Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 9

Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 9
9 ekki lifað utan líkaina móð- urinnar og er því ekki orð- inn sjálfstæður einstakl- ingur. Það hefur viðgengist ge'gnum aldirnar að réttur ófædds barns - sem er þó talið lífvænlegt - víkur fyrir lífi móðurinnar, sé lifi hennar stefnt i hættu vegna erfiðrar fæðingar eða sjúkdóms á meðgöngunni. Og fyrst lif barnsins vikur fyrir lifi móðurinnar, þá hlýtur það að vera eðlilegt að fóstur sem ekki er ein- staklingur viki fyrir lifi konunnar þegar um heilsu hennar er að tefla. Sigurður: í Englandi er afstaða læknafélaganna.til fóstureyðinga byggð fyrst og fremst á rétti barnsins til að fæðast velkomið og við œannsæmandi skilyrði, og i uppeldi fái það að njóta sama réttar á allan hátt og öll önnur börn. Það má lita á þetta frá mörgum sjónarhornum. En ég verð að taka það fram, að ég held að það verði að fara einhvern milliveg i þeesu. Algjörlega frjálsar fóstureyðingar eru að minu mati ekki lausn, sem við eigum að stefna að. Ráðgjöf— in er náttúrulega mjög mikilvæg og það er brýnt, að þjóðfélagið reyni að búa betur að þessum mæðrum en það gerir. Það er talað um félagslegar aðgerðir, en þegar að er gáð er oft ákaf- lega litið sem hægt er að gera. Ekki má gleyma þvi að ástæðurnar fyrir fóstur- eyðingum eru mjög marg- þættar og að það er oft um að ræða persónulegar ástæð- ur, sem er mjög erfitt að ráða við. Forvitin rauð: Hvað er hægt að gera til að draga úr þöffinni fyrir fóstur- eyðingar? Sigurður: í fljótu bragði sagt þá þarf að auka fræðsluna um getnaðarvarnir og félagslega aðstoð við þessa einstaklinga. Auk þess þyrfti Siðgæðið að breytast. Það er raunveru- lega alveg fáránlegt að láta tilviljunina eina ráða i svo mikilvægu máli sem koma barns er. Það þarf með einhverju móti að inn- ræta ungu fólki nógu snerma ábyrgðartilfinningu i þeæu tilliti og reyndar má segja það sama um ýmsa fullorðna. Auðólfur: Ég vil bæta við það sem Sigurður segir, að við vitum auðvitað öll að fræðsla um getnaðarvarnir er nauðsynleg. Það er þó min persótrjlega skoðun, að unglingar á íslandi séu til tölulega vel upplýstir um getnaðarvarnir. Af reynslu minni við að tala við stúlk ur sem sótt hafa um fóstur- eyðingu þá mundi ég segja að þær séu tiltölulega fáar sem hafa orðið þungaðar vegna þekkingarleysis á getnaðarvörnum. Ég held að samhliða fræðslu um getnað- arvarnir verði að leggja áherslu á áþyrgðartilfinn- ingu við unglingana. Þróuð þjóðfélög i dag eru þannig uppbyggð, að einstaklingar vilja og verða að ráða miklu um lif sitt og geta ekki látið tilviljunina ráða þegar um svo mikil- vægt mál er að ræða, eins og fæðing nýs einstaklings er. Einstaklingar sem hafa samfarir án getnaðarvarna verða að gera sér grein fyrir þvi hvaða eftirköst tilkoma þungunar muni hafa og vera tilbúnir að taka á sig þá miklu ábyrð sem foreldrahlutverkinu fylgir. Sigurður: Fræðslan er nú of tæknileg. HÚn þarf að koma miklu meira inn á hina sið- rænu og tilfinningalegu hiiðar þessa máls. í þvi sambandi vil