Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 20

Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 20
20 frh. af bls. 16 þessu liggja ekki alveg ljósar fyrir en líklega hefur aukin,almenn umræða um þessi mál átt þar stóran hlut. Konan hlýtur sjálf að vera dómbærust ... Að lokum spurðum við hvað þeim fyndist um fóstureyð- ingar almennt, sjálfsákvörð- unarrétt kvenna og núverandi fóstureyðingalöggjöf. Þær sögðu að auðvitað vildu þær að sem fæstar fóstureyðingar þyrfti að framkvæma en til þess að það yrði þyrfti fyrst og fremst að stórauka kyn- fræðslu og getnaðarvarna- þjónustu og bæta félagslega aðstoð við mæður. Báðar voru þær sammala um að konan væri sjálf hæf- ust til að taka ákvörðun um það hvort hún vildi ganga með og eiga barnið eða ekki. Engar konur "stunda fóstureyðingar" - ekki fremur en aðrar læknis- aðgerðir, sögðu þær. Þeim fannst þó mikilvægt að þær konur sem ætluðu í fóstur- eyðingu ráðfærðu sig við hlutlausan og utanaðkomandi aðila sem hefði þekkingu á þessu sviði áður en þær tækju endanlega ákvörðun. Hér skaut María því inní að ekki mætti gleyma hlut karl- mannsins því þó að þetta væri fyrst og fremst mál konunnar þá þyrfti almennt að leggja meiri áherslu á samábyrgðina. Þær töldu mikinn tví- skinnung ríkja í viðhorfum til móðurhlutverksins. Annars vegar væri mikið gert úr því þegar konan er ólétt og móðurhlutverkið þá sett á stall en hins vegar væri þjóðfélagið ófúst að veita aðstoð þegar barnið væri fætt. Þeim fannst framkvæmd fóstureyðingarlöggj afarinna: frá 1975 hafa tekist þokka- lega þar sem þær þekktu til og hrakspár um að konur myndu misnota fóstureyðinga: sem getnaðarvörn hefðu ekki ræst. Þær töldu ekki rétt eins og sakir standa að blása fóstureyðingarmálið upp eða krefjast breytinga á lög- gjöfinni þó að ýmsum þyki hún ekki nógu góð af því að sjálfsákvörðunarréttur kvenna er þar ekki virtur. Þeim fannst að það þyrfti að gefa þessari löggjöf meiri tíma því að hópur manna í þjóðfélaginu væri tilbúinn til að stuðla að þrengingu laganna ef farið væri að hrófla við þeim á annað borð. Sjálfsagt væri hins vegar að halda uppi almennri timræðu og kynningu um fóstureyðingar, orsakir og afleiðingar, það gæti bæði orðið til að stuðla að fækkun þeirra og minnka fordóma gagnvart þeim. Lokaorð þeirra voru að það væri bæði heilsuverndar- og lífshagsmunamál kvenna að hafa fullnægjandi getnaðarvarnaþjónustu og kynfræðslu svo og að sjálfs- ákvörðunarréttur þeirra verði virtur og fullt tillit tekið til mats umsækjenda sjálfra á sínum aðstæðum. Viðtalið var tekið 6. júní 1980 á Landspítalanum. frh. af bls. 5 og róandi lyf í töskunni. Barnið var mjög erfitt, svaf ilia, grenjaoi allar nætur og vildi hvorki brjóst né annan mat. Þetta hafði mjög slæm áhrif á samband okkar hjónarna, við rifumst allar nætur yfir grenjandi barninu. Þessar senur enduðu yfir- leitt með því að ég leypti eina róandi, róaði k^rlinn og síðan barnið. Eftir nokkra mánuði var farin að færast ró yfir heimilið, barnið orðið við- ráðanlegra og spennuna að lægja á milli okkar hjón- anna. Ég var hætt að öskra á barnið og manninn og farin að passa í venjuleg föt - allt var á uppleið. Ólétt aftur. Þá kom skellurinn. Mér fór að verða flökurt á morgnana. Fyrst í stað neitaði ég að horfast í augu við staðreyndir og taldi sjálfri mér trú um að þetta stafaði af slæmum maga. En að lokum varð ég að viðurkenna að það versta hafði gerst. Eftir 35 ára aldur mega konur helst ekki taka pill- una vegna aiikinnar hættu áblóðtappa. í eftirskoðun tókst mér þó að herja út einn skammt af mini-pill- unni. Ég var búin að taka u.