Morgunblaðið - 24.12.1915, Síða 12

Morgunblaðið - 24.12.1915, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Clausen gamli. Gftir Bjarna Jónsson. gg vaknaði mjög snemma á Þorláksmessu fyrir 13 ár- um. Þá var eg stúdent á Garði, en eg hlakkaði til að yfir- gefa dimma herbergið um hríð, og heimsækja góða vinir sem höfðu boðið mér að dvelja á skemtilegu prestsheimili um jól- in. Það var snemma morguns, dags- birtan var enn ekki búin að vinna sigur á næturmyrkrinu, snjórinn huldi jörð, og jólatrén lágu í snjón- um úti á torgunum. Alt var svo jólalegt, snjór á götunum og baðm- ullarsnjór í hinum skreyttu og uppljómuðu búðargluggum. En samt yfirgáfu margir dýrð stórborgarinnar og vildu komast heim, heim fyrir jólin. Það var því mannmargt á járn- brautarstöðinni, lestin átti að fara kl. 7. Eg gætti þess vel að koma ekki of seint, og hafði því tíma til að líta í kringum mig, þegar eg var búinn að kaupa farseðil. En þegar eg stóð inni í bið- salnum, varð mér starsýnt á einkennilegan mann. Hann var í skósíðri kápu, með háan silki- hatt á höfði, mikið silfurhvítt skegg, hár vexti var hann og tígulegur, svipurinn hreinn og bros lék um varir hans. Hann hafði líka farið snemma á fætur, on það var auðséð, að hann ætl- aði ekki með lestinni, en var kominn af því að hann vissi, að hér væri hægt að hitta marga, og hann langaði til þess að láta marga fá jólakveðju, er þeir nú voru á heimleið. Gamli maður- inn gekk að hverjum manni og rétti öllum blað eða bók. Eg virti hann fyrir mér, og sýndist hann líkur brosandi jólasveini, mér fanst eg svo oft áður hafa séð þessa mynd, gamlan, grá- skeggjaðan mann, með fangið fult af jólagjöfum. Við mætt- umst, og gamli maðurinn gaf mér prentað blað. »Hér er jóla- saga handa yður, ungi stúdent. Guð gefi yður gleðileg jól og bjarta gleði«. Hann rétti mér hendina og hélt áfram starfi sínu, andlit hans ljómaði af fögnuði. Eg hitti í sama bili danskan mann, stúdent, sem eg, þekti, og við settumst í sama vagnklefann, og nú þaut lestin út í'morgun- dimmuna, en eg fór að lesa jóla- söguna. »Þetta hefir Clausen gamli gefið þér«, sagði stúdent- inn. »Er þetta Clausen?« Oft hafði eg heyrt menn minnast á Clausen trúboða, en eg vissi frem- ur lítið um hann, eg vissi, að margir gerðu gys að honum, nokkrir aumkuðu hann, en mjög margir elskuðu hann, af því að þeir áttu honum svo mikið að þakka. Lestin brunaði áfram, en stú- dentinn, sem nú er prestur í Kaupmannahöfn, fór að segja mér ýmislegt úr æfisögu Clau- sens. Eg læt því stúdentinn segja frá: Rasmus Buch Clausen fæddist á Lálandi 21. janúar 1840. For- eldrar hans bjuggu við góð efni og naut sonurinn hins vandaðasta uppeldis, lærði hann meira en þá var títt um þá, sem ekki gengu í latínuskóla, auk hinna algengu námsgreina lærði hann mikið í ýmsum tungumálum, t. d. þýzku, ensku og latinu. En faðir piltsins kærði sig ekki um að láta hann komast í tölu hinna lærðu manna. »Rasmus á að verða mentaður bóndi«, sagði faðirinn. A þeim tímum kunnu menn að hlýða, og Rasmus hlýddi, hann varð bóndi. Brátt bar á dugnaði hans og margs konar framkvæmdum, hann las alt, sem að búnaði laut, náði í margar bækur, sem gáfu fræðslu um það, sem að sarfi hans laut, las mörg útlend tímarit og skrif- aði sjálfur í blöðin. Foreldrar hans hættu búskap, og Clausen tók við stjórn, hann kvæntist dóttur sóknarprestsins og bjó rausnarbúi á »Louisenhöj«. Menn báru mikið traust til hins unga, tápmikla bónda, hann var braut- ryðjandi á svo mörgum svæðum. Það var ekki nema eðlilegt, þó að hann væri kosinn í hrepps- nefnd og væri oddviti þar í sveit- inni, það var mjög eðlilegt, að til hans væri leitað, því að hann var hyggiriH og fróður. Margar bækur átti hann, og meðal þeirra var biblían. Aldrei hafði hann svo mikið að gera. að hann hefði ekki tíma til að lesa kafla úr biblíunni á hverjum degi. Trú hans blómgaðist og gleðin bjó í hjartanu, hann mátti til að segja öðrum frá gleðinni, hinni sælu jólagleði. Hrepps- nefndaroddvitinn stofnaði sunnu- dagaskóla handa börnum þar í sókninni, og