Morgunblaðið - 24.12.1915, Page 4

Morgunblaðið - 24.12.1915, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Vísur eftir Pál Ólafsson. Andvdkan. Sárt er mjög að sakna sætra drauma og vakna fljótt af fyrsta blund, enga stjömu’ að eygja, einn að vaka’ og þreyja marga myrkra stund, en aldrei sjá sunnu á fjöllum roða og fagran boða dag, sem dimmu eyðir. 1. Sejotember. Næðingur norðan frá nístir hin grænu strá, fennir í fjöll; svo byrjar September, sóley og fífill er dáin, og fölna fer fegurðin öll. Alt Tiold er hey. Úr slæjunni heim ég hoppa því hríðviðri er og komin kulda-loppa í klærnar á mér. Mér finst meira gaman, það máttu’ ekki lá, að koma kvæði saman en keppast við að slá. Þá fögur blóm ég felli, mér finst ég deyða menn, því við eram blóm á velli og visnum líka senn. Lífsleiði. Ég þarf nokkuð mikils með, merkin verkin sýna, mat og drykk og búinn beð, böm og konu mína. En ég veit, það varir skemst, verð því líka feginn, út í myrkrið ef ég kemst eitthvað hinum megin. Því að mér er þrotið megn, það er gat á skónum; svo er ég líka lagður gegn af lífsins títuprjónum. Stökur. Verður þróttur, verður styrkur veikur allra manna, að þola nótt og niðamyrkur og nepju forlaganna. Alt er svo ókyrt og valt oft draga ský fyrir sunnu og blíðasti suðvestan blær breytist oft snögglega í frost. Þó að nísti frostið fast og fölni grænir hagar eftir þetta kuldakast koma betri dagar. Sjón blinöingjans. Eftir Torfhildi Þ. Holm. V A Ð mun Jón’gamliheyra? Hann horfir svo undarlega upp í rjáfrið, og því er hann ekki vanur«, sagði húsfreyja við bónda sinn og börn, sem sátu í öðrum enda baðstofunnar og horfðu forvitnislega fram fyrir dyrastafinn til gamla Jóns blinda, niðursetukarls, er sat á fleti sínu og hallaðist upp að herðadýnu og var sem hann svæfi, að öðru leyti en því, að hann hafði augun opin og horfði brosandi upp í rjáfrið, en þess var ekki vant að hann væri svo glaðlegur. Að vísu var hann ekki svo þung- lyndur sem vænta mátti, þar sem hann bar slíkan mæðukross, en hver kross hefir, sem oftast, sinn sætleika i för með sér. Jón hafði aldrei séð þessa heims ginnandi ljós, því hann var blindur fædd- ur. Honum var meinað að sjá dýrð dagsins, er hann brunar fram í hátign sinni, en honum var einnig meinað að sjá þá til- finnanlegu eymd, er átti sér stað í hreysi foreldra hans. Hann uppólst með systkinum sínum i nokkur ár, en þá faðirinn dó, lá ekki annað fyrir en hrepp- urinn; það er ekki álitið neitt sældarbrauð að lifa á honum, en þó fór það svo hér, að Jóni brá við og fanst hann vera sæll orð- inn. Hann var svo heppinn að hann fór í dvöl til ríkustu hjón- anna í sveitinni, og án efa hinna viðkvæmustu og beztu. — Sem sagt fanst Jóni sig ekkert bresta að undantekinni sjóninni, sem hann aðeins þekti af nafni en ekki reynzlu. — En hversu getur maður réttilega metið þá nautn, sem maður aldrei hefir notið, en einungis heyrt lýst? Jón var að skapa sér dagsljósið alla vega í huga sínum, þegar börain voru að útmála það fyrir honum, en varð engu nær fyrir það, sem nærri má geta. Eftir að hjón þessi dóu fór hann til sonar þeirra og var það maður sá, sem nú getur um, og var ásamt konu og börnum að tala um Jón gamla. Konan vildi ávarpa hann og spyrja hann um gleðiefnið, en það vildi Sigurður bóndi ekki.— »Má vera«, sagði hann, »að gamli Jón hafi loks fengið ósk sína upp- fylta og fengið að sjá dagsljósið, því ekki er ólíkt því, sem hann horfi upp í sólina. Líttu á hvernig hann dregur saman augun, alt eins og þegar manni er ofbjart í augum. Látum hann síðar segja hvert nokkuð hafi borið fyrir hann«. — Þetta töluðu þau um góðan tíma, þangað til karl af sjálfsdáðun ræskti sig og and- varpaði þungan. »Af hverju andvarpar þú nú blindingi?* spurði Sigurður, því þannig hafði hann kallað gamla Jón frá því í æsku, að hann lék skollaleik með þeim börnunum, og var þá oftast blindingur. «Af því, sem fyrir mig bar,» sagði karl, og varp mæðilega öndinni á ný. »Það var miskun- arverk af Guði að láta mig fæð- ast blindan í þenna heim, það veit eg nú, og eg hefi aldrei ver- ið óþolinmóður, en eg finn nú glögt, að héðan af verður blindnin mér þungur kross, og eg vona að eg fái nú bráðum fulla sjón, nefni- lega eg deyji.