Morgunblaðið - 28.05.1939, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1939, Blaðsíða 11
 Simnudagur 28. maí 1939, MORGUNBLAÐIÐ 11 Krossgáta MorgunblafSsins 58 Kontrakt-bridge 1. á skipi. 7. snaps. 11. af hval. 13. versíáS. 15. stærð. 17. stúlka. 18. hestur. 10. mynni. 20. tanoi. 22. lorsetning. 24. kall. 25. upphrópun. 26. veiði. 28. mannsnafn. 31. aldur. 32. ginna. 34. býli. 35. snemma. 36. lægni. 37. til baka. 39. mynt. 40. bæjarnafn. 41. 'búsáhald. 42. bugða. 45. efnafr.skm.st. 46. tónn. 47. .-samgöngubót. 49. neglur. 51. stafur. 53. kvenmanns- nafn. 55. laufaþristur. 56. börn. 58. þökk. 60. bit. >s61. kínverskt nafn. 62. tveir eins. 64. taug. 65. úr liófi. 66. kílómeter. 68 kvenmannsnafn. 70. goð 71. 3jer. 72. krydd. 74. flís. 75. stjett. Lóðrjett. 1. rifrildi. 2. þyngd. 3. prjón. 4. kvenmannsnafn. J5. dómgreind. 6. líkamshluti. 7. víg. 8. einstakur. 9. dforsetning. 10. ræða. 12. gælunafn. 14. pár. 16. byggja. 19. þráð. 21. hvumpin. 23. löðrunga. 25. ó- skundi. 27. á fæti. 29. á bílum. 30. læti. 31. fjenað- nr. 33. þrammar. 35. tala. 38. ull. 39. meinsemd. 43. •samtal. 44. áfall. 47. bræðsla. 48. votir. 50. bílfær. Sl. samsetning. 52. skammst. 54. hóf, 55. gæði. 56. búsáhald. 57. þvaður. 59. samsæti. 61. skafl. 63. iag 66. togari. 67. traust. 68. hvelfing. 69. tóm. 71. loðna. 73. guð. Skák nr. 65. I „hljóffa turninum" i Bombay Moskva, janúar 1939. Spænski leikurinn. íHvítt- Rabinovitseh. Svart: Flolir. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rf6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0—0, Be7; 6. Hel, ; 7. Bb3, d6; 8. c3, 0—0; 9. h3, (Til þess að hindra Bg4.) 9..... Ra5; 10. Bc2, c5; 11. d4, Dd7; 12, Rbd2, cxd; (Venjulegra er Rc6, en ■ eftir 13. d5, verður staða svarts Iþröng og erfið. Flohr álítur hinn gerða leik miklu betri en Rc6, ba'ði vegna ]>ess að staða svarts verði ekki eius þröng og eins Vegna hins að c-línan opnist og -svart hljóti að ná yfirráðum yfir henni.) 13. pxp, Rc6; 14. d5, (Það -er löngu sannað að ekki er gott að leika í þessari stöðir 14. Rfl, vegna Rxp.) 14........ Rb4; 15. Bbl, a5; 16. Rfl, Ra6; 17. g4?, (Bkki tímabært. Betra var að leika fyrst biskupunum út á borðið •og koma drotningarhróknum á c- línuna.) 17...... Ii5!; 18. Rh2, (Betra virðist g’5 og síðan h4. Eft- ír hinn gerða leik verður peðið á g4 óverjandi, eins og- framhald : skákarinnar sýnir.) 18....pxp; 19. pxp, Rh7; 20. Rg3, Bg5!; (Þar sem svart á sín peð á svörtum reitum, en hvítt sín peð á hvítum, verða kaup á svörtu biskupunum vitanlega svörtú í hag. Kóngsbisk- ’up hvíts er innilokaður af sínum -eigin peðum.) 21. Bd3, Hb8; 22. Bd2, Rc5; 23. Bfl. Dd8; 24. Bg2, g6; 25. BxB, DxB; 26. He3, Bd7; '27. Rgfl, Hfc8; 28. Hel, Dd8; 29. Rd2, Rg-5; 30. Bfl, Kg7; 31. Kg2, Df6; 32. Be2, IIh8; 33. Rhf3 ?, Bxp; 34. RxR, Hh2+!; 35. KxH, Dxp+; 36. Khl, Hh8+; 37. Rh3, BxR; 38. gefið. Engn ást er jafn einlæg og mat- varást. Bernhard Shaw. FRAMH. AF BLS. 9. „Hljóða turninum“, en þar er kirkjugarður manna þeirra er hafa Parsatrú. Liggur hann á ljómandi fallegri hæð, sem er vandlega afgirt. Hvít, fallega gerð þrep leiða upp á hæðina, í þrem göngum milli fallegra suðrænna pálma og runna. Eru altaf prestar á verði og taka við líkum sem eru afhent í húsi neðan til við hæðina. Vefja þeir iíkin hvítum klæðum og biðja fyrir hinum framliðna um stund. Taka síðan likið og bera það upp þrepin og taka af því hvítu klæðin og varpa því inn í „Hljóða turninn“. Eru þar þrjár deildir, ein fyrir börn, önnur fyrir konur og sú þriðja fyrir karlmenn. Undir eins og líkinu hefir verið varpað inn í turninn — sem er opinn að of- an —, koma nokkur hundruð gráðugir gammar og rífa líkið í sig á 15—20 mínútum. Eru þá