Morgunblaðið - 16.11.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIt* Þríðjudagur 16. nóv. 1943 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Aðala tri ði ð ÞEGAR MORGUNBLAÐIÐ hefir rætt sjálfstæðismál- ið að undanförnu, hefir það verið með ráðnum hug gert, að halda utan við þær umræður öllu öðru en því, sem er aðalatriði málsins, þ. e. stofnun lýðveldisins. Blaðið telur það mestu varða, að þjóðin sameinist um þetta höfuðat- riði, en fresti hinsvegar því um stund, að taka ákvarðanir um ýmis önnur atriði varðandi framtíðar stjórnskipan landsins, atriði, sem eru mjög þýðingarmikil, en þurfa ekki nauðsynlega að afgreiðast í sambandi við aðalmálið. Af þessari ástæðu hefir Morgunblaðið ekkert blandað sjer inn í þann ágreining, sem er innan stjórnarskrár- nefndar, varðandi kjör forseta lýðveldisins, hvort hann eigi að vera þjóðkjörinn eða kosinn af Alþingi, eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. Blaðið lítur svo á, að enda þótt það fyrirkomulag þætti heppilegra, að forseti væri þjóðkjörinn, (beint eða óbeint, gegnum fulltrúa- kjör), geti sú skipan biðið þar til stjórnarskráin í heild verður endurskoðuð, sem væntanlega verður strax að stríðinu loknu, vegna þess, að fyrsti forsetinn hefir í raun og veru þegar verið kjörinn. Um hann er enginn ágrein- ingur, hvorki á Alþingi nje hjá þjóðinni. Vafalaust mun einnig rísa ágreiningur um valdaskift- ingu forsetans og Alþingis. Þetta er ákaflega mikils- vert atriði og nauðsynlegt, áð þar sje sú ein skipan ger, sem lýðveldinu er mestur styrkur að í framtíðinni. Þetta atriði þurfa vitrustu menn um að fjalla og gerhugsa til- lögur í því efni. En það er sannfæring vor, að minni hætta verði á víxlsporum við skipan þessara mála, ef það er látið bíða, þar til búið er að stofna lýðveldið. Að verjast útsoginu NÝLEGA birtist hjer í blaðinu grein eftir dr. Odd Guð- jónsson um utanríkisverslunina í róti styrjaldarinnar. Er þessi grein um margt merkileg og sýnir mjög athyglis- verðar staðreyndir í sambandi við gerbreytingar, sem hafa átt sjer stað á sviði viðskifta og efnahagsmálanna síðustu árin. Mjög eftirtektarvert er það, sem vakið er athygli á í niðurlagi greinarinnar, hversu hagstæður versl unarjöfnuður hefir frá því á árinu 1940 haft tiltölulega litla þýðingu í sambandi við heildarniðurstöður viðskift- anna við útlönd. Um það segir: „Má þessu til staðfestingar benda á, að þrátt fyrir 47 milj. kr. óhagstæðan verslunar- jöfnuð á síðasta ári, jukust erlendar inneignir bankanna um 128,2 milj. kr., en frá 1. sept. 1989 til þessa tíma hefir afstaða bankanna gagnvart útlöndum batnað um 417,3 milj. kr., enda námu erlendar inneignir bankanna 1. okt. í ár 401,2 milj. kr. Það, sem hjer hefir gerst, er að aðrir þættir greiðslujafnaðarins hafa öðlast aðra og meiri þýð- ingu en áður. Það þarf ekki að taka það fram, að þessi þróun á nær eingöngu rót sína að rekja til dvalar Breta og Bandaríkjamanna hjer á landi og þeirra framkvæmda, er þeir hafa haldið uppi“. Má af þessu ljóst vera, að aðstaða okkar er svipuð því, sem mikil alda hafi skolað á land með sjer ýmsum verð- mætum. Hitt er óráðið, hversu mikið af þessunÝverðmæt- um skolast aftur burt með útsoginu. Aðrar þjóðir, sem nú standa á blóðugum orustuvelli, gefa sjer tíma til þess, mitt í vopnabrakinu, að ræða fram- tíðaröryggi sitt eftir stríðið. Við horfum á ,,rekann“ í fjöru borðinu. Metumst um skiftingu hans. — En hvað höfumst við að til þess að gera hann landfastan, — tryggja okkur gegn því að útsogið skilji okkur eftir tómhenta og ráð- vilta á eyðisandi fyrirhyggjuleysisins? Þjóðin verður að sameinast í einu sterku átaki, til þess að gera rekann landfastann, tryggja sig gegn geigvæn- legum hættum, sem búa í útsoginu. í Morgunbiaðinu fyrir 25 árum ! Inflúensan, eða spánska veikin, eins og hún var kölluð af sumum, breiðist lit. / 18. nóv. „Inflúensan er nú komin aust- ur um allar sveitir. Samkvæmt skeyti að austan í gær er veik- in mikið útbreidd í Flóanum, er komin á nokkra bæi í Gríms- nesi, á Skeiðum, í Hreppum og í Tungum. Um manndauða get- ur ekkert“. ★ Katla heldur áfram að gjósa. 