Morgunblaðið - 28.05.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.05.1939, Blaðsíða 7
Sunitudagur 28. maí 1939. Hitaveitumálið í bæjarstjórn FRAJHH AF ÞRIÐJTJ BÍÐD. um málið. En ekki eru tök á að rekja ha'na hjer. Hann sá ýmsa agnúa og’ vankanta á fyrirtæki þessu eins og það væri hugsað og taldi óvíst hve örugt það væri. Ennfremur ljet hann í ljósi þá skoðun að vandkvæði væru á því að Landsbankihn fjellist á að greiða fyrir málinu, eins og farið hefir verið fram á, og áskilið af háifti væntanlegs verktaka. En í ,ööru orðínu viár hann þó málinu mjög fylgjandi, og vildi ekki gera á- greining eða gagnrýni á undir- búningi* þess. Því í þessu sem öðru yrðu „allir að vinna saman“. Lánskjörin þóttu honum þó á ýms- an hátt óaðgengileg og óþarflega hörð. Lagði hann fram skriflegan útdrátt úr athugasemdum sínum. Borgarstjóri leiðrjetti ýmsan misskilning sem fram kom í ræðu hans. Enda þótt Jónas Jónsson væri fjölorður um þessa ágnúa er hann sá á málinu, varð ekki annað fundið en hann væri á sama máli -og aðrir bæjarfulltrúar um það, að Reykjavíkurbær mætti eklti hafna tilboði Höjgaard og Schultz um að koma Hitaveitunni í fram- hvæmd. Minkur í viður- eign við kött Minkurinn, sem gengur laus í Hafnarfjarðarhrauninu heldur áfram að gera usla í hœnsnum manna. Nýlega hefir hann farið inn í hús og ráðist á kött og var viðureign kattarins og minkans hin blóðugasta. , Nótt eina fyrir skömmu vakn- aði fólk í húsi einu í Hafnar- firði við hin ámátlegustu hljóð og komu hljóðin úr kjállara hússins. Þegar fólkið í húsinu kom niður í kjallarann, lá húskött- urinn þar í einu horninu allur flakandi í sárum og blóðið flaut um kjallaragólfið. Var auðsjeð, að þarna hafði verið háður hinn grimmilegasti bardagi, og þykir lítill vafi leika á að minkvarg- urinn hafi verið í heimsókn og barist við köttinn. i Kisa var nær dauða en lífi, en þar sem þetta er mikill upp áhaldsköttur, hafa verið gerðar tilraunir, til þess að láta kött- ínn lifa. Hefir kisa legið undan- farna' daga, sem dauð af sárum þeim, sem hún hlaut í viður- eigninni við varginn. Þegar fyrst varð vart við minkinn í Hafnarfjarðarhrauni voru þeir tveir. Hafnfirðingar gerðu alt sem þeir gátu, til þess að vinna, varginn, en það tókst ekki. Lagðar hafa verið gildrur, eitrað fyrir varginn, og skot- menn hafa farið yfir hraunið þvert og endilangt í þeirri von að finna minkinn, en ekki hefir tekist enn að drepa hann. Menn telja þó, að annar minkurinn h.afi drepist í vetur en með hvaða hætti er ekki vitað. Túnasláttur er nú byrjaður í Hafnarfirði, og er j)að fyr en menn muna j)ar í Firðinum. MOROUNBLAÐrÐ .f fjjj’! ~y~rr, *rr i i’' Á ■ ^ ^' I. O. O. F.3 = 121529, Enginn fundur. Veðrið (í gærkv. kl. 5): Hæg NV- eða N-átt um alt land. Þurt veður og 9—12 stiga hiti. Grunn lægð fyrir austan landið og önnnr við S-Grænland. Veðuútlit í Reykjavík í dag: Hægviði. Þykknar upp' með S-átt með kvöldinu. Hvítasunnumessur í Fríkirkj- unni; Hvítasunuudag kl. 2 síra Arni Sigurðsson. — Annan dag’ hvítasunnu kl. 5, Ragnar Bene- diktsson cand. tlieol. Næturlæknir er í nótt Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39. Sími 2845. Aðra nótt er næturlæknir Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Helgidagslæknir er í dag : Ilall- dór Stefánsson, Ránargötu 12. — Sími 2234. A morgun er helgi- dagslæknir Karl S. Jónsson, Sól- eyjargötu 13. Sími 3925. