Morgunblaðið - 13.02.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 13.02.1944, Síða 1
31. árgangur. 34. tbl. — Sunnudagur 13. febrúar 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. Stórfeldir hrakningar fiskibáta __ •• Einn bdtur sekkur — Oðrum hvolfir Maður drukna * Ottast um tvo Eyjabáta a SUÐVESTAN ofsaveður gerði skyndilega Snður- og Vesturlandi í gærmorgun. Vöru þá allir bátar úr verstöðvunum á sjó og hreptu mestu hrakn- inga. — Einn Bátur söklc, en mannbjörg. — Öðrum hvoldi og druknaði einn maður. — Nokkra báta vantaði í gærkvöldi. — Feikna veiðarfæratjón hjá flestum bátum. Mb „Ægir“ hvolfir MB. ÆGIR GK. 8, frá Gerðum, hvolfdi í gær. Af 5 manna áhöfn björguðust allir nema einn, Sigurður Björnsson, frá Geirlandi í Sándgerði. Er báturinn var staddur undan Garðsskaga reið brot sjór yfir hann. Þrír skip- vérjar voru þá niðri í lúkar, en skipstjórinn og Sigurður í stýrishúsi. Brotnaði alt of ahþilja, stýrishús og möst- ur, en bátnum hvolfdi, en rjettir vi”ð aftur, eða rjett- ara fór eina veltu. Sigurð skolaði út, þegar aldan reið vfir skipið, en skipstjórinn festist undir plánka, er var á dekkinu. Koma nú hinir þrír, sem í lúkarnum voru upp, en í þeim svifum bar þar að mb „Jón Pinnsson“ frá Garði. Nær hann sam- bandi við skipverja og tókst að bjarga þeim. Það er síð- ast sást til „Ægis“ var, að hann rak inn buktina í stefnu á Akranes, en mb. „Jón Finnssón“ fór með mennina til Keflavíkur. Skipstjórinn á Ægi, Þor- lákur Skaftason, meiddist nokkuð á öðru fæti, en hina sakaði ekki. Skipstjórinn á mb „Jóni Finnssyni“ er Þor steinn Jóhannesson frá Gauksstöðum í Garði. Sigurður var maður um þrítugt, kvongaður, lætur eftir sig konu og þrjú börn. Akranesbátar. Akurnesingar voru á báð- mn áttuin um það hvort róa skyldi í fyrrakvöld. Mótorbát- arjiir á Akranesi róa venju- iega um lágnættið um þetta ]eyti árs, en vegna ískyggilegs veðurútlits drógst það til ki. 2 í fyrrinótt að fara í róður, en þá rjeru flestir. Um kl. 5,80 voru bátarnir búnir að Jeggja línuna. Htrax um. nóttina fór að livossíi og um morguninn kl.-8 Framh. á bls. 12 Njáll Þórðarson- skipstjóri á m.b. Fylki, bjargaði áhöfninni á m.b. Birni II. Njáll er kunnur dugnaðar- og afla- maður bæði á þorsk og síld- veiðum. Hann var um skeið stýrimaður hjá Bjarna heitn- um Ólafssyni á línuveiðaranum Ólafi Bjarnasyni. a megin- London í gærkveldi. í,iberators sprengjuflug'vjel- ar, varðar amerískum orustu- flugvjelum, gerðu í dag árásir á hernaöarstöðvar óvinanna á meginlandinu. Engra þýskra orustuflugvjela varð vart og komu allar sprengjuflugvjel- arnar aftur til stöðva sinna. Síðar i dag gerðu Mosquito- sprengjuflugvjelar árásir á í hernaðarstaði í Norður-Frakk- landi. —Reuter I _ Hjálp til bágstaddra í Helsingfors. MARGIR eiga nú um sárt að binda í Helsingfors, eftir síð- ustu loftárásir Rússa á borg- ,ina. Hefir verið hafin fjár- söfnun til hjálpar hinu bág- stadda fólki .og hafa margir látið stórar upphæði af hendi rakna. Samkomulag á Alþingi um skilnaðarmálið? UNDANFARIÐ hafa á Alþingi átt sjer stað sainkomulagsumleitanir milli allra flokka um af- greiðslu skilnaðarmálsins. Ekki er enn kunnur árangur af þessum tilraunum, en talið er líklegt, að samvinnugrundvöllur náist, er allir geti við un- að og tryggir greiðan framgang málsins, eins og til liefir verið ætlast. ' I sambandi við afgreiðslu lýðveldisstjórnar- skrárinnar