Morgunblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 11
Sunnudagur 4. júní 1939. MORGUNBLAÐIÐ 11 ■SMÁSAGA: Brjálaði maðurínnn í jarnbra utarklefan um Skák nr. 66. Margáte apríl 1939. Spænski leikurinn. Við vorum þrír farþegar í I. flokks járnbrautarklefa í lestinni, sem gengur milli Mar- seille og París. Prestur einn, íumþoðssali og jeg. Lestin nam istaðar í Lyon og við vorum allir fegnir þegar lestin hjelt af stað .aftur, án þess að nýr farþegi bættist við í klefan okkar. Það war molluheitt þenna dag og því þægilegt að hafa nóg pláss. En við höfðum verið of fljótir á okkur hvað ánægjuna snerti, því alt í einu var klefahurð- inni hrundið upp og ungur, stór >og sterklegur maður, hatt- og frakkalaus og án farangurs ikom æðandi inn í klefann. Hár hans var í óreiðu og úr ahgun- Tumum m'átti lesa æði. Hann •stefndi beint á prestinn, sem sat við gluggann beint á móti mijer og sagði með urrandi mál- róm: — Þekkið þjer leyndarmál konunnar minnar? Presturinn kastaðist aftur á bak í sæti sínu og svaraði dauð- «kelkaður: — Nei, nei — maður minn, jeg þekki alls ekki konuna yðar. Maðurinn starði um stund tryltum augum á veslings klerk- inn, eins og hann ætlaði að lesa úr andliti hans leyndustu hugsánir sálusorgarans. En alt í einu vatt hann sjer að mjer: — En þekkið þjer leyndarmál líonunnar minnar? sagði hann. Jeg varð, skelkaður, það skal .jeg játa. Og í fyrstu vissi jeg •ekki hverju jeg ætti að svara. Það var gefið mál, að maður- inn var bandvitlaus og að örlög :mín voru undir svari mínu kom- in. Loks gat jeg stilt huga minn, «g jsvaraði í nokkurn veginn eðlilegum rómi: — Nei, það er laust við að jeg þekki leyndarmál konunnar yð- a,r, herra minn. — Þá barði manntetrið sjer á brjóst og varp öndinni mæði- lega. —i Og ekki þjer heldur! Æ, aumur jeg, sagði hann og hlass- aði sjer niður í sætið við hlið- ina á mjer. Það varð hljótt í klefanum, enginn mælti orð. Brjálaði maðurinn lokaði aug- unum og það leit út eins og hann svæfi. Hmboðssalinn sá sjer leik á borði og læddist út úr klefan- um. Hann staðnæmdist augna- blik við klefadyrnar og gaf okkur merki gegnum gluggann ■á dyrunum. Það var greinlegt •að hann ætlaði að sækja lest- •arvörðinn. Presturinn og jeg sátum, þar :sem við vorum komnir. Við gát- um ekki komist fram hjá brjál- •aða manninum, þar sem hann lá með fæturna þvert yfir klefa- gólfið, án þess að vekja hann. En við þorðum heldur ekki að ræða saman um mál þau er við höfðum verið að tala saman um, áður en brjálaði maðurinn kom, af ótta við að vekja hann. Við sátum grafkyrrir og horfð- um spentir á hinn sofandi mann. Að lokum kom lestarvmrður- inn. Hann gekk að manninum, sló á öxl hans og sagði: — Viljið þjer gera svo vel og lofa mjer að sjá farseðilinn yðar?, sagði hann rólega. Maðurinn á myndinni var vel ræðalegur, er hann opnaði aug- un, en alt í einu reis hann á fætur þreif í axlir hins smá- vaxna lestarvaraðar og starði á hann. — Þekkið þjer leyndannál konunnar minnar, hrópaði hann. Svarið! Vesalings lestai’vörðurinn varð jafn óttasleginn og við hinir. Hann sleit sig lausan frá risanum og hljóp út í ganginn. Á hlaupunum gaf hann prest- inum og mjer bendingu um að fylgja sjer. En hvernig áttum við að komast fram hjá vit- leysingnum? Það var ljettara sagt en gert. Hann settist aftur. Presturinn og jeg fylgdumst vel með öll- um hans hreyfingum, en hvor- ugur okkar mælti orð. Alt í einu tók brjálaði maðurinn upp skammbyssu úr vasa sínum og starði á byssuna. Jeg var búinn að ákveða