Morgunblaðið - 26.11.1933, Síða 11

Morgunblaðið - 26.11.1933, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ M Kaupmannahöfn sem umhleðslustaðurfyrir íslenska matjessílö. T?ess hefir áður verið getið í Morgunblaðinu, að Ingvar Guð- jónjsson, útgerðarmaður, hafi átt tal við dönsk blöð um þörfiná á kæligeymsluhiisi fyrir íslenska síld í Kaupmannahöfn. Taldi Ingvar, -að Kaupmannahöfn væri tilvalitl sem umhleðslu- og geymslustaður fyrir íslenska matjessíld,.. sem flytja ætti til Þýskalands-og Pól- lands. Hingað til iiefði hin heppi- lega lega borgarinnar ekki kom- ið að notum í þessu efni, vegna þess að höfnina vantaði kælihiis til þess að geyma hina íslensku matjessíld, sem væri svo viðkvæm vara, að hiin þyldi ekki geymslu með öðrum hætti. Kom Ingvar fram með þá uppástungu, að hafn aryfirvöldin í Kaupmannahöfn Ijetu byggja kælihiis, sem tækju að minsta kosti 50 þúsund síld- artunnur. Ef ráðist yrði í þetta fyrirtæki taldi Ingvar, að Kaup- mannahöfn yrði sjálfkjörin sölu- miðstöð fyrir íslenska matjessíld, sem nú væri mjög að ryðja sjer til rúms á markaðinum í Þýska- landi og Póllandi. í þýsku fiskitímariti birtist ný- lega grein um þetta efni, og fer greinin hjer á eftir í þýðingu: ,,Síldarútflutningur íslands og höfnin í Kaupmannahöfn. Útflutningur íslands á síld, •einkum á matjessíld, hefir aukist mikið þrjú síðastliðiu ár. Fyrir þremur árum nam útflutningur- inu á matjessíld aðeins 20 þús. tunnum, árið 1932 var hann 70 þúsund tunnur og í ár komst, út- flutningurinn upp í 110 þúsund tunnur, án þess að útflutningur á annari síld minkaði- Á síðustu árum hafa opnast nýir markaðir fyrir þessa síld í Þýskalándi, Pól- landi og Eystrasaltslöndunum og loks í Norður-Ameríku. Þessi aukni markaður fyrir is- í< nska síld, hefir aðallega bitnað á skoskum síldarútflytjendum, er hingað til hafa ráðið yfir öllum matjessildarmarkaðinum. Aukn- ingin á útflutnirignum leiddi til þess, að mönnum datt í hug að koma upp . sölumiðstöð (Verteil- ungszentrale) fyrir síldina, og senda síldina ekki, eins og hing- að til beint til innflytjendanna í Hamborg og Danzig, Slíkri mið- stöð á nú að koma upp í Kaup- mannahöfn. Ingvar Guðjónsson, sem er stærsti íslenski sfldarút- flytjandinn, er nú kominn til Kaupmannahafnar til þess að semja við hafnarstjórnina og við danska banka um rekstrarfje fyr- ir sildarútflutninginn- En það kom í ljós, að höfn Kaupmanna- hafnar á ekki líkt því nóg af kæli- hiisum, þar sem er um að ræða kælihús, sem þurfa að geta rúm- að að minsta kosti 50 þúsund tunnur í einu- Gautaborg kemur einnjg til greina, sem hugsanleg höfn fyrir þennan útflutning, enda þótt það skifti við íslendinga en sænskir, eftir því sem Ingvar Guðjónsson hefir ságt í samtali við dönsku blöðin. En aðalástæðan fyrir þessu virðist vera rekstrarfjárþörfin. — Það er búist við því, að næsta ár muni útflutningurinn nema ca. 300r þúsund tunnum og íslensku sáldar- útflytjendurnir geta ekki af eigin rammleik lagt til það fje sem þarf til þess að geta staðið straum af þessum jjikla útflutningi “ Hjer er um mjög merkilegt mál að ræða fyrir íslenska síldarútveg- inn- Ef uppástunga Ingvars Guð- jónssonar næði fram að ganga, gæti hún á þrennan hátt gert mikið gagn. í fyrsta íagi yrði bætt úr tilfinnanlegum skorti á góðum geymshistað fyrir síldina, í öðru lagi yrði þetta til þess, að hægra yrði að hafa hemil á framboð- inu og síðast en ekki síst ætti þetta að geta orðið til þess, að hægt yrði að fá lán út á síldina og bæta með því úr þeim mikla skorti á rekstrarfje, sem síldarút- vegurinn á nú við að búa- Sveinn Benediktsson. Stefnuljós og liIfóíHiierki. Einu