Morgunblaðið - 07.05.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1939, Blaðsíða 5
ífSunnudagur 7. maí 1939, 5 .........JplorgitttMaMd === 5 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmaCur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áekriftargjald: kr. 3,00 á mánutsi. í lausasölu: 15 aura eintakitS — 25 aura metS Lesbðk. VERÐUR ÞAÐ DANZIG? Verður það deilan um Dan- zig, sem kveikir bál . styrjaldar í Evrópu? Hitler hef- ir nú í fyrsta skiftið fengið á- i'kveðið nei við landakröfum, • sem hann hefir gert á megin- landi Evrópu, og að þessu sinni < er það þjöð, sem er 5—6 sinn- > um mannfleiri en Austurríkis- menn voru, og meir en helm- ingi mannfleiri, en íbúar Tjekkó slóvakíu voru, sem setur honum :stólinn fyrir dyrnar. Pólverjar neita að láta af hendi rjettindi : sín í Danzig. Þessi rjettindi voru sett í Versalasáttmálann, þar sem ákveðið var að Danzig, sem var hluti af Þýskalandi og hjer- : aðið umhverfis, samtals um 1150 ferkílómetrar, skyldi gert ■ að fríríki: íbúarnir á þessu •svæði voru um 400 þús, alt Þjóðverjar. Fríríkið var sett undir vernd Þjóðabandalagsins • og ákveðið að fulltrúi þess ;,skyldi hafa aðsetur í Danzig. Breytingar þessar á rjettar- stöðu Danzigs voru gerðar sam- kvæmt Ösk Wilsons, Banda- ríkjaforseta, sem tök að sjer imálstað Pólverja í Versölum. Pólverjum var falið að fara ::með utanríkismál hins nýja fríríkis og þeim fengin sjer- staða um stjórn hafnarinnar í Danzig, en hun var það sem Pólverjar ásældust fyrst og fremst. Ákveðið var að hafn- arstjórnin í Danzig skyldi skip- uð að jöfnu Pólverjum og Dan- zigbúum og að Þjóðabanda- lagsfulltrúinn skipaði odda- mann, sem væri hlutlaus. Til þess að tryggja viðskifta- hagsmuni sína til hins ítrasta, gerðu Pólverjar tollabandalag svið Danzigbúa strax árið 1922. ’Fyrstu ár hins nýstofnaða 'pólska ríkis var Danzig eina: hafnarborg þess. Verður af því Ijóst, hversvegna Pólverjar Tögðu kapp á að gera hana að sínu áhrifasvæði, jafnvel þótt Ihún væri þýsk og íbúarnir 'þýskir, og því líklegt að síðar ikynni að skapast hættuleg ó- •.vinátta milli pólska ríkisins og l>ýska ríkisins, eins og á dag- ;inn hefir komið. í Versölum fengu Pólverjar auk þess frá ..Þjóðverjum hlið til hafs, eða hið rsvonefnda „pólska hlið“, Úr ::fiskiþorpi einu við Eystrasalt í miðju þessu.hliði, hófu þeir þeg- ar í stað að gera sína eigin hafnarborg, sem gæti komið í stað Danzig, ef þeir mistu hana. Ibúum þessa þorps, Gdynia, hef- ir síðan fjölgað úr nokkrum hundruðum, í yfir 100 þúsund og mikill hluti af utanríkisversl- un Pólverja, og raunar sumra Mið-Evrópuþjóðanna, er nú far- in að beinast um hina nýju stór- borg. Frá Gdynia, suður um endilangt Pólland, liggur járn- braut, sem hefir geysimikla við- . skiftalega og hernaðarlega þýð- ;ingu. Kröfur Hitlers snúast nú um báðar þessar lífæðar Pólverja, Danzig og Gdynia. Beck ofursti hefir vakið athygli á því, að Þjóðverjar hafi látið sig Dan- zig litlu varða síðastliðin 5 ár, eða síðan Pilsudski-Hitler-vin- áttusamningurinn var gerður ár ið 1934 og að með samningi þessum hafi Þjóðverjar í raun og veru lofað að láta deiluna um pólska hliðið liggja um kyrt þar til 1944, en þá var samningurinn útrunninn. Þess- um samningi hefir Hitíer