Morgunblaðið - 23.09.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1928, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ s Sýning Guðmundar Einarssonar. Það er eðlileo't, að maður, sem <sr jafn Imeigður fyrir útiverur og' íerðalög, eins og Guðmundur Ein- arsson snúi smátt og- smátt baki við myndhöggvaralistinni og taki uð helga landslögunum krafta sína. En andi myndhöggvarins er auð- sær í þessum 30—40 íslensku ör- Uifamyndum, sem hann sýnir nú hjá Rosenberg. Formið er aðal- uppistaðan í þeim öllum; hann mótar fjöll og flatir skýrt og ein- ■arðlega, og lætur aldrei suðræna, „impressionistiska“ litaþoku hylja línur landslagsins. Þó ex-u litirnir ‘enganveginn aukaatriði í myndum lians. En það ei-u ekki litir tindr- •andi sólgljáa, heldur dimmir litir hinnar bitru íslensku fjallanátt- úru, stundum noltkuð harðir, nokk nð þungir, ef til vill hjáróma við og við, en ærlegir og lausir við tallan fjálgleik. Fyrri myndir Guð- mundar báru oft glögg merki Miinchener-skólans, en nú sjer á, ao hvergi er hægra að losna við oll ósönn áhrif, en í öræfaloftinu. iiist hans hefir skírst og tekið á sig norrænan blæ; í sumum mynd- tmum gætir stórfenglegs, frum- 3egs skilnings á vei’kefnunum, sem ■er óskyldur öðrum íslenskum mál- úrum. Aðeins tvær höggmyndir eru á sýningunni. Ef jeg mætti segja paradox, þá eru málverkin betri höggmyndalist, en höggmyndirnar. Að Jokum: neyðaróp til listvina. Eða er sá kynflokkur útdauður? Aldrei hefir aðsókn að sýningum •verið jafn ljeleg hjer í bæ, og ■síðustu árin. Þegar ljósmyndari ■sýnir nýustu myndir sínar, er' það umtalsefni alls bæjarins. En á ekki sjálfstæð skapandi list ofurlítinn í’jett á sjer líka? E. Th. Námskeið fyrir háseta. Eins og auglýst er á öðrum stað hjer í blaðinu, ætla þrír valdir menn að hafa námskeið hjer í Tbænum fyrir háseta á stærri skip- um. Morgunbíaðið hefir farið' á fund Sveinbjarnar Egilson og beðið Ixaixn að gefa xxpplýsingar um nám- skeið þetta. Tók hann vel í það og sagðist lionum svo frá: — Námskeið þetta e.r tilraun um úð bæta úr vanþekkingu þeii’ra, ■sem sjómenskxx stunda á íslenskum skipum, xxm alt er atvinnxx þeirra viðvíkur. Er sú vanþekking all- áskvggileg. Þeir sem ætla sjer að verða stýri menxi, eiga margoft engaix kost á íið læra það hjer, sem sjálfsagt er, nð þeir senx yfirmenn kunni. Stýri nxannafræðin ein er eklci einhlýt ti’ að standa fyrir vakt; þar vant- fir margt á. Aðrar þjóðir heimta að sá sem gefur sig frani sem sjómaður á skipi, kunni öll þau verk, sem stig lians og kaup heimtar. — Norð- menn heimta t. d. nú, að þeir, sem ráðast bátsmenn, leggi fram skír- teini er sanni, að þeir kunni báts- Taannsstörf. Siglingaþjóðir' halda úti dýrum skólaskipum, vegna þess, að þær heimta, að sjómenn sínir kunni sjómensku og alt er að starfinu lýtxxr. Síðan vjelxxm fjölgaði í skip og báta hefir sjó- mensku hnignað og kostur sá, verið lítill er ungir menn hafa átt, til að kynnast og nema sjóvinnu. -— Alt krefst þess, að íslenskir sjó- nxenn kunni að fara með skip eigi síður en annara landa sjómenn; við erum eyjabúar úti á reginhafi, aðalatvimxan er að sækja sjó og flestir unglingar við sjávarsíðuna erxx náttúraðir fyrir sjó. Kennarar við námskeiðið verða þrír. Netabætingar verða eigi kendar, en alt annað, sem heimta