Morgunblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 9
Maðurinn í Hitler og Mussolini gefa Chamberlain ekki tækifær til að lesa Hjer er atriði, sem hvorki Sig- nrðnr Biuarsson nje aðrir hafa sagt okkai' um Mr. Chamb- erlain. I ræðu, sem hann f'lutti í sam- .sæti konunglega bókmentasjóðs- ins í Englancli fyrir skömmu. komst hann m. a svo að orði: „Til allrar hamingju er ekki feldur dómur um forsætisráð- herra eftir því, hvað þeir leggja af mörkum til bókmenta, því að öðrum kosti myndi jeg vafalaust vera neðstur á lista“. Það væri ein- kennilegt, sagði Mr. Chamber- lain, hve margir forsætisráðherr- ar hefðu verið rithöfiindar, þótt hann segðist gera ráð fvrir, að ritstörf þeirra væru ekki unnin á meðan þeir gegndu forsætisráð- herrastörfum sínum. En þar sem haun ætti að mæla fyrir bókmentasjóðnum, vildi hann heldur tala um skuld sína við bókmentirnar. ★ .;deg skal viðurkenna11, sagði Mr. Chamberlain, „að uppáhalds skáldsögur mínar eru sögur Alex- anders Dumas eldri, og liinár frá- bæru sögur, sem Joseph Conrad hefir arfleitt okkur að, með hin- um dularfullu fyrirbrigðum, sem altaf eru ný. Sumir menn leita hvíldar í Ijóð- um. Jeg hefi altaf verið þeirrar skoðunar, að maður verði að hafa skáldlegt eyra á sama hátt og maður verður að liafa hljómnæmt eyra“. . „Jeg vona að jeg sje ekki al- veg snevddur næmleika fyrir yndi skáldskapar í bundnu máli, þótt jeg verði að viðurkenha, að jeg geti ekki sest niður til þess að lesa kvæðabók, nexna í lrvæðun- um sje söguþráður, eins og hjá okkar ódauðlega Shakespeare“. „Það er ekki satt, sem jeg hefi lesið stundum í blöðunum, að jeg s.je altaf með bók eftir Shake- speare í vasanum, en hitt er rjett, að jeg tek mjer stundum í hönd einhverja af bókum hans. Ahugi minn á ritum Shakespe- ares og ánægja sú sem jeg hefi af að lesa bækur hans, er ekki aðal- lega fólgin í orðum hans, heldur í kynnunum af þroskaferli söguper- sónanna, bæði hinna minni og tíinna stærri, þær virðast vera úr öðrum heimi, en samt vera hlnti af okkur sjálfum". „En það er jafn auðvelt að verða sólginn í leynilögreglu- mannasögur, eins og í ópíum eða krossgátur, svo að jeg hefi valið þann kostinn að fara með þær eins og dægrastyttingu í viðlög- um‘ ‘. „Eitt af því, sem jeg á brös- ótt við einræðisherrana. er það hye lítinn tíma þeir láta okkur eftir til þess að lesa. Dögum sam- an hafa þeir verið að lialda ræður. Jeg er oft ekki búinn að lesa nema í 20 mínútur, fvr en eiuhver kemur inn til mín og segir: „Uami liefú' haldið aðra ræðu“. ★ „Þannig sjáið þið hve erfitt það er fyrir mig að lesa all. sem mig langar til að lesa. En þær fáu stundir, sem jeg hefi aflögu, leitá jeg hressingar í |)ví að lesa ágæt- íh’ bækur um veiðar. Jeg geri ekki ráð fýrir, að bjer teljið þessar bækur til bókmeuta, eu þær bera mig með sjer í árnar, sem jeg get ekki farið í sjálfur, og rifja upp íyrir mjer mörg lirífandi angna- blik, sem mig myndi langa til að lifa áftur. ,.En innst í hugskoti mínu lifir ávalt sú Iiugsun, að jeg muni einhverntíma fá tíma og tækifæri til þess að taka niður hin jmngu biudi, sém ólesin eru á bókahill- um mínum. Og jeg vil l.júka máli mínu nieð því að segja, að jafnvel önnum kafnir menn, eins og jeg', sem eru með allan huganu við stjórmnál, leita tilbreyting'ar og liressingar og nýrra krafta í því, að lesa þegar þeir geta, og þeir geta sætt. sig við þessi fáu tæki- færi, með því , að rifja upp fvrir sjer hvað þeir hafa lesið, og gera sjer að tilhlökkunarefni það sem þeir ætla að lesa aftur“. stállunganu leitar lækningar við hina heilögu lind í Lourdes Maðurinn í stállunganu‘% Fred Snite, sonur mil- jónamæringsins í Chicago, er kominn til Evrópu. Hann hefir nú veríð í stállunganu í nær þrjú ár. Þégar hann var í Peking árið 1936 sýktist hann af lömunar- veiki og settist veikin á brjóst- vöðvana, svo að hann. hætti að geta andað. Hann var þá