfu
og móðurinni. Og í lang-
flestum 'tilfellum ef um
fósturlát er að ræða fyrir
12.vikuna þá stafar það
af einhverjum sjúkdómi
hjá fóstrinu eða fylgju-
vefnum, þannig að fóstrið
deyr og úr því verður
fósturlát. Seinna á með-
göngu er bæði um að ræða
sjúkdóma hjá fóstri og
móður. Það geta verið
alls konar sjúkdómar hjá
móðurinni t.d. vansköpun
á legi, bilun á leghálsi
- eins og við vorum að
tala um í sambandi við
fóstureyðingar - alls
kyns sýkingar og langvinn-
ir sjúkdómar eins og
sykursýki, háþrýstingur,
nýrnasjúkdómar o.s.frv.
Ef konan verður vanfær
með lykkju er aukin hætta
á fósturláti. í mörgum
tilfellum er þó ástæðan
ókunn. Það hefur ekki
verið gerð nein könnun á
þessu hér á landi, en trú-
legt er að orsakirnar
fyrir fósturláti hér séu
þær sömu og annars staðar.
Auðólfur: Mig langar að
bæta hér við að vitað er
að ýmis efni geta valdið
fósturláti bæði hjá mönn-
um og skepnum. Sýnt hefur
verið fram á það nýlega
að það er aukin tíðni á
fósturlátum hjá konum sem
reykja á meðgöngunni, auk
þess sem reykingar draga
úr vexti fóstursins og
gera meðgöngu að öðru
leyti áhættusamari. Auk
þess vil ég minna á þá
hættu sem áfengisneysla
og notkun annarra vxmu-
gjafa hefur í för með sér
fyrir fóstrið.
Forvitin rauð: Hefur pillan
áhrif á fósturlátat'íðni?
Sigurður: Ekkert hefur komið
fram sem bendir til þess að
tíðni fésturláta s£ aukin hja
konum sem verða vanfærar
eftir að hafa tekið pilluna.
En hins vegar er ekki vitað
með vissu hvernig þessu er
varið hjá konum sem verða
vanfærar meðan þær eru enn
á pillunni t.d. ef þær
gleyma að taka eina eða
fleiri pillur - en halda
síðan áfram að taka hana.
Það er enn ekki talið úti-
lokað að pillan geti haft
áhrif á fóstrið. Ég vil í
þessu sambandi taka það frarj
að notkun startpillu hjá
konum - til að greina þungxn
- er alröng. Það er ekki
alveg útilokað að startpill-
an geti valdið vissri van-
sköpun hjá fóstrinu og það
er almenn regla, að konur
eigi helst ekki að taka nein
lyf - a.m.k. fyrstu 12 vik-
urnar og engin lyf seinna
á meðgöngutímanum- - nema að
það sé nauðsynlegt og i sam-
ráði við lækni.
Forvitin rauð: Hvert er álit
ykkar á fóstureyðingalöggjöf-
inni og fóstureyðingum al-
mennt?
Auðólfur: Að mínu áliti þá
hefur löggjöfin verið til
bóta og hægt er að fullyrða
það að ólöglegar fóstureyð-
ingar eigi sér vart stað á
íslandi. Hins vegar er vitað
að þær viðgangast þar sem
fóstureyðingar eru bannaðar
með lögum. Varðandi rétt
konunnar til fóstureyðingar,
þá er það mitt persónulega
álit, að konur eigi að hafa
þennan rétt innan vissra
marka, en jafnfram að það
eigi að vera hlutverk lækna
og félagsráðgjafa að leiða
konunni fyrir sjónir þær
áhættur sem eru samfara að-
gerðinni og fá hana til að
hugsa málið niður í kjölinn
og komast að því hvort ekki
séu aðrar le-iðir heppilegri.
