Morgunblaðið - 24.11.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1943, Blaðsíða 1
mtÞfaMto 30. árgangur 267. tbl. — Miðvikudakur 24. nóvember 1943. Isafoldarprentsmiðja h.f. URSLITAORUSTAN UM SiMEL VIRÐIST NÚ HAFIN Stórárás ú Rerlín i nótt sem leið Rússar hörfa enii austan Zitomir London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Svo virðist, sem úrslita- átökin um Gomel sjeu nú loks hafin. Þjóðverjar við- urkenna, að þeir hafi neyðst til að hörfa nokkuð fyrir suðvestan borgina, en Rúss ar segja í herstjórnartih kynningu sinni í kvöld, að þeir hafi unnið talsvert á norðan hennar. Astandið er þó fremur óljóst. Þá tilkynna Rússar a*ð j þeir hafi enn orðið að hörfa nokkuð á Zitomirsvæðinu, og eru nú háðir harðir bar- dagar á Chernigov og Brus- ilovsvæðunum, en þeir bæir báðir eru alllangt fyrir aust- an Zitomir. Segjast Rússar hafa orðið að yfirgefa nokkra staði þarna, vegna harðra áhlaupa Þjóðverja, en sjálfir segja Þjóðverjar að þeim hafi tekist að hrynda Rússum úr nokkr- um vel víggirtum stöðvum, og- ná af þeim nokkru lands- svæði. í Dnieperbugðunni voru . miklir bardagar háðir í gær ¦ að því er hernaðartilkynn- ingar beggja aðila bera með sjer. Segjast Rússar hafa tekið nokkrar varnarstöðvar við Kremenchug. Er jörð nú tekin að frjósa á þessum slóð 'um og því auðveldara að beita skrlðdrekum en áður var. . Þjóðverjar segjast hafa hrundið árásum Rússa hjá Kerch á Krímskaganum, en bæta við að þær hafi verið fremur smávægilegar. Rúss ar geta ekki um nein átök þar. Þá segja Þjóðverjar frá 'staðbundnum viðureignum fyrir suðvestan Nevel og vestan Smolensk, og tala um hörð áhlaup Rússa sumstað- ar, en staðbundnar viður- eignir annarsstaðar. — Fyr- ir sunnan Kricthev segja Þjóðverjar Rússa hafa brot- ist í gegn á einum stað, en verið hrakta til baka aftur. Rússar segjast berjast af mikilli hörku við að hrinda áhlaupum Þjóðverja á Zito- mirsvæðinu, en þau eru nú gerð af skriðdrekaliði og fót gönguliðssveitum á um 50 'km. víglínu. Þjóðverjar •segja einnig vörn Rússa þarna vera mjög snarpa. —4 . Framh. á Hls. 10. Myndin hjer að ofan er tekin í Lustgarten í Berlín við 1. maí hátíðahöld fyrir nokkrum árum. Dómkirkjan er í baksýn. Knox flofa- máiaráðh. boð ar nýja sókn á Kyrrahafi London í gærkveldi. Knox flotamálaráðh. Banda- fíkjanna ljet svo um mælt' í dag, að sókn sú, sem Banda- ríkjamenn hefðu nú hafið á Gilbertseyjum, væri upphaf að allsherjartilraun til þess að ná þeim og ef til vill fleiri eyjum úr höndum Japana. Sagði hann að landgönguliði Bandaríkja- manna gengi sóknin á eyjun- um Taraua og Machin. — Enn- fremur hafa nú Bandaríkja- menn sett lið á land á þriðju eyjunni í þessum eyjaklassa. Tekið var fram að engra jap- anskra herskipa hefði orðið vart, er landgangan var gerð. Kveður við annan tón. Japanar hafa gefið út til- kynningu um þessa atburði, og kveður þar heldur við annan tón. Segjast þeir hafa ráðist á innrásarflotann, sökkt einu flug vjelaskipi, laskað tvö og eitt stórt herskip í viðbót, en skotið niður 35 flugvjelar en misst 15 sjálfir. — Annars segja Jap- anar Gilbertseyjar ekki sjer- lega þýðingarmiklar. *4 Reuter. Áhlaup á Aunuseiði. LONDON í gærkveldi: — Þýska frjettastofan segir, að Rússar hafi í gær gert allsnörp áhlaup / á