Morgunblaðið - 23.09.1928, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.09.1928, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 23. sept. 1928. MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Finsen. Utgrefandi: Fjelag- I Reykjavfk. RitBtjðrar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstrætl 8. Slml nr. 500. Auglýsingaslcrifstofa nr. 700. Heimasimar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr.'770. Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.50 - ---- I lausasölu 10 aura eintakiö. Erlendar 5ímJrEgnira Hernaðarskaðabæturnar og heim- köllun setuliðsins hjá Rín. Prá London er símáð: Ókunnugt er enn hvenær samningatilraunin byrjar, sem fram á að fara sam- kvæmt Genfsamþyktinni, viðvíkj- andi setuliðinu í Rínarbygðunum og skaðabótamálinu. Aðalerfiðleik- arnir eru að finna samkomulags- grundvöll í skaðabótamálinu, eink- anlega áfStöðu Bandaríkjanna, en .úrlausn skaðabótamálsins virðist stöðugt skilyrði af Frakklands hálfu fyrir því, að setuliðið verði kallað heim. Margir eru þeirrar skoðunar,’ að erfitt muni reynast að ákveða lieildaruppliæð skaða- bóta frá Þjóðverjum, fyr en end- auleg ákvörðun verður tekin um það, hve rnikiíV Bandamenn verða að greiða Bandaríkjunum af ófrið- arskuldiim sínum við þau. Þar að auki eiga Frakkar á næsta ári að greiða Bandaríkjunuta mikla upphæð. Prakkar vilja því selja þýsk járnbrautarhlutabiyef, sem Bandamenn háfa að veði, en talið er víst. að erfitt muni reynast að seljá þau. an aðstoðar Banda- ríkjanna. — Bandaríkjastjórnin virðist liafa skilning á því, að nauðsynlegt sje að selja hluta- brjefin, en er ófús á að ræða mál- ið, fyr e.n fórsetakosningarnar eru um garð gengnar, (þær fara fram í nóvember.) . Suðurför Wilkins. Frá. New York er símað: Wil- kins lagði af stað í gær sjóleiðis t.il Montevido. Þaðan fer hann á hvalveiðaskipi t,il Deeeptioneyju. sem er um sextíu enskar milur fra ströndum suðurpólslándanna. W il- ltins flytur með sjer tvær flug- vjelar. Hann ætlar sjer að kanna Suðurpólslöndin, einkum veðurlag þeirra. (Ðeception-eyja er í suður-At- lantshafi, á 63 gráðu suðlægrar breiddar og 60y2 gr. vestlægrar lengdar). EIMSKIPA F JELAG wmm íslands „fiwUioss" ffes* hjedan sinnað kvðld (mánudagskvöld) kl. 12 ti) Fpedefikstad t Nopegi og Kaupman»ahafnap. Farseðlar ssefeást fypir> kl. 12 á mopgun. Fundur Hrifiu-Iðnasar um járnbrautarmálið. í gær var fundur Jónasar dóms- málaráðherra um járnbrautarmál- ið, er liann slcýrði frá í Tímanum að hanh ætlaði að halda í Al- þingishúsinu. Á fundinn komu allflestir þeirra er hann nefndi í auglýsingunni að boðið vrði á fundinn, enda þótt J. J. liefði fæstum þeirra boðáð' fundinn öðru vísi en með auglýs- ingunni í Tímanum. Þar vor'u þingmenn Reykjavík ur og Árnessýslu, Ól. Tliors, Ein- ar á Geldingalæk, bæjarfógetinn í Hafnarfirði, stjórn Plóaáveitu- fjelagsins, Jón Baldvinsson, svo og nokkrir blaðamenn. Tryggvi ÞórlTallsson forsætis- og atvinnumálaráðherra var ekki á fundinum, og viðurkendi fundar boðandinn, fjelagi hans Jónas, að Tryg-gva hefði ekki verið