margir urðu forviða, en Clausen var svo glaður, hann gat ekki annað — hann mátti til að starfa í þessa átt. Ljós gleðinnar voru tendruð á heimili hans, þar voru allir dag- ar jól, en sorgin barði að dyrum; hjónin mistu einkabarnið og nokkru síðar fylgdi móðirin barni sínu í friðarskaut og Clausen var einn eftir. Þá var hann 36 ára og hjarta hans brann af starfs- þrá, hann langaði til þess að vekja trúna af svefní hjá öðrum, vekja jólagleðina hjá þeim, sem hann sá, að fóru á mis við hana. Clausen hafði hlýtt föður sínum, og var það ekki himnafaðirinn, sem nú var að kalla? Hinn táp- mikli maður þorði ekki annað en að hlýða, þegar á hann var kallað. Hann seldi jörðina og flutti til Kaupmannahafnar. Rúm 20 ár hefir hann starfað þar, verið sunnudagaskólakennari, haldið samkomur á ýmsum stöð- um, leitt marga æskumenn frá spillingarstöðum, oft vakað fram eftir nóttum til þess að forða öðrum frá andlegu næturmyrkri, altaf þolinmóður, síbrosandi og bjartsýnn. Þetta og margt fleira sagði stúdentinn, hann sagði mér marg- ar sögur um Clausen. Þessi jólaminning rifjast upp fyrir mér nú fyrir jólin. En um leið vaknar önnur minning. Það er bjartur vordagur, blómin ilma, það er yndislegt veður 18. maí 1904. Hljómurinn berst út yfir nágrerinið frá kirkjuklukkum Andrésarkirkjunnar. I dag á að jarða Clausen. Eg fer í kirkju, þvi að nú var eg búinn að kynn- ast gamla manninum. Það er varla hægt að komast inn, kirkj- an er troðfull. Inni við altarið sitja margir prestar hempuklædd- BF hún Dísa hlakkaði ekki til jólanna þá hefir ekkert barn hlakkað til þeirra. En sá var gallinn á tilhlökkun hennar, að hún gat ekki sofið fyrir henni. Og í heila viku var það þannig. Ef hún blundaði andartak um hánóttina, þá sóttu að henni úr öllum áttum bláklæddir jólasveinar með rauðar skotthúfur og f ult fang- ið af jólagjöfum. Já, ekki nóg með það. Þeir komu með það á stórum sleðum, en sumir komu svífandi í loftinu og höfðu tekið allar stjörnur himinsins í vað, tunglið og norðurljósin, til þess að færa henni. Og þá varð hún hrædd og hrökk upp jafnharðan,— því hún Dísa var hrædd við jóla- sveinana, ef satt skal segja! Og svo gat hún ekki sofnað lengi á eftir, og hún var að hugsa um það, að jólasveinarnir væru nú ekki alveg eins slæmir og þeir voru sagðir, og ómögulegt var að þeir gætu verið synir hennar Grýlu, eins og vinnukonan hafði sí og æ verið að segja henni! Það var mögulegt! Grýlukyn var verra en svo að það færði litlum börnum gjafir!------------ Svo kom seinasta nóttin. Þá ir. P. Madsen guðfræðisprófessor og síðar Sjálandsbiskup stígur i Btólinn og heldur ræðu út frá þessum texta: »Sæll er sá lýður, sem þekkir fagnaðarópið«. Hann lýsti með fögrum orðum hinu mikilsverða starfi, sem Clausen hafði framkvæmt þar í bæ. Þvi næst hélt sóknarprestur kirkj- unnar ræðu og sagði margar sögur um starfsemi Clausens og þá glitruðu tár í augum margra. Mikill mannfjöldi gekk á eftir líkvagninum og sálmasöngurinn hljómaði. Eg man, að þá var sunginn jólasálmurinn: «Fögur er földin, heiður er guðs himinn«. Eg gleymi aldrei morgunstund- inni rétt fyrir jólin, þegar eg horfðist í augu við gamla mann- inn gráskeggjaða, og eg gleymi aldrei hinum sólbjarta vordegi, þegar eg stóð í kirkjunni og litlu síðar úti í kirkjugarðinum, síðustu orðin, sem eg heyrði sungin, voru orðin úr jólasálminum : Friður á foldu, fagna þú maður, frelsari heimsins fæddur er. Það vakna hjá mér margar Ijúfar jólaminningar, og meðal þeirra er minningin um Clausen gamla, sem gaf mér fagra jóla- sögu í jólagjöf. var nú ekki mikið sofið! En mamma gaut hornauga að sæng- inni við og við---! Já mömmu var ekki um það gefið að börnin vektu lengi frameftir. Og svo kreisti Disa aftur augun meðan mamma’var að svæfa litla bróður — og lét sem hún svæfi. En hún svaf ekki samt — það megið þi^ vera viss um. Hún gægðist smám saman — ósköp lítið — undan augnalokunum, til þess að sja hvort marúma væri ekki farin a& Jólagestirnir. Æfintýri fyrir börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.