Morgunblaðið - 16.11.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1943, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. nóv. 1943 JEG HEF KOMIÐ HJER ÁÐUR LEIKFJELAG REYKJA- VÍKUR sýndi leikrit þetta í fyrsta sinn síðastliðið föstudagskvöld. Höfundur þess, sem ennþá er á besta aldri, hefir samið fjölda skáldrita, og er talinn með fremstu leikritahöfundum Breta. En leikrit það, sem hjer er um að ræða, er einna frægast allra leikrita hans, enda verið sýnt víðsvegar um England og hlotið hinar ágætustu viðtökur. Er það ekki að ástæðulausu, því að það er óvenjulegt að efni og gneistar af andríki og snjöll um athugunum á sálrænum fyrirbrigðum mannlegs lífs. Efni leikritisins verður ekki rakið hjer, enda væri ósæmi legt að ræna með því leik- húsgesti gleði eftirvænting- arinnar. Þó vil jeg geta þess að efni leikritsins er reist á þeirri kenningu að líf manna endurtaki sig í sí- fellu, að vísu ekki alveg um- breytingalaust, eins og hin jafna hringrás, heldur með breytingum skrúfugangsins, og að sú rás verði því að- eins rofin, að þekkingin, vilj inn og trúin kómi til sem í h 1 u t a n og beini lífinu inn á nýjar brautir. En þó að höfundurinn hafi tekið þessa kenningu „að Iáni“, getur hann þess í settum for mála fyrir leikritinu, að ekki beri að skilja það svo, að hann fallist á hana. Leikurinn gerist í veit- ingakrá á heiðum uppi í Englandi, allir þættirnir þrír í sömu stofu, en persón urnar eru þessar: Sally Pratt, ekkja og faðir hennar Sam Shipley, sem eiga krána, og dvalargestirnir, dr. Görtler, þýskur prófess- or og flóttamaður, Oliver Farrant, skólastjóri, ungur maður, - Walter Ormund, auðugur kaupsýslumaður, miðaldra og kona hans Jan- et, innan við þrítugt. Indriði Waage hefir sett leikritið á svið og annast leikstjórn. Hefir hann yfir- leitt leyst hvorttveggja vel af hendi, enda hefir hann öðlast mikla þekkingu í þeim efnum og er vandvirk- ur svo að af ber og smekk- Sjónleikur í þrem þátturn eftir J. 8. Priestley Alda Möller og Lárus Pálsson. vís. Mun enginn standa hon um framar hjer á þessu sviði, og væri vel að hann gæfi sig meira að þeirri hlið leiklistarinnar, en hann hefir gert til þessa. Þó þvk- ir mjer honum hafa fatast mjög leikstjórnin síðast í 2. þætti, er þau eiga tal sam- an frú Ormund og Farrant skólastjóri og nálgast hvort annað skref fyrir skref við hverja setningu, sem hrýtur af vörum þeirra, uns þau að lok-urn fallast í faðma. Var öll sú ,,sena“ svo vandræða- leg og stirð (,,staccato“), að hún minti einna helst á brúðu- (marionette-) leik og áhorfandinn gat tæplega varist brosi. Að vísu er þetta þannig frá hendi höfundar- ins, en góður leikstjóri lætur sig engu skifta slík fyrirmæM, ef hann sjer það í hendi, að þau fá ekki ^taðist á leik- sviðinu, en reynir í þess stað að leysa átriðið á annan hátt. Þá virtist mjer og að hraði leiksins hefði mátt •vera meiri, en verið getur að hjer hafi aðeins verið um venjulegan ,,premier-hraða“ að ræða, og að það standi til bóta. Aðalhlutverkið, dr. Gört- Ier, leikur Indriði Waage. Er leikur hans afburðagóð- ur, jafn og öruggur til leiks- loka, gerfið ágætt og hreyf- ingar og málfar í fúllu sam- ræmi við það. Virðast hlut- verk þessu lík láta Indriða Valur Gísíason t?'t-----. einkar vel (sbr. leik hans í hlutverki gamla mannsins í ,,í annað sinn“). Valur Gíslason fer með hlutverk Walters Ormund, og leysti það vel og örugg- lega af hendi. Er það viða- mikið hlutverk og ekki vandalítið, en Valur er nú orðinn einn af okkar bestu leikurum og sýndi það í þetta sinn hvað best, að hann gerist fjölhæfari með hverju ári sem líður. Frú Ormund er leikin af frú Öldu Möller. Frúin hefir leikið hjer alloft áður og er því enginn nýliði á leiksvið- inu. En henni fer of Íítið fram, enda var persóna sú, er hún sýndi að þessu sinni, gagnkunnug leikhúsgestum frá fyrri hlutverkum henn- ar, bæði um hreyfingar og svipbrigði. Væri æskilegt að frúin reyndi að losa sig und- an „álögum endurtekning- anna“, því að jeg er þess fullviss, að með góðum vilja og sterkri „íhlutan“, reynd- ist henni það auðvelt verk. Mundi það vissulega verða Leikfjelaginu og leiklistinni hjer mikill ávinningur. Lárus Pálsson fer mcð hlutverk Farrants skóla- stjóra. Leikur hans í fyrsta þætti ér góður, þó að hann sje ekki tilþrifamikill, enda má segja að hlutverkið gefi ekki tilefni til mikilla átaka. En eftir því sem líður á leikinn, kemur það æ bet- ur í ljós, að Lárus er ekki á rjettri hyllu