má, að hásetar á skipi kunni. Litli kvöldskólinn. sem K. F. U. M. stofixaði til fyrir sjö árum, tekur til starfa xxm íxæstxx mánaðamót. Hann er mjög hentugur unglingum, sem hafa störfum að gegna á daginn og vilja nota kvöldiix sjer til gagns og þrifa. Nemendur þessa skóla, sem vei’ið hafa á liðnum árxxm, bera honuni besta, orð'. Þeir, sem að skólanum standa, hafa gert sjer far um að láta hann ekki lofa nxeiru en hann getur efnt. Skóla- gjald er afarlágt, og jafnan hefir verið reynt að vanda ltennaravalið sem best. Námsgreinar eru fáar, og þær einar, sem ómissandi ei*u í daglegu lífi. Mjer er sagt að nú þegar sje farið að sækja um skóla þennan, og hefir hann þó ekki vexúð aug- lýstur til þessa. Sigurbjörn Þorkelsson kaupmað- ur í „Vísi“ mun gefa upplýsingar um skólann þeim sem æskja, og taka við umsóknum. Rxxnxið er tak- íxxai’kað og nxun því gott að gefa sig fram sem fyrst. K. F. U. M.-fjelagi. Norrænt stúdentamót í Reykjavík 1930. Veturinn 1925 stakk Stúdentft- ráðið upp á því, að reynandi væri að hafa rorrænt stúdentanxót hjer á landi árið 1930, um líkt leyti og Alþingishátíðin fer fram. Á stxx- dentamótinu, senx þá xxm sxxmarið var haldið í Ósló, gátu fulltrúar Stúdentaráðsins um hugmynd þessa og var henni vel tekið. 1 vetur skarst svo Stxidentafje- lag Reykjavíkur í nxálið og kaus nefnd manna til þess að athuga það betui*. Voru í nefndina kosnir: Gunnar Viðar form., dr. Ágúst H. Bjai’ixason, dr. Alexander Jóhann- esson, Lái’us Sigurbjörnsson, Þor- lákur Helgason, Tlior Thors og Eiixar B. Guðmundsson. Nefndin mun ekki hafa starfað mikið emx, en hún er sanxmála.um að æskilegt væri að norrænt stxx- dentamót yrði hjer á þessxi ári, og ef úr yrði, væi’i líklegt að Stú- dentaráðið og Stúdentafjelagið í Reykjavík, hafi sameigiixlega for- göngu þess. Á norræna mótinu í Stokkliólmi i sumar skýrði Þorkell Jóhannes- son fpá stofnun nefndarinnar og ályktun, og lýsti yfir því að Is- lendingar vildxi hafa næsta nor- rænt stúdentamót lijá sjer — en þe með þeirn fyrirvara, að það reyndist kleift í alla staði. helöur áfram þessa viku. Síðasta vikan og síðasta tækifærið til að gera vertilega góð kaup. H. P. DUUS. Kanpid ekki karlmannaföt ðn þess að hafa skodað þau á Laugaveg 5. STUDEBJ3KER THE GREAT INDEPENDENT liolds everif offieial speed and endiirance record for fnliy equipped stock cars -reáardless of power of car STUDEBAKER á alls 110 nxet. Engin bifreiðaverksmiðja hefir nokkru sinni unníð sjer annað eins til frægðar! Þessi metatala sannar það, að hvei einn af hinum 21.000 verkamönnum Studebakers vinnur verk sín framúrskarandi vet. Studebaker ber enn af öllum öðrum bif- reiðum eins og fyrir 76 árum. Sala Studebaker bifreiða hefir aukist stór- ortype 134 kostlega seinustu mánuðina. Um allan heim hafa bifreiðastjórar fundið það að nxeð þvi að kaupa Studebaker, spara þeir fje, en fá bifreið sem skarar fram úr öðrum að öllu leyti og er endingar- best. Hver vill gera sig ánægðan með annað en hið besta? Komið nú þegar og skoðið hinar fjórar afbragðsgóðu tegundir Stude- baker bifreiða. Verð frá 4950.00—12700.00. Umboðssali á íslandi: Egill Vilhjálmsson. S TUDE BAKBR, THE GREAT INDEPENDENT ESTABLISHED IN 1852 Auglýsingar í Morguublaðinn borgu slg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.