Morgunblaðið - 16.11.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1943, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞiiSjudagur 16. nóv. 1943 KXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX | Bitreiðastjorar 0 Getum bætt við í afgreiðslu nokkrum bifreið- ^ um strax. | Bifreiðastöð Reykjavíkur g Sími 1720. oooooooooooooooooooooooooooooooo Kventöskur mikið úrval. — Ennfremur nokkur pör Skautaskór, lítil númer. LEGUMALMAR . fyrir Dieselvjelar- og Glóðarhausvjelar J '■ -- •' ;■ / ;• •''• -•,.- • fyrirliggjandi. GÍSLI HALLDÓRSSON ? M5TUISTI. 14-IVK.- JlMI 4 Skipstjóra og vjelstjóra vantar á landróðrabát frá Sandgerði- Uppl. • gefur Sveinn Jónsson sími 4366 og 3834. Reglusamur umsjónarmaður óskast við samkomuhús hjer í bænum. Æskilegt er a,ð viðkomandi sje vanur veitingum. Fyrirspurnir um frek- ari upplýsingar sendist í pósthólf 84 fyrir fimtudags- kvöld n. k. merkt „Umsjónarmaður“. AUGLtSING ER GULLS ÍGILDI — Grein Ólafs Thors Framhald af bls. 7 hans. Að öðru leyti hefi jeg spurt um álit þess manns, sem um þetta er dómbær- astur, hr. Jakobs (Jíslason- ar, og ber jeg tihhans fult traust um að hann hafi bæði vilja og vit til að raða fram úr málinu. Álít jeg, að til hans eigi Suðuruesjahúar að sækja ráðin, og spái að það muni vel reynast. RjetT þykir mjer að geta þess, að enda þótt rafmagns stjóri Reykjavíkur, hr.Stein grímur Jónsson hafi frá öndverðu sýnt máli þessu mestu velvild, og einnig nú heitið að stvðja að því, að Reykjavík ráðist í fram- kvæmdina, ef Suðurnesjabú ar óska þess, hefir hann jafn an tekið það fram, að um það sje hann alls ekki ein- ráður. Sjálfur get jeg á þessu stigi málsins, heldur ekkert fullvrt um að stjórn- arvöld Reykjavíkur taki það að sjer, þótt til þeirra yrði leitað. Jeg lýk þessari orðsend- ingu með því, að skora á Suðurnesjabúa að taka nú saman höndum, herða róð- urinn og fylgja tafarlaust fram unnum sigri í málinu, en hafa að engu þann á- greining, sem rjett í bili ,varð um málið út af með- ferð þingsins á því. Ólafur Thors. Miiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiitiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiinimi = 5. bindi Nýals | Sannýall I 5 Ný bók eftir dr. Helga S = Pjeturss er ávalt mikill bók- = = mentaviðburður á íslandi. 5 S Dr. Helgi er löngu víðkunn- = = ur vísindamaður og viður- = = kendur sem einhver allra — S snjallasti rithöfundur þjóð- p = arinnar. Boðskapur hans á = H erindi til allra hugsandi = 5 manna. Lesið Sannýal nú = = þegar. - Fæst hjá bóksölum. = s ~ Bókaútgáfa 5 Guðjóns Ó. Guðjónssonar. = = = miiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiTf BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU. Evatd Hemmert verslunarstjóri anarmi © EVALD JAKOB HEMMERT er fæddur í Gentofte, Kaup- mannahöfn, 25. nóvemberdag 1866. Foreldrar hans voru hjón- in Andreas Hemmert skipstjóri og skipaeigandi og Friðrika f. Möller frá Akureyri. Móðir henn ar var Margrjet Jónsdóttir frá Grenjaðarstað. Runnu þarna sam an íslenskar og danskar ættir, stórmerkar og mikilsvirtar. — Æskuheimilið í Kaupmannahöfn var stórt'og efnað. E. H. var kom inn í latínuskóla með það fyrir augum að lesa síðarmeir lög- fræði. Þá misti faðir hans skip sín, hvert af öðru, óvátrygð. — Vegna þessa mikla fjárhags- tjóns hætti E. H. námi og flutt- ist 18ÍJ4 til F. Möllers afa síns á Akureyri. Þar var hann versl- unarmaður í nokkur ár og síð- an á Blönduósi hjá Sæmundsen Verslunarstjóra, en árið 1891 varð hann verslunarstjóri á Skagaströnd, og þar dvaldi hann til ársins 1922, að hann varð verslunarstjóri á Blönduósi nokk ur ár. Evald Hemmert giftist Jó- hönnu dóttur síra Arnljóts Ól- áfssonar alþingismann, hinni fríð ustu og merkustu konu. — Frú Jóhanna Hemmert lifir mann sinn. