Morgunblaðið - 24.12.1923, Page 8

Morgunblaðið - 24.12.1923, Page 8
JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐIÐ Bgill ritstjóri sneri sjer enn frá glugganurn og leit með undrunarsvip á Þorbjörn. Honum kom þetta svar algerlega á óvart. Hann virti Þorbjörn fyrir sjer um stund. Bninin hafði aukist, festudrættirnir kringum munninn dýpk- að og skýrst. Yar Þorbjöm að verða honum of- jarl? — Því ætti það ekki að geta orðið ? spurði rit- stjórinn meS hægð. — Þá yrði ,,Dögun“ að skifta gersamlega um stefnu. Nú leit Þorbjörn upp. — Skifta um stefnu! Hvað áttu viö! Auð- I heyrt var, að ritstjórinn var meira en lítið hissa.' — Jeg á við það, svaraði Þorbjörn, að jeg gæti j aldrei tekið að mjer ritstjórn þess blaðs, sem berst fyrir hagsmunum fárra manna, og það þeirra manna, sem eru þjóðfjelaginu hættuleg-1 ir menn. i — Hverjir eru það? — Þeir, sem raka til sín peningum á ranglátan hátt. -— Fyrir hverra hagsmunum vilt þú berjast ? spurði ritstjórinn með sömu hægðinni. — Þeirra, sem nú eru undirokaðir og forsmáð- ir — en gera þó alt. — Hverjir hafa svona einkennilega aðstöðu — kúgaðir og forsmáðir en afkasta þó öllu? — Það eru verkamenn þjóðarinnar, alþýðan. Ritstjórinn strauk hendinni um ennið því líkt sem hann skildi ekki til fulls þessa skýringu Þorbjarnar. Síðan sagði hann og hæglætið var horfió úr röddinni: — Þú hefir skift um skoðun á síðustu árum, Þorbjörn. — Finst þjer það svo furðulegt? Þó er það ekki rjett, að jeg hafi skift um skoðun. Jeg hefi aðeins opnað augun og horft í kringum ; mig. — — Þú ert að lesa „Socialdemokraten“, sje jeg er. — Mjer finnast hin dönsku blöðin lítils virði, þegar um er a‘S ræða hið eina nauðsynlega — umbætur þjóðfjelagsins. Ritstjórinn leit snöggvast hvössum augum á Þorbjörn. Eins og leiftur flaug það um hug hans, að þarna sæti maðurinn, sem hann hefði að mestu leyti sjeð fyrir frá barnsaldri, kostað til margra ára náms og verið faðir fram að þess- um tíma — og nú væri hann orSinn mótstöðu- maður hans, minsta kosti í skoöunum, og þá væri skamt til verkanna. Hann sagði með kulda- votti í röddinni: — Það lítur út fyrir, að þjer geðjist vel að skoðunum jafnaðarmanna. Jeg var að líta á blaðaböggulinn, sem þú komst með heim,' og sá þar ekkert annað en svæsnustu jafnaðarmanna- og kommunistablöð. Jeg get ekki neitað því, að mjer þótti það dálítið kynlegt. Jeg hugsaði, að þú veldir þjer andlegt samneyti með öðrum en þeim, sem jeg lcalla skrílræðismenn. — Skoðanir j^fnaðarinanna hafa opnað mjer útsýn yfir þetta meinblandna og rotna líf þjóð- anna. Og jeg veit, ritstjóri, að framtíðin er í hugsjónum jafnaðarinanna, því að þær hug- sjónir byggjast. á rjettlæti. Mjer sýnist ekki annað sigurvænlegra en að vera í samræmi við rjettlæti framtíðarinnar, sannleika framtíðar- innar. Ritstjórinn fór að ganga fram og aftur og steig óvanalega þungt til gólfsius. — Hver hefir spúð þessari vitleysu um rjett- lætið og sannleikann í þig, Þorbjörn? — Jeg hefi horft út um heiminn þessi síðustu 3 ár og sjeð viðleitni mannanna til þess að bæta misrjettið, sem þeir búa nú við. Eina skyn- samlega leiðin er það, sem jafnaðarmenn