nú sagt upp. Og þar sem Danzig- rnálið hefir verið vakið að nýju, segja Pólverjar að aug- ljóst sje, að Þjóðverjar hafi nú tekið upp nýja stefnu gagnvart Póllandi, í fram- haldi af stefnu þeirra í Aust- urríki og Tjekkóslóvakíu. Verður ekki dregið í efa, að málin, sem Þjóðverjar og Pól- verjar greinir á um, eru ,,við- kvæm“ (orð sem Hitler notaði í ræðu sinni 28. apríl) og er þá fyrst um að ræða ,,pólska hlið- ið“, sem klýfur Þýskaland 1 tvo hluta, hið raunverulega Þýska- land og Austur-Prússland. En með tilliti til hinna miklu hags- muna beggja í þessu hliði, er ekki hægt að leysa það mál með einhliða kröfum, heldur aðeins með gagnkvæmum samn- ingum. Með bifreiðabrautinni, sem Hitler fer fram á, er í raun og veru verið að skapa nýtt hlið, þýskt hlið, 400—500 metra breytt gegn um pólska hliðið. Pólverjar líta svo á, að Þjóð- verjar myndu á skömmum tíma geta komið fyrir hervörnum í hinu nýja, þýska hliði og þánn- ig slitið á örlagatímum sam- göngur þeirra við hina mikil- vægu hafnarborg, Gdynia. En þeir hafa hinsvegar tjáð sig fúsa til þess að greiða fyrir samgöngunum milli Þýskalands og Austur-Prússlands. í átökum þeim, sem nú eru framundan, er líklegt að höfuð áherslan verði því lögð á Danzig ekki síst vegna þess, að Þjóð- verjar geta haldið fram rjetti sínum til fríríkisins með meiri rökum en til pólska hliðsins. Fyr ir Pólverjum eru bæði þessi mál samtvinnuð, þar sem frá Danzig er hægt að ógna Gdynia, sem er aðeins 8 km. frá Zoppot á landamærum fríríkisins og Pól- lands. Með því að sleppa Dan- zig, missa þeir tökin á að verja Gdynia, nema að þeir hafi áð- ur getað gert trykkan ekki-árás- arsáttmála við Þjóðverja. I ræðu Becks ofursta í fyrra- dag var þetta mest áberandi einkennið: að Pólverjar eru fús- ir til sanngjarnra tilslakana ef við þá er samið sem fullvalda þjóð; en að þeir eru staðráðnir í því, að verða ekki þriðja þjóð- in, sem Hitler leggur að velli í Evrópu, án styrjaldar. — Reykjavíkurbrjef — ---- - Q maí ---- Vertíðin. ertíð togaranua hefir að þessu sinni orðið hin liörmuleg- asta, sem sögur fara af. Oll ver- tíðarmið brugðist. Fiskileitir þær, sem gerðar hafa verið mi síðustu vikur, hafa engan glæsilegan ár- angur borið. Helsta aflavonin upp úr þeim er langt norður á Horn- banka og' þar um slóðir, eftir því sem skipstjórinn á Tryggva gamla skýrði frá, er hann kom úr sín- uin langa leitartúr. Afli bátanna hefir verið mun skárri yfirleitt á vertíðinni, en á- kaflega er útkoman misjöfn í ver- stöðvunum. Bátaaflinn hefir þó orðið það mikill, að heildaraflinn var um síðustu mánaðamót meiri en á sama tíma í fyrra, var þá 21.767 tonn, en nú 26.652 tonn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Því gæftir hafa verið mikl- um mun hagstæðari nú en árið sem leið, róðrar kannske orðið alt að því helmiugi fleiri en á gæfta- rýrum vertíðum og tilkostnaður til olíu, vejðarfæra og beitu því orðinn óvenjulega mikill. Og enn er þess að gæta, að fiski- flotinn er talsvert stærri en hann var í fyrra. Síldin. ftir þessa rýru þorskvertíð verður það síldin, sem menn bygg'ja vonir sínar á. Gerðar hafa verið ýmsar ráð- stafanir til þess að síldarvertíðin geti notast sem best. Hafa bank- arnir, bræðslustöðvarnar og' ríkis- stjórnin