Morgunblaðið - 24.12.1915, Page 11

Morgunblaðið - 24.12.1915, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ii Er honum að skána? mælti vökukonan og sötraði svart kaffi. Það kom titringur í augnalok- ln á Preundlich og hún varð skjálfrödduð. —• Nei, nei, hann deyr bráðum, ®®lti hún og barði sér á brjóst. ~~ Já, maddama Wotam, þér eruð hamingjusöm. Þér hafið fundið það, sem lífið hefir bezt bjóða, móJMrsæluna.--------- Og Preundlich leit angurbitin *11 himins. Maddama Wotam andvarpaði eins og byrði gæfunnar væri tanni alt of þung og greip til nPpáhalds dægrastyttingar sinnar: a^ spá í spil. Preundiich kipti einu spili út nr stokknum. —• Eg sný því ekki við Wotam, eg geri það ekki, vegna þess að eg þori það ekki — — — Eg drð það fyrir hann, mælti hún !ágt og lokaði augunum eins og h'ín væri hrædd. Maddama Wotam þreif spilið Þranalega af henni. — 0 já, mælti hún. Kistan Þans stendur nú þegar í líkhús- inu. Freundlich leit bænaraugum á ™otam eins og það stæði í henn- ar valdi að lengja líf bygginga- tueistarans um einn eða tvo daga. — Er það satt mælti hún er Þnð satt--------? Þá kemur móð- lr hans of seint.-----— Það var hringt gætilega. ■— Hlustið þérá maddama Wo- tam. það er hann------hvað hann hringir gætilega. Það er að eins Vegna þess að hann vill ekki Vekja mig, hann heldur að eg ^nni sofa.--------- Freundlich opnaði dyrnar að stefunni þar sem byggingameist- lnn lá, og brosti þýðlega. Hann reis upp við olnboga ~~ Hvað er klukkan?------------ ®r bráðum kominn dagur? — Já bráðum. Við skuluin að eins sofa svolítið lengur. — Og á morgunkoma jólin.— « Freundlich varð á báðum átt- nrn- Átti hún að segja honum Pað að á morgun væri aðfanga- nagur? En hann horfði svo ein- ^nnilega á hana að henni fip- aMst undanfærslan.---------- ~~ Já, á morgun koma jólin þá kemur mamma, mæltihún greip um hönd hans eins og án ætlaði að þreifa eftir æða- 8lögunum. Hefir komið símskeyti frá ^hönimu---------? Ekki ennþá — — það kem- ar þegar við höfum sofið.------ Hann hallaðist aftur á bak upp svæfiinum, teygði úr sér og kaði augunum, sem brunnu af hlta8Ótt. Freundlich laut yfir sængina og Ustaði eftir andardrætti hans. v° kysti hún hann á ennið og |leiddi hár hans blíðlega með gfunum. Frammi á ganginum sat maddama Wotam og grúskaði í spilunum. — Hér deyr einnig annar mað- ur, mælt hún og leit spyrjandi á Freundlich. En hún hristi höfuð- ið og svaraði: — Ekki í núnni stofu. Yfirhjúkrunarkonan átti ráð- stefnu við yfirlæknirinn fyrir framan dyrnar á sjúkrastofu bygg- ingameistarans. Hún var að biðja um leyfi til þess að meiga færa honum bréf hans og jólagjafir.— — Færið honum það sem yður sýnist, mælti læknirinn og gekk hljótt inn í herbergið, — og færið honum það fijótt. Freundlich stóð fyrir framan og hleraði. Yfirhjúkrunarkonan vissi það og hratt upp hurðinni beint í fang henni. — Jæja eruð þér þarna ? Viljið þér sækja bréf byggingarmeist- arans og hitt sem honurn er sent. — Er hríð úti? — Þá tefst hún á leiðinni hing- að.------— — Nei, yfirlæknirinn sendir beztu hestana á móti henni.------ — Hvenær koma jólin? Freundlich laut svo nærri hon- um að varir hennar snertu eyra hans. — Bráðum, Vanja, bráðum. Og þá kem eg með gjafirnar mínar og les fyrir yður öll bréfin, sem Vanja hefir fengið að heiman — -----og svo líður okkur báðum vel, meðan hinir eru að álpast um niðri hjá yfirlækninum-------- — vesalingarnir, mælti hún við- kvæmt og vorkunnarlega. Hann heyrði ekki hvað hún sagði og höfuð hans var grafið djúpt í svæfilinn.--------- Yfirhjúkrunarkonan opnaði dyrn- ar svo hljóðlega að Freundlich varð þess ekki vör. — Hvað eruð þéraðgera hér? í-y:S,í Hann breiööi faðminn móti henni Freundlich þaut af stað fegnari en frá verði sagt af því að meiga nú opna bréfin og böglana fyrir Vanja. ------Fyrir sína eigin peninga hafði hún keypt dálítið jólatré og skreytt það sem bezt hún kunni.