Morgunblaðið - 24.12.1929, Síða 6

Morgunblaðið - 24.12.1929, Síða 6
6 MOKGUNBLAÐIÐ GLEÐILEG JÓL! Versl. Von. ilHilllÍlllllllllllllllllll!lililllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|£ I GLEÐILEG JÓL ! 1 Versl. Manchester^ íiliiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiillliiiiiiiiillilllllliiiiiiiiiiiiiiiiin oooooooooooooooooo GLEÐILEG JÓL! Tóbaksversl. London. >00000000000000000 GLEÐILEG JÓL ! Versl. Katla. GLEÐILEG JÓL! Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar. Ujllilllllllllililliliilllllllllllllllllllllllllllllllllllilllilllllllllllll|y | GLEÐILEG JÓL ! | Helgi Hafberg, Laugaveg 12. FÍ 1 lllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll OOOOOOOOOOOOOOOOOO GLEÐILEG J ÓL ! Kaupfjelag Borgfirðinga. Kjötbúðin Herðubreið. 000000000000000000 GLEÐILEG JÓL ! Sigurður Kjartansson. iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiHitsmiii'iiii»iiiiiiHiiiummiiiiiiiiiiniii[m» | GLEÐILEG JÓL! | r Gosdrykkja- og aldinsafa- § gerðin Sanitas. iiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«uii<imiiimiiuumuiiiiuH Hún leggur brjef ástvinar síns að brjósti sjer. Tárin svala best, þegar geðinu er rótt og trúartraust býr í hjartanu. — „Frelsari minn!“ hvíslar hún. ,,Jeg fel þjer alt“. Jólahljómur- inn, eilífa lagið, hefir snert hug hennar og hjarta. Hún á jól, þótt ytri kjörin sjeu örðug. Unglingsstúlka er í vist, í fyrsta skifti að heiman frá for- eldrum og systkinum. Heimþrá- in kallar á hlýjar bernskuminn- ingar og vekur söknuð í við- kvæmri barnslund, einkanlega um jólin. Og þau eru að koma. Hún horfir döpur í bragði fram á daufleg jól, það eru veikindi á heimilinu. Húsmóðirin liggur og unga stúlkan, eina hjálpin, sem hún hefir, verður að stunda hana. í fyrra var hún heima. Þá ljek hún sjer um jólin, var frjáls og sjálfráð, af því að mamma er svo eftirlát og góð. Augun urðu döpur og vot. Hún situr við gluggann og gægist út, á milli lítur hún eftir sjúklingn- um í horninu. Æ, já, þetta verða bragðdauf jól fyrir 18 ára stúlku. Og hún hugsar heim. Þar er gleði og gaman í æsk- unnar eigin heimkynni. Stúlkan alt í einu svo þunglynd og þreytt og einmana, getur ekki trúað því að blessuð jólin sjeu einmitt núna að ganga inn til hennar. En þá berast jólahljóm ar eilífa lagsins til hennar: Sjúklingurinn biður hana, með veikri röddu, að lesa jólaguð- spjallið fyrir sig. Og unga stúlk- an sest við rúmið, tekur bókina lielgu í hönd sjer og les söguna af konungssyninum, sem átti auðæfi heimsins, en var þó lagð- ur í fjárhúsjötu þegar hann kom til jarðarinnar. Sagan grípur utan um ungl- ingshjartað, stúlkan verður svo bljúg og hrærð, — barnið í jöt- unni og fátæka móðirin færast nær henni, hana langar til að beygja knje hjá legurúmi hins undraverða barns. Yður er í dag frelsari fæddur. Orðin hljóma til hennar og gagntaka hana, — þau færa henni jólin sjálf; þau voru komin, kyr- lát og hátíðleg inn í litlu stof- una, — jólahljómar eillfa lags- ins höfðu opnað dyrnar. Þeir hljómar koma færandi hendi til allra sem vilja hlusta á þá. Erindi þeirra er að boða sekum fyrirgefningu synda, huggun hinum mæddu, lækning þeim sjúku. Þeir boða dýrð Guðs í upphæðum og frið á jörðu. Hefir þú huistað á hljóma ei- lífa lagsins? Við heyrðum þá öll í æsku. Þá sungum við jóla- sálma með tendraða jólagleði í huga og augum. Og við vor- um sæl. En nú? Jeg veit ekki hvað á daga þína hefir drifið, en hitt veit jeg að fagnaðarer- indi jólanna er þjer ætlað: — Yður er í dag frelsari fæddur. Hann er jólagjöfin þín. Ef til vill færðu engar jólagjafir, og enda þótt þú fengir þær, dýrar og margar, þá eru þær einskis virði hjá dýrðlegu jólagjöfinni, sem Drottinn himnanna gefur þjer, — hann sem gaf þjer sinn eingetinn son. ' Hefirðu hugsað um það, kæri vinur minn, eldri eða yngri, sem lest þessar fáu línur, hvílík gjöf það er? Viltu ekki íhuga það núna um jólin, og rannsaka hug þinn og hjarta frammi fyrir konungi jólanna, frelsaranum Jesú Kristi ? „Fyrir hálmstrái herrans jötu frá, hendi eg öllu, jörðu, himni, sjá!“ kveður skáldið Mattías Jock- umson, í aðdáanlegu jólakvæði, sem allir ættu að kunna, því þar lýsir skáldið af snild hversu hjarta barnsins meðtekur jóla- gleðina helga og hreina., — „Aldrei skin nje skilningskraft- ur minn, skildi betur jólaboðsjcapinn". Eitt hálmstrá frá jötunni í Bethlehem! Einn lítill en lifandi trúarneisti og oss er borgið — trúin á frelsarann er meira virði en auður, völd og met- orð. Og þá getum við numið stað ar hjá aldurhnigna guðsmannin- um Simeon, sem heilsar jóla- barninu með hrifning í hjarta og á tungu, því barnið er hon- um . „hjálpræði Guðs, fyrirbúið í augsýn allra þjóða, ljós til op- inberunar heiðingjum og til veg semdar Israel“. LofsÖngur Sim- eons er bergmál af englasöngv- um, sem enn í dag hljóma hvar vetna þar sem Drottinn Jesús Kristur er tignaður og tilbeðinn í barnslegri trú. Þangað koma jólin með frið á jörðu og vel- þóknun Guðs yfir mönnunum, og þar „gleymist aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng". Guðrún Lárusdóttir. Jól. Nú Ijóma jólaljósin hlý, nú lýsir stjarna gegnum ský, og sendir geisla guðvef sinn með góða jólaboðskapinn. Nú klæðir hugi kærleiks-þel, að kvejkja ljós og breyta vel er Ijúfust þrá og löngun manns á Ijóssins hátíð frelsarans. Nú streymir blítt um storð og sæ í sterkum hljóm, í mildum blæ, þín helgi, jólahátíð kær, sem haturs-öldur lækkað fær. K. Ó. Endir aldardraums Manstu’ í garðinum góða, — þar gafstu mjer fyrsta kossinn. Enn vil jeg armiim þjer bjóða, sem örskot er gleðinnar blossinn. Eigi jeg eitthvað eftir af æskunnar sakleysi hreina, í altari áttu það falið, — því altaf varð jeg að leyna. Nanna. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Vöruhúsið. GLEÐILEG JÓLL Vigfús Guðbrandsson, klæðskeri. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum H.f. Rafmagn. ?llmnumi5í§] GLEÐILEGRA JÓLA & ffl m öskar öllum viðskiftavinum sínum ^ GLEÐILE G J Ó L! Jes Zimsen. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum H/f. Efnagerð Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.