Morgunblaðið - 16.11.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1943, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagrir 16. nóv. 1843' » Nýfísku skipasmíða sföð við Elliða- árvog . I’RAM er komið á Alþingi frv. m breyting á hafnarlög- um fyrir Reykjavílau*katip- stað ,flutt af sjávarútvegs- nefnd Ed. Frmnvarp þetta er samið af milliþinganefnd, sem atviimu- málaráðherra skipaði á ]>essu ári, en hlutverk nefndarinnar var að gera tillögur um l>ygg- ingu og rekstur fullkominuái- fekipasmíðastöðvar í Reykja- vík. 1 nefndinni áttu sæti þess ir nienn: Gísli Jónsson alþm., Pálmi Loftsson forstjóri, Arn- finnur- Jónsson kennari og Jón Axel Pjetursson hafnsögu maður. Tillögur nefndarinnar miða að því, að Reykjavíkurbær komi upp fullkominni skipa- smíðastöð við Elliðaárvog, en yíkissjóður styrki þær fram- kvæmdir í sama hlutfalli og aðrar hafnargerðir. ITjer er um að ræða stór- merkilegt mál og mun Mbl. nánar skýra frá því innan skams. Samsönpr á Akur- eyri. Frá frjettaritara JNIbl. á Akureyri." IvA RLAKÓRINN „Þrvm- lir“ á Ilúsavík iijelt samsöng í Nýja P.íó á Akureyri síðastl. sunnudag. Stjórnandi kórsins er sr. Friðrik A. Friðriksson. Á söngskránni voru 12 lög, ]>ar af tvö eftir söngstjórann, en annars voru flest lögin eft- ir erlenda höfunda, og liafði meiri hluti þeirrá ekki heyrst hjer sunginn áður opinberlega. Bæjarbúar fjölmentu á sam- sönginn og tóku söngstjóra og kór mjög vel. Yoru mörg við- fangsefnin endurtekin. — Við hijóðfæj-ið var frú - Gertrud Friðriksson, kona söngstjór- ans. Söngskemtun í Grindavík. Eggert Stefánsson og Sigvaldi Kaldalóns hjeldu hljómleika í Grindavík sl. sunnudag við húsfylli, og ágætar undirtektir. Á dagskrá voru 14 lög og voru þau öll eftir Sig- valda Kaldalóns nema tvö. Er Eggert hafði sungið: ..Þótt þú. langförull legðir“ Og ,,ísland ögrum skorið“ er voru síðustu lög á dag- skrá, var söngvarinn hylltur með dynjandi hórriahróp- um, en söngvarinn svaraði með því að biðja menn að rísa úr sætum sínum og hrópa húrra fyrir íslandi. —• Var það ge'rt af mikilli hrifningu. Með þessu end- uðu hinýr ágætu hljómleik- ar. M S. Víðir Hlaup úr Græna- lóni. FYRIR nokkruni dögum urðu Fljótshverfingar ]>ess varir, að vöxtur var kominn í Súlu, en hún er hluti af Núpsvötnum. Fór vatnið í Súlu stöðugt vaxandi, og nú er svo komið, að Núpsvötn eru orðin alófær yfirferðar. Sam- göngur yfir Skeiðarársand eru því teptar með öllu. Menn eystra eru ekki í vafa um, að þessir vatnavextir um þenna tíma árs stafa af því, að Grænalón er hlaupið fram. Síðan 1935 hefir Grænalón þrívegis sprengt sjer framrás. Síðast 1941. Stóðu vatnavext- ir þá í hálfan mánuð. Akurnesingar eignast nýtt skip , M.s. „Víðir“ eign h.f. Víðis Akranesi Jf IÐ NÝJA skip m.s. Víðir, j eign hlutafjelagsins Víðir á Akranesi, kom hingað í gær í: fyrsta sinn. Framkvæmdastj. fjelagsins, Jón Sigmundsson, hauð blaðamönnum að skoða hið förkunnar fagra skip. Skipið er 103 smálestir brúttó, alt bygt lir eilt, og er öil smíði ]>ess og frágangur hinn vandaðasti, og eins full- kominn og frekast verður kraf ist. Vjel skips er Lister-diesel- vjel 320 hestafla. Ennfremur er ljósavjel og er hún 20 hest- afla. Skipið er alt hitað upp með rafmagni. Einnig er rafmagns eldavjel. „Raftækjaverksmiðj- an Rafha“ í Ilafnarfirði hefir smíðað þessu hitunartæki. 