hafa farið. Allar aðrar hafa leitt út í ógöngur og dauða. Jeg get, ekki lokað augunum fyrir þessu. Jeg get pkki sjeð, að nokkrum sje það unt. — Þjer finst ef til vill mikið koma til djöful- æðisins þarna austur í Rússlandi? — Já — stórhrifinn af því! Það er stór- feldasta máttarverkið, sem unnið hefir verið á síðustu ölduin. Sagan getur ekki um neitt jafn dýrlegt tákn þess, hvað hægt er að gera, á að gera og verður gert, þegar þjóðirnar varpa af sjer mörg hundruð ára fjötrum, þegar alþýðan vaknar, stendur saman og tekur rjett sinn. Jeg veit, að þú viðurkennir þetta, ritstjóri, þegar þú hugsar þig vel um. — Viðurkenni þetta, Þorbjörn! Nei — síður en svo! Jeg læt efcki hrífast af fávíslegum til- raunum nokkurra hálfbrjálaðra manna úti um | — Þegar þú byrjar, kona mín, þá hætti jeg. heim. Til þess hefi jeg lifað of lengi og reynt! Við þig er mjer ekki til neins að þrátta. of margt. Þau hlógu öll. Pað varð ofurlítil þögn. Þá sagði ritstjórinn Þaö varð úr, að þau fóru vestur fyrir íþrótta- aftur: j völlinn og suður á Mela og síðan heim Suður- — Það er þá þetta, sem þú hefir lært á síð- j götuna. Þorbjörn þurfti margs að spyrja á ustu árum, Þorbjörn. j þeirri leið. Þau mættu mörgum og hann spurði —■ Já — og jeg tel það mikilsverðustu þekk-1 einhvers um hvern mann. Hildur grenslaðist eft- inguna, sem jeg hefi fengið á æfinni. I ir því að lokum, hvað hann varðaði um alt — Þú ætlar ef til vill að fara aS beita þessari þetta fólk. þekkingu hjer heima? j — .Jeg á ef til vill eítir að vinna með því Ef jeg geri nokkuð, þá verður það eitt- eSa fyrir það. ÞaS getur komið sjer vel að hvaS í þá átt. Eftir því, sem jeg hefi heyrt hjeð- an að heiman og lesiS í blöðunum ykkar, þá sýnist mjer ekki veita af, að eitthvað sje hreins- að til hjer í bæ. — Nú — ekki öðru vísi! Þú ætlar aS stofna hjer jafnaSarmannaríkið! —■ Minsta kosti að vekja til umhugsunar um það. — Það virðist ekki vera þörf á .því, Þorbjörn. Þeir menn eru þegar til hjer, sem eru búnir aS koma því til leiðar, aS verkamannastjettin er orðin ósanngjörn og gerir lítið annan en heimta. Mjer sýnist, að eitthvert göfugra verk- efni bíði þín hjer, en aS afvegaleiða alþýðuna. — 011 umbót hefir í fyrstu veriS nefnd af- vegaleiðing af þeim, sem ekkert sjá út úr skjald- bökuskel afturhaldsins. Ritstjórinn leit í annað sinn hvössum augum á Þorbjörn og sagði um leið: — Þú ert ef til vill aS gefa í skyn, að jeg sje oinn í skjaldbökuskelinni? — Mjer virSist þú tala þannig nú. Og jeg hefi sjeð á „Dögun“, að þú skrifar þannig. Jeg dæmi eftir því. Egill ætlaði að svara, og það svar átti ekki aS verða nein blíSmæli. Honum fanst Þorbjörn ekki hafa unnið til þeirra. En rjett í þessu kom Hildur inn í skrifstofuna og brosti til þeirra beggja. Það bros lægði rótið, sem komið var á hug ritstjórans. Svar hans til Þorbjarnar kom ekki í þaS sinn. Hildur vjek sjer aS nianni sínum með bassnm orðum: — Hvað getum við gert Þorbirni til skemt- unar í kvöld, Egill? Ekki megum við láta hon- um leiðast fyrsta daginn, sem hann er hjá okkur. Þorbjörn stóð á fætur og lagSi höndina á öxl Hildar um leið og hann sagSi: — Þú