Forvitin rauð - 01.05.1980, Side 18

Forvitin rauð - 01.05.1980, Side 18
18 Hvers vegna grunnhópar? Sálarkvallr og vonbrigói. "Mer leið bara virki- lega illa þegar ég kom á fund hjá Hreyfingunni í fyrsta sinn. Þarna kom gg a laugardagsmorgni og þegar ég gekk inn þá var mér varla heilsað. Menn voru eitthvað að ræða saman og það var ekki yrt á mig. Ég sat bara þarna eins og illa gerður hlutur þangað til ég dreif mig heim." Margir félagar í Rauð- sokkahreyfingunni hafa haft þessa sögu að segja af fyrstu kynnum sínum af Hreyfingunni og þær konur eru sjálfsagt ófáar sem hafa komið í Sokkholt, sem er húsnæði Hreyfingarinnar á Skólavörðustíg 12 ( til upplýsingar þeim sem ekki vita ), fengið ofangreindar móttökur og aldrei látið sjá sig á staðnum aftur. í fyrra var reynt að koma á fót nýliðastarfi sem gekk nokkuð vel framan af en einhvern veginn leystust nýliðahóparnir upp og væntanlegir félagar hurfu út í bláinn. Konurnar virtust ekki finna þá sam- stöðu og þann stuðning í Hreyfingunni sem þær voru að sækjast eftir. Meira að segja var það haft eftir einum nýliðanna, fráskil- inni eldri konu, að hún hefði komið inn í Hreyf- inguna en hrökklast út aftur með enn meiri van- máttarkennd en hún hafði áður - þarna höfðu verið fyrir menntakonur sem "virtust" svo gáfaðar og fullar sjálfstrausts. Það var þvi deginum ljósara að það var eitt- hvað meira en lxtið bogið við móttöku nýrra félags- manna og róttækra aðgerða var þörf. En hvaða ráða átti að grípa til? Af og til höfðu komið upp hugmyndir innan Hreyf- ingarinnar um að koma hér á fót svokölluðum grunn- hópum sem hafa tíðkast í dönsku Rauðsokkahreyfing- unni, og raunar víðar. En ekkert hafði orðið af því, þar til í vetur að miðstöð tók ákvörðun um málið. Á síðasta ársfjórðungsfundi var látið til skarar skríð^ - félögum var gefinn kostui á að skrá sig í grunnhópa. í daglegu tali kalla félag- arnir hópana basís-grúppur, en betri íslenska mun vera þýðingin: grunnhópar. Hvers vegna grunnhópa? Á seinni tímum er það orðin hefð að skipta lífinx í einkalíf annarsvegar en opinbert líf hinsvegar. Opinbera lífið hefur fram til þessa þótt öllu mikil- vægara en einkalífið. Opin- bera lífið, það er stjórn- mál, félagsmál og atvinnu- rekstur hverskonar. Þar er blessaður karlpeningurinn önnum kafinn við að taka "mikilvægar" ákvarðanir. Konurnar hafa einkalífið hinsvegar mest megnis á sínum snærum. Þær bera ábyrgð á því að börnin séu í hreinum og heilum fötum, mett og pattaraleg, og þær bera einnig ábyrgð á því að karlmennirnir séu í pressuðum jakkafötum þegar þeir þurfa að fara á þann vettvang þar sem hinar mikilvægu ákvarðanir eru teknar. Þessi þjónustu- störf kvenna eru hvorki metin til virðingar eða kaups - það er helst tekið eftir þeirri konu sem ekki sinnir þessum skyldum sínurr SÚ kona er drusla. NÚ vill svo til að konur hafa í auknum mæli farið út í hið opinbera líf, en karlarnir ekki að sama skapi aukið þáttöku sína í því sem talið er til hins miður mikilvæga einka- lxfs. Þegar grunnhópunum var komið á fót í Danmörku var það ’meðal annars þessi skipting sem konur vildu taka fyrir. Einkalífið var að þeirra mati ekkert "einka" - þau störf sem þar eru unnin eru vissu- lega mikilvæg og hluti hins pólitíska samfélags. Eða hvað er það annað en pólitík, þegar fjöldi kvenna vinnur ólaunuð störf inri- á heimilunum í þágu heildarinnar? Með því að reyna að draga þetta "einka" - líf inn í almenn— ar umræður vildu þær benda á mikilvægi starfa sinna og heimtuðu að fullt til- lit yrði tekið til þessar- ar vinnu. Karlmenn færu þá kannski að sjá hana í öðru ljósi og líta á þessi störf sem sjálf- sagðan þátt tilverunnar en ekki eitthvað sem gerði sig sjálft. Því hefur einnig verið haldið fram að konur séu tilfinningaríkari en karl- menn og blíðari og sjálf- sagt stuðlar uppeldi þeirra að