Morgunblaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudag'ur 2. febrúar 1944 MQRGUNBLAÐIÐ 11 svo vel. Vinur okkar hefir sjeð um það“. Yoshio tók við skjalinu og hneigði sig. Hefir hr. Endó —“. . „Engin nöfn“, sagði stúlkan. „Vegabrjefið heimilar yður að fara hvert sem er. Og það er ætlast til, að þjer verðið heil- mikið á ferli. Það fer að kárna gamanið úr þessu. Þjer vitið, hvað skeði í East Pooshau Road?“ Yoshio muldraði, að svo væri ekki. Stúlkan var langt frá að vera snotur, þótt hún væri ung, Hún var hávær og framhleypin. Það var engu lík- ara en að hún væri komin til að skipa honum fyrir. Hún var í fylsta máta það, sem Japan- ar kalla moga, nýtísku stúlka, en af verstu tegund. • „Mð hefir þegar lent í bar- daga í Hongkew Park. Það var ráðist á hersveitir vorar, er þær stigu á land. Það er sagt, að þeir hafi drepið tvö þúsund Kínverja. Ágætt, finst yður það ekki?“ „Tvö þúsund?“ sagði Yoshio vantrúaður. „Um það þil. Jæja, jeg má engan tíma missa. — Nokkurt svar?“ „Jeg mun skrifa nokkur orð, ef þjer vilduð gjöra svo vel að bíða“, sagði Yoshio og bauð henni sæti. „O. K.“, sagði stúlkan. Hún flautaði meðan hann skrifaði. Hún var tvímælalaust glæfra- legasta kvenpersónan, sem hann hafði kynst á ævinni. Hann settist við borðið og náði sjer í pappír. Hann hagræddi á sjer gleraugunum, tók upp lindarpenna og byrjaði að skrifa. Honum datt ekki fram- ar sjálfsmorð í hug, enda þótt brjef hr. Endó bæri meiri keim af ásökun en hvatningu. „Háttvirti hr. Endó (skrif- aði Yoshio). Brjef yðar kom einmitt á því augnabliki, sem jeg er að fara í miðdegisverð með J. R. Þetta kvöld mun því ráðá úrslitum og jeg er vongóður um árang- urinn. Verið svo góðir að sýna mjer örlitla þolinmæði; jeg er viss um, að á morgun get jeg fært yður blómgaða ilmjurt. Jeg vona, að yður líði vel . . . Yoshio skrifaði nafnið sitt fyrir neðan kurteisisromsuna, sem hann endaði brjefið á, braut það síðan saman og af- henti það hinni miður töfrandi japönsku stúlku. Hún stakk því í vasann, sagði „Bless“ og fór. Hann byrjaði þegar að klæða sig. Honum fanst hið leyndar- dómsfulla hjal um ilmjurtina barnalegt, en jafnframt hafði það hvetjandi áhrif.á hann, þar sem hann hafði ,svo litla æf- ingu í að ljúga, fór hann brátt að trúa því, sem hann hafði sagt hr. Endó. Alt í einu fór honum að finnast miklu auð- veldara að hitta Jelenu og vekja athygli hennar á fölsuðu skjölunum en að fara inn í bað Iherbergi Myaha-hótelsins og skera á slagæðina með rak- hníf. Hann virti hnífinn fyrir sjer um leið og hann lagði hann til hliðar. Það er nógur tími til að grípa til hans, ef mjer mistekst í kvöld, hugs- ’ aði hann með sjer. I stiganum hjet hann sjálfum sjer því há- jtíðlega, að framkvæma ætlun- arverkið eða deyja. Síðan lagði | hann af stað. í þetta sinn skildi , hann leðurtöskuna eftir, en ljet skjölin í brjóstvasa sinn. Veðurútlitið var tvírætt, svo að hann tók svarta regnhlíf með sjer, enda þótt það væri ekki í samræmi við annan klæðnað hans. Er hann kom að dyrum Shanghai-hótelsins sá hann, hvar Jelena kom út um þær. . Hún staðnæmdist snöggvast og horfði til hægri og vinstri eftir Nanking-strætinu. ] „Gott kvöld, Jelena-san“, sagði Yoshio. „Gott kvöld“, svaraði hún. Síðan leit hún við til að sjá, hver hefði heilsað henni. „Gott kvöld“, endurtók hún viðutan. t Hún horfði í gegnum hann eins og kínversku'hermennirn- ir, sem hann hafði mætt á leið- (inni. „Hvað segir þú gott? Jeg hefi lengi vonast eftir að hitta þig“, Ihjelt hann áfram fljótmæltur ; og ákafur eftir að vekja athygli hennar á sjer. Honum tókst það líka, því að Helen rank- aði við sjer og sá smávaxinn Japana standa við hlið sjer. „Hvað segir þú gott?