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- búðinni Iðunn. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í dag kl. 4, ef veður leyfir í Skemti- garðinum við Lækjargötu. Hjónaband. Gefin voru saman ] hjónaband í gær af sjera Garð- ari Svafarssyni, ungfrvi Þuríður Jónsdóttir, Sigarðssonar járn- smiðs og Carl Billich, pianoleikari. Heimili þeirra er á Skarphjeðins- götu 4. Hjúskapur. í gær voru gefin sarnan í hjónaband uhgfrú Sól- veig Sæmundsdóttir, Neðri Dal, Fossvogi og' Olafur Elíasson bygg- ingameistari. Heimili ungu hjón- anna er í Neðra Dal, Fossvogi. íþróttaskólinn á Álafossi. Júní- námskeið hefst 31. maí. Nemend- ur mæti þann dag' kl. 2 síðd. á Afgr. Álafoss eða á Álafóssi kl. 4 saina dag. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjónaband af sjera Frið- rik Hallgrímssyni ungfrú María Eyjólfsdóttir, Smyrilsveg 28 og' Jón Veturliðáson, matsveinn. — Heimili ungu hjónanna verður á Hrannarstíg 3. Hjúskapur. í dag voru gefin saman af lögmanni ungfrú Jó- hanna G. E. Björnsdóttir og Sig’- fús Sigurðsson trjesmiður. Heimili ungu hjónanna er á Bragagötu 83 Á- Leikfjelag Reykjavíkur endar starfsárið að þessu sinni með því að sýnda „Tengdapabba“ á annan í hvítasunnu. Knattspyrnumótin á Akranesi hófust 21. maí með því að kept var í knattspyrnu í III. aldurs- flokki milli K. A. og Kára. Leikar fóru þannig að Kári vann með 4 :1. Kept var um III. fl. bikarinn Föstudaginn 26. maí var kept í II. aldursflokki í knattspyrnu. Leikar fóru þannig að jafntefli varð 0:0. Leiknum var framlengt um 10 mhl. á hvort mark, en það fór á sömu leið 0:0. Sama dag' var kept í handbolta kvennaflokks frá K A. og' Kára. Leikar fóru þannig að K. A. vann með 4:2. Á annan í hvítasunnu kl. 3^2 verður kept í I. fl. milli sömu fjelaga. Kept verður um Akranessbikarinn. Að- alsteinn Hallsson hefir starfað hjá fjelögunum um 3 vikna tíma. Eimskip: Gullfoss er í Reykja- vík, fer vestur og norður í kvöld kl. 10 e. h. Goðafoss fór frá Hull í nótt. Brúarfoss er í Kaupmanna höfn. Dettifoss er í Reykjavík Lagarfoss er á leið til Austfjarða Selfoss er í Antwerpen. Sæbjörg fór í gærkvöldi til Austfjavða. SWT- 'Sfcfpttrlft fói' Sig?(i urður Sigurðsson berklayfirjæknir.j en hann ætlar að rannnsaka berkla á Austfjörðum. SæbjÖrg fer svo til Norðurlands og verður þar við; landhelgisgæslu v sumfH'. Þórarinn' Björnsson skipherra verður með skipið í sumar. Adam Rutherford flytur erindi í , Fríkii'kjunni á annan í hvíta- suhnu og mun tala um sama efni og' síðasiliðinn. fimtudag í Iðnó, en í þetta sinn verður túlkað. — Aðgangur er ókeypis eins og fyr. IJm miðja vikuna mun hann enn flytja fyrirlestur fyrjr almenning Og þá tala um pýramídann rnikla, Utvarpið: (Hvítasunnudagur). 10.45 Morguntónleikar (plötur): Mendelsohn: a) Fiðlukonsert; b) Forleikurirm að Jonsmessu- draumnum. 