boðið á fundixm. Slcýrði Jónas Jónsson frá því í frumræðu sinni, að hann hefði boðað fund þenna, sem landkjör- inn þingmaður, en hann kæmi landsstjórninni ekkert við. Hjelt liann alllanga ræðu í upp- hafi, er að mestu voru umbúðir og málalengingar um þá tillögu hans, er hann hefir skrifað um í Tímauum, að hrinda jámbrautar- málinu í framkvæmd með sam skotafje. Yrði samskotafjeð síðan foKgangshlutafje í járnbratttinni, og vonaðist liann til þess að tali ast mætti að' safna fjárhæð er sam- svaraði eins árs útsvörum í Rvík, Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjós- arsýslu, Árness- og Rangárvalla- sýslum. Þareð járnbrautarmálið væri eklti flokksmál, vonaðist hann eft- ir því, að menn úr öllum stjórn- málaflokltum vildu vinna í samein- ingu að samskotum þessum. Ef gott samkomulag tækist ekki í upphafi, myndi þýðingarlaust að hefjast lianda. Er Jónas hafi lokið ræðu sinni tók Jóu Þorláksson til máls. — Kvaðst liann hafa komið á fund þenna, ejida þótt liann hefði ekk- ert fundarboð fengið, vegna þess að hann vildi fylgjast sem best með öllu því, að gerðist í þessu þjóðþrifamáli. Hann vildi og gjarnan vita, hvort fundurinn væri lialdinn að tilhlutan lands- stjórnarinnar eða ekki, og hvort rjett væri sem heyrst, hefði, að atvinnumálaráðherranum sjálfum hefði ekki verið boðið á fundinn. Var auðheyrt á Jónasi að svo var. En sneypulegur varð hann þegar Jón Þorláksso^t vjek að því í ræðu sinni, hve ótilhlýðilegt það væri að' halda fund um jafn mik- ilsvert samgöngumál, án þess að gefa atvinnu og samgöngumála- raðherranum kost á að vera þar. Benti J. Þorl. síðan á það, hve varhugavert það væri fyrir heppi lega úrlausn málsins, að fitja upp á framkvæmdum á fundi, sem þessuin, þar sem sumir þeirra manna væru fjarverandi, er mest kæmi málið við, t. d. atvinnumála- ráðherrann, borgarstjórinn í Rvík sýslumaður Rangæinga o. fl. Hafði hann litla trú á samskota- leið J. J., en gat þess jafnframt, að það hefði altaf vakað fyrir sjer og öð'rum járnbrautarmönn um, að sveitir þær og kaupstaðir er bein afnot fá af járnbrautinni legðu fram fje til hennar, enda væri sá siður, þar sem ríkin leggja járnbrautir. Lýsti hann því yfir, að hann myndi hildaust fylgja núverandi landstjórn í járnjbrautarmáliuu, ef hún vildi leysa úr því á skyn- samlegan og heppilegan hátt. Eu eitt vildi liann fá að vita, og það sem fyrst, hver afstaða stjórnarinnar í rann og veru væri til járnbrautarmálsins. Stjórnin hefði girt fyrir að reynd yrði sjer- leyfisleiðin, með því að neita Ti- tan. Vildi hann ekkert segja um það, við hvaða rök sú ráðstöfun liefði að styðjast. En úr því stjórn- in liefði neitað Titan, liefðu menn sjerstaka ástæðu til að spyrja livað liún ætlaði sjer í málinu, því það eitt væri víst, að járnbraut- armálið yrði aldrei leitt til sigurs, nema með fylgi stjórnarliðsins þinginu. Allmargir fundarmanna tóku til máls. Þeir Einar Jónsson, Magnús Jónsson og Jón Baldvinsson voru mótfallnir samskotaleið Jónasar, og í sama streng tóku þeir Magn ús Torfason og Jörundur Brynj- ólfsson. Enginn mælti með