Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 4

Forvitin rauð - 01.05.1980, Blaðsíða 4
4 Fóstureyðingar Krafa um sjálfsákvörðunarrétt kvenna og stórbættar félagslegar aðstæður barna og verðandi foreldra Alþingi samþykkti "lög um ráðgjöf og fræðslu varð- andi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir" árið 1975. Þessi lög eru oft nefnd fóstureyðingalögin í dag- tali þó þau fjalli vissu- lega einnig um aðra mikil- væga hlið þessa máls, þ.e. ráðgjöf og fræðslu. Þau komu í stað fyrri laga um sama efni frá 1935 og 1938. Þau bundu enda á mikið ófrendarástand og rýmkuðu möguleika kvenna til að fá fóstureyðingu hér á landi. Áður hafði konum verið gert mjög erfitt fyrir að fá heimilaða fóstureyðingu og alvarlegar læknisfræðilegar ástæður voru skilyrði fyrir slíku leyfi, en við mat á þeim ástæðum mátti taka tillit til félagslegra að- stæðna. Kona getur nú fengið fóstureyðingu fram- kvæmda "þegar ætla má að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu og erfið vegna óvið- ráðanlegra félagslegra ástæðna" eins og segir orð- rétt í lögunum. Mikil og áköf umræða átti sér stað áður en nýju lögin voru samþykkt. And- stæðingar rýmkunar á lög- gjöfinni sögðu að fóstrið ætti kröfu á vernd og því að réttaröryggi þess væri tryggt. Þeir héldu því m.a. fram að rýmri löggjöf myndi auka "lauslæti" og að konur myndu nota aðgang að fóstureyðingum sem getnaðarvörn. Þessi skoðun sýnir gegndarlausa fordóma gagnvart konum sem vits- munaverurn og mikla van- þekkingu á aðgerðinni. Það gerir engin kona að gamni sínu að gangast undir fóstureyðingu. RÓttækar konur með Rauð- sokkahreyfinguna í farar- broddi kröfðust þess að sjálfsákvörðunarréttur kvenna til fóstureyðinga yrði viðurkenndur í hinni nýju löggjöf. Þrátt fyrir harða baráttu náði þessi krafa ekki fram að ganga. Það er sjálfsagður réttur hverrar konu að ráða barn- eignum sínum og þar með einnig að eiga aðgang að .fóstureyðingu samkvæmt eigin ósk. Konur munu berjast áfram fyrir þessum' rétti. Fóstureyðing er og verður alltaf neyðarúrræði en engu að síður úrræði sem konunni á að standa til boða. Einungis konan sjálf getur endanlega metið framtíðarmöguleika sína og hins ófædda barns. Þess vegna á hún að ráða því hvort hún fær fóstureyð- ingu eða ekki. Það er ekki ástæða til að ætla að konur muni mis- nota löggjöf um frjálsar fóstureyðingar. Fóstur- eyðing er svo alvarleg og erfið fyrir konu að hún flanar ekki að slíku. Enginn óskar þess að konur neyðist til að fá fóstureyðingu. Til þess að koma alveg í veg fyrir það verður að búa mun betur að verðandi foreldr- um og bæta uppvaxtarskil- yrði barna stórlega frá því sem nú er. í fóstur- eyðingarlögunum segir að fræða skuli konu er sækir um fóstureyðingu "um hvaða félagsleg aðstoð henni stendur til boða í þjóð- félaginu." Þegar kemur að því að veita konum þessa fræðslu blasir heldur ömurlegur raunveruleiki við. Engin sérstök fjár- , hags- eða húsnæðisaðstoð hefur verið lögleidd hér fyrir verðandi mæður. ’?