21. nóv. „Undanfarið hefir Katla haft svo hægt um sig, að menn hafa haldið, að hún væri hætt að gjósa. En því er þó ekki að fagna. Katla hefir sennilega byrjað á nýjan leik skömmu fyrir síðustu helgi. Á sunnudags- morgun var ekki laust við ösku- fall hjer í bænum. í fyrramorg- un var talsvert öskufall á Stokkseyri, og skipverjar á Is- lands Falk sáu strók mikinn af Kötlu á leið sinni hingað frá Seyðisfirði“. ★ Þá var ekki ljósadýrðinni fyrir að fara á götum bæjar- ins. 25. nóv. „Myrkrið á götunum á kvöld- in er afskaplegt. Það er bókstaf- lega hættulegt að vera á ferli, þegar kvölda tekur. Enda vitum vjer um það, að menn hafa hras- að í myrkrinu og hlotið meiðsl af“. ★ Um flaggið á Stjórnarráð- inu segir: i 25. nóv. „Flaggið íslenska, sem stjórn- arráðið flaggar með nú upp á síð kastið, er orðin slík drusla, að það er skömm að nota það. Á því er stórt gat og það er meira eða minna rifið. Stjórnin þarf að kaupa nýtt flagg sem fyrst“. ★ Russar reyndust vondir skuldunautar: 28. nóv. „Frakkar voru fyrir ófriðinn aðal lánardrotnar Rússa. í ófrið- arbyrjun skuldaði rússneska stjórnin þeim 13.6 miljarða franka og þar að auki skulduðu rússneskar stofnanir frönskum bönkum 5 miljarða franka. Svo komu ófriðarlánin, er voru orð- in 10.2 miljarðar frankar. Alls skulda Rússar Frökkum um 30 miljarða, og eru það tveir þriðju þess fjár, sem Frakkar eiga úti- standandi hjá erlendum þjóðum og þriðjungur af þjóðareign Frakka“. ÞJÓÐVERJAR TAKA 3 EYJAR. London í gærkveldi. — Þýska frjettastofan segir frá því í dag, að Þjóðverjar hafi náð á sitt vald þrem smáeyjum í botni Adriahafs, en eyjai^þess- ar höfðu verið á valdi júgó- slafneskra skæruliða. Þjóð- Verjar segjast hafa tekið nokkra tugi fanga á eyjum þessum. — Reuter. Skortur á iðnlærð- um mönnum. HIN SÍÐARI ár hafa orðið mikl- ar tæknislegar framfarir hjer á landi. Á sviði iðnaðar hafa órð- ið miklar og merkilegar fram- farir. íslendindar gera nú margt sjálfir, sem sjálfsagt hefði þótt að sótt væri til útlanda fyrir nokkrum árum. Við smíðum skip og gerum við vjelar. Bifreiða- viðgerðir eru hjer eins góðar og þær gerast bestar annarsstaðar og alltaf eru að rísa upp ný fyrir tæki, sem leita inn á nýjar braut ir á sviði iðnaðar og verklegra framkvæmda. En það ber öllum saman um, að okkur vanti iðnlærða menn á ýmsum sviðum. Dýrmætar vjel ar, sem keyptar eru til landsins koma ekki að fullu gagni, nje afkasta fullu verki, vegna þess, að það vantar menn, sem kunna með vjelarnar að fara. Hjer er á ferðinni vandamál, se'm hefir mikla þýðingu fyrir framtíð landsins. Það er ekki nóg að sjá framtíðarmöguleikana, ef ekki er um leið hugsað um, að ala upp og menta menn, sem eru fær ir um að hagnýta sjer og vinna úr möguleikum, sem landið hef- ir upp á að bjóða. Það vantar til- finnanlega skilning til, að ung- um efnilegum mönnum sjeu gef- in tækifæri til að menta sig á hinum verklegu sviðum. ★ Sækir æskan ekki hagnýta þekkingu til útlanda? SÍÐASTLIÐIN 2—3 ár hefir verið stöðugur straumur ungra menntamanna til Bandaríkjanna. — Hafa Bandaríkjamenn sýnt Islendingum óvenjulega mikinn skilning og velvild með því að greiða fyrir ungum íslending- um, sem sótt hafa skóla vestra. Greidd hefir verið gata íslenskra námsmanna í Ameríku betur, en við gátum gert okkur vonir um. Merkir skólar