Alþýðublaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið Sunnudagua- 20. apríl 1958, j j SPE- S P E G IL L „ &g það ma alls ekki undir neinum kring'umsíæðuni færa Jhann úr stað.“ HODSOM „Komið þér s?elir!“ „Viltui ekkí bæta við einum í mat, góða mín. — ég týndi Iyklinum að handjárnunum“! „^imkvæmí mlnum úteeifin’ingunx hlýtur einhver vagninn að hafa tvo vagnstjóra!“ ;„Og hérna sérðu- ráunvérulegá mannætu, góði!“ 2 BARNAGAMAN BARNAGAMAN -3 Pearl S. Buck V Kínverskir börnin í næsta húsi V' 1 — Jæja, börnin góð, þið hafið nú heyrt hvað hinum kínverska föður þótti innilega vænt uin dætur sínar allar, En xnóðirin varð æ hryggari með hverjum deginum, sem leið. Hana langaði isvo mikið til þess að eignast dreng. — Svo leið og beið. Hjónin í næsta húsi ei.gnuðust tvær dætur í viðbót, — Faðirinn var hinn ánajgð asti. Það var gaman að eiga sex fallegar dætur. En móðirin var sorg- ínædd og grét á stundum. I — Eignaðlst hún þá aldrei dreng? spurði Pét- ur. — Ja, það er nú það. ÍNú er komið að sögulok- iim, sagði marnma. Næst, þegar móðirin átti von á barni, kom henr.i ekki til hugar, að það yrði drengur. Hún hafði eign ast sex dætur ,og ver nokkuð líklegra en sú sjöunda væri á leiðinm. Og hún var mjög á- hugalítil. Hún hirti elck- ert um að sauma föt handa barni stnu. Þessi nýja stelpa gat svo ósköp vel klæðst gömlu fötun- um af liinum steipunum. Og móðrin fór ekki einu sinni til musterisins að tala við guð. — Var þetta þá stelpa? spurðu öll börnin áköf. — Við héldum öll, að þetta yrði stelpa líka. Ég man það svo vel. Við töldum það alveg sjáif- sagðan lilut. Víð litum ekki einu sinni upp frá Leikjum okkar í garðin- um, þegar þjómistuslúik an kom hlaupandi út og kallaði. Henni var mikið niðri fyrir og íaiaði hratt: — Farið þið strax steip ur til pabba ykkar, og segið honum, að hann sé búinn að eignast son. Já, það er drengrur núna, bætti hún við, þegar við horfðum undrandi á hana. Svo hlupum við af stað. Við leituöum alls staðar en fundum föður- inn hvergi nokkurs stað- ar. Hann var ekki við skriftir í vinnustofunni. Hann hafði ekki komið j á tehúsið. Og hvar haldið I þið, að Iiann haíi verið? — Hvar var hann? spurðu börnin óþolin- móð. — Garðyrkjumaöur- inn leítaði um allar göt- ur, og loksins fann liann föðurinn í baðhúsinu. — Baðhúsinu? át L’ét- ur eftir. — Já, kínverskir heldri ■ menn baða sig aldrei heima. Þeir fara til bað- Iiússins og kaupa sér baö. Faðirinn hafði hreiðrað um sig í kútfuUu stein- baðkerinu. Baodrengur- inn var önnum kafinn við að skrubba hann all- an hátt og lágt;, þegar garðyrkjumaðurirm rudd ist inn um hálf opuar dyrnar og kallaði: •— Barnið er í'ætt! — Föðurnum leið ákaf lega vel í baðinu. Hann leit varia upp en sagði fremur kæruleysislega: -— Ég kem alveg strax. Skýrið hana bara Srxótru fjórffu, strax! — Já, en herra, nú er það drengur. j — Jæja, garðyrkjumað I urinn sagði síðar frá. — Þið hefðuð bara átt að sjá karlinn, þegar hann heyrði fréttirnar. Hann endasentist upp úr bað- inu og snaraði sér í fötin. Og hann flytii sér svo j mikið, að allir héldu að það hefði kviknað í hús- inu hans. Og þó gat það ekki verið. Hann var eitt hvað svo hýr á svipinn og liarla glaður. Hann hent- ist inn um garðnliðið og inn að rúmi konunnar. Móðirin sat uppi. Hún var í sínum beztu fötum, nýþvegin, greidd og snyrt. Hún hafði nælt ljómandi fallegu blómi í fallega hárið sitt. Hún var ákaflega fögur og hamingjusöm. — Til hamingju með soninn, sagði hún, sigri hrósandi. — Ég trúi þessu varla? — Nú, þarna er hann í bambusvöggunni, svaraði möðirin hróðug. — Ég er hrædd um, að við verðum að fá nýja vöggu strax, sagði fað- irinn. •— Auðvitað verðurn við að fá nýja vöggu strax. Það er skömm að því að láta drenginn ganga í þesum gömlu stelpuföt- um. Þú verður líka að gefa honum ný föt, sagði konan. Hinn kínverski faðir laut niður að drengnum. Hann hafði v'arla áttað sig á því hvað gerzt hafði. Hann trúði varla sínum eigin augum. Svo sagði hann: — Hann er ekki eins fallegur og dætur okkar. Kalli litli fékk tvær gjafir á afmælisdaginn sinn: vasabók til þess a3 færa í dagbók, og hunda byssu. Hann fór s'trax að halda dagbók, svohljóð- andi: Mánudagur: „Þoka og súld.“ Þriðjudagur: „Súlrl og þoka.“ Miðvikudagur: Þoka og súld. Skaut ömmu.í' Ekki hræddur við r Iögregluna. Klukkan tvö að næthn lagi, kemur piltur á reíð- hjóli upp Hverfisgötutia með ljóslausa luktina. Á horni Hverfisgötu og Ing ólfsstrætis stendur lög- regluþjónn og kailar skipandi röddu: — Kveiktu á luktinni, drengur! — Vertu ekki svona mýrkfælinn, væm minn! sagði snáðinn. Auglýsingar. Kommóða er til sölu, hjá undirritaðri ,sem er grænmáluð með fjórum skúffum. Stúlka óskast í vist, sem kann að sjóða og passa börn. Upplýsingar á Úlfagötu 2. Hestur er í óskiílín hjá hreppstjóranum, sém er rauðblesóttur og ójárn aður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.