er áformað af þeim flokkum á Alþingi, sem staðið hafa að málinu, að bera fram hið fyrsta tillögu til þingsályktunar um kosning nefndar til þess að undirbúa hátíðahöld 17. júní næstkomandi, er hin nýja stjórnarskrá tekur gildi. Finnar vilja íriðc en ekki á kostnað siálfstæðis landsins Stokkhólmi í gærkvöldi. ERKO, hinn finski stjórn- málamaður flutti ræðu hjer í dag', og ræddi um viðhorf Finna til styrjaldarinnar. Sagði hann í ræðu sinni, að Finnar vildu allir sem einn, frið, en settu líka allir sem einn það skilyrði fyrir friði, að landið hjeldi sjálfstæði sínu og sjálfsákvörð- unarrjetti óskprtum, og rjeði sjálft sambúð sinni við aðrar þjóðir, en finska þjóðin vildi gjarna friðsamlegt samstarf við hvaða þjóð, sem vera skyldi, á þeim grundvelli, að fullveldi Finna og sjálfstæði væri hvergi skert. —Reuter. Bandamenn öruggir um sigut Norðmenn reknir í nauðungarvinnu Frá norska blaða- fulltrúanum. ÞRJÁ DAGA í röð í síðustu viku gerði lögreglan í Osló ít- arlega og ákafa leit í veitinga- stofum borgarinnar og tók þar fasta um 100 menn. Allir voru þeir síðan sendir í nauðungar- vinnu til þýskra herstöðva í Norður-Noregi. Einn daginn lokaði lögregl- an nokkrum helstu umferðar- götum Oslóar, og heimtaðí vegabrjef og önnur persónu- leg skjöl af öllum, er lögðu leið sína Um götur þessar, til þess að komast að því, hvort meðal þeirra væru nokkrir þeir, er hefðu svikist um að gefa sig fram til nauðungarvinnu, sem er nefnd hinu milda nafna „þjóðleg vinnuhlutdeild“. íslendinqur drukn- Churchill sendir út til- kynningu um bardaga á landgöngusvæðinu London í gærkvöld: — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. CHURCHILL forsætisráðherra sendi út tilkynningu frá Downing Street nr. 10, um 6 leytið í kvöld. Þar segir Churchill, að hann hafi fengið skeyti frá herforingjunum Wilson og Alexander og fullvissi þeir hann báðir xim, að bandamenn muni vinna sigur í orustunni um Róm. —• Bandamenn hafi yfirhöndina. Þeir hafi yfirráð í lofti og ennfremur hafi þeir fleiri skriðdreka og meira stórskota- lið, en Þjóðverjar. • Slæmt veður hafi að vísu tafið hernaðaraðgerðir, en það hafi verið notað til að flytja meira herlið og her- gögn til landgöngusvæðisins við Anzio. Það sje því ekki hin minsta ástæða til svart- ar i í Néw York ÞAÐ SLYS vildi til í höfn- inni í New York, síðastliðið fimtudagskvöld, að íslenskur sjómaður, Konráð Guðmunds- son, kyndari á Dettifossi, fjell í sjóinn og drukknaði. Konráð heitinn lætur eftir sig ekkju og tvö ung' börn. Heimili hans er á Skeggjagötu 6. Eimskipafjelagi íslands barst skeyti um slys þetta í gærdag. Stokkhólmi í gærkv. ÞJÓÐVERJAR hafa hand- tekið marga járnbrautarverka- menn í Næsteved í Danmörku vegna skemdarverka, er unn- in hafa verið á járnbrautinni þar. í Kolding hafa fimm ménn verið handteknir í sambandi við skemdarverk, sem unnin hafa verið þar í borg. — Meðal hinna handteknu var einn veit ingamaður. í Álaborg varð sprenging í gær og eyðilagðist skip í höfn- svm. Veður fer batnandi. Frjettaritarar í Ítalíu síma í kvöld, að í dag hafi sólin komið fram á milli grárra skýjaþykknanna í fyrsta sinn í marga daga. Sje útlit fyrir að veður fari batnandi á vígstöðvunum og þurfi þá ekki að efast um að þegar slái í harða bar- daga. Veður hefir verið svo slæmt, stð ekki hefir verið hægt að fljúga yfir vígstöðv Fraxnh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.