gengist fyrir því, að síld- arverksmiðjur þær, sem erfitt eiga uppdráttar, verði starfræktar á þessu sumri, verksmiðjurnar á Sej’ðisfirði, Norðfirði, Húsavík og Sólbalika. Til ljettis fyrir síldarútgerðina hefir ríkisstjórnin ennfremur geng ist fyrir því, að olíufjelögin lækk- uðu verð það á olíunui, er ákveð- ið hafði verið, úr 17 aurum í 1514 eyri. Rjett er að taka það fram, að 17 aura verðið á olíunni, sem á- kveðið var, er í samræmi við t. d. olíuverðið í Noregi, þ. e. a. s. að þar er verðið nokkru lægra en hjer, m. a. vegna þess, að þar er olíu- notkunin meiri. Kynnisferð. ft heyrist undan því kvart- að hjer, að dönsk blöð geri lítið til þess að auka kynni les- endanna af íslandi. og íslenskum málefnum. Er ekki ástæða til að fjölyrða um það að þessu sinní. En það eru menn sanimála um, að af öllum blöðum Danmerkur eru það Berlingatíðindi, sem und- anfarin ár hafa lagt mesta stund á að kynna Island í Danmörku. Og nú hefir einn af ritstjórum blaðsins, Carl Th. Jensen, verið lijer hálfsmánaðartíma, til þess að hafa tal af ýmsum mönnum og skrifa greinar um „ísland í dag“, er birtast í blaði hans þegar hann kemur lieim. Hefir sfjórn blaðs- ins falið honum að hafa með hönd urn í framtíðinni skipulagt upp- lýsingastarf í blaðinu um> Island og það sem hjer er að gerast og i máli skiftir. . Lundúnafundur. uiidur sá, er haldinn var í London um daginn með full- trúum þorskveiðaþjóða, var stór- merkilegur fyrir okkur íslend- inga. Má líta á það alveg tvenn- um augum, hvort álitlegt sje fyr- ir okkur Islendinga að taka þátt í slíkum samtökum um fisksölu, eins og þar kom til orða. Ýmsir kunuugir menn hafa lit- íð svo á, að varhugavert væri fyr- ir jafn litla þjóð og okkur, sem eigum eins mikið undir fiskveið- um og við, að bindast samtökum við aðrar stærri, sem hafa álíka mikinn fisk að selja og við, en þar sem fiskiveiðarnar- eru mjög lít- ill þáttur í framleiðslu þjóðarinn- ar. Þessir menn liafa álitið, að happasælast væri fyrir okkur, að keppa áfram við aðra fiskfram- leiðendur með því að bæta vöru- gæði okkar í frjálsri samkepni. En þetta lítur alt öðruvísi út þegar hin frjálsa samkepni er í raun og veru úr sögunni. Eins og t. d. er frændur vorir Norðmenn greiða 30—40 Itrónur í útflutn- ingsverðlaun á skippund hvert, og eyða í það alt að 12—13 milj. kr. á ári. En hjer á íslandi er tekið útflutningsgjald af fiskinum. Mæðiveikin. alldór Pálsson fjárræktar- fræðingur hefir gert mjög eftirtektaverða skýrslu um mæði- veikina á allmörgum bæjum í Borgarfirði, þar sem veikin hefir geisað einna lengst. Kemur skýrsla þessi iit bráðlega. Niðurstaðan af athugunum á fjárdauðanum á þessum bæjum er í aðalatriðum sú, að þegar veilt- in liefir drepið hið næma fjé fyrsta árið eða fyrstu árin tvö, þá virðist hinn ónæmari stofn, sem eftir er, ætla að standast pest- ina. Menn liafa að óreyndu verið mismunandi trúaðir á ónæmi sauð- fjárins, sem lifir fyrsta „áhlaup“ pestarinnar. En það er þó í hinu prýðilegasta samræmi við reynslu annara þjóða, þar sem langmest- ur hluti fjárstofnsins er ónæmur fyrir þessari veiki. Hjer virðist fjeð í uppliafi miklu næmara en í öðrum löndum. En Halldór Páls- son segir það eðlilega afleiðing þess, hve fjárstofninn íslenski er vanræktaður