Morgunblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. júní 1939. Ifyrstu málsgreinum skýrsí- unnar er vikið að hinni miklu ókyrð, sem viðskiftalífið hefir átt við að búa síðastliðið ár. Jafnframt er það tekið fram, að þrátt fyrir næstum óslitna stjórnmálalega erfiðleika, er höfðu í för með sjer almenna óvissu að því er viðskiftahorfur snerti, fjárflótta frá Evrópu og aukna eyðslu til vígbúnaðar, þá sje hin fjárhagslega þróun heimsins ekki eins skuggaleg og við mætti búast. Meðal bætandi áhrifa er fyrst talin viðreisnin í Bandaríkjun- um, er kom í ljós í júnímánuði 1938, í aukinni íramleiðslu og örri hækkun verðbrjefaverðs. Hliðstæðrar viðreisnar varð vart 1 mörgum öðrum löndum. t>ó að ágóðahluti lækkaði í fjölda fyr- irtækja, þá varð magn fram- leiðslunnar 1938 aðeins lítið eitt lægra en ársins á undan. — I Stóra Bretlandi fór vöxtur framleiðslunnar að haustinu fram úr hinni venjulegu aukn- ir.gu þess ársfjórðungs. I Italíu var iðnframleiðslan eins mikil 1938 eins og 1937. Iðnfram-! lciðsla Frakklands færðist og í aukana og var það afleiðing af verðfestingu gjaldmiðilsins og ýinanlands umbótum. Meðal- vinnuvikan þar í landi fór fram úr 40 stundum snemma á árinu 1939. * Þessara batamerkja, sem finna mátti á hag ýmissa þjóða síðari helming ársins 1938, gæt- ir einnig á sviði alþjóða við- skifta. Eftir hinn mikla aftur- kipp á fyrra missiri ársins, var vöxturinn síðla hausts áhrifa- ríkur. Þrátt fyrir óhagstæðan jöfnuð ársins 1938, þá er magn vöruviðskifta milli hinna ýmsu þjóða, ef ekki hærra en nokkru sinni fyr, að minsta kosti 15% fyrir ofan hámark áranna fyrir 1914. Fjármálaástand Mið-Evrópu bar enn sinn sjerstaka blæ sak- ir sívaxandi áhrifa frá Þýska- iandi, en þar í landi færist fjár- málalífið meir og meir óskift endir handleiðslu ríkisstjórnar- innar, og iðnframleiðslan hefir vaxið þar um 8% frá 1937— 1938. Samtímis því, að önnur lönd eiga enn við atvinnuleysi að búa, er Þýskaland eina land- ið á hnettinum, sem raunveru- lega skortir framleiðslukrafta. Um glæðingu atvinnulífsins í hinum ýmsu löndum, segir í skýrslunni, að reynsla undanfarinna ára sýni, að allar tilraunir í þá átt hafi brugðist aðrar en þær, sem stuðlað hafi aÖ aukinni framleiðslu, annað hvort fyrir atbeina ríkisstjórna, eða hinu að skapað hefir verið aðalskilyrði fyrir auknu fram- taki einkafyrirtækja, þ. e. rjett- íátt jafnvægi milli framleiðslu- kostnaðar annarsvegar og verð- lags hinsvegar. Hvorki aukið rekstursfje nje þensla kaupget-i unnar fyrir tilstilli ríkissjóða, eða bættra launakjara hefir nokkursstaðar stuðlað að hald- góðri endurreisn viðskiftalífsins, ef hið raunverulega jafnvægi milli framleiðslukostnaðar og verðlags hefir verið vanrækt eða hindrað af einhverjum á- stæðum. Engin fjármálastefna Þróun viðskiftalífsins megnar af sjálfsdáðum að lag- færa þau mistök, sem leiða af misvægi í stjórn og laulfum framleiðslukrafta hvers einstaks Iands. Þó að áhersla sje á það lögð hvern þátt ódýrt rekstursfje hefir átt í að vinna bug á krepp- unni 1930—1933, er mjög ósk- að eftir meiri sveigjanleika af hendi seðlabankanna í notkun forvaxta, þareð aðrar aðgerðir geti aðeins að nokkru leyti kom- ið í stað beitingar forvaxtanna. Stöðvun viðskiftalífsins leynt eða ljóst, virðist hafa þann ó- kost, að erfitt reynist að tryggja stefnuhvörf þegar aðstæður' hafa breyst, en lækkun forvaxta er hægt að framkvæma strax og þörf krefur. Forvaxta ákvarð- anir eru í svipinn mjög háðar fjármálaástandi ríkjanna, þareð samanlagður tekjuhalli á fjár- hagsáætlupum heimsins nemur nú meira en 1000 miljón doll- urum mánaðarlega. En engar ráðstafanir um fjár- lög eru jafn mikilvægar og sú höfuðnauðsyn, að jafnvægi ná- ist svo að fyrirbygt sje, að aft- urkippur komi í viðskifta og at- vinnulífið. — Nokkuð aukinn kostnaður við lausar skuldir eru smámunir samanborið við kostnað alls þjóðfjelagsins (og þessvegna einnig ríkisins sjálfs) \ið alvarlega hnignun viðskifta- lífsins, eins og