Morgunblaðið - 07.05.1939, Page 10

Morgunblaðið - 07.05.1939, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiimiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiitiiiiiiiiir Charlie Chaplin timtugur Sunnudagur Charlie Chaplin. Það eru ekki skiftar sk'oðT anir um það, að gaman- leikarinn Charlie Chaplin er snillingsleikari og nýlega hafa heimsblöðin enn einu sinni kepst um að hylla Chaplin og að þessu sinni í tilefni ai því, að hann varð fimtugur 16. apríl síðast- liðinn. í tilefni af afmælinu var víða um lönd haldiin Chaplin-vika, sem var þannig háttað, að kvik- myndahúsin sýndu gamlar Chaplin-kvikmyndir. Ýms f jelög og stofnanir keptust um að sýna Chaplin margskonar virðingu. Charlie Chaplin fæddist 16. apríl 1889 í Fontainbleau hjá París, en móðir hans hafði um þær mundir stöðu, sem söiig- kona á litlu fjölleikahúsi. Þegar Charlie var 6 mánaða fluttu for- eldrar hans aftur til fyrri heim- kynna sinna í London og settust að í fátækrahverfinu Kensing- ton. Þar eyddi Charlie bernsku- árum sínum. Faðir Chapiins var gaman- söngvari á f jölleikahúsi. Oft kom það fyrir að hann kom heim á næturnar með kunningja sína og sat með þeim að drykkju fram eftir nóttu. Charlie var þá oft vakinn úr sætum svefni til að syngja fyrir drykkjubræður föður síns. Charlie þótti snemma söngvin og ekki þurfti hann að heyra lag sungið nema einu sinni til að læra það. Þegar Charlie var 5 ára kom það einhverju sinni fyrir, að móðir hans var lasin og gat ekki farið á fjölleikahúsið til vinnu sinnar. Faðir Charlies tók hann þá með sjer til þess að missa ekki af tekjum kvöldsins. Charlie var ófeiminn og fór inn á leiksviðið og byrjaði að syngja gamalt þjóðlag, sem fað- ir hans hafði kent honum. — I fjórðu vísunni braust alt í einu út mikill hávaði meðal áhorf- enda. Charlie fann að einhverju hörðu var kastað í hann og óttaleg hræðsla greip hann, þar til honum varð Ijóst, að þetta voru gleðilæti hjá áhorfendun- um og að það, sem hafði verið grýtt í hann voru koparpening- ar og jafnvel silfurmyntir innan um. Hann tíndi saman pening- ana í húfuna sína og hjelt síðan áfram að syngja. ECharlie var 13 ára ákvað hann að gerast leikari. — Hann sótti um leikarastörf hjá hinum og þessum leikhúsum í London, en fekk hvergi neitt að starfa. Þreyttur og leiður á lífinu tók lann saman pjönkur sínar, sem ikki voru fyrirferðamiklar og jeði sig sem ljettadreng á vöru- flutningaskip. En örlögin höfðu ætlað honum annað hlutskifti heldur en að verða Ijettadreng- ur á skipi. Skömmu áður en skipið átti að leggja af stað fekk hann brjef frá leikhússtjóra einum, Frank Stern, að nafni. Stern kvaðst vilja ráða hann til sín til reynslu og í staðinn fyrir íinnan leikara, sem væri veikur. (Chaplin gekk svo vel í hlut-< verki sínu, að Stern rjeði hann til sín sem fastan starfsmann. Ekki hafði Chaplin verið lengi í þjónustu Frank Stern, er hann fekk tilboð frá frægum leikhús- eiganda í London, William Gie- let, sem bauð honum gott hlut- verk í leikritinu „Sherlock Holmes“. Chaplin tók þessu boði fegins hendi og að frumsýningu lokinni sá Chaplin nafn sitt nefnt í blöðum í fyrsta sinn og hann fekk góða dóina. En þegar hætt var að sýna þetta leikrit fór