Morgunblaðið - 24.12.1915, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1915, Blaðsíða 5
24- des. 54. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 5 Funðin Eftir Huldu. UNGLIÐ skein inn um f) gluggann og öldurnar suð- ^ uðu úti fyrir. En hann gat ekki sofið. I fyrsta sinni eftir níu ár var bann lagstur til hvíldar i gamla rúminu sínu, í gamla herberginu sínu — og móðir hans hafði boðið honum góða nótt. En hann gat «kki sofið. Hugur hans flaug glaðvakandi u*n leiðir, sem höfðu oftast verið lokaðar í starfinu og glaumnum Út í löndum. Ekki höfðu átthag- ar hans svikið hann. Hann var farinn að þrá heim siðustu miss- lrin — sá í draumi haf og strend- Ur- Nú fanst honum alt umhverfis 8lg enn þá fegurra og hreinna en hann hafði mint — einkum hreinna. Hann fann til óbland- mnar ánægju yfir því, að vera sjálfur heilbrigður og óspiltur, geta mætt augum móður sinnar °g átthaganna, því honum fanst hver steinn hafa augu og hver alda mál — hér heima. En hann var þó ekki sæll. Tómleiki hafði gengið i spor þeirrar sorgar, sem hafði fylgt Eonum burt úr átthögunum og ieQgi eftir að hann var seztur að ú ókunnum stað. Tilfinningalíf ^ans hafði legið undir snjó — köldum, hreinum snjó. Gat nokkru 8lnni vorað aftur—, í þeim lönd- Ulu? — Heimkoman hafði vakið emhverja leysingu í sál hans, en tó var hann hvorki hryggur né Siaður. Minningar liðu fram, en ^ser höfðu engan söknuð í för naeð sér — liðu og liðu framhjá, eins og myndir. Æskuvina hans, . 8etn hann hafði syrgt í mörg ár k°tn 0g fór, eins og annað, leið ^amhjá, nærri því ókunnug. Hvers vegna hafði hann látið ^ssa konu trufla sig svo átakan- ega? — Hann vissi það ekki nú. Earðu nú að sofa, Pétur Þórð- arson, þú ert enginn unglingur engur — þrítugur maður. Hann sneri sér frá tunglskininu eg lagði aftur augun, en þá sá ann andlit — fagurt og lifandi. u niinning var frá deginum sið- asta- Hann var glaðvakandi á Hugur hans var þotinn níu r aftur í tímann. Hann var að , Veðja í þorpinu sínu. Nú gekk ailn heim að húsi vinar síns; ttir hans, sjö ára gömul, kom ^aupandi á móti honum; hún enti grindinni í garðshliðinu upp gátt. sErtu nú að fara, elsku Pétur >u?« tangið “ttirna ætlar að gefaþér voða- voðalega fíntvín ogegætla ró>fa þér öll blómin af hvítu Ulli minni«. Hann brosti, var aunars hugar. Nú mundi hann Hann tók hana upp i Hún hvíslaði að honum: þetta glögt og öll litlu bréfin hennar og myndirnar af henni. Siðustu árin hafði hún að eins skrifað á bréfspjöld, sagt, að hún hefði ekkert að skrifa um. Nú var hún komin á sautjánda ár. Hún hafði heldur ekki hlaupið á móti honum til þess að heilsa. En það var andlit hennar, sem hafði vakið hann — eins og það var nú. Hann sneri sér aftur til veggjar. Eftir stundarkorn svaf hann vært. Tunglið skein í skammdegis þið- viðri og hafið niðaði neðan við gluggann. Á Þorláksdag gekk hann al- einn inn fjörurnar. Hann þurfti að koma inn í hverja klettaskál og klifra upp á hvern hamar. Þarna hafði hann leikið sér lítill, setið á skjálfandi dröngunum í brimi og stormi, sungið í hamra- skútunum, svo bergmálið ómaði, gengið eftir fjöruborðinu, ýmist einn eða með vinum. Þar hafði hann verið með henni, stúlkunni, sem tók það í öðru orðinu, sem hún lofaði í hinu. En það var langt síðan. Hann hafði komið í hús foreldra hennar og hugsað um hana, en ekki fundið sárs- auka. Hif minningarnar gátu nokkurstaðar snert hann, þá var það hér. Hann gekk um þessar kæru stöðvar, sá ótal myndir af herfhi, án þess að gleðjast eða hryggjast. Hún hafði valdið hon- um svo þungrar sorgar, sem sál hans gat borið. I mörg ár hafði hann verið að vaxa frá söknuð- inum. Nú gat hann litið á þessa konu eins og aðra. — En fögur var hún í augum mínum áður, og marga ríka stund lifði eg með henni hér, hugsaði hann, þar sem hann stóð undir dröngunum. Hann hafði orðið að ganga fram af sér, til þess, að yfirvinna sorgina. Nú var eitthvað í sál hans dautt og brostið með henni. Hann gekk hægt heimleiðis. Reykinn lagði beint upp í loftið, úr reykháfnum á húsinu hans. Vinnukonan var að berja rykið úr húsgögnum úti. Systir hans kom í eldhúsdyrnar í ljósum kjól, með stuttum ermum. Hún hafði verið að strjúka lín. Hann mint- ist jólanna úti í löndunum, með dyn og hljóm ótal klukkna yfir auðæfum, glysi og eymd stór- borganna. Hér heima voru jólin iítil og hrein eins og á fyrstu dögum kristninnar. Hann hafði sjálfur skorið