Morgunblaðið - 24.12.1929, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Jftorfltmblaðið
Stolu»Ddl: VUh. Flnaen.
rtaoí*ndl: FJela*: I KeyhJaTífc
4Ut«tJðr&r: Jðn KJartanaeon.
Valtýr StefAneeon
•tnslí'BinsaatJðrl: E. HaíDers
Bhrlfetofa Auaturatraetl >
41bh1 nr. 600.
t.aB:itB!nsaekri£»tofa nr. 7‘ii
lieieaaelBiar:
Jðn Kjartaneeon nr. i ie-
Valtýr Btefánaeon nr
F. Hafbers nr. 770.
msriftazjald:
Innanlande kr. 2.00 á adnctlt
nlande kr. 1.60 - ——
»ðln 10 aura elntakin
Erlendar símfregnir.
FB. 21. des. (Meðt. 22. des.).
Erfiðleikar bresku stjórnarinn-
ar aukast.
Frá London er símað: Úrslit
sttkvæðágreiðslunnar í neðri mál
stofunni í fyrrakvöld hafa vad-
ið mikilli gremju milli verka-
manna og frjálslyndra. Sam-
vinna milli þeirra virðist varla
möguleg til lengdar, en margir
ætla, .að innan skamms muni
draga til samvinnúsliía.
Nýjar deiiur í Þýskalandi.
Frá Berlín er símað: Fyrir
tveimur árum uppgötvuðu þýsk-
ir tollþjónar, að tilraun var
gerð til þess að smygla vopna-
foirgðum út úr landinu. Birgðirn-
ar átti að senda til Kína. Kvið-
dómur hefir nú kveðið upp úr-
skurð í málinu. , Smyglararnir
Aioru sýknaðir. Rjettarhöldin
fóru fram fyrir luktum dyrum.
Yfirvöldin hafa haldið ýmsu
leyndu um það, hvernig smygl-
unin fór fram. Þó er kunnugt,
að kviðdómurinn áleit ástæðu til
að ætla, að ríkisvarnarlið Þýska-
lands hafi staðið á bak við
smyglunina. Vinstriblöðin ræða
.málið af allmikilli æsingu og
heimta ítarlegar upplýsingar.
Frakkneskt-þýskt iðnbandalag ?
Frá París er símað: Marshal,
fyrv. stjórnarforseti, er lagður
af stað í opinbera sendiför til
Berlín til þess að athuga mögu-
leikana fyinr samvinnu á meðal
Frakka og Þjóðverja í iðnaðar-
málum og verslunarmálum. —
Margir merkir frakkneskir
stjórnmálamenn hafa komist á
þá skoðun, að ákjósanlegt væri
að koma á frakknesk-þýsku iðn-
aðarbandalagi og hafa ákveðið
fyrir sitt leyti, að gera tilraun
til að vinna að því, að það kom-
-ist á. Ætlað er, að Þjóðverjar
muni taka þessum málaleitunum
vel. Verði hugmyndir þessar
framkvæmdar, gera menn sjer
vonir um að af samvinnunni
muni smám saman leiða upp-
ræting hins forna fjandskapar
é milli Frakka og Þjóðverja.
Páfinn fer út úr vatikaninu.
Frá Rómaborg er símað: Páf-
inn fór í gær í fyrsta skifti út
fyrir múra vatikansins. Fim-
tí'u ára prestskaparafmæli páf-
ans var í gær. Ók hann þa til
Laterankirkjunnar og messaði
þar.
Miklir kuldar í Amer>ku.
Frá New York City er símað:
Btórhríð og frostharka í norð-
’urríkjum og austurríkjum Banda
Morgunblaðið óskar
lesönbum sínum
Gleðiiegra jóla!
Ofviðri nm helgina.
Stórkostlegt tjóu víða.
nimptnrtt^mS
Þýskur togari
strandar við Hafnarbjarg.
Mannbjörg.
Um kl. II á laugardagskvöld
strandaði þýskur togari, „Alte-
land“, frá Cra.nz við Elben, sunn-
an við Hafnarbergy á svokölluð-
um Melum. Var dimmviðri og kaf-
aíd þegar skipið strandaði, en
brimlaust. Skipsnienn, 13 að tölu,
komust allir í 'land óskaddaðir;
var skipið svo nálægt landi, að
þeir gátu vaðið til lands. Síðan
kveiktu þeir bál á strand'staðnum
og hjeldust þar við alla sunnudags
nótt, en á sunnudagsmorgun fóru
]>eir að leita bseja og stefndu á
Reykjanesvitann. Bóndinn á Kal-
manstjöfn sá til ferða þeirra og
fylgdi þeim til vitaus. Fengu þeir
þar hinar bestu viðtökur á heimili
Ólafs Sveinssonar vitavarðar.
Vrar það mikil mildi, að brim-
laust var þegar skipið strandaði,
því að stórgrýti og lilappir eru á
strandstaðnum.
Skipsmenn dvöldu hjá vitaverði
I alla mándagsnótt og leið ágæt-
lega. Þeir voru fluttir liingað til
bæjarins í gær.
Skipið er mikið brotið og telur
Skipstjóri útilokað, að því verði
bjargað. TTinsvegar er von um, að
einhverju verði bjargað úr því, ef
ekki brimar. Skipið var fult. af
fiski. — Skipið var alve'g á. þurru
landi um fjöru.