þ.b. 18 þegar ég hrein- lega gafst upp. Mér leið svo illa og var sífellt flökurt. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. - Einn morguninn sendi ég karlinn út á Landakot með þvagprufu. SÍminn var lokaður, svo daginn eftir arkaði ég með barnavagninn út í næstu sjoppu til að hringja. Prufan var jákvæð. Ég gekk einn hring um hverfið, fór inn í sömu sjoppu, hringdi í karlinn og æpti á hann nokkur vel valin orð. Út aftur og gekk enn einn hring, aftur inn í sjoppuna og hringdi í félagsráðgjafa og pant- aði tíma. Þetta var 6.des., afmælis- dagur forsetans og strætis- vagnarnir flögguðu í til- efni dagsins. Fóstureyðing eina lausnin. Ég var fljót að ákveða mig. Ég var og hef aldrei verið í neinum vafa um að það sem ég gerði var það rétta og eina lausnin eins og á stóð. Aðstæður buðu ekki upp á annað en fóstureyðingu, þrátt fyrir það að ég hefði verið á móti þeim alla tíð. Sambúðin hefði ekki þolað annað barn. Andlegt ástand okkar beggja hefði ekki staðið undir því, sér- staklega ekki mitt. Maðurinn hefði alls ekki getað framfleytt einu barni í viðbót. Einnig var húsnæðið fyrir neðan allar hellur, fullt af silfur- skottum og kakkalökkum. Ef að þessar félagslegu aðstæður hefðu ekki verið teknar gildar, hefði ég sótt um vegna læknisfræði- legra ástæðna. Meðgangan fór svo í skapið á mér, það hefðu íbúar hússins glaðir gefið mér vottorð uppá. Einnig segja lögin að ef að kona verður ófrísk innan sex mánaða frá fæðingu þá geti hún fengið fóstureyðingu. Ég leitaði til foreldra minna og þau studdu mig eindregið í þessari ákvörð- un. Þau voru jafnvel svo hörð í afstöðu sinni að það fóru að renna á mig tvær grímur. Mér fannst þau gleyma mannlegu hlið- inni. Þettá er jú líf. En pabbi vildi bakka mig upp og sagði: "FÓstrið er nú enn á marglyttustiginu." Hinsvegar átti maðurinn minn erfiðara með að sætta sig við ákvörðunina þó að hann gerði það. Hann hefur aldrei viljað ræða þessi mál, líklega. vegna þess að þau fóru verr með hann en mig. Á spitalann. Einn morguninn þegar ég var að æla yfir klósettinu og barnið lá grátandi í rúminu hringdi síminn. Elsku Karólína á deild 5 var í símanum og sagði að ég gæti komið á mánudaginn £ aðgerðina. Hún sagði að ég yrði stálslegin strax á eftir og ég varð alveg himinlifandi. Frelsun konunnar. Þetta var og er frelsun. Auðveld aðgerð - minna en kirtlataka og engin eftir- köst. Ég vaknaði um morgun- inn syngjandi og kláraði að prjóna peysuna sem ég ætlaði að gefa syninum í jólagjöf. síðan fór ég heim og þá komu eftirköst- in. Ég fór að pæla í þessu og fékk grátköst í ein- rúmi. Maðurinn minn átti erfitt með að þola það og við fjarlægðumst hvort annað. En smámsaman lagaðist þetta. Og til' að gera langa sögu stutta þá fór ég í ófrjósemisaðgerð ári síðar og það er önnur frelsun kvenna.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.