17.00 Messa í Dómkirkjunni (sjerá Friðrik Hállgrímsson). 19.30 Hljómplötur: Lög leikin á fiðlu. 20.20 Sálmar (María Markan; plötur). 20.30 Áyarp (herra Sigurgeir biskup Sigurðsson). Sálmur. 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans (tríó). 21)30 Symfónítónleikar (plötur): Mánudagur 29. maí. (2. í Hvítasunnu). 10.45 Morguntónleikar (plötur): a) Konsert fj*rir lágfiðlu, B-dúr,1 eftir Ilándel. b) Symfónía í C- dúr, eftir Mozart. 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótel Borg. 17.00 Messa í Dómkirkjunni (sjera Garðar Svavarsson). 19.30 Hljómplötur: Pólskir dans- ar. 20.20 Karlakórinn „Fóstbræður“ syngur. 20.55 Hestamannakvöld: a) Tóuleikar. b) Kappreiðárnar í dag. Einar E. Sæmundsen segir frá. c) Hestavísur. Kjartan Olafsson kveður. d) Hestakvæði. Upplestur. e) Frá Hestamannaf jelaginu Fák (Lúðvíg C. Magnússon). 22.05 Danslög. Silkikögur og leggingar U j c:. - . w . • IKW, tf. >: í komið. SKEttMABÚDIN, Laugaveg 15. .1 IIESSI AN margar teg., Bindigarn, Saumgam, Metkiblek, Salt- pokar, Ullarballar, Kjötpokar, Presenningar, Fiskmott- ur o. fl. fyrirliggjandi. *8TXá> .'M L. ANDERSEN 'r.'.'íy Hafnarhúsinu. Sími 3642. *# j Ufl rirliggfandfl: Hveiti, 4 tegundir. Hrísgrjón — Ilaframjöl. Hrísmjöl — Kandís. Eggert Kristjánsson & Co. h.i Til lækifærisgjafa Schramberger heimsfræga kunst KERAMIK. Handunninn KRISTALL. K. Einarsson & Björnsson. ' Bankastræti 11. gQLSEMÍ Bær brennur Pann 25. þ. m. kom eldur upp í íbúðarhúsi Ólafs Jónssonar, bónda að Bæ í Lóni, og brann bærinn á stuttri :stundu. Enginn karlmaður var heima við, en konur, sem í bæn- um voru, björguðu nærri öllum innanstokksmunum og öðru laus legu. Húsið var úr timbri, en steypt að því að nokkru leyti. Talið er, að kviknað bafi í út frá reykháf. Eigandi hússins var Þorleifur Eiríksson í Bæ. Bresku konungshjónin. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU borgina. Höfðu þar safnast sáman fimm ættkvíslar rauöskinna. Tóku þeir konutigshjónunum af miklum fögnuði og breiddu á jörðina bjarndýrafeldi fyrir þau að ganga á. \’ið brottför konungshjónanna söng allur skarinn tireska þ.jóðsönginn. Georgi konungi gáfu rauðskinnai tóbakspuhg, pn drotningu glófa og margar aðrar gjafir. Vi virHi Seljum nokkra poka af KARTÖFLIM sem eru ágætis fóðurbætir, sjerstaklega fyrir hænsnabú. Bróðir okkar, PÁLL JÓNSSON frá Hjarðarholti, andaðist að kvöldi 26. þ. mán. Margrjet Jónsdóttir. Guðlaug Jónsdóttir. Jón Jónsson, læknir. Jarðarför FRIÐSEMDAR ÍSAKSDÓTTUR, Ási, fer fram miðvikudaginn 31. maí. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu kl. 8,30 f. m. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 5 sama dag. Eiríkur Jónsson og börn. Jarðarför mannsins mín JÓNASAR JÓNASSONAR fer fram frá heimili okkar Grettisgötu 71, miðvikudaginn 31, þ. mán. og hefst með húskveðju kl. iy2. Elísabet Guðmundsdóttir frá Æðey. Það tilkynnist að jarðarför PJETURS SIGURÐSSONAR, fer fram þriðjudaginn 30. þ. mán. og hefst með bæn á heimili hins látna, Ásvallagötu 23, kl. 1 y2 e. h. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.