Morgunblaðið - 24.12.1929, Qupperneq 10
1
L
%-
10
MORGUNBLAÐIÐ
BtBÐlLEG JÓL!
M. Th. S. Blöndahl h.f.
það ljóst, að við verðum að
leggja meiri stund á góða kenslu
í hljóðfæraleik heldur en í radd
söng, vegna þess að hljóðfæra-
leikurinn opnar fyrir okkur
miklu stærri svið í tónlistaheim-
inum og á sjer margfalt marg-
brotnari möguleika en söngur-
inn. — Raddsöngur mun hvort
sem er eiga hjer bæði mikla og
góða framtíð, því að Islend-
ingar eru viðurkendir raddmenn
Enda er líka sjálfsagt að
styrkja hjer kenslu í söng, eink-
um með tilliti til kórsöngs sem
virðist eiga hjer ágæt skilyrði.
— Um einsöngvarana er það
að segja, að því betri sem þeir
verða, því tiltölulega minna
verksvið er fyrir þá hjer heima.
— Þeir ganga auðvitað í er-
lenda þjónustu.
Það er greinilegt að vjer höf-
um ekki efni á að ala upp tón-
listamenn handa öðrum þjóð-
um á meðan okkar eigin tón-
list er í niðurlægingu. Það stend
ur okkur sannarlega nær að
bæta ástandið heima fyrir. Nú
er svo komið að við eigum orðið
kost á að heyra margfalt meira
af tónlist en áður, og miklu
meira en þjóðin er fær um að
melta á núverandi þroskastigi
sínu. Hinir endurbættu grammó-
fónar og erlent útvarp flytja
okkur nú þegar óminn af allri
tónlist sem leikin er um víða
veröld frá lægstu stigum henn-
ar og alla leið upp úr. Þá er
því ekki að gleyma að kunn-
átta margra einstakra manna
í söng og hljóðfæraslætti hefir
aukist stórum. Við eigum söngv-
ara, hljóðfæraleikara og söng-
fjelög, sem við hlustum á rrieð
mikilli ánægju. og erum á góð-
um vegi að eignast fullskipaða
hljómsveit. En þrátt fyrir þetta
vantar enn mikið á, að mentuð
tónlist sje runnin þjóðinni í
merg og bein.
Stærsta fyrirtækið í þá átt
að dreifa út á meðal þjóðarinnar
hinu andlega næringarefni tón-
listarinnar er útvarpsstöðin,
sem nú er í aðsiglingu. En hún
kemur ekki að fullum notum
nema sjeð verði fyrir því tvennu,
að fá boðlega tónlist til að út-
varpa og gera ráðstafanir til
þess að þjóðinni notist það sem
henni verður boðið.
Nú er jeg ekki meðal þeirra
sem fordæma algerlega alla
ljettari tónlist. Jeg álít að hún
hafi líka sitt verkefni og eigi
rjett á sjer sem hressingarmeð-
al. En það að fóðra þjóðina á
eintómu ljettmeti af þessu tæi,
það táknar algerða kyrstöðu, og
enga mentun eða framför.
Meðal hinna mestu menningar
þjóða hefir það altaf verið viður
kent, að góð tónlist hafi ekki ein
ungis hressandi og skemtandi á-'
hrif, heldur verki hún beinlínis
mótandi og uppalandi á hugar-
far manna og lunderni. Aðal-
þröskuldurinn í vegi þessarar
listar er það hvað margir virðast
vera sneyddir tónlistagáfu, eða
telja sjer sjálfir trú um að þeir
sjeu það. Þar á meðal eru merki
lega margir stjórnmálamenn.
Hefi jeg reyndar oft undrast
hvað „ómúsíkalskir" menn hafa
þó oft verið fúsir til að styðja að
tónlist. Sjálfsagt hafa þeir í
hugskoti sínu einhvert hugboð
GLEÐILEG JÓL!
Lárus G. Lúðvígsson
Skóverslun
!SnI
GLEÐILEG JÓL
og gott nýtt ár, þakka viðskiftin
á liðna árinu.
Verslun Sig. Þ. Skjcddberg
Laugaveg 58
um hversu voldugt menningar-
meðal hún er.
Það er nú kunnugt hversu al-
hliða eiginleikum tónlistin er
gædd, svo að segja má að hver
einasta andleg hræring eigi þar
sína hliðstæðu. Það er þá einnig
kunnugt og eðlilegt að sama
tegund af tónlist hæfir ekki öll-
um. öll skynsamleg rök virðast
því benda á, að til sje einnig
músík sem hæfir hinum svo-
nefndu „ómúsíkölsku" mönnum.
Er strax hægt að benda á þá
staðreynd, að allir. jafnvel þótt
þá skorti tónheyrn, bera Bkyn.
á takt og hrynjandi. Jeg álít
einnig, að alger skortur á tón-
heyrn sje ekki til, nema því að-
eins að eyrað sje skemt og mað-
urinn heyrnarlaus, en ófull-
komna tónheyrn megi æfa með
sjerstökum aðferðum eins og
hvern annan hæfileika. —
Við megum ekki ætla, &ð
tónvísindin hafi nú þegar náð