Morgunblaðið - 23.09.1928, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.09.1928, Blaðsíða 7
MORGITN BLAÐIÐ 7 Bann. Að’ gefnu tilefni auglýsist hjermeð, að öllum er bannað að rista grasþökur í óútvís- uðu laridi Reykjavíkur. Borgarstjórinn í Reykjavík, 21. sept. 1928. K® Zimsen. Silkolin. Munið eftir að biðja Kaupmann yðar um hina alþektu „Silkolin“ ofn- svertu. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæð- um'! Andr. J. Ðertelsen. Sími 834 Austurstræti 17. Nýkomið: Þvottapottar Balar Fötur Kolakörfur, ein- og tvöfaldar Kolaskúffur Kjötkvarnir Gasvjelar ^ Olíuofnar Þvottavindur. JÁRNVÖRUDEILD JE3 ZIMSEN. *ll9BCð®8tOOfl •> Q> © OOOðOOOtl % I ISittísku leiaivinr: I Dömuveski og töskur. % Q Peningabuddur fyrir karla og konur. Karlmannsveski og raargar aðrar tækifærisvörnr. Sími 436. Laugaveg 5. Schjödt (formaður K. A.), Þor- lcell Ottesen og Jakob Gíslason. Um leikinn sjálfan í kappleik- unum við Víking, er það að segja, að samleikur Akureyringa var nokkuð misjafn, stundum ágætur, en stundum allur í molum. Þess vegna fóru mörg „upphlaup“ þeirra út um þúfur, þó vel væri til þeirra stofnað. En það sem sjer- staldega auðkendi leik Norðlend- inga var úthaldsleysi. Eftir því sem á leið' leikinn linaðist sóknin og vörnin varð þvöglulegri, en að sama skapi urðu yfirburðir Vík- inga ljósari, end höfðu þeir betri æfingu að baki sjer en K. A. Kom hjer í ljós sem oftar, að í knattspyrnu gætir minna afls en þols% og leikni. A ísafirði eru tvö knattspyrnu- fjelög, „Hörður“ og „Vestri“. Kepti Víkingur við úrvalslið úr þessunx fjelögum á suðurleið, en fjelagið „Hörður“ gekst fyrir kappleiknum. Fóru leikar svo að' Víkingur vann ísffirðingana með 9 :1. Þó úrslitin yrðu þessi, þá er það víst, að í liði ísfirðinga eru margir liðlegir knattspyrnumenn, sumir jafnvel liðlegri en flestxr Akureyringanna, sem ljeku yfir- leitt nokkuð fast, (var það lielst lýti á þeirra leik). En skilyrðin fyrir' æfingar á ísafirði eru, svo sem áður hefir verið minst á, miklu verri en á Akureyri sökrnn þess hve leikvöllurinn er ójafn og illa frá h(Kium gengið. Það er ágætt að Reykjavíkurfje- lögin fari út um land til þess að' keppa við knattspyrnufjelög víðs- vegar á landinu, en það er ekki nóg. Fjelögin á Akureyri, fsafirði, Vestmannaeyjum og víðar verða að koma til Reykjavíkur til þess að taka þátt í íslandsmótimi. Þá fvrst hefir mót þetta náð tijgangi sínúm, því þá fyrst kemur í Ijós hvaða f jelag er „besta knattspyrnu fjelag íslands“. För Víkings norð- ur og vestur hefir sýnt það, að á næstu árum má búast við, að til verði svo góðir og öflugir knatt- spyrnufl. utan Rvíkur, a. m. k. á Akureyri, að ekkert Reykjavík- urfjelag treystist til að halda þess- um titli án þess að reyna sig við þessi fjelög. L. S. -------«@»--------- Dagbók. I. O. 0. F. 3 1109248 == □ Edda: 592892661/2- Fjárk. og kosn. Fyrifl. •. br.Rm. •. • Veðrið (í gær kl. 5): Lægðin sem gerði vart við sig á NA-Græn- landi á föstudagskvöldið, er nú komin suðaustur fyrir Jan Mayen og fer dýpkandi. Veldur hún NV- hvassviðri (8 vindstig) á Raufar- köfn, en annars er hægviðri um alt. límd. Þó er VSV-stinningskaldi úti fyrir Vestfjörðum. Hiti er víða 13 stig norðan lands, 16 á Seyðis- firði og 9—12 á SV-landi. Vindur mun vera norðlægari á morgun og getur orðið allhvass, einkum austan lands. Veðurútlit í dag,- V og NV-kaldi eða stinningsgola. Skýjað loft. — Sennilega úrkomulítið. Heldur kaldara. G«ir Zoega vegamálastjóri er ný- kominn heim úr ferð sinni um Norðurland. Er hann vongóður um að hægt verði að lagfæra svo