stöðvar Finna á Aunuseiði, en tekur einnig fram að Finnar hafi hrundið þeim eftir nokkra bardaga, sjer staklega með stórskotáliði sínu. Reuter. Messe stjórnar.herráði áný. London í gærkvatíi. Ambrosio hershöfðingja hef- ir nú verið vikið frá yfirher- stjórn hjá Badoglio, en hann var ákærður fyrir stríðsglæpi ásamt Roatta, sem nú hefir verið dæmdur. Messe marskálk ur, yfirmaður ítölsku hersveit- anna, sem börðust í Tunis, tek- ur við embætti Ambrosio. Hann var fangi hjá Bretum, en hefir nú verið sleppt. ,— Reuter. Áttundi herinn hefir nnniÍ! á London í gærkveldi. Engin staðfesting hefir feng- ist á þeim fregnum Þjóðverja enn sem komið er. að áttundi herinn hafi hafið stórsókn á ítalíuvígstöðvunum, og allt er þar enn 'í leðju og vatnselg. Áttundi herinn hefir að vísu unnið nokkuð á, en það er í stað bundnum smáskærum, og Kan adamenn haf a hrundið allhörðu áhlaupi Þjóðverja, sem ætluðu að hrekja þá af hæðum nokkr- um á miðvígstöðvunum. Frá vígstöðvum fimta hersins hafa engar fregnir borist, nema um nokkrar stórskotaliðsviðureign ir. Flugvjelar bandamanna hafa gert harðar árásir á stöðvar Þjóðverja á Italíuskaganum austanverðum og ennfremur á samgönguleiðir þeirra að baki víglínunnar. Ennfremur hafa sprengjuflugvjelar allstórar, farið til árása á bæinn Civita Vecchia og varpað þar sprengj- um á olíugeyma og járnbraut- arstöðvar. Þjóðverjar segja enn í fregn- um sínum frá" harðvítugum á- hlaupum áttunda hersins, sem hafi brotist í gegn á nokkrum stöðum, en segja að víðast hvar hafi árásunum verið hruadið. Reuter. Eldar loga enn í borginni London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Bretar tilkyntu í dag, að floti sprengjuflugvjela þeirra hafi í nótt sem leið gert einhverja mestu loft- árás á Berlín, sem enn hefir verið gerð á höfuðstað Þýskalands, og er talið að skemdir hafi orðið einna mestar í miðri borginni, en þar eru margar opinberar by ggingar.______________ Alls segir í tilkynningu Breta, að hafi verið varpað niður 2300 smálestum af sprengjum í þessari árás einni saman. Veður var skýj að yfir borginni og fátt um orustuflugvjelar Þjóðverja á lofti, en skothríð úr loft- varnabyssum var hin harð- asta. Alls komu 26 breskar sprengjuflugvjelar ekki aft- "ur úr árásinni. Flugmenn segja að mjög miklir eldar hafi komið upp, og hafa könnunarflugmenn leitt í ljós, að þeir hafa enn ekki verið slöktir. Þá sögðu flugmenn frá því, að gífur- leg sprenging hefði orðið á einum stað í borginni. Þjóðverjar segja í tilkynn ingum sínum, að skemdir bafi orðið miklar í borginni, og meðal annars hafi mörg fræg listaverk gjöreyðilagst. Ennfremur segja þeir að all margir menn hafi farist eða særst. Bretar segjast nú hafa varpað álíka miklu sprengju magni á Berlín og Þjóðverj- ar vörpuðu á London í árás- unum 1940—1941. , Bandaríkjamenn hafa tekið Machin London !• gærkveldi. FREGNIR seint í kvöld! skýra frá því, að landgöngu- lið Bandaríkjamanna áj Machin-ey, Gibevtseyjum hafi m'i náð eyjunni algerlega áj sitt A'ald og yfirbugað 50Ö manna japanskt setnlið, sem; þar viír. Þá er svo frá skýrt, að Bandaríkjaherinn hafi bætti aðstöðu sína á Teraita, en| þar er álitið að -Tapanar hafii 5000 manna lið til vanar., i Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.