1 framstafni og aftur í skip- inu eru svefnklefar skipshafn- arinnar. Einnig er í fram- stafni skipsins og miðskips farþegarúin. Eru þau í alla staði hin ákjósanlegustu, bólstraðir bekkir með öllum veggjum, og eru farþegaklef- arnir hitaðir upp með raf- magnsofnum. Báturinn er nú ieigður Skipavítgerð Ríkisins til fólks- og vöruflutninga milli Akur- eyrar og Sauðárkróks. Ilann er bygður sem fiskiskip, en þegar horfið var að því að Íeigja hann, var innrjetting- um skipsins breytt, þannig, að tekið var af lestarrými til inn- í'jettingar farþegarúms. Svo vel er frá innrjettingunum gengið, að ekki tekur nema stuttan tírna að þreyta skipinu í fiskiskip, og mun það þá bera um 70 tonn af ísfiski. Teikningu af skipinu gerðu Eyjólfur Gíslason skipasmíða- meistari og nemandi hans, Magnús Magnússon. Bygging Víðis hófst í Dráttarbraut Akraness í mars ! mánuði 1942, en nokkrar taf- ir urðu, eða um þriggja mán- aða tíma, sjerstaklega- vegna ]>ess, að tafir urðu á, að vjeliu kæmi til landsins. Skips'tjóri verður Bernhard Pálsson frá Alcureyri og vjel- stjóri Guðjón SigUrðsson, Akranesi. Yfirsmiður við smíði báts- ins var Eyjólfur Gíslason skipasmíðameistari, Akranesi. Alla járnsmíði og niðursetn- ingu vjela annaðist vjelsmiðja Þorgeirs og Ellerts, Altranesi. Raflagnii' annaðist Sveinn Guðmundsson rafvirki, Akra- nesi, niálningarvinnu Lárus Árnason málarameistari, Akra nesi, bólstrun bekkja Runólf- ur Ólafsson húsgagnabólstrari, Akranesi, hurðir allar og glugga smíðaði Teitur Stef- ánsson trjesmiður á Akranesi og reiða Óskar Ólafsson, Rvík. Jllutafjelagið Víðir var stofnað 1938, um' b.v. Sindra, er það keypti það ár, en í stjórn þess eru: Pjetur Otte- sen, formaður, Þorgeir Jósefs- son og Ilalldór Jónsson. Blaðið óskar Akurnesingum og h.f. Víði til hamingju með þetta glæsilega skip. Valdimar Björnsson flyiur erindi í Anglia. ANNAR skemtifundur An- glía á þessum vetri verður hald inn n.k. fimtudag að Ilótel Borg. Þar flytur Valdimar Björnson liðsforingi erindi, sem hann nefnir „Ilvað er Vestur-Islendingur V ‘ Vegna mikillar aðsóknar að skemtifundum fjelagsins verð ur aðeins fjeiögum leyfður að- gangur Aðalfundur „Hauka". NÝLEGA var haldinn aðal- fundur knattspyrnufjelagsins Ilaukar í IJafnarfirði. Fundurinn var mjög fjöl- sóttur. Starfsemi fjelagsins hafði aukist mikið á árinu. Á fundinum voru gefnar ítarleg- ar skýrslur, sem sýndu aukna starfsemi og betri fjárhag fje- lagsins en nokkru sinni áður í sögu þess. 1 stjórn voru kosin: form. Guðsveinn Þorbjörnsson, vara- forirí. Karl Auðunsson, ritari Sigurbjörn Þórðarson, gjaid- keri Jón Egilsson, fjármálarit- ari Vilhjálmur Skúlason, með- stjórnendur Kristín Þorvarð- ardóttir og Margrjet Pjeturs- dóttir. 