Morgunblaðið - 23.09.1928, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.1928, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 Fyrirliggjandi a ámjör í heilum stykkjum og smásölu. Mæður, gefið börnum yðar þorskalýsi. Von og Brekkustfi 1- Van Houtens konfekt og átsúkknlaöi er annálað um allan heim ' fyTir gœði. f heildsölu hji Tóbaksverjlun Islandsh.t Sv. Jðnsson & Co. Kirkjustrœti 8 b. Simi 420 hafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóCu Tegg- fóðri, pappír, og pappa k þil, ioft og gólf, gipsuðum loftlistum og loftrósum. Stmi 27 cidma 2127 Vjelareimar. • • • • • • leðurfeiti heldur leðr- JJ inu mjúku og gerir það JJ endingarbetra. J J • • • • Síkkiiaði. Ef þjer kaupið súkkulaði, þá gætið þess, að það sje L i 11 n - sðkknlaði eða Ffallkonn-súkknlaði Stndebaker mikill úrþvottur, eins og á sjer stað við hrakninga þurheys, er lítt hugsanlegur. Þess ber líka að gæta að þegar heyið er haðað er það nýtt, frumur þess lifandi og geta þess vegna sennilega varnað veru- legum úrþvotti. (Samanber, þegar gras rignir nýslegið, tapar það ekki miklu af efnum við úrþvott). Aðal-næringarefna-tapið verður að líkindum við öndun jurtanna sem sjálfsagt er örari og lengri við þessa votheysgerð en þá venju- legu, en aftur er tap af völdum gerla sennilega minna. Það væri mjög mikils virði fyr- ir íslenskan landbúnað ef hægt væri áð bæta votheysgerðina þann- ig, að hún gæti orðið aðal-hey- verkunaxaðferð okkar í framtíð- inni. Til þess þarf heyið að verða svo holt, að það megi gefa það öllum skepnum mestmegnis eða eingöngu, án þess þó að tapa nokk uð að ráði af næringarefnum. Þá þyrftu hændur ekki lengur að kvíða sumaróþurkunum, hröktu heyjunum ónýtu og dýru, fjenaðar fellinum frá fullum heyhlöðum. Þá yrði-. heyannatíminn ólíkt á- hyggjuminni en afkastameiri söfnunartími, þá yrði búpeningur landsmanna verðmeiri og tryggari stofn en nú. Það er engum efa bundið' að fjölmargir fjenaðarfell- irar stafa frá hröktum og ónýtum heyjum, því við hrakningana get- ur heyið tapað helming eða meira af næringarefnum og það hetri helmingnum. Erasmus G-íslason hefir stigið stórt spor í þessa átt. Hann hefir hjer sýnt sjerstaka atorku, áhuga og fórnfýsi. Hann hefir eytt mörg- um árum og miklu fje til þess að þreifa sig áfram og smá-fullkomna þessa heyverkunaraðferð sína. Ilún er ennþá á tilraunastigi, en þó svo mikið reynd, að ekki verð- ur lengur gengið frarn hjá henni sem óvitafálmi, eins og hið opin- hera hingað til hefir gert. En jafn vel þó hún væri það, á Erasmus ,þó miklar þakkir skilið. Hann hef- ir sýnt að hjer þarf eitthvað að gcra. Aðferð Erasmusar er að öllu leyti mjög frumleg. Jeg veit ekki til, að aðferð lík þessari sje nokk- ursstalðar notuð erlendis, en hún er ekki verri fyrir það. Það má ekki lengur viðgangast að meira og minna af dýrum hey- afla hrekist og verði hálf ónýtt fóður án þess að hið opinbera geri neitt til þess að fullkomna þær lieyverkunaraðferðir, sem gera hændur óháð'a rosunum á sumrin. Tilrannamenn Búnaðarfjelags Islands þurfa að hafa vakandi auga á öllum húnaðarnýjungum, sem fram koma, ekki síður þótt innlendar sjeu, rannsaka þær og leiðbeina bæncþim með notkun jieirra. Þá myndi greinilegar sjást árangur af starfi þeirra en nú. Guðmundur Jónsson (,.Freyr“). frá Torfalæk. eru bíla bestir. B. S. R. hefir Studebaker drossiur. B. S. R. hefir fastar ferðir til Vífilsstaða, Hafnarfjarðar og austur í Fljótshlíð alla daga. Afgréiðslusímar: 715 og 716. Bifreiðastöð Reykjavikur. L—55, breskur kafbátur, sökk í Eystra- salti 1919, í orustu við rússneska tundurspilla. Rússar hafa nú náð lcafbátnum upp og flutt hann til Kronstadt. Voru 41 menn á kaf- hát þessum. Breska stjórnin hefir beðið Rússa leyfis að mega flytja líkin til Englands til greftrunar og mun það verða leyft. (FB). Suðurpólför Byrds Haim segir frá undirbúningi sínum og fyrirætlunum. Um mánaðamótin, ágúst og september, var búist við því, að Byrd fluginaður legði upp í suð- urpólsleiðangnr sinn. Blaðamaður sem hitti hann í New York um miðjan ágúst, segir frá fj^rirætl- unum Byrds. Segist Byrd vera mjög vongóð- ur um að hægt sje að fljúga um öll suðurheimskautslöndin, þó ým- islegt geri það að verkum, að erfiðara verði það, en flugið yfir þvert Norður-íshafið. Þarna suður frá er loftslag hið versta og erfiðasta sem fyrirfinst á jörðinni. Stormasamt er þar mjög, og koma þar oft ofsarok á Byrd. svipstundu. Meðalhitastig ársins