---------En það ætlaði hún ekki að færa honum fyr en hinir sjúklingarnir sátu í boði yfirlækn- isins.------Freundlich kom með fult fangið af bréfum og böglum. — Þökk fyrir, mælti yfirhjúkrun- arkonan og þreif af henni bréfin og böglana — og horfði um leið á hana með köldum, sigri hrósandi svip.----------Við ætlum sjálf, yfirlæknirinn og eg — — Þökk fyrir, og hún brosti háðslega. Freundlich fanst hún hrapa, gegn um öll loft hússins og nið- ur í líkkjallarann.--------- — Er nú skeytið komið? mælti byggingameistarinn er hún kom til hans i rökkrinu til þess að vita hvernig honum liði. — Já, mamma yðar kemur hingað snemma í fyrramál- ið.--------- — _ — það þarf að hjálpa frúnni á öðru herberginu til þess að klæðast áður en veizlan hefst. Freundlich rendi sér á hlið út úr herberginu og hafði ekki aug- un af Vanja.---------- — Komið fljótt aftur, hvíslaði hann. Hún veifaði hendinni og brosti af gleði: — Já, já, Vanja,------eg kem undireins aftur, undireins aftur. Frúnni á öðru herberginu var hjálpað i fötin, í einu hendings- kasti. Freundlich þreif kjóla og pils, skó og sokka úr skápum og skúffum. —-------- Frúin, sem þjáðist af ólækn- andi krabbameini, horfði á alt þetta eins og henni kæmi það ekki við. — Þakka yður fyrir, eg get vel hjálpað mér sjálf, mælti hún og settist þreytulega á stól---- eg vil helzt hjálpa mér sjálf, mælti hún ennfremur í bænar- rómi. Freundlich hvarf eins og snæ- ljós út úr dyrunum. Inni í her- berginu sínu geymdi hún jóla- tréð hans Vanja bak við glugga- tjöldin.-------- Átti hún að kveikja á því nú þegar? —--------Hún gekk eins og af tilviljun um allar stofurnar til þess að gæta að því hvort allar hjúkrunarkonurnar mundu komnar til veizlunnar hjá yfirlækn- inum.-----------Alt var hljótt og hvergi maður. Þá hélt hún til herbergis síns. Hún lagaði skraut- ið á jólatrénu og kveikti á litlu kertunum, brosandi og talaði við sjálfa sig um leið. —------Hún horfði nokkra hrið á tréð, með innilegri gleði, og svo opnaði hún hurðina hljóðlega til þess að ganga úr skugga um það að enginn væri nærri.---------- Þá var hringt.-------— Það var hann sem hringdi------ honum var farið að leiðast eftir henni, hann var að kalla á hanaí Aftur var hringt.--------- Hún flýtti sér til hans til þess að segja honum frá því að nú kæmi hún bráðum með gjöfina sína — hún ætlaði aðeins að hafa kjóla- skifti áður—, en hún staðnæmdist á þröskuldinum. Vanja sat flöt- um beinum í sænginni og augu hans tindruðu af ólgandi hita- sótt.------Hann breiddi faðminn mót henni, stundi eins og hann þjáðist mjög og bauð henni munn- inn. — Þakka þér fyrir það, mamma mín, að þú komst--------eg vissi að þú mundir koma, mælti hann brosandi og kysti Freundlich á munninn, ennið og hendurnar. Það komu tár í augu hennar. Hún sá að nú var helstríðið byrjað og kallaði því á yfirlæknirinn. Hann sagði henni að dvelja hjá sjúklingnum þangað til öllu væri lokið.-----Seint um nóttina tók Vanja í síðasta skifti í hönd hennar og hvíslaði stynjandi: — Mamma, mamma, mamma mín —------! Freundlich stóð fyrir framan jólatréð. Kertin voru öll brunn- inn upp.--------— Tárin gerðu döpur augun hennar blá og skír. Næstu nótt sagði hún maddömu Wotam frá því hve glaður Vanja hefði dáið.--------- — Jæja, þá hafið þér fund- ið móðursæluna, mælti maddama Wotam og ypti öxlum. — Hér um bil, maddama Wotam, hér um bil. Eg átti hann þó ekki alveg — og hún andvarpaði. —-------En jólatréð sitt skal hann fá, mælti hún grátandi um leið og hún batt sveig á kistu byggingámeistarans úr greinum þess. Ámi Óla þýddi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.