Morgunblaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐTÐ Miðvikudagur 2. febrúar 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Fraxnkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðxnundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Síxni 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlaxida, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Fylgjur ÞEGAR DAGUR LÝÐVELDISINS rís í þessu landi, munu illar fylgjur ásækja vissa menn. ★ Um nokkurt skeið hafa örfáir menn haldið uppi óskammfeilnum áróðyi gegn lýðveldisstofnun á vori komandi. Þessum fáu mönnum fylgdu á tímabili nokkrir góðir borgarar í góðri trú, meðan þeir hjeldu að tímabært væri að hafa þau áhrif á gang málanna, er þeir töldu heppileg. Eftir að endanlega var ákvörðuð og yfir lýst sú stefna Alþingis og ríkisstjórnar, að leggja það undir atkvæði alþjóðar til samþyktar eða synjunar, að lýð- veldisstofnun skyldi fram fara í vor, hafa allir þeir, er meina vel í skilnaðar- og lýðveldismálinu, fylgt sjer um stefnu Alþingis, ákveðnir í því að hvika hvergi, er stefn- an væri mörkuð. Eftir urðu einir 14, sem síðan hafa kosið sjer fram- kvæmdanefnd til þess að vinna gegn lýðveldisstofnun- inni, byrjað blaðaútgáfu og haldið leynifundi í sama til- gangi. ★ Alþýðublaðið gengur enn í lið með þessum mönnum. Baráttan ér hafin gegn Alþingi. Þjóðin er ákölluð til lið- sinnis 14-menningum. Það er stöðugt reynt að skilja milli þingsins og þjóðarinnar, eins og þetta sjeu tveir algjörlega óskyldir, — já, jafnvel andstæðir aðiljar. En hvað er Alþingi annað en fulltrúasamkoma, kosin af þjóð- inni, umboðsmaður þjóðarinnar? Hvað getur vakað fyrir þeim, sem nú berjast gegn lýðveldinu? Boðskapur þeirra og málsástæður eru naum- ast lengur á huldu. Þeir sögðu: Það á ekkert að gera í sjálfstæðismálinu fyrr en eftir stríð, ekkert meðan óveðr- ið geysar. Það á ekkert að gjöra í lýðveldismálinu fyrr en búið er að ná tali af konungi og spyrja hann, hvort honum sje sama, þótt við stofnum lýðveldi. Það er ókurt- eysi að láta sjer til hugar koma sambandsslit án þess áður að hafa sýnt Dönum svo mikið sem þá sjálfsögðu kurteysi að tala við þá. Og loks var síðustu spilunum slegið út, — við íslendingar höfum engan rjett til sam- barldsslita og lýðveldisstofnunar í vor, ,,það misbýður drengskapar- og sómatilfinningu þjóðarinnar og rjettar- vitund þeirri, sem henni hefir verið innrætt af ágæt- ustu leiðtogum hennar í 100 ára sjálfstæðisbaráttu“, eins og þeir komast að orði, — það er freklegt ,,rjettarbrot“ og „lögleysa“. ★ Allur þessi annarlegi ,,frelsisboðskapur“ hinna 14 hefir verið marg hrakinn lið fyrir lið. Þeir eru á flótta. Þóttst til „málamiðlunar“ vilja kasta fyrir borð kurteysinni í sambandi við viðræður við Dani og að vísu ganga með til sambandsslita í vor, ef lýðveldisstofnun biði. Og enn hafa þeir sagt, að þeir vilji nú samt stofna lýðveldið, þótt konungur neiti, en aðeins spyrja fyrst. Og loks grípur nú einn höfuðspekingur þeirra ríkisstjóratillög- urnar um þjóðfund eins og druknandi maður hálmstrá, enda þótt þær tillögur, hvað sem annars verður um þær sagt, sjeu algert rothögg, eins og þær voru fram settar, á alt blaðrið um bið þar til eftir stríð, ókurteysina í að tala ekki við Dani, rjettleysið og lögleysurnar við lýðveldis- stofnun í vor. Það er ekki „nokkur vafi um rjett Alþing- is“, sagði ríkisstjóri, og jafnframt gerði hann ráð fyrir, að hvorki sambandsslit nje lýðveldisstofnun þyrftu að frestast fram yfir það, sem ráðgert er, þ. e. 17. júní. Og undanhaldsliðið hrópar: Heyr, — heyr- Er það aðeins von um truflun, sem veldur? ★ Málstaður hinna 14 er þegar dauðadæmdur. Óhróður- inn og ókvæðisorð þeirra gegn lýðveldisstofnuninni eru aðeins illar fylgjur þeirra sjálfra. Þær skaða ekki þjóð- ina. En þegar þjóðin fagnar lýðveldinu, munu hinar illu fylgjur elta og hrjá þá, sem vöktu þær upp. Samsöngur. Kariakór ifMarmasina ÞVÍ MUN enn hafa veriS gefinn tiltölulega lítill gaum- ur, hversu ágætur kraftur hef- ir fyrir