Morgunblaðið - 12.02.1944, Page 4

Morgunblaðið - 12.02.1944, Page 4
4 MORG U JST B L A Ð T Ð Laugardagur 12. febrúar 1944 SÓLIM-Iéðurbætir í’ramieiimm nú eftirtaldar fóðurblöndur. „Sólar“-kúafóður fyrir mjólkurkýr. 2 tegundir A og B. Nú þegar hafa margir bændur reynt þessar fóðurblöndur og gefið þeim ágæt meðmæli. „Só]ar“-hænsnafóður, er fóðurblanda ' fyrir varp- hænur, framleidd og blönd uð samkyæmt tilraunum, er hafa gefið besta raun við fóðrun varphænsna. „Sólar“-hestafóður, fóð- urblanda handa reiðhest- um og áburðarhestum. ,Sólar“-svínafóður, fóður blanda handa gyltum, grísum og eldis-svínum. ,Sólar‘-beitarfóður, fóður- blanda handa hrossum og sauðfje með beit. „Sólar“-Refafiskur fóðurbianda handa loðdýrum. Ofangreindar fóðurblöndur eru blaiKÍaðai- efir leið- sögn háskólagenginna fagmanna. Samsetning næringarefnanna í öllum fóðurblöndun- um er fyrst og fremst miðað við næringarefnaþarfir dýranna. „Sólar“-fóðurblöndur eru blandaðar úr ýmsum komtegTindum, fiskimjöli, síldarmjöli, fóðursöltum o. fl. af mikilii nákvæmni í fullkomnum fóðurblöndunar- vjelum og fylgir leiðarvísir liverjum poka. „Sólar“-fóðurblöndurnar hafa rjett næringarcfnahlut- föll. „Sólai-“-fóðurblöndurnar gefa mikil afköst. — — tryggja heilbrigði. — — venula afurðarþol. — auka arðsemi búsins. — — eru ódýrastar eftir gæðum. „Sólar“fóðurblönduniar eru aðeins framleiddar hjá H.f. riSKiMJÖL Sími 3304. Hafnarstræti 10. Sími 3304. 7 Reykjavík. — Fjdrhagsdætlunin Framhald af bls. 2. hverfum bæjarins þar sem slík heimili eru ekki fyrir, eins og t. d. í vestanverðu Höfðahverfi, Laugarneshverfi og Grímsstaða holti“. Stríðsgróðaskatturinn. Ennfrerhur samþ. svohljóð- andi till. frá Sjálfstæoisflokkn- um um stríðsgróðaskattinn: „Bæjarstjórn Reykjavíkur skorar á Álþingi að breyta lög- gjöfinni um stríðsgróðaskatt svo, að bæjar- og sveitarsjóðir fái í sinn hlut verulega meiri hluta hans en hingað til hefir verið.“ Korpúlfsstaðir. Sjálfstæðisflokkurinn bar fram svohljóðandi tillögu, sem vísað var til landbúnaðarnefnd ar: „Bæjarsttjórn telur, að mjólkurframleiðslu í bæjar- landinu beri'að koma svo fyrir að þar verði einkum framleidd barnamjólk og felur borgar- stjóra og bæjarráði að gera ráð stafarúr til að svo megi verða. Jafnframt ákveður bæjarstjórn að hagnýtingu Korpúlfsstaða ] og jarðeigna bæjarins á Kjal- arnesi og í Kjós, skuli við það miðuð að þar verði einkum framleidd barnamjólk, en tel- ur ekki timabært að kveða nán ar á um búrekstur þar, fyrr . en landbúnaðarnefnd bæjar- stjórnar, sem starfað hefir að undirbúningi þessara mála, hefir skilað áliti“. Samþ. var breytingartillaga frá Alþýðuflokknum með átta atkv. gegn sjö, um að veita nú þegar kr. 500 þús. til undirbún ings búrekstrar til framleiðslu barnamjólkur og hagnýtingar jarðeigna bæjarins. En um þetta mál komu fram ályktunartillögur þessar, sem einnig var vísað til landbún- aðarnefndar. Frá Sósíalistaflokknum: • „Bæjarstjórnin samþykkir að auka búrekstur bæjarins að Korpúlfsstöðum, þannig, að lönd bæjarins í Mosfellssveit og á Kjalarnesi verði fullnýtt. Skal einkum stefnt að því, að framleiða barnarnjólk, enn- fremur garðávexti, egg o. fl. Borgarstjóra heimilast, að fengnu samþykki bæjarráðs að taka nauðsy-nleg lán til þessara framkvæmda. Bæjarstjórnin skorar á þing- menn Reykjavíkur að stuola að þeim breytihgum á mjólkur- lögunum, sem nauðsynlegar kunna að vera til þoss að bær- inn geti selt barnamjólk“. Og frá Árna Jónssyni: „Bæjarstjórn ákveður, að efnt skuli til á Korpúlfsstöðum samyrkjubúskapar bæjarins með alt að 40 ungum og efni- legum bændum, þar sem fram- leiddar sjeu úrvals framleiðslu vörur, s. s. barna- og sjúkra- mjólk, egg og grænmeti. Bú þessi skili bænum fullum vöxtum af fje því, er hann hef- ir liggjandi í eignum, vegna rekstursins, svo sem sköttum, til þess að ekki sje stofnað úl óeðlilégrar samkepni við bá áðfa,': ér : lándbúnað stúnda í lögsagnárumdæmi bæjarins’. B.' ggingamál. . . ... Á fjárhagsáætlun bæjarins var sett upphæðin kr. 3.300.000 til bygginga. Er tilætlunin fyrst og fremst sú, að byggja barnaskólann á Melunum svo fljótt sem auðið er o. fl. Sósíal- istar fluttu breytingartillögu við þann lið, að hækka hann í 6 miljónir. En hún var feld með 7 atkv. gegn 4. Samþykt var svohljóðandi tillaga frá Alþýðuflokknum: „Ræjarstjórnin samþykkir að fela borgarstjóra að láta tafarlaust fram fara athugun á því, hvað kosta mundi að byggja tveggja hæða steinhús með 50—75 eins og tveggja herbergja íbúðum ásamt eld- húsi, er síðar gætu hentað fyrir eldra fólk, er minkað hefir við sig, eða og einhleypt fólk, er slíkar íbúðir henta. Ennfremur þessi frá Sósíal- istaflokknum: „Reynist eigi unt að fram- kvæma húsbyggingar fyrir alt það fje, sem til þess er áætlað, skal afgangurinn lagður til hliðar og varið til slíkra bygg- inga síðar.