enn, og hve einangr- aður hann hefir verið. Klak í ám og vötnum. ðstoðarmaður í fiskideild At- vinnudeildarinnar, Sigur- grímur Vagnsson, hefir verið um tínia í Noregi til þess að kynn- ast þar klakmálum og rannsókn- um á nytjafiskum í áni og vötn- um o. þessh. Er hjer um merki- legt mál að ræða. Eftir þeim upplýsingum, sem hann gefur, leggja Norðmenn mikla áherslu á að rannsaka öll lífsskilyrði nytjafiskanna í ánum, áður en þeir liugsa um að koma upp klaki. Þeir segja sem svo, að frumskilyrði til þess að klak komi að gagni, sje það, að átan, sem hinn uppvaxandi stofn þarf, sje nægileg til þess að á henni geti lifað fleiri fiskar en fyrir eru, þar sje ,,haglendi“ fyrir fjölgunina. Það liggur við að mönnum fitm ist, að hjer hafi nokkuð verið hlaupið yfir þessar rannsóknir á lífsskilyrðum í veiðivötnum, áður en, lagt er út í að byggja klakstöðv ar. En vera má, að „haglendi" vatna og áa sje hjer svo gott, a? þessi yfirsjón komi ekki að sök. 1. mai. mörg undanfarin ár hefir Morg unblaðið lagt sjerstaka á- herslu á, að veita því sem nán- asta eftirtekt, hve mikil þátttaka hefir verið í kröfugöngum þeirra flokka, sem haft hafa hópgöngur 1. maí. Göngur þessar liafa verið skoðaðar sem mælikvarði á fylgi flokkanna hjer í bænum. Til þeirra hefir beinlínis verið stofn- að í þeim tilgangi, að foringjar flokka þessara gætu þann dag sjeð það, hve mikið fylgi beir hafa á bak við sig. Að vísu eru það aldrei allir flokksmennirnir, er hafa mætt í göngum þessum. En fjölgun eða fækkun þar hlýt- ur að skoðast sem greinilegur vott ur um efling eða hnignun fylgis, eftir því hvort fólki fjölgar eða fækkar í „kröfugöngunum“. Með þeirri viðbót, sem menn á- litu að Kommúnistaflokkurinn. hefði fengið frá Alþýðuflokknum, Hjeðinsliðinu, bjuggust menn við því, að kröfuganga kommúnist- anna yrði fjölmennari að þessu sinni en hún var í fvrra. Að vísu hafði það komið í ljós, að fundarsókn til kommúnista hef ir verið dauf upp á síðkastið, er gat bént til þess, að þeim ætlaði enginn flokksfengur að verða að Hjeðni. Og svo kom 1. maí, er í raun og veru sannaði þetta. „Ganga“ kommanna varð ekki fjölmennari en í fyrra, heldur fá- mennari ef nokkuð var. Húsbændur og hjú. erkasti viðburðurinn 1. maí var þátttaka Sjálfstæðis- manna í hátíðahöldunum. Komm- únistar reyndu að spilla fyri • þeim. En þær tilraunir urðu að engu. Það kom í ljós, svo ekki verður um það deilt hjer á eftir, að í engum stjórnmálaflokki lijer í bæ eru fleiri verkamenn, en í Sjálfstæðisflokknum. Er þetta sá mesti styrkur fyrir flokkinn sem á verður kosið, þegar fjöldi verka manna snýst úr liði kröfuflokk- anna til fylgis við þann flokk- inn, sem hefir sett sjer það mark, að sameina hagsmuni verka- manna og vinnuveitenda. Tíminn liafði orð á því eftir 1. maí, að Sjálfstæðismenn hefðu ekki haldið því nóg á lofti þann dag, að verkamenn ættu að hætta að vera hjú, en ættu sem flestir að verða sjálfs síns ráðandi, á samvinnugrundvelli. Það er stefna og takmark Sjálf- stæðismanna, að sem flestir ein- staklingar þjóðarinnar verði sjálf- bjarga og sjálfráðir gerða sinna. Þetta vita allir, og líka Tímamenn. Það er ekki síst þessi heillastefna, sem laðar verkamenn til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.