Norðurlandsveginn, alla leið úr Stofnsett árið 1884. Höfuðstóll: 12,000,000,00 sænskar krónur. Brnnatrrggingar bvergi ódýrari nje S KAA N E tryggari en hjð þessn öflnga fjelagi. I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN. ■ Norðurárdal og norður á Akureyri næsta sumar, að hægt verði að hafa öruggar bílferðir alla leið. Yfir Holtavörðuheiði hafa farið nálægt 160 bílar síð'an í júlí byrj- un. Hefir varla sjest ríðandi mað- ur á þeirri leið síðan bílferðir byrjuðu yfir lieiðina. Alls munu hafa farið þessa leið um 900 manns í bílum. Stjörnufjelagið, Fundur í kvöld kl. 8y2. Gestir. Skemtun verður haldin í þing- liúsi Hvolhrepps á Stórólfshvoli hinn 25. þ. mán. Er það Kvenfje- lag Hvolshrepps, sem gengst fyrir henni. K.F.U.M. heldur samkomu í þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði í kvöld kl. 814. Þeir cand. theol Sigurbjörn Á. Gíslason og Norheim frá Hauga- sundi tala þar. Eru allir velkomnir á samkomu þessa. Matsöluhús í Hafnarfirði. — Á sunnudaginn kemur opnai> Guðrún Eiríksdóttir kaffihús og matsölu- hús í Hafnarfirði. Guðrún hefir um mörg ár haft forstöðu á mat- söluhúsum, svo sem Hótel ísland, Iíótel Akureyri, Valhöll á Þing- völlum o. s. frv. og hvar vetna get- ið sjer liinn besta orðstír meðal gestanna. Kafbátahernaðurinn. 1 Lesbók Morgunblaðsins birtist í dag XV. kafli af frásögn Julius Schopka um kafbátahernaðinn. Hafa menn fylgt sögu hans með mikilli at- hygli og mun fæstum frásögn- um úr stríðinu, þeim er birtst liafa á íslensku, verið t.ekið jafn vel. — Endurminningum þessum er nú lokið í Lesbók, en þær munu bráð- lega verða. gefnar út sjerstaklega og þá ýmsu viðaukið', og auk þess bætt við frásögn um það, sem á dagana dreif frá því er „U. 52“ sökk og þangað til stríðinu lauk. Um Reykjanes ritar Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur í Les- bók í dag — þennan merkilega stað, að enginn er annar jafn mérkilegur í nágrenni Rejdija- víkur. Ber margt til þess, en þó einlcum hinn stórkostlegi jarðhiti sem þar er. Augu manna eru nú fyist að opnast fyrir því hvert gagn má verða að jarðhita að hann má telja til liinna bestu land- lcosta hvar sem er. Þess verður ef til vill ekki langt að bíða, að öðru vísi verður um að litast á Reykjanesi en nú er — þar kom- ið heilsuhæli, sundhöll með heitum sjó, eða að minsta kosti baðlaug, virkjun í stórum stíl, verksmiðju- rekstur og hitaleiðsla um alt nesið t.il Reykjavíkur. íþróttablaðið kemur út í dag. — Flytur það frjettir af því mark- verðasta, sem gerst hefir í íþrótta- lífinu í sumar, bæði hjer á landi og erlendis. Myndir eru af Ástu J óhannesdóttur, sundkonunni snjöllu, sem synti í sumar frá Viðey til Reykjavíkur, af íþrótta- sýningu á Álafossi, frá ameríkska meistaramótinu í sumar og 01- ymps-leikunum. Hjónaband. 18. þcssa mánaðar voru gefin saman í hjónaband í Isafmði, María Helgadóttir og Guð mundur Ástráðsson loftskeytamað- ur á Hávarði ísfirðing. lúsmæður nanii ai s&sozp er það besta. Ef þjer enn ekki hafið reynt þetta ágeeta te, þá genið það i dag. Seit i flestttllum matvfiruversi. i Vs — '/* °9 ’/a Ibs pttkkum. Haffi*, Matar- og Hvottastell, Ávaxtastell — Skálar — Bollapör — Kökudiskar. Pottar með loki frá 1,25. Pönnur frá 0.75 og ýmiskonar Búsáhöld, ódýrast hjá K. Einarsson I Björnsson. BankaetPSBti II. Stórt úrval af f ataeinnm Guð iii. B. lí i k Laugaveg 21. — Sími 658. a r. Auglýsingasala á Laugaveg 5. á morgun og þriðjudag verður selt: Smábannafatnaðup allskonnp, Gardinutau, Ljepeft, Tvisttau, Flonel og Lastingup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.