í hlutverki þessu. Er þetta ekki sagt til þess að gera lítið úr viður- kendum hæfileikum hans sem leikara, en það er al- kunna, að jafnvel hinum allra slyngustu leikurum láta ekki öll hlutverk jafn Vel. Hinsvegar verður að krefjast þess af góðum og velmentum leikara að hann þekki hæfileika sína og viti takmörkun þeirra og að hann taki því ekki að sjer hlutverk sem bersýnilega eru fjarstæð eðli hans og skapgerð.' En því fer fjarri að leikarinn eigi hjer einn óskift mál. Þess verður ekki síður að krefjast af leik- stjóranum, eða þeim, sem skipar hlutverkum, að hann fari nærri um hvaða hlut- verk hentar best hverjum leikara. Hefði það vissulega átt að vera vorkunnarlaust að skifta svo þessum sex hlutverkum leikritsins, að vel færi, nema að svo beri að skilja, að Leikfjelagið sje svo illa á vegi statt um leik- endur að þess hafi- ekki ver- ið kostur. Væri það næsta ljelegur afrakstur eftir mik- ið og langt starf og varla í boðlegu samræmi við þær veigamiklu tillögúr og kröf Indriði Waage. ur, er íslenskir leikarar hafa borið fram um tilhögun og rekstur hins væntanlega Þjóðleikhúss. Ungfrú Arndís Björns- dóttir fer ágætlega með hlutverk frú Pratt. Er leik- ur hennar lifandi og sann- ur og ber þess vitni að hún skilur hlutverk sitt út í æs- ar. Er það jafnan styrkur hennar og minnist jeg þess ekki að hafa sjeð henni fat- ast í því efni. Jón Aðils leikur Sam Shipley gestgjafa og gerir því hlutverki hin bestu skil. Tekst honum vel að sýna þennan góðlátlega, smá- kímna mann, sem lætur sig litlu skifta þá örlagabaráttu, sem háð er umhverfis hann, og einn allra er svo innilega sáttur við tilveruna, að hann kysi helst að fá að lifa upp aftur hvert atvik sinn- ar löngu æfi. Þó að jeg hafi drepið hjer á ýmislegt, sem jeg tel að betur hefði mátt fara, tel jeg sýningu þessa þó í heild með því betra sem jeg hefi sjeð hjer á leiksviði um langt skeið. Veldur þar hvorttveggja um, afbragðs skemtilegt og athyglisvert leikrit og ágætur leikur þeirra, er mest mæðir á, enda ljetu áhorfendur ó- spart ánægju sína í ljós. —• Mátti svo heita, að aðalleik- endurnir hyrfu aldrei út af sviðinu án þess að lófatakið dyndi við. Að lokum voru leikendurnir kallaðir fram hvað eftir annað og blóm- vöndunum rigndi yfir þá. Leiksviðið var skemtilegt og tjöldin ágæt. Var það verk Lárusar Ingólfssonar Og Hallgrímur Bachmann sá um ljósbrigðin af mestu prýði. Að lokum vil jeg mælast til þess við Leikfjelagið, að það taki upp þá reglu, er um erlend leikrit er að ræða að geta þýðandans í leik- skránni. íslenskt leiksvið á að vera tungu vorri örugt athvarf og varðar því miklu að þýðingar á leikritum þeim, sem sýnd eru, sjeu vel af hendi leystar. Er því rjett að nafn þýðandans sje ekki látið liggja í þagnar- gildi. Sigurður Grímsson. Tveir 8 ára drengir drukna á Patreksfirði ÞAÐ HÖRMULEGA slys vildi til á Vatneyri við Pat- reksfjörð s.l. sunnudag, að tveir 8 ára drengir fjellu! niður um ís á Tjörninni og drukknuðu. Þeir hjetu Árni Rafn Dagbjartsson, Gíslasonar verkamanns og Arnar Ingason, Kristjánssonar, byggingarmeistara. Þriðji drengurinn, Bjarni Gíslason, 6 ára, sonur Gísla Bjarnasonar skipstjóra á Verði, fjell .einnig niður um ísinn, en fyrir snarræði tveggja ungra pilta tókst að bjarga honum, rjett er hann var að sökkva og var orðinn rneðvitundarlaus. Voru gerðar lífgunartilraunir á drengnum og tókst að lífga hann við. Þeir, seni hjörguðu Bjarna litla, voru þeir Magnós Guð- mundsson og 'aukur Mafthí- asson; eru þeir 15 og 16-ára. Drengirnir, seni druknuðu, náðust ekki fyr en búið var að sækja 1 >á t. Þetta hörnuilega slys vildi til um 2-leytið á sunnudag. Fjöldi barna var að leika sjer á Vatninu, sem Vatneyrin er kend við, eða Tjörninni, eins og vatnið er oftast nefnt í dag le.gu tali. Nýr ís var á vatn- inu og voru börnin að leika sjer ineð sleða. Enginn full- orðinn var staddur barna ná- lægt. Alt í einu lirast ísind undan þeim þremur fjelögum, sem fyr eru nefndir. Körð loftsókn gegn Japönum. FLUGHERIR banda-í mann?, á Suðvestur-KyiTa- hafi halda nú uppi harðvít-i ugri loftsókn gegn Japön-. um. Hafa verið gerðarj sn?,rpar árásir á tvær aí þýðingarmestu bækistöðv- um Japana á Nýju-Guineu, Alexishafen og Madang. Er talið, að stórtjón hafi orðið á báðum stöðunum« — Þá sökktu flugvjelar 5000 smálesta skipi jap-. önsku við Nýju-Guineu og; eyðilögðu 5 sjóflugvjelar, er lágu fyrir festum á víki éinni. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.