ég benda á að skólakerfinu er mjög áfátt hvað varðar uppeldislegt hlutverk á þessu sem á öðrum sviðum, þótt það skili fræðsluhlutverkinu vel. Forvitin rauð:í skýrslu sem gefin er út af landlæknis- embættinu 1979 um fóstur- eyðingar kemur fram að þær konur sem fara i slika ~að- gerð tilheyri flestar mennt aðri og virkari hluta þjóð- arinnar. Hvað hafið þið um þær niðurstöður að segja? Auðólfur: Ef til vill er ein skýringin sú að vegna þeirrar aijdúðar sem almennt rikir hér á fóstureyðingum, láti þær konur sem litið eiga undir sér sig frekar hafa það að ganga aeð óvel- komið barn en að fara i þessa aðgerð og ganga i gegnum þá reynslu sem henni er samfara. í þessu sambaitíj mætti benda á að oft eru þau félagslegu vandamál sem eru tilefni til umsóknar um fostureyðingu þannig vaxin, að þau verða ekki leyst með peningum eða annarri ein- faldri félagslegri aðstoð t.d. þegar um er að ræða þungun eftir framhjáhald. Sigurður: Ég hef lika orðið var við það, að afstaða þessara kvenna er öðruvisi. Stúlka sem er 17-18 ára og vinnur t.d. i fiskvinnslu og verður ófrisk, virðist frekar vera tilbúin að gan^ með barn, en stúlka sem er i skóla. Auðolfur: Sennilega kemur lika inn i þetta mismunandi viðhorf þessara kvenna. Stúlka sem vinnur likamlega vinnu litur kannski meira á sitt hlutverk i lifinu sem húsmóður- og móðurhlut- verk. En hinar sem eru i langskólanámi og eru að búa sig undir að takast á hendur ábyrgðarstörf i þjóð- félaginu, eru siður reiðu- búnar að eignast barn á yngri arum. Það mætti benda á það i þessu sambandi,að væru fóstureyðingar bannað- ar hér á landi, yrði árang- urinn vafalaust sá, að þær stúlkur sem vel væru settar efnalega, færu til útlanda i fóstureyðingu, en hinar sem minna mega sin, létu gera þetta á ólöglegan hátt hér heima eða Sætu uppi með óvelkomið barn. Forvitin rauð: Hvað viljið þið segja að lokurrn? Sigurður: Já ég verð nátt- úrulega að segja það, að við kvensjúkómalæknar hljót- um yfirleitt að vera á móti fóstureyðingum, vegna þess að það striðir móti öllu sem við gerum, t.d. i fæðingarfræði. En hins veg- ar þá verðum við að meta það þannig að þessi þjón- usta sem við veitum er nauð- synleg og ef við veitum hana ekki þá yrðu flestar þessar aðgerðir gerðar við lélegri skilyrði með af- drifarikum afleiðingum fyrir konu,r. Auðólfur: Auðvitað er ljóst að fóstureyðing er vand- ræðálausn. En við verðum að horfast i augu við þá staðreynd að hér á landi er heppilegra að leyfa fóstureyðingu með vissum takmörkunum heldur en að banna þær lagalega og standa uppi með fóstur- eyðingar erlendis og e.t.v. ólöglegar fóstureyðingar og þær áhættur og óréttlæti sem þvi mundi fylgja. Við verðum að vera raunsæ og reyna að finna heppilegustu lausnina i hverju einstöku tilfelli. MIG RENIKAST LÆKNÍ5K/\-Ð : |>E<SAR f>ú FÍNNUR hi) KA5T NÁUA57; 5KALTU LE<S<S]RST pyRÍR 'A DÍMHUM RÓLE^um STAf) EINANGRUN ER EKKi MEf) 'a MYNDiNNÍ VE<5 NA þESS, AE> l>A-t> EK SVo ÖNNU M KAFi-t) í „V EK-t) M Æ-TA SK'ó PUNi NNÍ FyRiR hÓÞhKB ÚÍ-&.”

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.