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Hólmfríði og Margrjeti konu Eysteins Bjarnasonar kaup manns á Sauðárkróki og hjá þeim hjónum dvaldi E. Hemm- ert síðustu stundir æfi sinnar og dó á síðastl. sumri. Evald Hemmert var hinn ágæt- asti maður. Gáfaður, menntað- ur og listhneigður. Hann var vin sæll og velmetinn verslunar- stjóri. Hann fór vel og hófsam- leg að öllum hlutum, mönnum og málefnum. Grandvar maður var hann og vildi ekki vamm sitt vita, hvorki í orðum eða gjörð- um. Þá var Hemmert verslunar- stjóri gamall maður er jeg kynt ist honum. Hann dvaldi á heim- ili dóttur sinnar á Sauðárkróki. Dagsverki hans var að ljúka. Hann naut umhyggju fjölskyldu sinnar á æfikveldinu. Prúður og hljóður gekk hann um, þessi virðulegi gamli maður og vildi ekki láta á sjer bera. Svo mun hann gert hafa alla sína æfi. Ekki vildi hann sýnast en hann reyndist því betur og stundaði rjettlæti og göfgi svo sem hon- um entust kraftar til. Jeg vildi með þessum fáu lín- um leyfa mjer að þakka hinum látna heiðursmanni fyrir við- kynnin, þótt þau væru ekki löng. Föðurland hans var í sárum. Frásagnir um þungrar raunir Dana frjettust á hverjum degi. Kraftar hans voru þrotnir, svo að hann orkaði engu að bjarga. Var því ekki uridarlegt þótt hann liti á sig sem skipsbrots- mann er straumar örlaganna hefðu skolað upp á fjarlæga strönd, aðeins til þess að deyja.' Þetta var þó víðsfjarri. Hemm- ert vann1 hjer mikið og gott æfi- starf, sem var til sæmdar fyrir hans fornu menningarþjóð og nytja fyrir fósturlandið, þar sem hann sleit kröftum sínum. En á gamals aldri hefði hann sjálfur vafalaust viljað talra undir með íslenska skáldinu í Vestur- „Jeg á orðið einhvern veginn ekkert föðurland“. En nú er Hemmert fluttur þangað sem víðsýnið •— eða þögnin — sljettar yfir allar mis- fellur og raunir dagsins. Evald Hemmert var jarðaður í Sauðérkrókskirkjugarði. Garð- urinn er á hæðunum fyrir ofan þorpið. Þar er fagurt útsýni til lands og sjávar. Viður og fríður fjallhringur til annarar hliðar en á hina blátær fjörðurinn með sólroðnu eyjunum hömrum girtu, í þögulli tign og ró. — Það Hafði rignt jarðbrfarar- daginn. Daggardropar, þungir eins og tár glitruðu sem perlu- festar á stráunum. Þannig kvaddi ísland þennan mæta fóst urson sinn. Hinn látni heiðursmaður var lagður til hinstu hvíldar, sveip- aður silkifána síns þjáða föður- lands. Sigurður Þórðarson. Gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. X - 9 /OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Eftir Robert Storm ooooooooooooooooooooooooooo) Gilda: lVféi'dd'uð 'þjér yðuf?. —‘ X;9: Það- éf-alt í • lági; iúéð ‘mig.‘Komát’ Litíi'córþbfál tmdan, Gilda? Hatin fór'þeésa léið.'Hann feíu'r'sig elnhversstaðar.•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.