“ Strætisvagnarnir. Svohljóðandi ályktunartil- laga frá Alþýðuflokknum var feld með 7 atkv. gegn 7: „Bæjarstjórnin samþykkir að taka í sínar hendur rekstur almenningsvagna í umdæmi bæjarins og felur borgarstjóra ög bæjarráði að gera ráðstaf- ið þessa starfsemi sem allra fyrst“. En síðari hluti tillögunnar, er var þessi, var samþyktur: j „Bæjarstjórn félur borgar- stjóra og bæjarráði að koma upp skýlum á aðalviðkomu- stöðum strætisvagnanna. Enn- fremur að athuga um heppi- legt fyrirkomulag almennings- ferða milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur og sjerleyfisferða til Þingvalla“. Trjárækt í bænum. Svohljóðandi tillaga fi'á Soffíu Ingvarsdóttur, var sam- þykt með samhljóða atkvæð- um: „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir að verja af óvissum j úttgjöldum bæjarins 20 þús. til að efla trjárækt til skjóls og prýðis í bænum. Skal leit- að til skólastjóra barna og ung lingaskólanna í Reykjavík um að fá ungmenni til að gróður- setja trjáplöntur í skemtigörð- um, torgum, við opinberar byggingar og víðar. ■— Unnið skál að þessu í sambandi við garðyrkjuráðunaut bæjarins og Skógræktarfjelag íslands.“ Kvikmyndahúsin. Tillaga frá Árna Jónssyni um kvikmyndahúsin var samþykt með 8 atkvæðum: „Bæjarstjórn ályktar að kjósa 5 manna nefnd til að at- huga, með sjerstöku tilliti til reynslu Háskólans af rekstri kvikmyndahúss, hvort tekjur bæjarins af rekstri kvikmynda húsa í eigu einstakra manna sjeu hæfilegar. Jafnframt sje nefndinni fal- ið að athjuga, hvort allri að- göpgumiðasölu að kv.ikmynda- húsum bæjarins ;sje ekki best íyrir komið.í höjndum fulltrúa. bæjarins". Vísað til bæjarráðs. Ýmsum ályktunum, flokka og einstakra bæjarfulltrúa var vísað til bæjarráðs. M.a. þess- um: Frá Jóni A. Pjeturssyni og Haraldi Guðmundssyni um að rannsókn fari fram á því, hvern ig hagnýta skuli lóð Hótel ís- lands. Frá Sósíalistaflokknum um að stofnuð verði útlánadeild Alþýðubókasafnsins í Laugar- nesskólanum, og að komið verði upp vinnustofu fyrir öryrkja, en slíka stófu hefir bærinn rekið undanfarin ár, þó i smáum stíl sje. Tillögu frá frú Soffíu Ing- varsdóttur, svohljóðandi, var vísað til bæjarráðs: „Bæjarstjórn felur bórgar- stjóra að láta athuga á hvern hátt megi sem best hagnýta írárenslishitaveituvatn ’ til áuk innar grænmetisræktunar við hús. Og ennfremur að bæjar- búar, er vildu koma sjer upp gróðurhúsum í sambandi við frárenslið, fái til þess leiðbein- ingar hjá sjerfróðum garð- yrkjuráðunaut bæjarins“. IViinning í DAG verður til moldar bor inn að Kotströnd í Ölfusi Sveinn Steindórsson frá Hvera gerði. Fleiri en mig, sem rita þess- ar línur, mun hafa sett hljóða þegar sú sorglega fregn barst út, að Sveinn Steindórsson hefði látið lífið í hinum geig- vænlega bruna aðfaranótt 3. þ. m. Sveinn var talsvert óvana- legur ungur maður. Jeg hefi víða farið og þar af leiðandi kynst mörgum og margskonar mönnum, en jeg hefi naumast kynst hugljúfari manni í sam- vistum og umgengni allri en honum. Sveinn sál. var frekar dulur maður og flíkaði ekki tii- finningum sínum við hvern sem var, þótt hann ætti stundum við ýmsa örðugleika að etja, ekki síst vegna fjárskorts í sambandi við fyrirætlanir sín- ar og framkvæmdir. En Sveini varð vel til vina og þeir, sem þektu dugnað hans, drengskap og ósjerhlífni, veigruðu sjer þá heldur ekki við að uppör'a hann með aðstoð sinni á marg- an hátt og gleðjast með ho.ium yfir góðum árangri. Það v r einmitt nú, eða fyrir rösku ári síðan, að Sveinn, — eftir að hafa um nokkurt slceið staðið fýrLr jaröþýaborþn á vegum Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.