kökur á laufabrauðs- kvöldið og farið með systur sinni í kotin til fátæklinganna með gjafir. Hér átti enginn bágt um jólin. Hér gat fólkið verið kristið, ástæðurnar voru ekki vaxnar því yfir höfuð. Klukkurnar hringdu jóladaginn yfir lygnan sjó og nýfallna mjöll. Skammdegissólin stafaði rúðurn- ar á kirkjunni og skein yfir brík- ur og sæti, lág og mild. Nú er eg kominn i guðshús, hugsaði Pétur Þórðarson, þegar hann sá gamla djáknann standa í kórdyrum, hvítan fyrir hærum og heyrði hann lesa bænina, eins og fyrir níu árum. Honum hafðí fundist hljóðið í eldgömlu, litlu klukkunum álíka hreint og vetr- arloftið. Hann leit eftir sætun- um. Ung og gömul andlit skift- ust á, flest með alvörublæ. — Hvar var nú Katrín litla ? Þarna sátu foreldrar hennar. Nú sá hann á loðkraga og hatt á bak við þau. Þar var hún. Söngflokkurinn byrjaði á út- göngusálminum. Pétur leit upp og í kringum sig; þá sá hann andlit Katrínar, hún lá fram á sætisbríkina næstu og horfði beint fram undan sér. Opinberun — hugsaði hann, opinberun sakleys- isins. Það er hægt að verða guð- hræddur af því einu að horfa á hana. Einu sinni kallaði hún mig elsku Pétur sinn — en það er nú langt síðan. Klukkurnar hringdu á ný og fólkið þyrptist út úr kirkjunni. Um kvöldið var Pétur í boði hjá foreldrum Katrínar. Hann var búinn að tefja lengi áður en hann sá hana. Loks kom, hún inn í stofuna, í þunnum svörtum kjól, með silfurkross um hálsinn. Aftur fanst honum, að hann standa frammi fyrir einhverju heilögu, en nú var hún hýr og rjóð. Smátt og smátt fékk hann hana til þess, að tala við sig, en hún var fjarska feimin. Hann bað hana að leika á hljómborðið. Hún færðist undan; loks byrjaði hún þó. Hann hlust- aði og horfði á vanga hennar. Hún hafði skæra rödd — eins og kirkjuklukkurnar litlu, hugs- aði hann. Hún vildi helzt ekki syngja útlendar vísur, varhrædd um að hún bæri þær ekki rétt fram. Hann kunni svo mörg tungumál. Hann leit á nóturnar, sem hún var að fletta. Þar sá hann «Ge- funden», vísur Goethes. Hann langaði til þess að heyra Katrínu syngja þetta smákvæði. «Eg syng þá íslenzku vísurnar,» sagði hún og leit við. «Nei, hinar — mér þykir ekki kvæðið vel þýtt.» Hún hlýddi. Hann hafði unun af að hlusta: «Im Schatten sah ich ein Blúmchen stehn.» Hafði hann ekki sjálfur fundið indælt blóm — í skugganura, án þess að leita? — «Wie Sterne leuchtend wie Aeuglein schön.» Hann fyltist rólegri, hreinni von. Hafði hún ef til vill beðið hans hér, öll sín ár, — aldrei dreymt um annað? Nei, það var of mikið. Lifið bauð naumast slíkt, og þó. — Hann var viss um að hann gat séð það þá um kvöldið. Sál hennar var eins og lind, tær og gegnsæ. Nú var hún búin með kvæðið. Móðir hennar kom inn og fór að tala við hann. Þá stóð Katrín á fætur og gekk burt úr stofunni. Um kvöldið, þegar hann var háttaður fanst honum allar öld- urnar neðan við gluggann syngja um hana. Nokkrum vikum siðar leiddust þau inn fjörurnar í lognsnæ. Hann horfði á sporin hennar, smá og fögur í snjónum. Henni fer vel að ganga í hreinum snjó, hugsaði hann — í hreinum hvít- um snjó. Meðan þau stóðu undir innsta dranganum, þar sem hann hafði svo oft dvalist fyr á árum, ýmist sæll eða hryggur, fann hann glögt, í fyrsta sinni, að æskuást hans hafði haft blessunarríka þýð- ingu fyrir hann. Hennar vegna hafði hann varðveitt líkama sinn og sál, hennar vegiia þóttist hann of góður til þess, að fylgja vin- um sínum þangað, sem allur hrein- leiki var fyrir borð borinn, henn- ar vegna hafði hann fullkomnað og auðgað anda sinn og haldið dauðahaldi í starfið, — uns hann var orðinn fullþroska maður og gat staðið hjálparlaus. Henni átti hann það að þakka, að hann gat nú öruggur og sæll staðið þarna við hliðina áþessari góðu, barnungu mey, sem hafði beðið hans frá upphafi, undir blikandi 8tjörnum, norðurljósadýrð og tár- hreinni vetrardrífu. 77/ - - - Brúna ljós þín blíðu bæta huga minn, veit þar situr vorið, vinarhugur þinn lofar sól og sumri. Sæla, von og þrá, grípa hug minn höndum hvergi eg una má. Ef að hugarísinn ætlar mig að þjá, vermir sólblíð sunna sælu dögum frá. Minningarnar mætar mýkja hverja þraut. Slíkan auð og unað aldrei fyr eg hlaut. Jólin! jólin nálgast. Jóla löngun blíð, gefur grið og færir gleði öllum lýð. Einir áttu jólin einhverntíma í haust, ættu því að una, yrði jóla-laust. Amrún frá Felli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.