æðingarorlof fyrir alla foreldra er ekki tryggt, bætur í fæðingarorlofi eru og mörgum takmörkunum háðar. Þrátt fyrir kröfur ASÍ og aukin þrýsting nú að undanförnu hefur fæð- ingarorlof fyrir allar konur svo ekki se talað um báða foreldra ekki verið tryggt enn. Fæðing- arorlofsfrumvarp núverandi ríkisstjórnar dagaði uppi á Alþingi eins og oft hefur gerst með lagafrum- vörp sem lúta að réttindum barna og stuðning við foreldra. Kynlífs- og foreldrafræðsla er af mjög skornum skammti þrátt fyrir ákvæði laga um að hún skuli veitt í skólum og á heilsugæslustöðvum. Getnaðarvarnir eru dýrar og ófullkomnar og þjónusta á þessu sviði takmörkuð. Lögum er illa framfylgt í þessum efnum t.d. er heimilt að sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði við getnaðarvarnir, en sú heimild hefur ekki fengist nýtt enn þá. Engar konur eða verðandi foreldrar ráða barneignum sínum meðan málum er svo háttað. Ef raunverulegur vilji er fyrir því að fóstur- eyðingum sé haldið í lág- marki verður að stórbæta uppvaxtarskilyrði barna og búa vel að verðandi mæðrum. Á meðan svo er ekki eru konur raunverulega þving- aðar til að láta eyða fóstri. Guðrún Kristinsdóttir Nanna K. Sigurðardóttir Eg hætti við! Ég sótti um fóstureyðingu vorið '76 en hætti við. Ég er fædd '58 og var því 18 ára. Ég notaði engar getnaðar- varnir, "tók bara sénsinn", án þess þó að velta því mikið fyrir mér. Eitt af því fyrsta sem mér datt í hug þegar ég varð ólétt var fóstureyðing, vegna þess að ég hafði ekki ætlað mér að eignast barn strax og í ofanálag voru aðstæður hálf ömurlegar. Sambandið við foreldrana var í lágmarki ixn þessar mundir, ég var nýbúin að klára 2.bekk menntaskóla (með ávísun á upptektarpróf um haustið), hafði búið þennan vetur með strák í einu herbergi en var nýhætt að vera með bæði stráknum og herberginu.Var í lauslegu sambandi við annan náunga sem kom til greina sem barnsfaðir ásamt herbergisfélaganum fyrrver- ' andi. Ég hafðist við um þessar mundir í tómri íbúð sem átti að selja eða leigja von bráðar. Hun var óttalegt drullugreni og ég ráfaði aðallega um göturnar á þess- um tíma, því ég var atvinnu- laus og há'fði reyndar litla rænu eða löngun til að fara að vinna. Það sem fékk mig svo til að hætta við umsóknina var fyrst og fremst þetta: Ég var svo hrædd um að ég myndi með fóstureyðingunni drýgja "glæp" sem ég myndi síðan sjá svo mikið eftir alla asvi að ég myndi enda sem alg^ör geðsjúklingur. Einnig var ég farin að hugsa um óléttuna, þ.e. þetta frjóvgaða egg innaní mér, sem sjálfstæðan einstakling sem ég hefði engan rétt til að ráðskast með. Um þessi atriði hugsaði ég bara með sjálfri mér - en ræddi einungis við félags ráðgjafann um ytri aðstæður. Aðra ráðfærði ég mig ekki við. Ég hafði engin kynni haft af fóstureyðingum. Það fólk sem ég umgekkst mest talaði um þær sem eitthvað hræðilegt eða það talaði alls ekki um þær. Og barns- feður mínir horfðu á mig flower-power og alltelskandi augum og sögðu að þeir vildu auðvitað sem flest börn í veröldina. Svo ég gekk hugrökk út í ess'abarnaelskandi veröld og sagði bless við félags- ráðgjafann - vegna þessara "ÖRLAGA" sem ég áleit vera - og hann huggaði mig með því að segja að ég yrði örugg- lega góð mamma. síðan eru liðin fjögur ár og ég hef komist að því að samfélagið vill alls ekki börn. Ástin á þeim er mest meðan þau eru í mag- anum á mömmunni.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.