Gielet til Ameríku'án þess að taka Chaplin með, og litlu seinna varð hann atvinnulaus. Honum gekk nú illa að fá leikarastöðu og lenti hann á flækingi og var um tíma verk- smiðjuverkamaður. En hugur, hans stóð til leiklistarinnar og honum tókst um síðir að fá at- vinnu sem gamanleikari við cirkus, er ferðaðist um þvert og endilangt England. Þar vann hann í fjögur ár. ★ Tvítugur fór Charlie Chap- lin til Ameríku. — Leik- hússtjóri einn, Alfred Reeves, ákvað að taka hann með sjer í Ieikför til Bandaríkjanna. Leik- fiokkur Reeves hafði á sjer gott orð og vegur Chaplins óx mjög á meðan hann starfaði hjá Ree- ves. Chaplin launaði þessum leikhússtjóra síðar með því að gera hann að aðalframkvæmda- stjóra fyrir Charlie Chaplin Pictures-Corporation. Með flokki Reeves ferðaðist Chaplin um öll Bandaríkin. — Kvöld eitt sýndi flokkurinn í Los Angeles og þar tók kvikmynda- tökustjóri að nafni Mack Senn- ett eftir Chaplin og ákvað að bjóða honum stöðu sem kvik- myndaleikara. Ekki leið á löngu þar til Char- lie Chaplin fekk hlutverk sem gamanleikari í kvikmynd, en ár- angurinn varð sorglegur fyrir hann. Mack Sennett þótti hún svo ljeleg, að hann sendi þá kvikmynd aldrei á markaðinn. Chaplin misti samt ekki kjark- inn og stakk upp á því að hann fengi sjálfur að ákveða efni og uþptöku myndarinnar. Hann bað um að teknar yrðu kvik- myndir af honum látlaust á meðan hann væri að leika og siðan yrði það besta klipt úr og notað. Þessi uppástunga þótti of áhættumikil fjárhagslega og endirinn varð sá, að Chaplin ákvað að taka .alla fjárhagslega ábyrgð sjálfur. Allir kunningj- ar hans bjuggust við, að þetta yrði síðasta kvikmynd hans, — en það varð sú fyrsta. Þessi kvikmynd kom á mark- aðinn 1912. Chaplin var ljóst að hann stóð á merkilegum tíma mótum í lífi sínu og að hjeðan í frá myndi hann helga gaman- myndunum alla sína krafta. ★ Arið 1922, stofnsetti hann kvikmyndafjelagið United Artists með Douglas Fairbanks, Mary Picford og D. W. Griffith. Kvikmyndir Chaplins íoru um allan heim og hann græddi of- l'jár á þeim. Þegar einn af vin- um hans spurði hann einu sinni hvað hann hefði hugsað, þegar hann var búinn að græða 1 milj. dollara á einu ári, svaraði gam- anleikarinn: ,,Jeg hjelt að þetta væri draumur, og jeg varð að klípa mig í handlegginn til þess að vera sannfærður um að jeg væri vakandi". Ótal margar eru þær Chap- lin kvikmyndir, sem sýndar hafa verið á undanförnum árum, en minnisstæðastar eru án efa myndirnar „The Gold Rush", „The Kid“, „A dogs life“. „Cirkus“. „C-ity Lights“ og sið- asta kvikmynd hans „Modern Times““, hver þessara mynda eru perlur útaf fyrir sig. ★ Chaplin hefir einu sinni sjálf- ur sagt, frá því hvernig á því stóð, að honum datt í hug hið heimsþekta gerfi: stóru stíg- vjelin, harði hatturinn, svarta yfirvaraskeggið og göngustafur- inn. Hann segist hafa soðið þetta gerfi saman eftir margs konar manntegundum, sem hann kynt- ist, er hann var leikari í Lon- don. Sjálfur heldur hann því fram, að besta hugmynd sín sje >göngustafurinn mjói. Chaplin segir um stafinn: oft, er j eg slæ stafnum í fót eða öxl einhvers meðleikara minna, vekur sá at- burður hlátur. Oft geri jeg þetta í hugsunarleysi. Jeg held ekki