sinni kom til orða að lög- skipa hjer stefnuljós á öllum bif- reiðum- Þau eru nú fyrirskipuð víða erlendis. Jeg álít að hjer ætti að taka upp sama sið. en þá þyrfti jafnfi’amt að kenna öllum almenningi að veita Ijósunum eft- irtekt og hagnýta sjer þau. Þeir bifreiðastjórar, sem hjer hafa not- að stefnuljós, hafa rekið sig á það, að vegfarendur skeyta þeim yfirleitt ekki, en hjer kæmu þau oftast að gagni gangandi fólki, sem leiðbeining. Þá eru hljóðmerkin. Margir bíl- stjórar virðast nota þau sem ein- hverskonar leikfang og nota þau við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, rjett eins og hvítvoð- ungar nota hringlur. Það ber t. d-, ekki ósjaldan við, að ef bíll, sem verður að staðnæmast augna- blik af því að annar, fvrir fram- an hann, er að komast út í götuna (t. d. út úr porti), flautar og flautar, þótt bílstjórinn sjái og viti að töfin tekur alls ekki meira en nokkrar sekúndur. Slíkt er ekki einasta óþolinmæði, heldur blátt áfram bamaskapur. Næturgaul bifreiða mun nú bannað. en samt er sá ósiður landlægur hjer enn. Mjer hefír oft dottið í hug, hvort elcki mætti banna bílflaut með öllu. Þá neyddist bílstjórinn til þess að aka gætilegar, sjerstak- lega fyrir horn, og gangandi fólk mundi, ef til vill, verða eitthvað varkárara- Bifreiðarnar eru orðnar ein að- alsamgöngutæki fslendinga. Þó er nú svo að þeim húið hjer í höf- uðstaðnum, að þær mega helst væri þægilegra fyrir íslendinga, hvergi vera og þá helst aðeins að stöðin kæmist upp í Káup- fyrir ærið gjald til bæjarins. Það torg eða auð svæði, þax sem hægt er að skilja eftir bifreiðar. Eitt sinn var stungið upp á því að gera Austurvöll að malbikuðu torgi. Það væri ekki svo vitlaust. Þá væri hægt að hafa gagn af honum. Nú er það lítið sem ekkert og sjaldan veitist nokkurum á nægja af því að komast þar „á gras“. En þótt erfitt sje að finna stæði fyrir bila hjer í bænum, er þó óhæfa að nota gangstjettirnar sem bílastæði, svo sem nú er gert víða í miðbænum. Það er nokkuð öfugt, að gangandi fólk skuli þurfa að flæmast af gangstjett- unum vegna þifreiða, sem þar eiga, að nafninu til, „rjett“ á sjer, og út á mjóar ákbrautir, beint fyrir hjól og bíla. Slíkt mun varla. viðgangast í mentaðri borg — nema Reykjavík. Eitt bílstæði þyrfti að afnema hjer í bæ. Það er fyrir framan afgreiðslu B-S.R. Hvergi í bænum er meiri umferð en við Lækjartorg og það er af- leitt að byrgja þar iitsýnið meir en nauðsynlegt er. Lækjartorg þyrfti endurbóta við. Mig minnir, að síðastliðið vor hafi verið samþykt í bæjarstjórninni gagngerð breyting á torginu- Jeg geri ráð fyrir að hún verði til tals verðra bóta, en þó því aðeins að Iriín komist, til framkvæmda. En t fullkomið verður torgið aldrei, fyr en gamla Thomsens hús og Smjörhúsið, að meðtöldmn bíl- stöðvaskúrunum, er horfið. Meðan torgið er í núverandi ástandi er nauðsynlegt að þar sje stöðugur lögregluvörður. En sá vörður yrði að gefa merki og leiðbeina. Hann ætti að standa á miðjum gatna- móturn Lækjargötu ' og Banka- strætis (á litla hringsteininum) en ekki á gangstjettinni, því þar gera gera lögregluþjónar venjulegast lítið gagn. Annars værj mjög æskilegt að lögregluþ.jónar stæði oftar á sumnm gatnamótum — á miðri akbrautinni — og gæfi merki, þegar umferðin er mest- Þessi góði siður, sem vísir var myndaður til 1930, virðist nú al- veg lagður niður — því miður. Það tíðkast nú orðið snmstaðar i Þýskalandi og ef til vill víðar, að á krossgötum, þar sem umferð er mikil, eru settar upp járn- grindur, er fylgja ytri brún gang stjettarinnar, fyrir hornin og svo sem 2—4 met.ra til beggja handa. Með þeirri ráðstöfun