1 varastjórn voru kosn- ir: Ilalldór Arinbjarnar, Sæ- yar Magnússon og Stefán Eg- ilsson. 1 vetur æfa fjórir flokkar leikfimi og handknattleik und ir stjórn Garðars S. Gíslason- ar. Eru það karlaflokkur, drengjaflokkur og tveir kvennaflokkar, fyrir byrjend- ur og þær stúlkur, sem æft hafa áður. Stjórn fjelagsins og nefndir þess hyggjast að hafa allfjölbreytta starfsemi næsta. ár. MUSSOLINI SETUR ÞING. Londón í gærkveldi. — Þýska frjettastofan segir frá því, að þing hins nýja flokks Musso- linis hafi verið sett í dag. Setti Mussolini þingið sjálfur og' stjórnarþví. — Reuter. Hull gefur skýrslu. Washington í gærkveldi. CORDELL IIULL. utanrík- isráðherra Bandarík janna, mun bráðlega gefa þinginu skýrSlu um ráðstefnuna í Moskva. 1 dag ræddi Hull við hlaðamenn, og kvað árangur ráðstefnunnar í alla staði hafa verið ágætan. Hann tók það fram, að engir' ieynisamningar hefðu verið gerðir á ráðstefn- unni, og sagði einnig, að hún heíði verið mjög mikilvæg að ,því leyti að auka skilning að- ila hvers á öðrunr, og að leysa sameiginleg vandamál. Eldur í Lækjargötu 12 B I GÆR um klukkan 14 kom upp eldur í húsinu nr. 12 B við Lækjargötu, sem er eign síra Bjarna Jónssonar vígslu- biskups, og býr hann þar. Þegar slökkviliðið kom a staðinn, var mikill eldur í ]>akhæð. Eldurinfi komst einn- ig í þak hússins. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins, þrátt fyrir erfiða aðstöðu, en miklar skemdir munu hafa orðið af völdum brunans á þakhæÖ. Einnig munu töluverð ar skemdir hafa orðið af vatni á næstu hæðum fyrir neðan, einkum þó í íbiið síra Bjarna. Tíðindalítið frá Ílalíu. London í gærkveldi. FREMUR lítið ber nú til tíðinda á Ítalíuvígstöðvunum, enda eru veður þar ill og varn ir Þjóðverja mjög seigar. Átt- undi herinn hefir þokast öi'- lítið áfram í Appenninafjöll- unum og tekið þar hæð eina, en fimti herinn hefir tekið nokkrar hæðir vestar, og vai* niótspyrna hörð á báðuin stöð- um. Rigiiingar og snjókomiu* ern á vígstöðvuninn og mjög kalt uppi í fjöllunum. Virðist' svo, sem Þjóðverjar ætli sjei* að verja þær stöðvar, sem þeir hafa. nú, eins lengi og þeim er auðið. — Reuter. Breskir námamenn í verkfalli. London í gærkveldi. Tíu þúsund kolaíiámu- menn í Manchester í Bret- landi hafa nú átt í verk- falli í viku, en samnings- umleitanir' strandað. Hefir nú verið skora.ð á námu- menn þessa að hverfa aftur til vinnu. og er álitið, að þeir taki upp vinnu að nýju Þing námamanna mun koma saman í London í næstu viku og verður þar' meðal annars rætt um kja.ra bætur til handa námamönn um. — fteuter. Sendisveit Islands í London fær nýtt hús í BRJEFI frá London er þess getið, að sendisveit ís- lands þar ! borg muni inn- ,an skams flytja úr húsi því^ sem skrifstofur og bústaður sendiherrans hefir verið, í nýtt hús, sem íslenska, stjórnin hefir fest kaup á fyrir sendisveitina. Ef þetta nýja hús skamt frá Buckingham-höll. Ekkí fylgir það fregninni hve-t nær sendiherrann og skrif- stofur sendisveitarinnar jflytti í nýja húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.