Morgunblaðið - 24.12.1915, Síða 7
24- des. 54. tbl.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Minnisstætt jólakvölö.
£ftir Vilh. Finsen.
tíl|v,að var á öðrura degi frá því
!|||P að vér höfðum siglt fram hjá
»Statue of Liberty«, hinni
heinisfrægu frelsisstyttu Bartholdis
°g vér vorum nú miðja vegu millli
New York og Cape Race, suð-
austurhornsins á New Foundland.
Aðfangadagur rann upp með
suðaustan stinningskalda, kafalds-
hríð á stundum, vaxandi sjó og
tallandi loftvog. Þegar leið á
^aginn tók að hvessa, og gamli
Snaith skipstjóri gekk i þykkri
t°ðkápu fram og aftur um stjórn-
Pallinn, þungur í skapi og fámál-
ugur, því hann þóttist vita að
'nú mundi hann verða óblíður á
^ankanum«. Við og við gægðist
hann inn í stjórnklefann, leit á
loftvogina, sem boðaði rokstorm
°g hríð og gekk síðan aftur út á
Pallinn hlémegin.
Sjóirnir voru orðnir himinháir,
skipið tók dýfur miklar og alt
íramþilfarið var þakið krapaís.
Hríðina dimdi, brotsjóirnir skóku
skipið eins og reyr, það hvein í
trjám og reiða, það brakaði í
hverri fjöl og hrikti ægilega i
hafbákninu eins 0g hver nagli
ætlaði að slitna.
«Pennsyivanía» gamla varði sig
þó vel; hún rak nefið aðeins ofaní
öldurnar þegar þær bar að, skvetti
sjónum aftur fyrir sig, hátt upp á
reykháfa og siglutré, og hóf síðan
onnið aftur tignarlega til himins.
«Þetta ætlar að verða skemti-
legur jólasálmur«, sagði Smith við
yfirmanninn á pallinum. Hann
horfði á tunglið, sem nú gægðist
Ham milli elja bak við kolsvört
rokskýin, og hristi höfuðið. Hann
hafði verið 25 ár i förum um
Atlanzhaf, var elsti skipstjóri Ham-
hurg-Amerikulínunnar og þekti,
eins og hann sjálfur var vanur
a& segja »hvern dropa milli álf-
aúna.« En sjaldan hafði hann
hrept verra veður í hafi.
»Skipið öllum farþegum að fara
úndir þiljur og lokið öllum hurðum
°g hlerum vandlega«, hrópaði
Söiith, og svo staulaðist hann nið-
úr af pallinum og inn í klefa sinn,
Því hann var gigtsjúkur maður og
Þótti vistin betri undir þiljum.
Hú var komið jólakvöld.
, Reyksalurinn var fullur af fólki.
^ öijúkum og þægilegum hæginda-
stólum sátu karlar og konur við
Slúáborð og drukku kaffi og sæta-
*iú eftir miðdegismatinn. Flest
>að Ameríkufólk á leið til
ogannara sólrikra Miðjarð-
arhafg landa, sér til skemtunar
°S heilsubótar. Kvenfólkið var
jjest i skrautlegum silkikjólum,
ótal hringa á höndum og
°rHta gimsteinadjásn í hárinu, svo
6111 ameríkskra auðmannadætra
er siður. Karlmennirnir voru og
allir prúðbúnir, hvort sem það
hefir nú verið vegna jólanna eða
ekki. Það logaði á öllum rafljós-
unum og á hverju borði stóð lítill
lampi með rauðri silkiskýlu. Dýr-
indis málverk í skrautlegum um-
gjörðum skreyttu eikarveggina
og silkitjöld voru dregin fyrir
alla glugga. I einu horninu var
raflýst jólatré, en við hljóðfærið
sat þýzk stúlka og lék hvern
jólasálminn á fætur öðrum. Það
var jólahátíðisbragur yfir salnum
og fólkinu — alt var eitthvaðöðru-
vísi en vant er að vera um borð
í farþegaskipunum á Atlanzhafi.
«Eg er hissa hve fáir eru sjó-
veikir,» sagði fyrsti stýrimaður
um leið og við komum inn og lit-
um yfir salinn. Skipið ruggaði
eins og kefli á öldunum, en það
var eins og engum dytti sjóveiki
í hug. Og hvers vegna skyldi
maður ekki halda heilög jól þó
maður sé úti á Atlanzhafi ?