sett- pr í sjerstaklega útbúinn stál- geymi, hið svenefnda stállunga. Stállungað vinnur það starf, sem brjóstvöðvarnir geta ekki unnið. Með jöfnu millibili er loftið sogið út úr geyminum og brjóstkassinn þenst út: um leið fyllast lungun af lofti. Síðan er loftinu þrýst aftur inn í geyminn og brjóstkassinn dregst sarnan: sjúklingurinn andar frá sjer. Aðeins höfuðið stendur út úr ,,lunganu“. Herðar, hend- Lir, búkur og fætur eru inni- lokaðir í því, eins og í búri. ★ Nú er Fred Snite kominn til Frakklands. Hann fór yíir At lantshaf í franska hafskipinu Normandie. Förinni er heitið til hinnar heilögu lindar í Lourdes, til þess að leita þar lækningar. Þessi merkilega pílagrímsför Snites hefir vakið mikla sam úð í F'rakklandi. Sálarþrek hans og bjartsýni hafa fylt menn aðdáun. Hann fer ekki til Lour- des, til þess að bið.ia guð um að gera kraftaverk og' lækna sig. Hann kemur til hinnar heilögu lindai' sem pílagrímur til þess að þakka hinni heilögu guðsmóður fyrir líf sitt. Með guðs hjálp tókst honum að. sigrast á dauðanum og hin ein-i læga trú hans hefir hjálpað! honum til þess að láta ekki hugfallast þrátt fjnúr veikindi sín. "Cp aðir hans, sem fylgdi hon- ■*- um austur um haf, sagði við blaðamenn í Le Havre: — „Sonur minn rjeði því sjálfur, að við tókumst þessa ferð á hendur. Hann langaði að fara til Lourdes til þess að þakka guði og' hinni heilögu. móður fyrir það, að hafa varðveitt líf sitt. Fred hefir altaf verið mjö’g trúhneigður. Þegar hann var í æsku, löngu áður en hann veikt- ist í Peking, ákvað hann að verða kaþólskur prestur. Hann stundaði guðfræðinám í Notre- Dame-háskólanum í Indiana. — Hann ákvað ekki að fara til Lourdes til þess að leita þar kraftaverkalækningar. En fái hann heilsu sína aftur, þá verður hann auðvitað mjög glaður; en það er .ekki filgangurinn með för hans“. * A leiðinni aústur um hafj sendi Fred Snite nokkurum afj háskólaf jelögum sínum frá fyrri tímum brjef. I þessu brjefi seg- ir hann m. a.: ,,Þið getið e. t. v. gert ykkur í hugarlund hvernig mjer varj innanbrjósts þegar jeg lagði af stað í þessa ferð. Er það til-j gangur minn að heimta af guði lækning á hinni líkamlegu van- iíðan minni? Eðá verð jeg fyrir vonbrigðum ef mjer verður ekki að þessari ósk minni?Jeg svara, nei. Jeg vildi gjarnan biðja guð og hina heilögu móður að hjálpa mjer. Jeg veit, a& guð getur það. Jeg mun sætta mig við ákvörðun hans, hver sem hún verður. Jeg mun halda áfram að líta svo á að jeg sje hamingjusamur og ánægður, eins og jeg hefi ávalt verið til þessa dags. Ef guð vill að jeg lifi það, sem. eftir er af lífi mínu við þau kjör, sem jeg á nú að búa, þá er jeg ánægður .... Heilsa mín er alment góð. — Vöðvarnir, sem lamaðir eru, eru að bvrja að taka til starfa aft- ur, þótt hægt fari, og mjer finst að mjer líði vel.Jeg get jafn vel andað núna, hálfa klukku- stund á dag, án aðstoðar stál- lungans. Jeg lít svo á að jeg sje einn af hinum fáu í þessum heimi, sem hafa engar áhyggj- ur af lífjnu“. , * I-v rír læknar eru í fylgd með *■ sjúklingnum til Lourdes, og auk þess nokkrar hjúkrun- arkonur. Einn læknanna sagði við blaðamennina: „Bjartsýni Fred Snites og glaðlyndi hans er frábært. Hann er altaf í góðu skapi. Hann segir fyndni og hlær sjálfur hjartanlega. — Hann spilar bridge. Hjúkrun- arkonan heldur á spilum hans, svo að hann getur sjeð þau í speglinum sínum. Síðan segir hann, hvernig sþila eigi. Hann fer ekki d'ult’ með lífsgleði sína“. Engir ókunnugir fá að koma nálægt Snite. Hver sem hefir samneyti við hann, verður að hafa sjerstaka grímu fyrir vit- unum. Þessi variiðarráðstöfun er gerð til þess að koma í veg- fyrir að hann smitist af kvefi. Kvef gæti haft hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir líf hans eins og skiljánlegt er, þar senri hann getur ejcki hóstað. Maðurinn í „stállunganu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.