“ endur- tók hann. „Hvað segi jeg gott? Alt á- gætt, alt pi-ýðilegt. Satt að segja hefir mjer aldrei liðið betur“, sagði Helen gröm; hlátur hennar var óeðlilegur. „Hversvegna ertu tauga- óstyrk, Jelena?“ spurði Yoshio. „Hefir eitthvað óþægilegt kom ið fyrir þig? Get jeg hjálpað þjer eitthvað?" „Hvaða dagur er í dag?“ spurði hún í stað þess að svara spurningu hans. Hún hefir tek ið miklum breytingum, hugs- aði Yoshio, er hann virti fyr- ir sjer snöggar hreyfingar hennar og óstyrkt bros. „Það er föstudagur“, sagði hann, „föstudagurinn þrett- ándi“. „Föstudagur“, sagði Helen. „Það er þá laugardagur á morgun, er ekki svo?“ „Líklega“, sagði Yoshio og þóttist vera fyndinn. „Föstudagur þrettándi. Hjá- trúarfult fólk myndi kalla það óhappadag?“ sagði hún og leit aftur upp og niður eftir stræt- inu. „Ertu að bíða eftir einhverj- um?“ spurði Yoshio. „Eða vantar þig kannske leigubif- reið, Jelena?“ „Jeg er að bíða eftir mann- inum mínum“, sagði Jelena eftir stutta þögn. „Hann hefir ekki komið heim“. „Ætli hánn sje ekki í klúbbn um? Það er tíska meðal karl- manna í Shanghai að dvelja þar langdvölum“, sagði Yoshio með látbragði hins veraldar- vana manns. Helen horfði aft- ur í gegnum hann. „Þú hefir rjett fyrir þjer“, sagði hún og hló. Hún tók af sjer hattinn og strauk yfir hárið á sjer. „Jeg er með höfuðverk11, sagði hún. „Jeg hefi ekki fengið neinn morgunverð“.‘ Nú fór að hýrna yfir Yoshio, því að nú loks þekti hann Jel- enu. Konan, sem stóð berhöfð- uð og úfin kl. 9 að kveldi á miðju Nanking-stræti og lýsti því yfir, að hún vildi fá morg- unverð var ekki hin háttvirta frú Russell. Hún var lífsgiaða 'stúlkan frá París, sem var reiðubúin hvenær sem var til að borða, elda, leika sjer og elska. Hamingjusamar endur- minningar vöknuðu hjá hon- um um fyrri samvistir þeirra. „Það er þá kominn tími til fyrir þig' að fá morgunverð“, sagði Yoshio, rekinn áfram af ofdirfsku* örvæntingarinnar. Óvænt fífldirfska greip hann heljartökum. „Klukkan er níu að kveldi, Jelena, einkar hent- ugur tími fyrir þinn van- rækta morgunverð. Það er svo iangt síðan að við snæddum morgunverð saman — ánægju- legir voru að vísu þeir tímar, sem við gerðum það. Hvað eig um við að fá okkur? Súkku- laði? Te? Kaffi? Jelena", sagði hann. „Á Yoshio að fara með þig á töfrandi, lítinn, japansk- an veitingastað? Jeg þori að ábyrgjast, að þjer mun geðjast vel að honum. Þú getur skilið eftir skilaboð handa manni þínum“. Hann blandaði saman öllum tungumálum, sem hann kunni, í geðshræringu sinni. Enska hans, sem hann var í rauninni hreykinr. af, blandaðist frönsk um og jafnvel japönskum orð- um. Jelena virti hann fyrir sjer í fyrsta skifti og sagði: „Hver ert þú?“ „Fjekstu ekki blómin frá Yoshio, Jelena? Lítilfjörleg blóm að vísu, _en þau voru þó send í minningu fornrar vin- áttu, sem Yoshio var dýrmæt og ógleymanleg — dýrmætust alls í lífi hans“, sagði Yoshio f: Kongsdæturnar frá Hvítalandi Æfintýri eftir Jörgen Moe. 6. um en jeg, því jeg þarf að blása inn í hvern krók og’ kima. En þegar þú ert kominn alla leið, þá skaltu setjast á hallarþrepin við hliðina á dyrunum og svo skal jeg koma þjótandi, eins og jeg ætli að blása höllina um koll. Þegar svo konungssonurinn, sem ætlar að giftast drottn- ingunni þinni, kemur út, til þess að gá að, hvað jeg um að vera, þá tekur þú í hnakkadrambið á honum eg hendir honum út, síðan skal jeg koma honum ^insJangt og jeg kæri mig um, en nógu langt fyrir þig“. Konungur fór nú að, eins og Norðanvindurinn hafði