tillögu Jónasar, og lognuðust umræður út af eftir að fundurinn liafði staðið yfir í 3 klst. = FeB*ðakistui*| = ■ - Ferðatöskur, IH Hl 20 mism. stærðir. ■ == Skólatöskur. m = Pennakassar. == == Gráu-Leirkrukkurnar. m Bollapör á 0.45. Diskar á 0.45. == Hnífapör 0.90. = Matskeiðar 0.20. m Teskeiðar 0.15. Laukaglös, mikið úrval. = Edinboro. m TIRE & RUBBER EXPORT CO., Akran, Ohlo, U. S. A. Hressaudi greinir. Tíminn flutti lengi vel í sumar augJýsingu eina, þar sem bændur voru hvattir til þess að kaupa Alþýðublíiðið. í auglýsingunni er þannig komist að orði, að Alþýðu- blaðið flytji „liressandi greinir ium þjóðfjelagsmál.“ Auglýsing þessi er fyrir nokkru hætt að koma í Tímanum, og geta menn sjer þess til, að hvarf hennar stafi af því að einhverjum Tíma- klíkumanninum, er enn ber hag bæiida að einhverju leyli fyrir brjósti bafi þótt Alþýðublaðið taka helst til „hressilega" til orða, er það heimtar almenna þjóðnýt- ingu, eignarnám og annað ofbeldi og kúgun. En orðatiltæki auglýsingarinnar mátti til sannsvegar færa. Því það ætti sannarlega að vera vekj- andi og liressandi fyrir Pramsókn- arbændur að lesa nokkrar greinar i Alþýðublaðinu, og með því kynn ast flokksmönnum Hriflu-Jónasar, hugsunarhætti þeirra, skrifum o ofbeldisstefnu. Ef Pramsóknarbændur geta þá ekki skilið í hvaða sjálfheldu þeir eru teýmdir, þá verð'a. þeir seint vaktir með öðrum hætti. Nýlega birtist forystugrein í Alþýðublaðinu. þar sem talað er um vinnutímann í sveitinni. Er ])ar fullyrt. að bændur ofþjaki verkafólki, skilji ekki að of lang ur vinnutími er ofþjökun, og með þeirri tilhögun vinni þeir sjer og verkafólkinu ógagn. Meðan bændur lialdi uppteknum hætti, geti ekkert andlegt líf hald- ist í sveitunum, engin menning. Og greinarhöfundur hefir ráðið við liendina. Hann segir: Alþingi þarf að lögbjóða. fast- an vinnutíma. við sveitavinnu, og eiga allir bændui’ að vera skyld- ugir til þess að hlýða þeim laga- fyrirmælum. Þó geta hændur átt von á, að' verkafólkið af náð og Þvi lengur sem þú keyrir á GOODYEAR- DEKKUM, því sannfærðari verður þú . um gæði þeirra. Hvert dekk, sem sett er á bíl, gefur nýja sönnun um ágæti þeirra og aukna hagsýni notenda, GOODYEAR-DEKK eru gerð úr finasta efni, sem hægt er að framleiða, seigasta gúmmíinu og hinu heimsviðurkenda, ending- argóða og sterka SUPERTWIST. Þau hafa því alt til að bera, sem krafist er, og verða í reynslunni hin ódýrustu, þar sem þau gefa fleiri kilómetra keyrslu en önnur dekk, þó dýrari sjeu keypt. Vertu hagsýnn. Sparaðu krónuna. Kauptu GOODYEAR. Aðalumboðsmaður: P. Stefánsson. Nýkomið i gúmmídeildina Snjóhlífar 20 tegundir fyrir kven- fólk og börn. Fallegt úrval. Verð- ið mjög lágt. „Helsingborg“ skóhlífar kiuar viðurkendu góðu, eru nú til í öil- um stærðum fyrir karlm., kvenfólk og börli. Kaupið þar sem úrvalið er mest og verðið áreiðanlega lægst. Lárns G. Lúðvigssom, Skóverslun. CIR Q b dæmist það besta bón af □llum sem reynt hafa. CIR13 ti er ódýrt í notkun. Reyniö. E.J.I. nrnasan SDachmann Best að auglýsa í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.