með sjálfum mjer að stökkva á manninn og selja líf mitt dýru verði, er hann stakk byssunni á sig aftur. En nú var klerkurinn búinn að fá nóg. Hann tók á rás eins og byssubrendur út úr klefanum. Hann var ekki fyr úr augsýn en brjálaði náunginn slengdi sjer í sæti hans og fór að glápa á mig. — Þjer ljúgið, æpti hann. Þjer þekkið leyndarmál kon- unnar minnar! LFm leið stakk hann hend inni niður í vasann. En þá var mjer öllum lokið. Jeg rauk upp eins og mjer væri skotið úr fallbyssu og hljóp eins og skrattinn væri á hælum mjer eftir endilöngum lestargangin- um. Nokkru síðar læddist lestar- vörðurinn að klefadyrunum og tókst að læsa þeim að utan- verðu. Hann sagði frá því, að brjálaði maðurinn hefði lagst endilangur á bekkinn og væri sennilega sofnaður. — Strax og við komum til Parísar tekur lögreglan hann, sagði lestarvörðurinn, ef hann verður þá ekki búinn að fleygja sjer út um klefagluggann, en það er ekki okkar sök, nje held- ur getum við hindrað hann. Við urðum að bíða drykk- langa stund á Gare d’Orléans- brautarstöðinni áður en við næðum í farangur okkar. En loks komu tveir lögreglumenn þrammandi og tóku brjálaða manninn. Hann virtist vera hinn rólegasti er þeir fóru með hann í handjárnum. Hann sneri sjer að mjer og sagði: — Þökk fyrir samfylgdina, herra minn. Vonast til að við sjáumst bráðlega. Mánuði síðar sat jeg á uppá- halds kaffihúsinu mínu og var að blaða í myndablöðum. 1 síð- asta hefti „Nouvelles Illustrées“ var mynd, sem vakti forvitni mína. Maðurinn á myndinn var vel greiddur og brosandi, — en samt sem áður —, Jeg las byrjunina á greininni sem fylgdi með, þar stóð: „Hvernig maður fer að því, að ferðast með járnbraut á 1. farrými frá Lyon til Parísar, þegar maður er auralaus og búið er að stela frá manni öll- um farangri, einkabílnum, og vegabrjefinu“. „Hvernig maður fer að því, að gera fjóra fullorðna karl- menn hálfvitlausa af hræðslu, • aðeins með því að spyrja þá að venjulegri spurningu og sýna þeim vindlakveikjara.“ „Hvernig á því stóð, að lög- reglulæknirinn, dr. Crussot, hló hjartanlega". Um alt þetta fjallar eftirfar- andi grein eftir Claude Dusac — og um leið biður hann ferða- fjelaga sína að láta til sín heyra. Hann ætlar að gera þá forviða1, einu sinni enn. Jeg las greinina, en mjer datt ekki í hug að setja mig í sambandi við manninn. — Jeg hafði orðið nógu forviða á fram komu hans. Og veit meira en jeg vissi er við hittumst fyrst. Hann getur einu sinni enn, ef hann vill komið og spurt mig með tryltu augnaráði og hásri röddu: — Þekkið þjer leynd- armál konunnar minnar? Þá myndi jeg svara rólega: — Já, herra rithöfundur — „Leyndarmál konunnar minn- ar“, er ágæt bók. Hvítt: Sir G. A Thomas. Svart: S. Flohr. 1. e4, e5; 2. Kf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0—0, Be7; 6. Rc3, (Venjulegi leikurinn er Hel, en þessi leikur er einnig góður) 6......b5; 7. Bb3, d6; 8. Rd5, (Nýjung. Best hefir verið talið a4) 8........ Bg4; (Flohr þiggur ekki fórnina. Ef 8....... Rxp; 9. RxB, RxR; 10. d4, mundi gefa hvítu sterka og þægilega stöðu) 9. RxB, DxR; 10. c3, (Nauðsynlegt, til þess að hindra Rd4. Peðið á e4 er óbeinlínis vald- að, því ef 10......Rxp; þá 11. Bd5) 10. *.... 0—0; 11. d3, Ra5; 12. Bc2, c5; 13. h3, Bh5; 14. De2, Rd7; (Ljótur leikur) 15. De3, Rc6; 16. Rh2, Rb6; 17. b4!, (Til þess að hindra d5) 17.....Hab8; 18. a3, Iífc8; (Hótar að vinna peð) 19. pxp, pxp; 20. f4, pxp; 21. Dxp, Ré5; 22. Dg3!, (Hótar bæði Bf4 og Hf5) 22.......Bg6; 23. Bf4, Rbd7; (Ef 23.......f6; þá 24. d4, pxp; 25. Bb3+, og síð- an pxp) 24. Rg4, Iíe8; 25. Re3!, (Ef 25. d4, þá pxp; 26. pxp, Hbc8!) 