því - en það á ekki að nota það gegn þeim. Það að vera tilfinninga- rikur ætti að teljast konum til tekna í jafn tilfinn- ingasljóu þjóðfélagi og við lifum í. Og heimilið ætti ekki að vera eini staðurinn þar sem það þykir við hæfi að sýna einhverjar tilfinningar. Fjölskyldu- og tilfinn- ingamál eru nú einu sinni hluti af lífi hvers og eins Þau eru mikilvæg og það á ekki að loka þau inni á heimilunum í litlum lokuð- um einingum. Með því að reyna að draga þessi mál inn i opinbera umræðu ættum við að ná meira jafn- vægi í lífið og tilveruna, ná meira jafnrétti og síðast en ekki síst, fá mannúðlegra þjóðfélag. Og það er þetta sem grunn- hóparnir vilja stuðla að. Lyftistöng fyrir hreyf- inguna. NÚ eru í gangi 7 grunn- hópar innan Hreyfingarinn- ar. Starfið hjá þeim geng- i.ir upp og niður eins og oft vill verða en yfir- leitt virðast félagar jákvæðir og ánægðir. Það persónulega samband sem hefur náðst í grunnhópun- um hefur yfirleitt verið gefandi, ekki síst fyrir þá sem hafa kannski ekki svo mikið persónulegt sam- band við annað fólk. Þjóð- félagið er nú einu sinni þannig að ef menn ekki eru í kjarnafjölskyldu, þá eiga þeir kannski ekki í svo mörg hús að venda með sín einkamál. Og nú þegar flestir hóparnir hafa lokið sér af með sín persónuleg mál, eru þeir farnir að huga að framtíðarverkefnum næsta haust, þáttöku í almennu starfi innan Hreyfingar- innar eða lestri bóka og umræðum umræðum um kvenna- baráttuna. Okkur fannst ekki úr vegi að Forvitin rauð færi á stúfana og kynnti sér aðeins viðhorf félaganna til starfsins í grunn- hópunum. Við ræddum við tvo nýliða, þær Dröfn Guðmunds- dóttur og Sigrúnu Ágústs- dóttur, um það hvaða hug- myndir þær hefðu gert sér í upphafi um grunnhópana og hvað þeim hefði fundist jákvætt og hvað neikvætt við þá hópa sem þær störf- uðu í. Viðtölin við þær gefur að líta hér í blað- inu. Svo spurðum við Valgerði Eiríksdóttur hvaða áhrif hún héldi að grunnhóparnir myndu hafa á Rauðsokka- hreyfinguna almennt. Um það sagði Valgerður: "Það er nú ekki komin mikil reynsla á þetta enn- þá, en það virðist mikill áhugi hjá hópunum fyrir áframhaldandi starfi. Þegar hóparnir verða farnir að komast betur í gang, þá held ég að þeir verði lyftistöng fyrir Hreyf- inguna." hópnum Of margar í Viðtal við Dröfn Guðmunds- dóttur. Ég gerði mér engar hugmyndir í upphafi, ég vissi að þetta hét grunn- hópur og gerði mér grein fyrir að við ætluðum að kynnast, en hélt að við myndum kannski vinna að einhverju ákveðnu verkefni og kynnast þannig, í gegnum starfið. Mér fannst kannski nei- kvætt að við notuðum allt- of langan tíma í að kynn- ast og ræða um fortíðina, það sýnir sig þó kannski seinna að það hafi verið nauðsynlegt. Við vorum líka ansi margar í hópnum og oft náðum við því ekki allar að segja frá. Það þurfti þá að skipta sama umræðuefninu niður á tvo fundi og yfirleitt gafst okkur ekki tími til að draga saman það sem komið hafði fram eða að sjá þetta í þjóðfélagslegu samhengi eins og talað var ixm í byrjun og maður þráði alltaf. Að kynnast öðrum konum og kynnast þeim mjög per- sónulega, það var vissu- lega jákvætt, maður kynn't’ ist ekki fólki á þennan hátt undir venjulegum kringumstæðum þannig að það segi frá lífi sínu svona opið. En í grunn- hópnum kynnist þú mann- eskjunni hinsvegar ekki í samskiptum eða verkum, þú færð bakgrunninn en gerir þér ekki grein fyrir hvernig er að vinna með henni. En það kemur kannáci seinna. Grunnhópurinn virkaði samt hvetjandi á mig svona til áframhaldandi starfs, ég er það áhugasöm um þetta Undir lokin var ég að vísu ekkert spennt fyrir að mæta á fundi, en ég ætla ekki að gefast upp. Ég er ekki lokuð manneskja. Ég hef kannski ekki þörf fyrir að þekkja fólk svo vel persónulega til þess að geta starfað með því.

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.