er til dæmis við' ,,Rossöya“ 18° frost. Er þetta á 78 gráðu suðlægrar breiddar. Við pólinn er landið 11.000 yfir sjávarmál, og er með- alhitastig ársins þar 37° frost. Um útbúnaðinn í ferðina segir Byrd meðal annars: Við höfum fengið sjerstakt skip i ferð þessa, sem er mjög sterk- lega bygt. Skipið heitir Samson. Skipverjar verða 55, er valdir voru meðal 3000 manna, er sóttu um að fá að taka þátt í leiðangr- inum. Við tökum með okkur 56 sleðahunda. Tveir Eskimóar verða með í förinni. Þrjár flugvjelar ætlum við að hafa. Kostnaðurinn við ferðina er áætlaður 1.500.000 krónur, fyrir utan 1.800.000 krónur, sem ýmsir menn hafa gefið til leiðangursins. Er við komum að Ross-strönd- inni, verðum við að byggja þar alimörg hús, svo þar verður heilt þorp reist. Skipið getur ekki ver- ið þar að staðaldri, verður að snúa við til Nýja^Sjálands. Við tökum með okkur 15.000 gallon af benzini og 500.000 sigar- ettur. Það verða 20 sigarettur á mann á dag. Að afloknum byggingum á Ross- strönd, byrjum við að reisa forða- búr víðsvegar um landið, þar sem við ætlum að fljúga um, svo að við getum leitað þangað ef flugvjel bilar og við þurfnm að setjast, og fara fótgangandi að aðalstöð vorri. Frá flugvjelunum ætlum við að gera ljósmyndir af landinu, svo hægt sje að gera af því nákvæm- an uppdrátt. Mikið af því landi sem við' ætlum að ljósmynda er nú óþekt með öllu. Yfirleitt eru þarna mikil vís- indaleg verkefni, sem híða okkar til úrlausnar. Mikill hluti landsins eru eldfjallahjeruð, og má vænta þess, að þau sjeu á margan hátt merkileg. í landsvæði því, sem næst er Astralíu, eru miklar kolanámur, sennilega einhver mestu kola- námusvæði í heimi, 1000 enskar mílur á lengd og 50 mílur að breidd. En mest áhersla verður lögð á veðurathuganirnar. Aðal bækistöð vor verður 1000 enskar mílur frá pólnum. Loftið á þeim slóðum er svo ljett, að mjög er etfitt að lenda þar, þareð mótstaða loftsins við vængi flug- vjelanna er svo lítil. Eru vjelarn- ar því á mjög mikilli ferð, þegar þær nema við jörð er menn setjast, og verða lendingarvellir því að vera mjög sljettir. Litlar ójöfnur á vellinum geta gert það að verk- um að flugvjelin steypist og lask- ist. Mjög þarf að vanda til alls útbúnings í ferð þessa. Eitt af því sem þarf að hngsa vel fyrir, er að menn sjeu vel fataðir, og eink- um vel skóaðir. Reynsla Scotts suðUrpólsfara verður þar tekin til greina. Þegar hann örmagnaðist í tjaldi sínu og dó, var hann mjög kalinn, bæði á höndum og fótum. Skyrbjúgshættan er og mjög mikil á svona ferðalögum. Yerðum við að taka með okkur mikið af vitaminsríkum matvælum. Byrd flaug norður á pól, eins og menn muna, rjett áður en þeir komust þangað Amundsen og No- bile. Hann er maður djarfur. En enginn er hann angurgapi, heldur undirbýr hann vel öll fyrirtæki sín, og svo mun vera í þetta sinn. Ný furðuflugvjel. Miðvikúdaginn 12. sept. sagði Mhl. frá dularfulli flugvjel, sem sjest hefir hvað eftir annað hjá ströndum Frakklands. En það er ekki aðeins hjá ströndum Frakk- lands og íslands, sem dularfullar flugvjelar eru á sveimi. Danska blaðið „Dagens Nyheder“ segir frá því hinn 5. september að dag- inn áður hafi gerst eftirminnileg- ur atburður hjá Hemsö í Svíþjóð. Tvær konur voru á háti þar nokk- uð frá landi og tóku þær eftir því hvar flugvjel kom á háflugi, en steyptist alt í einu niður og dró á eftir sjer langan og mikinn reyk- slóðaj í fallinn. Hvarf hún þeim seinast á bak við nes nokkurt lágt, og var þá alveg að því komin að falla í sjóinn. Þegar konur þessar komu til lands, skýrðu þær undireins vígj- unum í Hemsö frá því hvað fyrir þær hafð'i borið. Voru þá sendir þaðan margir vjelhátar til þess að leita að flugvjel þeirri, er slysið henti, en þeir urðu hennar hvergi varir' og sáu engin merki til. þess neinstaðar að flugslys hefði orðið. Síðan gaf hervarnarráðuneytið sænska út opinbera tilkynningu um það, að á þessum tíma hefði engin sænsk flugvjel verið á þess- um slóðum, og hljóti því að vera um útlenda flugvjel að ræða. —■—------------- Besta ofnsvertan. Heildsölubirgðir hjá Daníel Halldórssyni, Sími 2280. Lifur og hjörtu og Murta úr Þingvallavatni fæst í Matarbúð Sláturtjelagsins Laugaveg 42. Sími 812. Dilkakjöt úr Borgarfirði, fæst daglega í Herðubreið. Sími 678. Vjelareimar Reimalðsap og allskonar RelmaAburður. Vald. Ponlsen. Klapparstíg 29, Notið ávalt sem gefup fagpan svartan glJAa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.