ætlar þó ekki að fara að leika við mig eins og barn ? Og meira að segja hvetja aðra til þess \t — Mjer leiSist að sjá þig sitja hjer alvarleg- an og þögulan eins og þú værir kominn í líkhús. Ritstjórinn stóS nú líka upp. — Við tökum okkur gönguferð um bæinn og sjáum sólarlagið. Þú kemur með okkur, Hildur. Þeim kom saman um að ganga vestur Tún- götu, vestur í sólina, sagSi Hildur. YeðriS var þekkja það. Saga þess er saga bæjarins. Um leið og þau voru að fara inn í húsið, kom gamall skólabróðir Þorbjarnar í fasiS á þeim. MeS honum fór Þorbjörn út í bæ og kom ekki heim fyr en löngu eftir miðnætti. Egill ritstjóri gekk inn í skrifstofu sína. — Hann hafði ásett sjer um morguninn að skrifa grein í blað sitt áður en þessi dagur væri lið- inn. Og nú var annaShvort 'að hrökkva eSa stökkva. Hann gekk um gólf um stund og setti á sig helstu atriðin, sem hann vildi minnast á. Þá varð honum litið á blaðiS, sem Þorbjöm hafði veriS með og skilið eftir. Um leið mintist hann samtals þeirra áður en þeir fóru út. Hann rifj- aði það upp fyrir sjer, orS fyrir orð, einkum þó þaS, sem Þorbjörn hafði sagt. Hann gat ekki við þaS ráðið, að honum varð órótt, er hann mint- ist orða Þorbjamar. Það var lítill vafi á því, hugsaSi ritstjór- inn, að Þorbjörn hafði sýkst af þeim skoSun- um, sem nú voru að valda mikilli óhamingju og margskonar menningar-hruni ,í veröldinni. — Hann hafði virtst vera einlægur í tali, begar hann ræddi um þaS mál áSan. . Og þetta var maSurinn, sem hann hafði rekist á af tilviljun, þá lítinn dreng, umkomulausan og einstæðan, og tekið í sína vernd. Hafði hann aliS snák við brjóst sitt? ESa var þetta aðeins augnabliksvilla ungs manns ? Ritstjórinn gekk hratt um gólf og varS enn órórra. Hann mintist samtals við konu sína um það leyti, sem Þorbjörn var að ljúka prófi og full- vist var, að hann mundi koma heim bráðlega. Hann mundi, að hann liafði sagt við hana eitth'■að á þá leið, að hann bygði mikiS traust á Þor.úrni, að harin hefSi hugsaS honum veg- lega og ábyrgðarmikla stöðu meðal þeirra manna, sem sameina þjóðina í göfugu, friðsömu þróunarstarfi. Hann mundi, aS hann hafði látið þaS í ljósi, að hann hlakkaði til að fá hann heim. Nú var bann kominn — fullur starfsþors og áhuga, brennandi af þrá til að vinna. En glat- aSur samt, ef hann ætlaSi að snúast á sveif með þeim mönnum, sem leiddu þjóð sína út á refil- stigu stjettarígsins og sundurlyndisins. Ritstjórinn hugsaði lengi um Þorbjörn, en settist að lökum í stól sinn, þreyttur og dapur- óumræðilega yndislegt, kvöldið fagurt ekki síðurj huga. Hann fann, að hann gat ekki byrjað en morguninn. Það var eitt þeirra sumarkvölda í Reykjavík, sém tungan á engin orð til að lýsa, enginn hugur getur gripið, sem ekki hefir fengið dýrð þess inn í sig, enginn málarapensill getur náð, en lætur þá, sem njóta þess, alt í einu finna til þess, að mennirnir eru meira en duft og aska, lífið alt, dauðinn ekkert. — Jeg get ekki skilið, að nokkrum bæjarbúa detti í hug að ganga til sVefns í þessu veðri, sagði Þorbjörn, þegar þau höfðu gengið um stund. — Þú ert nýkominn heim, Þorbjörn, sagði > rítstjórinn, bgeði í