að jeg hafi í byrjuninni gert mjer það ljóst, að miljónum manna víðsvegar um heim finst það tákn um að maðurinn sje „fínn maður', ef hann gengur með staf. ★ Ef einhver biður Chaplin að segja sjer hvernig hann fari að því, að fá fólk til að hlæja verður hann feiminn og vill helst losna við að svara. Hann álítur sjálfur að það sje ekkert leyndarmál við gamanleik hans. Aðalatriðið er að þekkja skap- ferli almennings, það er grund- völlurinn undir velgengni og vinsældum hvort sem maður er kaupsýslumaður, leikari, eða blaðamaður. Það sem Chaplin gerir, er að láta áhorfendur sjá augliti til auglits einhvern sem komist hefir í vandræði. Það er t. d. maður, sem hefir mist hattinn af höfðinu í stormi. Það hlægilega við atburðinn er, að maðurinn hleypur á eftir hattinum með hárið út í allar áttir, en ekki það eina, að hatturinn fýkur af höfði hans. Gamankvikmyndir urðu fljótt vinsælar meðal almennings. — Chaplin og Jackie Coogan. Chaplin og Gandhi. Charlie Chaplin. Chaplin og Lita Grav. Áhorfendur veltust um af hlátri er t. d. lögregluþjónn sást detta í skolpræsi, detta af vagni, eða itanda á hausnum í aurhlassi. Hefðu þetta verið venjlegir borgarar, hefði fólk ekki hlegið eins dátt. En vegna þess, að það voru lögregluþjónar, sem fólk alment lítur upp til sem virð- ingarmanna, sem hafa völd og oft bera það utan á sjer, verða vandræði þeirra eða klaufaskap- ur að hlátur efni. Þá er það ekki síður hlægilegt, ef einhver mað- ur hefir gert sig hlægilegan, en vill ekki viðurkenna það sjálf- ur. Chaplin nefnir í því sam- bandi drukkinn mann, sem er að reyna þykjast vera ófullur. ■¥ Chaplin heldur því fram sjálfur að móðir hans eigi heiðurinn af því að hann varð vinsæll leikari. Eins og allir miklir menn hefir Chaplin átt skynsama móður. Móðir hans hafði sjerstaka hæfileika til að herma eftir fólki. Hún gerði það oft að gamni sínu að horfa út um gluggann heima hjá sjer og „taka“ þá, sem gengu fram hjá. Chaplin reyndi á unga aldri að leika þetta eftir móður inni og hann lærði um leið að taka eftir fóiki og sá á framkomu þess eða látbragði hvað það hugsaði. Þegar jeg horfi sjáifur á kvik- myndir mínar, segir Cliaplin, hefi jeg það fyrir venju að horfa með öðru auganu á myndina, en einbeina hinu auganu og báð- um eyrum að áhorfendtm, til að kynnast hvað þeim finst skemtilegt og hlægilegi. ★ Prátt fyrir að Chaplin hefir nú í rúmlega 25 ár starfað i'ð ikmyndaframleiðslu, hefir hann ekki hugsað sjer að leggja árar í bát. Þegar á hausti kom- ,anda er von á nýrri stórmynd með honum í aðalhlutverkinu. Kvikmyndin á að heita „Dicta- tors“ — einræðisherrar — í fyrstu var titillinn aðeins ,Dicta- tor‘ — einræðisherra — en eftir nokkrar bollaleggingar ákvað hann að hafa fleirtöluna. Eng- inn þarf að vera í efa um hvað þessi kvikmynd á að fjalla. — Chaplin er af Gyðingaættum og mun það hafa mótað afstöðu hans til einræðisríkjanna. Ekki er að visu kunnugt um efni þess- arar kvikmyndar nema að Chaplin 'eikur tvöfalt hlutverk og í öðru hlutverkinu kemur hann án efa fram í hinu fræga flækingsgerfi. Þessi nýja Chaplinskvikmynd verður að öllu leyti tal- og tón- kvikt /nd. 7. maí 1939.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.