sagt, hann settist á hallarþrepin, og þegar Norðanvindur- inn kom æðandi með miklum hvin, og bljes á höllina svo hún skalf og nötraði, þá kom konungurinn tilvonandi út að sjá hvað á gengi. En í sama bili tók hinn rjetti kon- ungur í hann og kastaði honum út og svo tók Norðan- vindurinn hann og bljes honum alla leið heim til hans. En konungur Hvítalands gekk inn í höllina, og fyrst í stað þekkti drottning hans hann ekki, því hann var orðinn svo fölur og magur, af því að hafa ferðast svona lengi um með sorg í huga, en þegar hann sýndi henni hringinn, er hann bar í hári sínu, varð hún allshugar fegin og síðan var slegið upp mikilli veislu. Eftir að konungur hafði hvílt síg vel og lengi, fór hann í töfrakápuna, hattinn ogastígvjelin og flaug af stað til bræðranna þriggja, sem áttu þessi þing. Þeir sátu enn' í mýrinni, ósköp aumingjalegir, því nú höfðu þeir ekki lengur neitt til þess að fljúgast á um. En konungur hafði haft með sjer þrjá digra sjóði, sem hann gaf bræðrunum, svo þeir gætu keypt jarðir og farið að búa og svo gerðu þeir, en þeir gættu þess vel að hafa ekki jarðirnar hverja nærri annari, því annars var hætt við, að áflogin hefðu byrjað aftur. Þegar þetta var gert, flaug kóngur heim aftur í ríki sitt og settist um kyrt með drottningu sinni í góðu gengi, en systur hennar giftust hefðarmönnum og undu öll vel sínum hag. ENDIR. mcAcpu/nJeculu jutujl Það var eitt sinn í Holly- wood í afmælisboði hjá Char- lie Chaplin, að hann skemti gestum sínum með því að stæla ýmsa menn, sem gestirnir könnuðust við, og jafnvel kon- ur og börn. — Að lokum söng hann kafla úr ítalskri óperu og söng hann af mikilli prýði. „Charlie, jeg hefi aldrei heyrt þig syngja svona dásam- lega“, hrópaði einn vinur hans. „I rauninni kann jeg alls ekki að syngja“, svaraði Chap- lin, „jeg var aðeins að stæla Caruso'1. ★ Dóra: — Jeg heyrði, að þú ætlaði að skilja við manninn þinn. Magga: — Vertu ekki að þess ari vitleysu. Jeg, sem þekki hann varla nokkuð ennþá. 'k — Það er betra að fæðast hamingjusamur en ríkur. ★ Hann: — Mjer finst endi- lega að jeg hafi dansað við yð- ur áður. Hún: — Það þykir mjer sennilegt, að minsta kosti gera tærnar á þjer sig mjög heimakomnar. ★ Dómarinn (hjá tannlækni): Sverjið þjer, að þjer ætlið að taka tönnina, alla tönnina og ekkert nema tönnina. ★ Ung hefðarmær spurði eitt sinn Coleridge,' enska skáldið og bókmentagagnrýnandann, hvort hanrl tryði á drauga. „Nei, ungfrú“, svaraði skáld ið, ;,jeg hefi sjeð alt of marga til þess að jeg fari að trúa á þá“. . ★ Svínum, konum og býflug- um er ekki hægt að snúa. ★ Aristoteles var eitt sinn á- sakaður fyrir að hafa gefið vondum manni ölmusu. Hann svaraðii „Jeg gaf dkki vonda mann- inum neitt, jeg gaf það mann- kyninu“. ★ Ung kona kom rjett eftir brúðkaupið inn í banka með ávísun. Hún varð nokkuð rugl- uð, þegar gjaldkerinn sagði henni, að hún yrði að rita á hana áður en hún fengi hann hana greidda. „Hversvegna“, spurði hún, ,þetta er gild ávísun. Maðurinn minn sendi mjer hana. Hann fór í verslunarferð“. „Já, frú, það er alt í lagi með það. En skrifið á bakið á ávís- uninni, svo að eiginmaður yð- ar geti sjeð, að þjer hafið fengið peningana“. Frúin varð hugsi nokkra stund, síðan skrifaði hún á á- vísunina og rjetti hana gjald- keranum. Þið getið ímyndað ykkur, hve undrandi gjaldkerinn var, þebar hann sá, hvað hún hafði skrifað: „Þín heittelskandi eiginkona, Ester“. ★ — Eigið þjer mörg börn, herra Smith? — Þrjár dætur. — Búa þær heima hjá yður? — Ekki eir. þeirra — hinai eru giftar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.