Við höfðum aðeins tylt okkur
hjá einu borðinu þegar ung og
fögur stúlka reis á fætur, studd
af tveimur karlmönnum, klifraði
upp á stólinn og bað sér hljóðs.
»Vér höfum komið okkur saman
um að láta verða úr veðmálun-
um, þrátt fyrir jólin og veðrið.
Það getur ekkert orðið úr dans-
leiknum í kvöld vegna austan-
stormsins, en hvernig sem viðrar
í kvöld, má enginn láta bugast
fyr ea uppboðinu er lokið«.
Hún skýrði nú málið nánar
vegna þeirra sem ókunnugir voru
lífinu á farþegaskipunum.
A hverjum degi eftir miðdegis-
verð, kl. 7—8 á kvöldin, koma
farþegar á fyrsta farrými saman
í reykingasal skipsins til þess að
vera viðstaddir á uppboðinu. Við
fyrsta borðhaldið eftir að látið er
úr höfn, er valin einhver ung
stúlka, — auðvitað ætíð sú sem
fegurst er og tignust — til þess
að stjórna uppboðinu. A hún að
sjá um sölu á smámiðum, sem
prentaðir hafa verið um borð, en
á þeim standa tómar tölur. Töl-
urnar þýða þá vegalengd i sjó-
mílum, sem líklegt er að skipinu
miði áfram á einum sólarhring,
frá hádegi til hádegis. En til
þess að æsingin verði enn meiri,
eru teknar tölur bæði fyrir neðan
og ofan þann mílnafjölda, sem
skipið venjulega siglir á einum
sólarhring. Þokur og stormar geta
tafið, en meðstraumur og vindur
flýtt fyrir óvenjulega mikið. Hver
miði er boðinn upp og seldur
hæstbjóðanda, sem borgar við
hamarshögg. Peningarnir eru látn-
ir í silfurskrín, og þegar allir mið-
arnir eru seldir er það innsiglað
og geymt vandlega til næsta dags.
Á hádegi reikna yfirmenn skips-
ins út vegalengdina, sem svo er
auglýst um alt skipið. Sá sem
keypt hefir miða með sömu tölu
og út kemur hjá skipsforingjun-
um, fær alt sem í skrínið kom
kvöldinu áður. En það eru ekki
smáfúlgur oft og tíðum. Sú virð-
ing fylgir og með fyrir þann sem
vinnur, að hann — eða hún, því
vanalega er það kvenfólkið sem
hæst býður — verður að gefa
kampavín eins og hver vill drekka
meðan á næsta uppboði stendur,
um kvöldið.
— »Nú eru jólin,« sagði unga
stúlkan á stólnum, »og bjóðið nú
vel í«. Fyrsti miðinn fór á 110
dollara, sá næsti á 95, þriðji á
136 o. s. frv. Eg man að þetta
kvöld voru rúmlega 1700 dalir í
skríninu, þegar stýrimaðurinn inn-
siglaði það.---------Glaumur og
kæti ríktu í salnum. Mér fanst það
»lykta af dollurum« og gat ekki
felt mig við það á jólanóttina.
Hugurinn hvarflaði heim, þar
sem eg vissi að jólaljósin loguðu
og ilmur grenitrésins fylti stof-
urnar.
— »1 þessum sal varð eg jafn-
aðarmaður«, sagði fyrsti stýri-
maður, þegar hann rogaðist á
burt með féskrínið og eg þóttist
skilja vel við hvað hann átti.
Litlu síðar sat eg í klefa stýri-
mannsins. Hann þurfti að tala við
mig, og var það ekki óvanalegt
á kvöldin.
M. vinur minn leit á klukk-
una.
»Það er að eins hálftími eftir,«
mælti hann. »Að hálfri stundu lið-
inni kemur þú niður með mér.
Eg þarf »að jarða« tvo menn«.
Þó eg væri skipverji í foringja-
tölu, var mér ókunnugt um að
nokkur maður hefði dáið á skip-
inu, og fór því að spyrjast fyrir.
Jú, það voru tvö lik um borð
og skipstjórinn hafði gefið skip-
un um að »jarða« þau kl. 12 um
nóttina — þegar aðfangadagur
vœri liðinn.