25....... IIbc8; 26. Rd5, Dd8; 27. a4, b4; 28. a5, pxp;-29 Rxp, Rc6; 30. Rd5, (Hótar Bc7) 30......Rd4; 31. Hf2, Re6; 32. Bb3, c4!; 33. Bxp, Bxp; 34. Re3, Bg6; 35. Bxp, Ha8; 36. Bb5, Rd4; 37. Bc7, De7; 38. BxR, DxB; 39. Bb6, Rb.3; 40. Ha3, Rcl; (Hvítt á nú unna stöðu, en verður hins- vegar að heyja langa og harða baráttu fyrir fullnaðarsigri) 41. d4, Rd3; 42. IId2, Db5; 43. Kh2, h5; 44. Rdl, Rcl; 45. He3, IIxH; 46. DxH, He8; 47. IIb2!, Dc6; 48. Dc3, Dd6+; 49. Dg3, Dd5; 50. Rc3, Df5; 51. Rb5, Dfl; 52. Df2, Ddl; 53. Hd2, Db3; 54. Rc7, He7; 55. d5, Rd3; (Sjá afstöðumyndina). 56. d6 , (Best. Ilvítt fær þrjá menn fyrir drotningu og peð) 56...... RxD; 57. pxH, f6; 58. 'HxR, Db4; 59. e8D+, BxD; 60. RxB, h4; 61. Rc7, Kf7; 62. Kgl, Kg6; 63. Rd5, Da3; 64. Re3, Kf7; 65. Hfl, g6?; 66. Rg4, f5; 67. Re5+, Kf6; 68. Bd4!, gefið. m m h m ÉÉ ÍÉÍL Staðan eftir 55. leik svarts. Maður undrast, hve vel Sir Tho- mas teflir þessa skák frá upphafi til enda. SMÆLKI Flest íslensk ættarnöfn eru í sambandi við örnefni frá þeim stað, sem ætt viðkomandi hefir dvalið á, að undanskildum nokkrum nöfnum, sem eru dönsk eða erlend afbökun á íslenskuin nöfnum. En þó að íslendingar gætu valið sjer ættarnöfn eftir vild myndi sjálfsagt engum detta í hug að kalla sig „Skóari“ eða „Skógardjöfull", aftur á móti eru þetta algeng mannanöfn í Þýska- landi (Schumacher — Wald- teufel) Einnig heita margir Eng- lendingar .Coward (bleyða). Ný- lega birtist frjett um það í ame- rísku blaði að herra Jack Tomb (gröf) og ungfrú Edna Coffin (lík kista) hefðu gengið í heilagt hjónaband og þar að auki var herra Tomb kirkjugarðsvörður. — ★ — Nú hefi jeg staðið og horft á yður með veiðistöngina í heila klukkustund og enn hafið þjer ekki veitt bröndu. Er nokkuð til sem er eins bjánalegt og hanga vfir þvílíku. — Já, að horfa á. ★ — Hvernig gengur með svefn- leysið hjá þjer núna,. — Jæja, heldur er mjer að skána Áður varð jeg altaf að telja upp að 10.000 áður en jeg sofnaði, en nú ekki nema upp að 9987. ★ — Jeg er ekkert hrifinn af svona litlum málverkum. — Eruð þjer listgagnrýnandi ? — Nei, jeg á innrömmunarverk- stæði. Krossgála Morgunblaðsins 59 Lárjett. 1. klettur, 7. krydda, 11. ljúka við, 13. hetja, 15. drykkur, 17. líffæri, 18. fugl, 19. söngflokkur, 20. óðagot, 22. skip, 24. forsetning, 25. söngur, 26. maður, 28. Molierepersóna, 31. svall, 32. tungu, 34. dund, 35. vökvi, 36. þræll, 37. fjelag, 39. danskt blað, 40. voð, 41. geymslupláss, 42. á andliti, 45. tímabil, 46. œælir, 47. stafur, 49. kostir, 51. kvenmannsnafn, 53. illgresi, 55. í fjósi, 56. slys, 58. kvenmannsnafn, 60. fágætur, 61. lireyfitæki, 62. deild, 64. stefna, 65. ögn, 66. úrkoma, 68. verslun, 79. framrás, 71. svell, 72. kvenmannsnafn, 74. matast, 75. ríkidæmi. Lóðrjett. 1. hjálp, 2. læti, 3. yfirlið, 4. gróður, 5. grein, 6. þrír eins, 7. iðn, 8. herma eftir, 9. tónn, 10. stjett, 12. sletta, 14. ríki, 16. spil, 19. eyja, 21. skömm, 23. svívirðilegur, 25. húslilið, 27. á fæti, 29. svar borg- Lr- að, 30. fórsetning, 31. guð, 33. gluggi, 35. horfa, 38. einstakur, 39. samgöngubót, 43. á fótum, 44. haf, spyrja, 59. svarar, 61. snemma, 63. lcvenmannsnafn, 47. auðæfi, 48. veiðarfæri,50. skeyti, 51. óspar, 52. 66. spott, 67. skán, 68. lítil, 69. tala, 71. kall, 73. ónefndur, 54. sólguð, 55. mannsnafn, 56. yfirsjón, 57. forsetning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.