gamni og alvöru. Fyrst í stað finst þjer alt fagurt hjer. Eftir nokkur kvöld gengurðu hjer um göturnar og tekur ekkert eftir sólarlaginu. —■ Jeg vona, að smásálarskapnum og andleys- inu hjerna takist ekki að gera mig að sama drumbinum og þeim, sem hjer ráfa hugsunar- og sjónlausir um bæimi. — Þjer liggur ekki sjerlega vel orð til okkar, sem höfum setið heima, mælti ritstjórinn bros- andi. Yiltu ekki kynnast okkur ofurlítið meira, áður en þú fellir úrslitadóminn ? — Þorbjöm er ungur og heitur, skaut Hild- ur inn í. Það er hlutverk æskunnar að finna að, vekja til nmhugsunar, brjóta í bág við það, sem fyrir er og finna nýtt. Og hverju orði er það sannara, sem Þorbjöm segir um ykkur leiðtogana hjerna. Þið eruð reglulegir drumbar. gremmm ■íðar. bætta sinn, og gekk til hvílu stuttu *. ti "■ .".í - ... . i. . .1 "» Framh. frá fyrri síSu. starfi sínu vegna vanheilsu. Ent þó að hann sjálfur hafi orðið fyr- ir áfalli, langar hann til að gleðja aðra, og það er trú mín, að með fögrum hljómum takist honum að vekja heilbrigða gleði hjá öðrum. Það er ósk mín og allra þeirra, sc-m þekkja tónskáldið og unna. lögum hans, að hann nái fullri heilsu og geti brátt helgað sig læknisstarfinu, og altaf haldið á- fram að vera tónskáld. Bj. J. --------o-------- í ðögun. í vökulok, er ljósið slökt og leggur föli dagsins spor; í liðna tímans sæ er sökt hans söng og stríði, —• en „faðir vor‘ ‘ er þnlið hljótt við húmið dökt, uns heimi dvínar vökuþor. Svo ríkir nótt, en sefur sveit við sortans barty, en til er það að stöku náttbæn hljóð og heit í himináttir hrýst á stað. Sá leysi úr, sem lausn þess veit: á lífið nokkra miskunn að? pögn. — Bíðum hægan, vonin veit hvar veröld ljómar kærleiks glæst, þótt mörg sje röst ög löng sje leit að landi því, sem blánar fjærst; en gætu allir eygt þá sveit, þá óðar mundi á VÍgin sæst. Sú bygð er guös, þótt göfgi hans menn gjarnan efi, þá er víst, að sjerhver tegund „syndugs manns“' án sundurdráttar þar er hýst. Að sjálfu hjarta sóigjafans mun sorgarbarni hverju þrýst. Um flókin próf og drýldinn dóm, þeir drottni helga ræðu og sálm, hann blessi dygga, en reiðum róm hann reki breyska í vos og hálm. í r.ótt jeg heyrt hef annan óm, hef æðstan fundið kærleiks málm. 86 mikli valdur lífs og ljóss að líkn og mildi’ er öllun: jafn, op; hverju sýli syndar-óss hinn sama ætlar skut og stafn. Hann les ei vottorð hnjóðs nje hróss,. og hirðir ei um flokk nje nafn. Nú dagar. — Guð jeg þakka þjer a'ð þessi nótt í landsýn gaf þá óskafold, sem fegurst er, því fært mun aftur sama haf. Og hjartafriðinn færði mjer hin fvrsta nótt, sem efinn svaf. J. ---------x-------- I Stjörnunótt. Jeg hefi lífs og ljóssins yl löngum til þín sótt vítt og breitt um bimins byl, belga stjörnunótt. Ekkert þekki jeg æðra þjer, undurfagra kvöld, þegar í leiftri af Ijósaher ljóma bimins. tjöld. Hugur minn undrast, hjartað fær hlýja draumsins ró. — Efinn, sem þar oftast nær inst í fylgsnum bjó, brennur fyrir bjartri sýn blábvolfs vfir geim. Blíðlega stjarnabros mjer skín. bendir á veginn heim. — P. P. ---------x-----—

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.