aðeins beinin eftir, og hagar svo til, að hægt er að varpa þeim niður í sjó frá bakhlið „Hljóða turnsins“. — Þá stund sem við stóðum þar, var borið barnslík upp þrepin, — 4 hvít- klæddir prestar gengu upp með það — svo var því varpað inn — og gammarnir streymdu að úr öllum -'ttum eins og kallað hefði verið á þá. Við ókum fram hjá höllum smákonunga og aðalsmanna. Hefir einn þeirra um 300 kon- ur í kvennabúri sínu, og er einn- ig að öðru leyti stórauðugur. Annar hefir aðeins 60 konur — hann er af stéttabræðrum sín- um talinn fátækur. Að öllu samanlögðu er hjer ægileg stjettaskifting og undir- okun; eymd og hjátrú lág- stjettanna verður ekki með orð- um lýst. — Hin heiðnu trúar- brögð hafa haft áhrif hjer í mörg þúsund ár og hafa djúpar rætur. Kristni hefir ekki verið boðuð með verulegum krafti nema í nokkra áratugi, þó að vísu sje lengra síðan fyrstu kristniboðarnir komu hingað. Og kristin kirkja bíður eftir að menn komi af frjálsum vilja, er eir hafa sannfærst um að „það er enginn annar guð til“ eins og Lúther segir um Krist: „Und ist kein anderer Gott“. „KALDHÆÐNI ÖR- LAGANNA“. Næstu 2 daga siglum við meðfram vesturströnd Indlands, og komum til Colombo, höfuð- borgar Ceylon, að kveldi, og er- um þar .sólarhring. Er borgin falleg, bygð af mikilli smekk- vísi sumstaðar. Hjer er mikið af fögrum gimsteinum í jörðu; innlendir verslunarmenn bjóða okkur gimsteina fyrir nokkrar krónur. Allskonar silki og vefn- aðarvörur eru hjer afar ódýrar. Svo heitt er hjer að innbornir menn sofa um nætur á götum úti. Við fáum 2 Indverja til að ýna okkur borgarhverfi sitt. Eru þar musteri allskonar trú- ’.rbragða; við skoðum eitt af musterum Búddha. Taka menn okkur prýðilega og sýna okkur alt, og gefa okkur að skilnaði angandi lótus-blóm af altari einu þar sem 4 Búddha-líkneski standa. „Hinn voldugi Búddha, hinn voldugi Búddha“ segir einn af lærisveinum hans um leið og við kveðjum og þökk- um fyrir velvild hans,-— Búdd- ha trúði sjálfur að enginn guð væri til; þann sama mann hafa nú margar milljónir gert að guði — hann sem í lifanda lífi var guðleysingi. Þannig er kaldhæðni örlaganna. ★ Við látum svo í haf og kom- um eftir 4 daga til Singapore. Á leiðinni sjáum við marga flug- fiska; eru þeir örsmáir — minni en smásíld — en afar skemti- legir. Um Singapore og Hong- Kong vona jeg að skrifa í næstu brjefum. Jóhann Hannesson. — Þáð er einkennilegt að stjörnufræðingar skuli geta sagt alveg upp á mínútu hvenær verða sól- og tunglmyrkvar. — Jæja, það er enginn vandi. ^ Það stendur í hverju einasta alma- naki. Slem-meldingar Fx að segir sig sjálft, að við *■ slemmeldingar þarf mik- illar nákvæmni að gæta. Við að tapa 1 í hálfslemm, tapast ekki einungis verðmæti tapsi-’ geins, heldur einnig game, sem upp- iagt hefði verið. í tapaðri al- slemm bætist þar á ofan gróð- inn, sem orðið hefði af unninni hálfslemm. Ekki er því rjett að hætta sjer út á þá braut að at- huga slemmmöguleika, nema að góðar og gildar ástæður sjeu fyrir hendi. Slemmeldingar eru algengari í lit heldur en í grandi. Eftir að uakkerar hafa orðið ásáttir um litinn er spila skal og melding- ar hafa fallið þannig, að búast má við slemmmöguleikum, skift- ir mestu máli að vita um ása, kónga, ,,renonca“ og „single- tona“. Til þess að komast að raun um ásafjölda makkerpars eru tvær reglur. Önnur er 4—5 granda reglan, en hin spurnar- meldingar og verður að varast að rugla þeim saman. Til þess að segja kröfusögn- ina 4 grönd, verður að hafa á hendi 3 ása eða 2 ása og kónga í litum þeim, sem meldaðir hafa verið. Ef spilari, sem meldað hefir 4 grönd segir í næstu sögn 5 grönd, þýðir það að hann hafi alla ásana. Makker ber að svara kröfu- grandi á ákveðinn hátt, þannig: 1. 