Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Side 6

Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Side 6
Reykj ug iiiutusui unuiuuji i uii uu Ljyuryciu. A torfunni cr einnig myndarleg garðyrkjustöð Helga Asgeirssonar, sem er með þeim stærri á landinu. - brautryðjendur í ræktun kjúklinga og kalkúna hér á landi Saga þessa fuglabús er meira en hálfrar aldar gömul. í fyrstu var það hlutafélagið Hreiður h/f sem rak búið, en ungur maður að nafni Jón M. Guð- mundsson frá Reykjum varð bústjóri þess eftir að hann kom heim frá námi í Bandaríkjunum árið 1947. Haustið 1960 fór hann aftur til Bandaríkjanna og var þar fram í mars árið 1961 til að kynna sér kjúklingarækt. Það sama ár festi Jón M. Guðmundsson kaup á Fuglakynbótabúinu Hreiðri h/f og hóf rekstur á búinu fyrir eigin reikning. Fram að þeim tíma hafði rekstur Hreiðurs byggst á sölu lifandi unga og rekstri útungunarstöðvar. Jón hafði rekið kúabú að Reykjum en lagði það af 1964. Tveir synir hans hafa helgað menntun sinni og lífsstarfi Reykjabú- inu, þeir Guðmundur og Jón Magnús, en þeir hafa rekið búið nú um nokkurra ára skeið ásamt Kristínu, konu Jóns Magnúsar.. Sumarið 1962 dró til tíðinda, er Jón fékk heimild til að flytja inn frá Dan- mörku svonefnda holdakjúklinga og varð þá fyrstur manna hér á landi til að hefja kjúklingarækt til manneldis. Sama haust hóf hann að byggja hús á Reykjum fyrir útungunarstöð, uppeldi unga, kjúklinga og sláturhús, sem reyndar í dag er notað sem frysti- geymsla, skrifstofa og afgreiðsla með áföstu uppeldishúsi fyrir kalkúna. Að- Yngvi Guðmundsson og Guðmundur Jónsson. Þuríður Yngvadóttir eiginkona Guðmundar cr stödd í Frakklandi til 15. desember að kynna sér trjárœkt og Iwernig megi „klóna" tré hér heima. Hún er stúdent frá M.R. og itieð B.S. próf frá Háskóla Islands í latidafrœði. - Guðmundur er stúdent frá M.R. 1912, búfrœðingur frá Hvanneyri 1914, búfrœði- kandidat frá Hvanncyri 1971, mastcrspróf ífóðufrœði fyrir alifugla frá Edinborgarháskóla 1980. Bóndi á Rcykjuin frá 1980. Þau eiga þrjú börn. Málfríður Bjarnadóttir ogjón M. Guðmundsson. - Málfríður er menntuð seiu lyfafrœðingurfrá Danmörku, en Jón er búfrœðingur frá Hvanneyrí 1942, fór í framhaldsnám í landbúmaðarhag- frœði og alifuglarœkt til Bandaríkjanna í tvö ár. Þau eiga börnin Guðmund, Helgu, Bjarna Snce- björn, Eyjólf ogjón Magnús. - Jón átti dótturfyrir, Sólveigu Olöfu, fœdda 1949. Jón Magnús Jónsson, Jón Magnús Jónsson þriðji og Kristín Sverrisdóttir. Hún er menntuð sem búfrœðikandidat frá Hvanneyri ogjón Magnús cr Verslunarskólagenginn 1982, búfræðingurfrá Hvanneyri 1985, B.S. nám í búfrœði í Bandaríkjunum 1989 og stafað að fúllum krafti í bú- rekstrinuin að loknu námi. Þau eiga þrjú böm. O Mosfellsblíiðið

x

Mosfellsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.