nokkru bæst tónlist- arlífi höfuðstaðarins, þar sem Róbert Abraham er. Hann hef- ir áður starfað um skeið á Ak- ureyri og reynst tónlist þeirra fyrir norðan mjög liðtækur maður. Má fullyrða, að tónlist- armaður með hans gáfur og alhliða mentun mundi hafa átt góða framtíð fyrir sjer í föð- urlandi sínu, ef aðstæður væru þar aðrar en þær eru. Samsöngurinn á sunnudag- inn bar ljósan vott um afburða kórstjórnarhæfileika Róberts Abrahams, því að honum hefir tekist á skömmum tíma að gera ur Karlakór iðnaðarmanna kór, sem er fær um að leysa hin erfiðustu verkefni af hendi með mestu prýði, og.var þetta þó áður kór, sem virtist ekki hafa nema miðlungs þróunar- möguleika. En nú kom áheyr- endanum raunar hvörttveggja í senn gleðilega á óvárt, hversu góð stjórnin. var, og hversu söngmönnunum sjálfum virðist hafa vaxið ásmegin síðan kór- inn ljet heyra til sín síðast. Tónblærinn hefir állur á sjer menningarbrag óg heildar- hljómurinn er mjög samfeld- ur, og bætir það upp hitt, að raddirnar eru yfirleitt ekki'eins góðar nje þróttmiklar og í þeim bestu karlakórum okkar, sem eiga lengri sögu að baki sjer. Var þó sjerstaklega eftirtekt- arvert, hve veikur söngur tókst vel og styrkbreytingar allar hnitmiðaðar. Þá var það og lofsvert, að flest lögin á söngskránni voru ný í eyrum reykvískra hlust- enda. Fyrri hlutinn voru ýms smálög, en síðari hlutinn fjög- ur allmikil kórverk, tvö þeirra úr óperum. Merkast þessara verka var óefað „Alt-Rhapso- dia“ Brahms, og var meðferð þess kórnum til hins mesta sóma. Alt-einsöngvarihn var frú ^Annie Þórðarson, og söng hún hlutverkið af mjög næm- um skilningi, en nokkuð bar á of miklu „vibrato" í fyrri hlut- anum. En kórónan á frammi- stöðu kórsins var Fangasöng- urinn úr „Fidelio“, sem hik- laust má telja til hins besta, sem hjer hefir heyrst af karla- kórssöng. Áttu þar allir hlut að máli, einnig einsöngvarinn Maríus Sölvason og undirleik- arinn, ungfrú Anna Pjeturss, sem hafði á hendi allan und- irleik á samsöngnum og gerði það með prýði. Það má óska Karlakór iðn- áðarmanna til hamingju með þær gleðilegu framfarir, sem hann hefir tekið undir nýja söngstjóranum. E. Th. London í gærkveldi. — Þýska frjettastofan segir í k/öld, að þýskum hraðbátum, sem ráðist hafi á skipalest við Bretlands- strendur, hafi tekist að sökkva tveim af skipum þeim, er í lest- inni voru. — Reuter. Göturnar. MÖNNUM verður tíðrætt um göturnar í bænum þessa dag- ana. Einkum eftir að snjóinn leysti, því víða hefir komið í ljós, að sjerstaklega illa h§fir verið gengið frá, þar sem mokað hefir verið ofan í hitaveituskurði. Þar sem skurðir hafa verið grafnir yfir götur, vegna hita- veitulagna, hefir víðast hvar verið svo illa gengið frá, að enn eru skurðir, sem eru svo að segja ófærir bifreiðum. Þetta er ekk- ert undarlegt, þegar farið er að athuga vinnubrögðin. Það hefir auðsjáanlega verið hugsað um það eitt að fylla upp skurðina einhvernveginn til bráðabirgða. Við umferð ,og snjóþyngsli hef- ir svo sigið í skurðunum og eru þeir sumstaðar nærri jafndjúp- ir og þeir voru,.eftir að búið var að grafa þá upp. Víðast hvar hefir verið látið nægja að moka tómri mold ofan í skurðina, en grjóti og öðru efni, sem fastara er fyrir, hefir verið ekið þurtu. Á einum stað hjer í bænum sje jeg, að búið var að ganga frá skurði, en núna, þegar snjóinn leysti, mátti sjá stóra hnullunga og púkk við skurðinn, en mold- in í skurðinum hafði sigið svp, að gatan var lokuð, eða alt að því fyrir bílum. Nóg samt. GÖTURNAR í .bænum eru í nógu siæmu ásigkomulagi, eftir margra ára uppgröft, þó ekki sje bætt við, að svona illa sje unnið að því að fylla upp hitaveitu- skurðina. Það hefir sýnt sig, að það er hægt að vinna þetta verk vel, því á stöku stað, þar sem einhverrar vandvirkni hefir ver ið gætt við verkið, má ekki sjá, að gatan hafi nokkru sinni ver- ið upp grafin. Víða í bænum á enn eftir að fylla upp hitaveituskurði, og er þess að vænta, að meiri vand- virkni og verklagni verði við- höfð í framtíðinni við þetta verk en hingað til. Bílstjórar segja mjer, að þeir sjeu alveg að gefast upp á að leggja bíla sína í ófærðina. Þeir eiga á hættu að brjóta vagna sína 'og gúmmíslitið er gríðar- legt, en mikil vandræði að fá gúmmí á bíla, eins og kunnugt er.