Á vetrum er oft atvinnuleysi
mikið i stórborgum Bandaríkj-
anna. Þúsundir manna svelta,
verða aumingjar og ná sér aldrei
aftur. Fé eiga þeir ekkert til þess
að borga með far til Norðurálfu
og því flykkjast þessir aðfram-
komnu, soltnu aumingjar niður
að skipunum, sem yfir hafið eiga
að fara, og bjóðast til að vinna
fyrir farinu heim.
Einum þessara manna hafði
yfirstýrimaðurinn gefið far gegn
vinnu í vélarúminu. Kuldinn var
afskaplegur í New York þetta ár
og maðurinn hafði auðsjáanlega
soltið. Hann þoldi ekki hina
skyndilegu breytingu — jólamat-
inn og hitann í vélinni. Hann
fékk hjartaslag — og lá nú lík
einhverstaðar langt niður í skipi.
Einn farþega á þriðja farrými,
pólskur maður um fertugt, hafði
verið bóndi á álitlegri jörð ein-
hverstaðar í Bandaríkjunum. Hann
langaði heim, seldi jörðina og
keypti sér farmiða til Norðurálfu.
Eftir að hann kom á skipsfjöl
skifti hann um nærföt. Að þvi
loknu gekk hann upp á þilfar
og varpaði gömlu fötunum fvrir
borð. Hann gleymdi alveg að
hann hafði saumað alt sitt fé
inn í vasa á nærbuxunum að
innanverðu — en það var um sein-
an þegar þær voru komnar í
sjóinn. Hann var öreiga maður,
átti að eins skammbyssu eftir, og
til hennar greip hann er hann
varð þess visari hvað hann hafði
gert. Bóndinn lá nú á líkbörun-
um og átti að litilli stundu líð-
inni að fara sömu leið og pen-
ingarnir.
Eg hafði nú heyrt nóg. Báðum
þessum mönnum vildi eg fylgja
til hinstu hvildar.
í klefa nokkrum undir þil-
farinu framarlega í skipinu voru
7—9 menn samankomnir. Dimt
var þar og drungalegt, kalt og
óvistlegt. Tveir hásetar stóðu á
miðju gólfi með sína olíuluktina
hvor og gerðu tirurnar staðinn
nær enn drungalegri. Dauðaþögn
var í klefanum, þegar við stýri-
maðurinn klifruðum niður stig-
ann. Sjómennirnir voru í sjóklæð-
um, sem skrjáfaði í við hverja
hreyfingu. Myrkfælið fólk hefði
talið drauga vera þar, því hvar
gætu þeir fremur haldið til en
einmitt þarna? Eg hefi hvergi
séð draugalegri Stað. Maður sá
ekkert, heyrði að eins fótatökin
og bergmál þeirra í skipshliðun-
um.
»Jæja, piltar, alt er til reiðu?
Klukkan er að verða tólf«, mælti
stýrimaðurinn hægt og í mildum
tón, eins og hann vildi ekki verða
til þess að rjúfa friðinn, sem hér
ríkti.
Tveir hásetar gengu nú út að
skipshliðinni hlémegin og opn-
uðu þar hlera. I tunglsljósinu,
sem þá skein inn i klefann, sá eg
tvo aflanga bögla liggja á gólf-
inu. Þeir voru vafðir innan í segí-
dúk og vandlega bundið fyrir
endana með kaðli. Þetta voru
líkin, sem við áttum ab »jarða«
og var við fætur þeirra bundið
þungum járnbútum — til þess að
þau sykkju betur er þeim var
fleygt í sjóinn.
Alt var til reiðu. Ósjálfrátt tók-
um vér ofan þegar stýrimaður-
inn hóf raustina og bað »Faðir
vor«, litið prestlega að mérþótti,
en hægt og rólega, blátt áfram.
Að bæninni lokinni var líkun-
um varpað fyrir borð, einu í
senn og skipið stöðvað eina
mínútu fyrir hvert lík. Meira var
ekki unt að hafa við. Hlerunum
var lokað aftur vandlega og skip-
ið hélt áfram ferð sinni út i
myrkrið ....
Við urðum samferða upp aftur,
stýrimaðurinn og eg. Eg var