þeirrar, sem kom í Bandaríkjunum þegar iðn- framleiðslan fjell frá Vá frá því í september 1937 þar til í maí 1938. ★ Á peningamarkaði heimsins var heilbrigð lánastarfsemi mjög hindruð af allskonar höft- um, en í^fjölda landa hafa ver- ið gerðar ráðstafanir til að efla viðskifti við útlönd, og Alþjóða- bankinn hefir einmitt hjálpað til að útvega vissa tegund lána til verslunarviðskifta. Þó að hin daglegu störf bankans sjeu, sakir hins erfiða ástands í heim- inum, aðallega fólgin í kaup- um og sölum á útlendum gjald- eyri og gulli fyrir seðlabank- ana, verður bankinn þó enn að hafa vakandi auga á að helga sig þeim tilgangi, að efla eins og unt er reglubundin viðskifti í gjaldeyrismálum, lánastarf- semi og verslun milli þjóða heimsins. Sjerstakir kaflar í skýrslunni eru helgaðir ýmsum bankamál- um, svo sem gjaldeyrisgengi, utanríkisverslun, verðlagi, birgðum og öflun gulls, fjár- flutningi og alþjóðaskuldum, stefnu í forvaxtamálum og þró- un seðlabanka og verslunar- banka. T71 ramleiðslan 1938 af skíru gulli og myntuðu varð meiri en á árinu 1937. Nam aukningin 5,6%. — Alls voru framleiddar nálega 37 miljón únsur. Samsvarar það 1290 milj. dollurum. Bandaríkin urðu á ný aðalviðtakandi gulls og juku iþau gullbirgðir sínar um 1750 Hjer fer á eftir útdráttur úr skýrslu alþjóða- bankans í Basel. Aðalfundur bankans var haldinn 8. maí síðastliðinn og var þessi ársskýrsla þá lögð fram. Hún gefur glögt yfirlit yfir þróun atvinnu- og viðskiftalífsins í heiminum síðastliðið ár. síðastliðið ár milj. dollara, eða 35% meir en öll gullframleiðslan nam. Haustið 1938, þegar mest af þessu gulli var flutt til New- York, fóru fram afarmiklar yf- irfærslur af bankainnstæðum. — Þetta augljósa fyrirbrigði skyggir ef til vill á hin dýpri áhrif af breytingunum í rás við- skifta og ávöxtunar fjár. Því er í rauninni þann veg farið, að meira en helmingur af gullöflun Bandaríkjanna árið 1938 stendur í sambandi við það, hve mjög útflutningur landsins fór fram úr innflutn- ingnum og minna en helmingur gullsins er einskært innstreymi fjármagns. Yfirfærsla fjár- og þá sjerstaklega fjárflótti — var samt sem áður mun meiri fyrstu fjóra mánuði ársins 1939. Staf-' ar þetta einkum af ótta manna við stríð. Hefir hann komið bæði stofnunum og einstakling- um til þess að auka lausafje sitt, sjerstaklega í dollurum. — Aukning á gullbirgðum, sem seðlabankar eiga erlendis, er annað fyrirbrigði sömu við- leytni. Gull sett í vörslu Federal Re- serve bankanna jókst um 333 milj. dollara árið 1938. ¥ Breski gengisjöfnunarsjóður- inn varð fyrir miklum gullmissi, þareð hann hefir að líkindum látið af hendi eitthvað nálægt 200 milj. sterlingspunda á árinu 1938. Fór gull þetta aðallega til Bandaríkjanna. Nokkur hluti þess kom þó aftur síðar á árinu, til Frakklands. Eftirspurnin á Lundúnamarkinum kom gull- verðinu þann 26. nóv. 1938 upp í 150 shillings, og er það há- mark. Viðskiftavelta ársins var 208 milj. sterlingspund á móti 123) milj. sterlingspundum árið áður. Gullbirgðirnar voru mjög misjafnar á hinum ýmsu hlut- um ársins 1938, en heildarút- koman mun hafa verið 100— 200 milj. dollara aukning á gullbirgðunum alls. Á fyrstu mánuðum ársins 1939 voru samt miklar fjárhæðir teknar af gullbirgðunum, aðallega dollarar. Endurmat seðlabankanna á gullforðum sínum til meiri jafn- aðar við gildandi gullverð, hjelt áfram. Einkum er endurmatið á forða Englandsbanka eftir- tektarvert. I lok marsmánaðar 1939, mun hafa verið búið að endurmeta þannig um 90% af þeim hlutanum af gullforða heimsins, sem er til tryggingar seðlaútgáfunni. Iþeim kafla skýrsiunnar, sem fjallar um flutning fjár- magns og alþj 'iðasluldir, er gerð grein fyrir hinum skyndi- legu breytingum á peninga- straumnum á milli þeirra þjóða, sem eru aðal lánardrottnarnir. Athygli er leidd að því, að lönd- in, sem miða gjaldeyri sinn við sterlingspundið, hafa orðið að nota nokkurn hluta þess fjár- magns, er þau höfðu áður safn-< að fyrir í