er gangandi fólki aftrað frá því að ganga yfir akbrautina á gatnamótunum sjálfum, heldur verður það að ganga yfir brautina innar í göt- unni- Á gatnamótum er altaf hættast við slysum, en þetta fyr- irkomulag miðar að því að gera umferðina tryggari þar. Þar eð göturnar, og þá sjerstaklega gang stjettirnar, ern svo mjóar hjá okkur, mundi slíkar grindur verðá mjög til bóta, þar sem umferð er mikil. Kostnaður við slíka ráð- stöfun er hverfandi og væri mjög æskilegt að þetta væri reynt á nokkrum stöðum, svo sem á gatna mótum Austurstrætis og Lækjar- götu. Austurstrætis og Aðalstræt- is og hjá Pósthúsinu. Reykvíkingur. V ■*<>'» v® &e»ttk farittreinsan (itnu £*ns«vt$ 34 Jtimit |300 ^eijkiawtk. Reynslan hefir sýnt, að þrátt fyrir alt, er best að láta okkþr hreinsa eða lita og pressa allan þann fatnað, er þarf þessaJrar me^- höndlunar við. •— Sótt og sent eftir óskum. Allar íslenskar bækur eru, þá þegar er þær koma át, til sýnis og sölu í Bókaverslnn Sigf. Eymnndssonar og í Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugaveg -34, og þar eru allir þeif, sem bækur óska að sjá Ög kaupa, velkomnir. Afli hefir verið talsverður í mannahöfn, vegna þess að danskir eru orðin hrein vandræði hjer í | Seyðisfirði vikuna sem leið. Hafa kaupmenn eiga hægara með við- bænum, hve tilfinnanlega vantar hátar fengið 3—6 skippund í róðri. Getur bú fyrlrgefið V „Það undrar mig stórlega“, tautaði hann. Hún lagðj vindlinginn frá sjer og brosti. Smá hrulika sást sem snöggvast í augnakrókum hennar. „•Jeg ætla að tala nm sjálfan mig“. „Við mig?“ „Hví ekki það. Hafið þjer ekki nægan áhuga?“ Það var eins og falinn kvíði j bak við liina stoltu spurningu. — j Brosið var horfið úr augum henn-, ar, og hún horfði beint framan í, hann. Hún hafði altaf álitið sig liafa eðlisávísun til þess að geta sjer til um hugsanir og tilfinn* ingar karlmanna. Paule hafði oftar en einu sinni brugðist vonum hennar, en hann var þó — þegar öllu var á botn- inn hvolft — aðeins mannleg vera, eins og aðrir. Það hlaut að finnast vegur gegn um þessa brynju af ómannblendni. Hennar tími hlaut. að koma. ..Hver og einn hefir áhuga fyr- ir lafði Judith Pernham.“ Svar hans var mjög algengt, en það veitti henni þó nokkurs kon- ar fullnægingu. ,,Jeg er mjög óhamingjusöm". sagði hún. ,.Yður virðist það sjálf- sagt undarlegt?" ,,Það er satt, mig undrar mjög á því“, svaraði hann- „Maður ígæti trúað því að þjer hefðuð öll lífsins, gæði — og hvers er fremur að óska'?’’ ,,Það er best að k<mast sí§» fyrst yfir þann augljósa hluta áf samtalinu", sagði hún rólega. ,,Jeg er ung, hefi gott útKt, sæmilega viti borin. og í góQn áliti hjá fólki, sem lætur t,il $n taka. Jeg hefi eins mikla penin^a og nokkur manneskja getur hflft þörf fyrir- Jeg er heitiri elsía syni greifa nokkurs, svo Mr hafið ástæðu til að undrast, þe^u’ jeg segist vera ógæfusöm. Pó verð jeg að snúa mjer til y%r til að fá hjálp yðar — eða ekki nokkurs manns“. „Hvers vegna1 ‘ ? spurði hann, -,Jeg hjelt að þjer hefðuð grunaðan, eftir heimsóknina’, jeg fekk í dag, hefi jeg ástæðri að halda það. Hvaða vissu ha þjer fyrir því, að jeg vildi hjáfþa vðnr; þó jeg gæti?“ „Enga vissu. aðeins sannfa ingu", svaraði hún í trúnaðarrí ..Að vissu leyti er jeg hrædd yður. þó veit jeg að bjer er( eina veran sem gætuð hjál]; mjer. Þjer standið nær en nokl annar- Þjer getið skilið mig, þdþ- ai jeg taía". Hann var í þann veginn að ta^ fram í fyrir henni, en hún rjefri út arminn, grannan, bvítan % fagran. ..Nei. þjer revnið að verja yðyr og gefið mjer ekkert. tækifærjf‘, sagði hún. j I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.