5 grönd ef hann á 2 ása, eða 1. ás og kónga í melduðum litum. 2. 5 í lægri lit en þeim, sem væntanleg slemma yrði meld uð í segir frá ás í litnum, en lofar ekki öðrum stuðningi. 3. 5 í þeim lit, sem sækjendur eru sammála um, er neitun- armelding og 5 í lægsta lit, sem sækjendur hafa meldað er enn ákveðnari neitun og má ekki taka þá meldingu sem stuðning í viðkomandi ... lit. 4. 6 í lit, sem sækjendur eru sammála um þýðir að við- komandi álítur að 6 muni vinnast, en að engar líkur sjeu fyrir að vinna 7. Þess ber að sjálfsögðu að gæta, að melda eigi kröfugrand þó maður eigi þá ása og kónga, sem krafist er, ef skifting spil- anna er þannig að litlar líkur eru fyrir því að slemma vinnist. T. d. að varast að melda slemm, einkum alslemm, ef litirnir virð- ast dreifðir og sækjendur eiga engan langan lit. Spurnarmeldingar eru þann- ig að spurt er um ásafjöldft makkers með því að segja 4 grönd. Ef makker á engan ás svarar hann með 5 laufum. 5 tíglar þýða 1 ás, 5 hjörtu 2 ás- ar, 5 spaðar 3 ásar og 5 grönd 4 ásar. Á sama hátt má spyrja um kóngana með 5 gröndum og þá venjulega með væntanlega alslemm fyrir augum. Svar makkers er þá 5 lauf með eng- an kóng, 5 tíglar með 1 kóng o. s. frv. á sama hátt og áður. Eins og fyr segir, verður að varast að rugla þessum tveim kerfum saman og ef til vill rjett ara að nota ekki nerria annað og þá frekar spurnarmelding- arnar, en þó má samrýma þetta með góðum árangri. T. d. þann- ig, að ef að sá sem vakið hefir sögn segir á sínum tíma 4 grÖnd i er það samkvæmt 4—5 granda reglunni (3 ásar eða 2 ásar ög kóngar í melduðum litum), en aftur á móti ef að makker þess, sem vakið hefir segir 4 grönd ber vekjara að taka það sem spurnarmeldingu. Um þetta at- riði ættu spilarar að koma sjer saman um áður en þeir byrja að spila. Gulli. SMÆLKI Flugmaðurinn P. Wiggins í Kansas varð fyrir einstæðu slysi í fyrra. Eiturslanga beit hann í fótinn, þar sem hann var staddur aleinn í 2000 metra hæð. Flug- maðurinn var nógu fljótur að átta sig og gat komist á sjúkra- hús og bjargað lífi sínu. Wiggins segir svo frá að eiturslangan muni hafa komist í flugvjelina, þar sem vjelin var geymd úti á víðavangi um nóttina. ★ Ef óhepnin hefði ekki elt sviss- neska flugmanninn, W. Meyer liðs-foringja, á röndum hefði liann ekki látið líf sitt á jafn voveifleg- an hátt og raun varð á„ Hann var að fljúga jTir Alpafjöllin er vjel hans bilaði og brapaði til jarðar. Flugmanninum tókst að bjarga sjer í fallhlíf og hann lenti heilu og höldnu í gjá einni. En sjálf flugvjelin hrapaði utan í fjallshlíð skamt fyrir ofan. Við það losnaði snjóskriða, sem rann niður gilið, og liðsforinginn fórst. ★ Ohepnin elti einnig Kurt Búck- er póstsendil í Hameln. Hann barði að dyrum á húsi einu, en í sömu mund rak smiður, sem var að gera við hurðina, nagla í gegn- um hendina á póstsendlinum ó- hepna. Jafnvel geta menn átt á hættu að missa tennurnar, eins og William Clark í Liverpool. Nótt eina var hann að fara lieim til sín er hrópað var í eyra lians: „Upp með hendurnar. Spýttu út úr þjer tönnunum!“ Aumingja maðurinn þorði ekki annað en að hlýða. ★ Nýjustu tískukenjar í París eru, að skreyta kvenkjóla með notuð- um frímerkjum. Frímerkjasafnar- ar, sem eru giftir, mega hjer eftir gæta vel safns síns fyrir konunni! ★ Frá Hollywood: —- Nei, en hvað það er langt síðan við höfum sjest, Eileen, heilir þrír mánuðir. Má jeg óslra þjer til liamingju með trúlofunina, hjónabandið og skiln- aðinn! ★ Þýskur vísindamaður þykist hafa reiknað út að vorið breiðist út í ákveðna stefnu, frá suðvestri til norðaustur. Vorið fer, sam- kvæmt útreikningum lians, með 26 km. hraða á sólarhring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.