Fóstureyðing er alltaf neyð-
arúrræði, en ég held að hún
sé þó stundum heppilegas.a
lausnin á erfiðum vandamálum
í þessu sambandi vil ég
benda á að flestum er erfitt
að setja sig í annarra spor
og því held ég að enginn sé
færari að dæma um viss atrjði
en konan sjálf, sem í hlut á
Sigurður:Framkvæmd laganna
hefur verið góð. Auðvitað
vilja allir halda niðri
tíðni fóstureyðinga. Lög-
gjöfin virðist hafa þau
áhrif að ennþá er tala fóst-
ureyðinga miklu lægri hér en
í nágrannalöndum okkar.
Varðandi spurninguna um
frjálsar fóstureyðingar þá
vil ég taka fram að ég er
alveg á móti þeim. Maður
heyrir stundum sagt að á
Islandi séu í reynd frjáls-
ar fóstureyðingar. Það er
alrangt. Þar sem fóstur-
eyðingar eru frjálsar þarf
konan ekki að gefa upp nein-
ar ástæður fyrir fóstur-
eyðingunni. Hún þarf ekki
að tala við lækni né félags-
ráðgjafa og í sumum tilfell'>
um þá er mjög trúlegt að um
geðþóttaákvörðun sé að ræða
Varðandi sjálfsákvörðunar-
rétt kvenna,þá álít ég að
það sé enginn raunverulega
færari að dæma líf sitt og
aðstæður og vandamál sín
en konan sjálf, og því
finnst mér að hún eigi að
hafa þennan sjálfsákvörð-
unarrétt með vissum tak-
mörkunum þó. Einstaka sinn-
um kemur fyrir að konur
koma og óska eftir fóstur-
eyðingu á forsendum, sem
maður á ákaflega erfitt með
að skilja, eins og t.d.
ferðalagi til útlanda. Þar
sem fóstureyðingar eru
frjálsar er mjög trúlegt
að fóstureyðing sé notuð
sem getnaðarvörn að ein-
hverju leyti - sem mér
finnst forkastanlegt -
vegna þeirrar áhættu sem
er samfara aðgerðinni.
Varðandi frumvarp Þorvaldar
Garðars Kristjánssonar þá
er ég á móti því að lögunum
verði breytt eins og hann
vill. Það er að mínu mati
óraunhæft. Hins vegar mundi
ég vilja að fóstureyðingar
yrðu leyfðar eins og áður
fyrir 12. viku af félags-
legum og læknisfræðilegum
ástæðiom, en að eftir 12.
vikuna væru ákveðnar hömlur
settar, a.m.k. hvað við-
víkur félagslegum ástæðum.
Forvitin rauð: Hvað viljið
þið segja um rétt fósturs-
ins?
Sigurður: Mér finnst ákaf-
lega erfitt að ræða það mál
vegna þess að ef að réttur
fóstursins er jafn mikill
eða meiri en réttur móður-
innar, þá yrði aldrei hægt
að framkvæma fóstureyðingu
undir nokkrum kringum-
stæðum. Réttur fósturs sem
er vanskapað eða réttur
fósturs sem verður til t.d.
við nauðgun hlýtur að vera
nákvæmlega sá sami og ann-
arra. Svo ef maður ætlar að
framkvæma fóstureyðingu
yfirleitt, þá verður að
ganga út frá því að réttur
fóstursins sé minni en
sjálfsákvörðunarréttur kon-
unnar. Ég vil taka fram að
mér finnst að þegar verið
er að ræða málefnalega um
þessi mál, þá er forkastan-
legt með öllu að nota svo
tilfinningalega hlaðið orð
eins og morð.
Þessa. aðgerð er ekki hægt
að flokka undir morð með
þeirri skilgreiningu laga,
sem er í flestum löndum,
og i öðru lagi þá er hrein-
lega ótækt og vítavert að
segja það beint út að mörg
hundruð þúsund kvenna í
heiminum í dag séu morðingj-
ar og mörg þúsund aðgerðar-
læknar sömuleiðis.
Auðólfur: Ég vil bæta við
þetta, að við erum hér að
fjalla um fóstur sem getur