London, til þess að jafna greiðsluhalla á reikning- um sínum. Einnig er vikið að breytingum fjármálalífsins, er gjaldmiðláfc* falla í verði yfir langan tíma, svo og áhrifa gjald eyrisskifta, sem á ný voru mik- il, ekki aðeins á milli London og New York, heldur einnig i sambandi við Mið-Evrópuborg- ir, svo sem París og Brussel. Ilok skýrslunnar er drepið á hina sívaxandi eyðslu ríkj- anna í vígbúnaði o. þ. h., en áhrifa þessarar eyðslu gætir stöðugt meir og meir á öllum sviðum þjóðfjelagsmálanna. — Hefir hún í för með sjer ný og aðkallandi viðfangsefni, sem öll lönd eiga við að stríða, hver som stjórnmálaafstaða þeirra er og fjárhagslegt viðhorf. í raun og veru eru stjórn- arumræður allra landa, stórra sem smárra, afar líkar. —- Sömu vandamálin fyrirfinnast alls- staðar, en það er undir stigmun þeirra komið, hvort þeirra gætir sem erfiðleika í dag eða í fram- tíðinni. Þegar kreppan var mest, þá var starfsgeta manna, peninga c g vjela látin ónotuð. Verkefnið framundan var því að finna starfssvið fyrir þau framleiðslu- öfl, sem til voru. En atvinnu-< leysið hjelst í mörgum löndum áfram, eftir að verstu kerpp- unni var afljett, og velmegun var á vissum sviðum frekar en almenn. Það virtist svo, að rík- isstjórnimar yrðu ekki aðeins að gera alt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að hagnýta vinnuaflið, heldur væri einnig nærri Aak- markaðir möguleikar fyrir hendi til að auka framleiðsluna fyrir heimamarkaðinn. Nú virðist eins og sá tími sje nær úti, að Evrópuþjóðirnar hafi við að glíma ónotuð fram- leiðsluöfl. í sumum löndum er þetta fyrirbrigði að fullu og öllu liðið hjá. í næstum öllum löndum neyðast nú ríkisstjóm- irnar til þess, vegna óhjákvæmi- legrar nauðsynjar, að gefa ut- anríkisversluninni meiri gaum en áður. Framleiðsla fyrir heimamarkaðinn og þá einkum sá hluti hennar, sem er óhag- nýtur, hlýtur að hafa í för með sier aukinn innflutning, þegar að vissu marki er náð. Þess- vegna verður hluti af fram- leitisugetu hvers lands að not- ast til þess að framleiða vörur til útflutnings. Hinar mörgu aðferðir, sem notaðar eru til þess að auka útflutninginn, sýna hversu mik- ilsvert mál utanríkisverslunin er nú hvívetna álitin. Þetta fyr- irbrigði er mjög í andstöðu við þá áherslu, sem lögð var á framleiðsluna fyrir heimamark- aðinn á árunum 1932—1937. Nútíma vandamál allra þjóða er, að finna rjett hlutfall milli framleiðslunnar fyrir þarfirnar heima fyrir og framleiðslu til útflutnings. Jafnframt þarf að samræma útflutningsvöruna þörfum markaðslandanna, en þær kunna að hafa breyst til mikilla muna á meðan að heima markaðinum var mestur gaumur gefinn. Hneigðin til þess, að vera sjálfum sjer nógur, þarf samt sem áður ekki að vera ósamrým-* anleg aukinni heimsverslun. Eitt mest knýjandi viðfangs- efnið, sem á bryddir í hverju landi þar sem takmörk- un framleiðslugetunnar kemur í ljós, er að þegar rás fram- leiðslunnar er beint frá hinum eðlilega tilgangi hennar, að þjóna þörfum notandans, hefir það áhrif á lífshaginn yfirleitt. Lífshagirnir verða lakari und- ir eins og ekki er lengur hægt að fullnægja þörfum óhagnýtu framleiðslunnar með heildar- aukningu hagnýtra fram- kvæmda. Hvort þetta verður fyrir áhrif uppblásturs-f jár- málastefnu eða rýring kaupget- unnar með skattaálagningu eða ríkislántökum, er auðvitað eng- anveginn sama. Hin sálrænu og þjóðfjelagslegu verðmæti eru afar ólík. En áhrifin verða ó- hjákvæmilega í öllum tilfellum andstæð fyrir lífshaginn. x+y. — Af hverju eru Hannes og Olga ó.sátt? — Hann stóð upp of fljótt þeg- ar pabbi liennar kom inn í stofu. — ? ? ? — Já, og misti hana á gólfitS. ★ Hann: Ilún Sigga er hreinasti engill. Hún: Iss,------hún sem er svo afskaplega máluð. Hann: Hefir þú nokkurn tíma sjeð engil, sem ekki er málaður? ★ — Mjer er sagt að vinnustúlk- an þín hafi sagt upp vistinni. Hvað getur hvin verið óánægð með hjá ykkur? — Kjólana af konunni minni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.