hafa veitt styrki og ókeypis kenslu. En ef athug- aður er listi yfir það námsfólk, sem farið hefir vestur um haf til náms og námsgreinar, sem það leggur stund ,á taldar, þá sjest, að langmestur hluti náms- lólksins stundar bóklegt nám, eða býr sig undir embættispróf. Það er nauðsynlegt, að þjóðin eigi vel mentaða embættismenn og vísindamenn, en ef framhalds nám íslenskra mentamanna er- lendis' beinist eingöngu að hin- um bóklegu fræðum, þá er hætta á að mentun íslenskrar æsku beinist um of að því viti, sem ekki verður látið í askana. Tugir ungra islenskra iðnaðar manna þrá meiri menntun, en hægt er að veita þeim hjer á iand landi á sviði vjeltækni og í fleiri greinum. En þeir fá ekki sömu tækifæri eins og t. d. stúdentar frá mentaskólunum, sem virðast allir vegir færir, ef þeir vilja komast til framhaldsnáms í Ame ríku. Mjer er ekki kunnugt hverjir ráða því, að mentaskólastúdent- ar eru teknir fram yfir aðra unga íslendinga, þegar um framhalds- nám er að ræða erlendis. Kann- ske liggur það hjá Bandaríkja- mönnum, þó ótrúlegt megi virð- ast, þar sem það er fjarri venj- um þar í landi, að taka menta- skólastúdenta fram yfir annað námsfólk. Ef til vill liggur sök- in hjá þeim mönnum, íslenskum, sem spurðir eru til ráða um hvaða ,,sort“ íslenskrar æsku eigi að fá tækifæri til framhalds- náms í útlöndum. Kannske er bara um misskilning að ræða. Hjer skal ekkert um það fullyrt, en hinu aftur á móti slegið föstu, að íslensku þjóðinni er nú eins og stendur ekki síður þörf á vel mentuðum og færum iðnaðar- mönnum á ýmsum svíðum og vel mentuðum bændum, eins og mönnum, sem nema fræði er gera þá færa til að gerast háskóla- kennarar í ákveðnum vísinda- greinum. Fyrir nokkrb kom fram til- laga um það, hjer í þessum dálk- um, að heppilegt væri að senda 10—15 unga menn, sem vildu leggja stund á skipasmíðar, vest- ur um haf til að læra þá iðn. Þetta var tillaga, sem hið opin- bera hefði þegar átt að taka til athugunar. Á þeim ófriðartím- um, sem við nú lifum, eru að gerast slík undur í allri tækni, að fáir geta gert sjer í hugar- lund hve stórkostlegar þær eru. Við verðum að hverfa frá þeirri villu, að mentaskólastú- dentar ei nirsjeu þess verðir að fá möguleika til framhaldsnáms — ekki síst þar sem það er mjög takmarkaður hópur íslenskrar æsku, sem getur fengið að stunda nám í menntaskólum okk- ar vegna rúmleysis í skólunum. Stríðgróði okkar íslendinga er hverfull, en hann getur veitt okkur tækifæri til að skapa var- anleg verðmæti fyrir þjóðina, ef við notum hann á rjettan hátt. Vel mentuð æska á hvaða sviði sem er, ekki síður iðnaðar- menn, bændur og verkamenn, eins og vísindamenn og embætt ismenn, er betri varasjóður fyrir þjóðina heldur en bankar fullir af stríðsgróðagulli. ★ Ónærgætni g'ötu- söngvara. í REYKJAVÍK er ekki til sú tegund götusöngvara, sem halda söngskemtanir við hús manna í þeirri von, að kastað sje til þeirra nokkrum skildingum fyrir skemt unina. Hinsvegar er til önnur og verri tegund söngmanna í þess- um bæ, en það eru þeir, sem að næturlagi ganga syngjandi um götur bæjarins og vekja borgar- ana upp um hánætur. Aðfaranótt sunnudagsins síð- astliðinn gekk smáhópur þessara götusöngvara um bæinn. Það var ekki að sjá, að þessir há- væru músiksjálfboðaliðar væru örir af víni, en gleði þeirra var svo hávær, að þreyttir bæjarbú- ar, í heilu bæjarhverfi höfðu ekki svefnfrið lengi nætur. Það er lítil nærgætni hjá mönnum, að haga sjer eins og þessir ungu menn gerðu. Ekkert vissu þeir, líema að við götur þær, sem þeir gengu um byggju svefnstygg gamalmenni, þjáðir sjúklingar, eða ungbörn. Söng- ur og gleði er gott, en einungis þar sem það á við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.