— • Önnur vitleysa. VIRÐINGARVERT er-það, að fengnir hafa verið vegheflar til að ryðja snjó af götunum und- anfarna daga. En hitt er verra, að verkið er unnið þannig, áð snjónum er ýtt af akbrautinni upp á gangstjettirnar. Af því leiðir svo, að gangandi fólk kýs heldur, þrátt fyrir hættur, sem því eru samfara, að ganga eftir akbrautinni, því ofan á snjóinn, sem fyrir var á gangstjettunum, hefir nú bæst snjórinn af ak- brautunum. Vissulega er þetta ekki til að auka öryggi í umferðinni. • Setuliðsviðskifti. FYRIR NOKKRU voru nokkr ir menn hjer í bænum uppvísir að viðskiftum við setuliðsmenn. Bæjarblöðin fluttu fregnir af þessu, samlNæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni. Síð- an hefir ekkert um málið heyrst frekar, enda ekki komið neitt nýtt fram í málinu. En á hinn bóginn hafa gengið hinár furðuegustu slúðursögur í bænum, um að þessi eða hinn borgarinn hafi verið tekinn fast I ur og að sannast hafi á hann víð- tæk viðskifti við setuliðið. Hafa . margir, kunnir Reykvíkingar verið tilnefndir. | Skrifstofa sakadómara hefir ekki gefið blöðunum neinar .nýjar upplýsingar um setuliðs- j viðskifti, en vænta má, að ef þau hafa átt sjer stað, eða nýjar upp i lýsingar hafa komið fram í sam- bandi við málið, þá láti sakadóm ari ekki hjá líða að skýra frá því. Virðing fyrir fánanum „ÍÞRÓTTAMAÐUR“ skrifar: Mikið er nú rætt um hið góða jóg þakkarverða mál, að hefjá íslenska fánann til meiri vegs 1 og virðingar en hann hefir Ver- ■ ið að njótandi, að nota aldrei t fánarm, nje myndir af honum, jnema því aðeins, að hlutföll sjeu rjett, o. s. frv. íþróttasamband ! íslands lagði mikla áherslu á þetta atriði á síðasta ársafmæli sínu, og er það vel. En eitt vil jeg leyfa mjer að benda stjórn I.S.I. á í allri vin- semd, og það er það, að fáni sá, sem notaður er á forsíðu íþrótta- blaðsins, sem stendur, er alls ekki að minni hyggju annað en skrípamynd af fána, mjög óvirðu legur að sjá. Það má ekki fara svo með þetta fánamál, að það verði aðeins í orði kveðnu aukin virðing fyrir fánanum, en svó alt látið slarka í ráun óg veru“. Jeg vil þakka íþróttamanni fyrir þetta brjef. Það er einmitt þetta, sem unnendur fánans eiga að gera. Þeir eiga að þenda á, ef þeir sjá, að hann er á einhvern hátt misnotaður. Ekki að jeg eigi við, að óviðeigandi sje, að ís- lenski fáninn sje á kápu Iþrótta- blaðsins, síður en svo, en hitt nær ekki neinni átt, ef þar er einhver skrípamynd af þjóðfán- anum. ísland erlendis. „STUD. JUR.“ sendir mjer í brjefi úrklippu úr bresku blaði, sem nýlega er komið út. Eru þar birtar myndir í litum frá Sund- laugunum hjer. Á myndunum sjást íslenskar blómarósir í bað- fötum, en hermenn í gæruskinns úlpum og með „eskimóahettur“ horfa á sundmeyjarnar. Með myndunum fylgir stutt grein og þar er að finna eftir- farandi setningar: „Enn hefir ekki verið hægt að halda lífinu í einu einasta trje á íslandi, en blóm kosta alt að 5 shillings stykkið". „í meira en þúsund ár hefir Island að miklu leyti verið land steinaldarinnar. En á rúmum tveimur árum hafa Ameríku- menn komið öllu í raunverulega nýtísku horf. Verkfræðingar þeirra hafa bygt hundruð mílna af steinsteyptum vegum í stað hraunstíganna". „Fyrir stríð höfðu islenskir verkamenn í laun frá 15 shill- ingum upp í eitt sterlingspund á viku. Nú hafa þeir frá 12 og up í 16 sterlingspund á viku í vegavinnu, eða flugvallavinnu“. .... „Bjórglas verkamannsins kostar hann sem svarar 3 shffl- ingum og 6 pence“. „Þetta eru aðeins nokkur „gullkorn“, tekin á víð og dreif úr greininni. Ekki að furða, þó „stud. jur.“ segi í brjefi sínu, að þetta sje enn ein sönnun þess, að íslendinga vanti frjettastofn- un, sem geti gefið erlendum blaðamönnum upplýsingar um land og þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.