« — «Segðu mér blindingi hvað þú hefir séð, eða hvað hefir borið fyrir þig,» sagði Sigurður. «Bágt á eg með að lýsa því og ekki veit eg vel hvort það hefir verið draumur, eða hvort Guð hefir opnað svo sálar og líkams augu mín í einu, núna samstundis. Eg var að spinna úr hrosshárs vindlinum hérna við stafinn og man ekki eg væri að hugsa um nokkuð sérlegt, þegar mér verður litið hér um baðstofuna. Eg sá hana alla og alla gluggana, eg sá þessa birtu, sem eg hefi svo lengi þráð, og eg sá blessaða sól- jna, sem eg ekki þorði að horfa í. Eg sá ykkur og öll börnin. Eg sá stokkinn hans Nonna litla, hann hafði líkan lit og stráin ut- an við gluggann, og kross var skorinn á lokið.» . . . «Það er alveg rétt,« sagði Sigurður, og leit undrunarlega til konu sinnar, «það er alveg rétt, svona er stokk- urinn, þú hefir þá fengið ósk þína uppfylta.» — «Já, en eg sá miklu meira en það, eg sá lík'a það, sem eg hafði ekki beðið um eða óskað, og það er það, sem vekur hjá mér óþreyju, og gerir mig óánægðan með að lifa lengur. Eg leit hérna á rúm- fletið mitt og þá sá eg að báðir foreldrar mínir stóðu þar mjög brosleitir, og hjá þeim bræður mín- ir, sem urðu úti hérna um árið. Eg þekti þau fullkomlega, þó eg aldrei hefði séð þau fyrri, eg sá líka örið stóra, sem eg hafði svo oft heyrt talað um á föður mín- um sæla. Eg sá og miklu fleiri, suma er eg þóttist þekkja, en suma sem eg þekti ekki. — Nokkr- ir gengu inneftir gólfinu og inní húsið, sem hún Guðbjörg mín er með börnin í, og staðnæmdust þar. Bjarni hreppstjóri stóð hérna við fótagaflinn minn, og var blíð- ari við mig, heldur en þegar hann kom hér seinast. — Á ásjónu þessara allra skein himnesk gleði, og þeir breiddu út faðminn á móti mér og bentu mér að koma. Þeir voru í hvítum tárhreinum skrúða, sem ljómaði af, og það var eig- ínlega vegna tötra minna að eg sat kyr og þreifaði ekki eftir þeim^ Allir höfðu þeir gullorður á brjóst- um sínum, sumir stærri og sumir minni og þótiist eg vita að þæry á þessum undarlegu verum væru: teikn þeirrar vegsemdar, sem þær hefðu hlotið á himnum. Eg sá varir þeirra bærast en heyrði þó ekkert orð, né nokkurn hljóm,- þóttist eg vita að þær væru að tala, því þær hófu upp höndur sínar og bentu upp til hæða. Eg: leit líka upp, en þá sá eg ekkert nema sólina, sem blasti beint í augu mér, og kreisti eg þau aft- ur, en þá eg leit upp aftur sá eg ekkert, alt var horfið og alt var koldimt fyrir augum mér, eins og núna, og eins og ávalt, og nú veit eg varla hvort eg hefi séð þetta vakandi eða sofandi, en svo ■ mikið er víst, að héðan af þrái eg ekkert annað en himininn og það sæla ásigkomulag sem þessar himnesku verur voru í. Hvað heldur þú um þetta Sigurður minn?» Þau hjón höfðu undrandi hlýtt á sögu gamla blindingjans, sem engin vissi til að hefði nokkurn- tíma ósatt orð talað, og því datt ekki Sigurði í hug að rengja hann, en sagði: «Mér þykir þetta mikið merki- legt, hvert það er draumur eða vitrun annarar tegundar, og get eg mér til að þú munir ekki lengi þurfa að þrá þessa sælu er fyrir þig bar, þar þú munt feigur vera; þessir vinir þínir, þektir og óþektir, hafa verið að benda þér á það, enda hefði Guð ekki leyft það, að þessi löngun og eftirþrá kvikn- aði í hjarta þínu, ef hún ætti ekki bráðlega södd að verða, þar þú ætíð hefir borið kross þinn þolin- móður og hugglaður.» «Já mæl þú manna heilastur,« sagði Jón, en um leið og hann slepti orðinu var barið að dyrum. Sigurður bóndi gekk út, og kom inn aftur eftir skamma stund með gestinn, og sagði hann meðal ann- ara frétta lát Bjarna hreppstjóra, er Jón sá í sýninni. Hannhafðisvo að segja orðið bráðkvaddur fyrir tveim dögum. — Þetta varð til að staðfesta tilgátu bónda, um að Jón mundi ekki eiga langt eftir ólifað, enda varð það og orð að sönnu. — Réttum mánuði síðar tók hann landfarsótt, er þá gekk skæð, og tók hvera af öðrum á heimilinu, og dó Jón gamli úr sótt þeirri. Guðbjörg húsfreyja varð og mjög hart tekin af veik- inni, og nokkrum klukkustundum eftir að Jón gamli gaf upp andann / sálaðist hún og. Atvik þetta hefi eg sett hér fram, ekki í því skyni að eg álíti það merkilega sögu, heldur merki- lega vitrun, hvað sem nú aðrir vilja um það segja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.