Strandmennirnir verða senni-
lega sendir út með Gullfoss.
ríkjanna. I Chicago hafa 20
menn dáið úr kulda. Þar í borg
er 14 þumlunga snjór. Hálf mil-
jón skólabarna hafa orðið að
halda kyrru fyrir heima, vegna
snjókomunnar. Á austurströnd
Bandaríkjanna er svartaþoka.
Sjóferðir hafa tepst. í Newyork-
höfn eru 50 eimskip (tept).
Slys.
Frá Amsterdam er símað: —
Sprenging varð í dráttarskipinu
„Gröningen" svo stórkostleg, að
tveir skipsmenn köstuðust hátt
í loft upp og yfir mörg hús í
mörg hundruð metra fjarlægð.
Auk þess biðu að minsta kosti
tveir skipsmanna bana. Mikið
dgnatjón. Mörg hús hrundu.
Tjón í Siglufirði.
FB. 22. des.
Frá Siglufirði er símað: Ofsa-
rok á norðan með stórhríð og
foráttúbrimi skall á aðfaranótt
laugardags og. helst laugardag
til kvölds með stórflæði og sjáv-
arólgu, sem gekk yfir mestalla
eyrina og suður af henni ofan
við kvikmyndahúsið og Goos-
Verksmiðju. Fólk neyddist til
þess að flýja úr mörgum húsum
| og skepnúm varð nauðulega
ibjargað, enda ófært mönnum yf
jiv flóðtímann um norðureýrina,
sökum vatnsdýptarinnar, nema
á bátum, sem einnig var áfært
fyrir veðurofsanum á Lækjar-
götu og Aðalgötu. Þar var flóðið
hnjedjúpt og í sumum húsum
meðfram Lækjargötu álíka. Hús
og munir stórskemt af vatninu,
timbur og annað lauslegt flaut
í hrönnum á götunum. Fjelags-
bakaríið og margar sölubúðir
urðu að hætta afgreiðslu. Vörur
stórskemdust, þar á meðal mik-
ið af mjölvöru í Hertervigsbak-
aríi. Brimið braut allar bryggj-
ur ríkisbræðslunnar, síldar-
bryggjur, eign bæjarins, bryggj
ur dr. Paul, söltunarstöð Hall-
dórs Guðmundssonar, Ásgeirs-
i bryggjur, Baldursbryggju og
laskaði Henriksens og Thorar-
ensensbryggjur. Mest er tjón
ríkisverksmiðjunnar og Hall-
dórs Guðmundssonar. Einnig
tók sjór timbur frá ríkisverk-
: smiðjunni og tunnur og salt á
söltunarstöð Halldórs frá Einka
isölunni. Brakið úr nyrstu bryggj
I unum rak á þær innri og braut
þær. Tjónir mun sennilega nema
yfir 100000 kr. Tvo vjelbáta
rak á land í Dalvík, annar brotn
aði og braut bryggju. Póstbátur
inn lagði af stað hjeðan á föstu
dagskvöld, slaþp í byrjun ofs-
ans til Hríseyjar, lá þar á laug-
ardaginn. Sæfarinn frá Eski-
firði, lestaður beitusíld, lagði af
stað hjeðan. í morgun en sneri
aftur sökum brims.
FB, 22. des.
Frá Stykkishólmi er símað:
Ofviðrið skall á hjer aðfaranótt
ugardags. Kl. 4 að morgni var
aftakaveður. Ekki frjest um
neinn skaða af völdum veðurs-
ins.
Nýlátinn er hjer Árni Snæ-
björnsson, góður og gegn Borg-
ari hjer, fyrrur verkstjóri. Hann
stundaði kaupmensku hjer hin
síðari ár. Hann var um sjötugt.
GLEÐILEG JÓL!
Heildverslun Garðars Gíslosonar.
GLEÐILEG JÓL!
Verslunin Skógafoss
Laugaveg 10.
GLEÐILEGRA JÓLA
óska öllum
Bræðurnir Ormsson.
Sfðustu erlendar frjettir.
FB. 22. des.
Eru stjórnarskifti í vændum
í Englandi.
Frá London er símað: Alt er
í óvissu um stjórnmáahorfurn-
ar. Heyrst hefir, að Lloyd Ge-
orge, foringi frjálslyndaflokks-
ins, semji við íhaldsmenn um að!
steypa MacDonaldstjórninni. —
Stjornarblaðið, „The Daily Her-
ald“ hvetur verkamenn til þess
að vera við því búna, að bráð-
lega verði gengið til þingkosn-
inga að nýju.
Frá ÞýskalandL
Frá Berlín er símað: Schacht
forseta þýska ríkisbankans, hef-
ir tekist að koma í veg fyrir,
að ríkisstjórnin fengi lán í Am-
eríku, og hefir ríkisstjórnin
þess vegna neyðst til þess að
taka innlent lán og fallist á
lánsskilmála Schaehts. — Hilferd ;
ing fjármálaráðherra hefir þess
vegna beðist lausnar.
Ríkisþingið hefir samþykt
tollafrumvarp stjórnarinnar, en
samkvæmt því eru lækkaðir
verndartollar á landbúnaðaraf-'
urðum. '
M E L L O N
fjármálaráðheri*a Bándaríkjanna.
Meðal annara ráða, sem hann grdip
til. ti! þess að reyna að stöðva
gengishrunið, var að fá bankana
til að lælílía forvexti og boða
lækkun á tekjuskatti. Mellon er
einn af auðugustu mönnum
Bandaríkja, og hefir tapað stórfje
síðan hrunið hvrjaði í kauphöll-
inni.